Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 26
26
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
Fólk í fréttum
Selma Björnsdóttir
Selma Björnsdóttir, söngkona og
dansari, er þessa dagana að semja við
Sigurð Valgeirsson, dagskrárstjóra
ríkissjónvarpsins, um að syngja fyrir
íslands hönd í Danslagakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, sem fram fer
í ísrael í vor. Þetta kom fram í DV-
frétt á mánudaginn var.
Starfsferill
Selma fæddist í Reykjavík 13.6.1974
en ólst upp í Garðabænum. Hún var
Flataskóla og Garðaskóla, stundaði
nám við VÍ og lauk þaðan stúdents-
prófum 1994. Þá lærði hún djassballett
hjá Hafdísi Jónsdóttur 1985-89.
Selma kenndi djassballett hjá
World Class og víðar á árunum
1991-94, stundaði skrifstofustörf hjá
Myndform í Hafnarfirði 1994-96, og
hafði umsjón með unglingaþættinum
Ó-inu í ríkissjónvarpinu 1996-97.
Selma söng með Skólakór Garða-
bæjar 1980-87. Hún kom hins vegar
fyrst fram sem söngkona á Versló-
væli hjá VÍ 1993. Hún söng síðan með
hljómsveitinni Fantasíu í tvö ár og
hefur sungið í fiölda söngleikja frá
1995. Má þar helst nefna West Side
Stcry, í Þjóðleihúsinu; Rocky Horror
Show, í Loftkastalanum; Latabæ, í
Loftkastalanum; Hið ljúfa líf, í Borgar-
leikhúsinu; Augun þin blá, söngdag-
skrá með lögum og textum Jóns Múla
Árnasonar og Jónasar Ámasonar, í
Borgarleikhúsinu; Meiri
gauragang, í Þjóðleikhús-
inu; Grease, í Borgarleik-
húsinu, og Ávaxtakörfuna,
í Islensku óperunni.
Þá hefur Selma verið
danshöfundur fyrir VÍ,
Hafnarfiarðarleikhúsið og
fleiri aðila. Hún syngur nú
með Þorvaldi Bjarna Þor-
valdssyni en þau sömdu og
sungu m.a. lög í kvikmynd-
inni Sporlaust.
Fjölskylda
Sambýlismaður Selmu er Rúnar
Freyr Gíslason, f. 29.4. 1973, en hann
er að ljúka námi við Leiklistarskóla
íslands. Hann er sonur Gísla Sigurðs-
sonar, pípulagningarmeistara í
Reykjavík, og k.h., Sigurrósar Guð-
mundsdóttur, húsmóður og sölu-
manns.
Systur Selmu eru Birna, f. 19.6.
1970, þjálfari í þolfimi og danskennari,
búsett í Reykjavík en maður hennar
er Þorsteinn Gislason þjónn;Hrafn-
hildur, f. 7.2. 1972, óperusöngkona í
Kópavogi en maður hennar er Ragnar
Sverrisson, danskennari og málari;
Guðfinna, f. 21.8.1978, dansari, búsett
í Reykjavík.
Foreldrar Selmu eru Björn Frið-
þjófsson, f. 19.8.1948, húsasmíðameist-
ari og verkstjóri hjá ístaki, búsettur i
Reykjavík, og k.h., Aldis
Elíasdóttir, f. 8.1.1947, hús-
móðir.
Ætt
Bjöm er sonur Friðþjófs,
fyrrv. fulltrúa í véladeild
Vegagerðar ríkisins, bróð-
ur Þórunnar, móður
Björns Eysteinssonar
bridgespilara. Önnur syst-
ir Friðþjófs er Ingibjörg
Stella, móðir Eggers Lár-
ussonar jarðfræðings og
Bjöms Lámssonar, föður
Skarphéðins Orra glímukappa. Frið-
þjófur er sonur Björns, vörubUstjóra
og mótorista í Reykjavík Guðmunds-
sonar, b. í Hafragili í Skagafirði Guð-
mundssonar, b. á Ingveldarstöðum,
bróður Sigurðar, langafa Péturs, fóður
Sigurjóns, fyrrv. forseta borgarstjórn-
ar. Annar bróðir Guðmundar var Þor-
valdur á Skefilsstöðum, langafi Jóns
Pálmasonar, alþingisforseta á Akri,
fóður Pálma, fyrrv. ráðherra. Þorvald-
ur var einnig afi Ragnheiðar,
langömmu Magnúsar frá Mel, fiár-
málaráðherra og Halldórs Þormars,
fóður Jóns Orms stjórnmálafræðings.
Guðmimdur var sonur Gunnars, ætt-
fóður Skíðastaðaættarinnar Gunnars-
sonar. Móðir Björns var Ingibjörg
Bjömsdóttir, hreppsfióra í HafragUi,
bróður Guðmundar á Ingveldarstöð-
um. Móðir Friðþjófs var Evialía, syst-
ir Guðlaugar Nielsen, ömmu Alfreðs
Flóka, og langömmu Elsu Nielsen,
margfalds íslandsmeistara í
badminton. Evlalía var dóttir Ólafs,
steinsmiðs í Hlíðarhúsum í Reykjavík
Jónssonar, b. í Hrútsstaðahjáleigu
Bjarnasonar, b. á Syðra-Felli Þor-
grímssonar, b. í Ranakoti Bergssonar,
ættföður Bergsættarinnar Sturlaugs-
sonar. Móðir Evlalíu var Sigurbjörg
Jónsdóttir, b. í Hvammi í Kjós Jóns-
sonar.
Móðir Björns húsasmíðameistara
var Ingibjörg Jóna Marelsdóttir,
verkamanns á Eyrarbakka Þórarins-
sonar, sjómanns í Nýjabæ á Eyrar-
bakka, bróður Hólmfríðar, langömmu
Sighvats Björgvinssonar alþm. Þórar-
inn var sonur Bjarna, b. í Hæðargarði
í Landbroti Gíslasonar. Móðir Ingi-
bjargar Jónu var Sigríður Gunnars-
dóttir, sjómanns á Eyrarbakka Gunn-
arssonar, bróður Guðbjargar, ömmu
Geirs Gunnarssonar vararíkissátta-
semjara, fóður Lúðviks, bæjarfulltrúa
í Hafnarfirði og fyrrv. formanns BÍ.
Aldís er dóttir Elíasar, sjómanns og
verkamanns í Ólafsvík Þórarinssonar,
verkamanns í Ólafsvík Guðmundsson-
ar. Móðir Elíasar var Fanney Guð-
mundsdóttir. Móðir Aldísar var Gyða
Gunnarsdóttir frá Hellissandi.
Selma Björnsdóttir.
Afmæli
Marta A. Einarsdóttir
Marta Aðalheiður Einarsdóttir
húsmóðir, Furugerði 1, Reykjavík,
er niræð í dag.
Starfsferill
Marta fæddist á Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð og ólst þar upp.
Marta giftist 1933 og bjuggu þau
hjónin fyrst í Hjalla, að Vestmanna-
braut 27 í Vestmannaeyjum. Þau
hófu síðan búskap að Brú í Biskups-
tungum 1936 og bjuggu þar til 1972.
Þá brugðu þau búi og fluttu í Trað-
arkotssundið í Reykjavík. Þar átti
Marta heima til 1990 er hún flutti í
Furugerði.
Fjölskylda
Marta giftist 3.1. 1933 Óskari
Tómasi Guðmundssyni, f. 2.8. 1905,
d. 29.7. 1989, bónda að Brú. Foreldr-
ar Óskars voru Guðmundur Guð-
mundsson, bóndi í Arnarholti i
Biskupstungum, og k.h„ Ingibjörg
Tómasdóttir, frá Gýgjarhóli í Bisk-
upstungum.
Böm Mörtu Aðalheiðar og Ósk-
ars eru Þorbjörg Ema, f. 2.1. 1934,
húsmóðir í Reykjavík, hún á átta
böm; Þorleifur Kristján, f. 19.11.
1935, bóndi að Fremri-Brekku í
Saurbæ í Dölum, hann á fiögur
böm; Ingibjörg, f. 11.6. 1937, hús-
móðir í Reykjavík, hún á fimm
börn; Guðmundur Hermann, f.
24.12. 1938, búsettur í Kistholti 9 en
hann á fimm böm; María Erna, f.
4.10. 1940, húsmóðir í Reykjavík,
hún á fiögur börn; Lilja Jóhanna, f.
25.3.1946, húsmóðir í Garðabæ, hún
á tvö böm; Grétar, f. 17.7. 1949,
verkamaður á Eyrabakka, hann á
tvö börn.
Langömmubörn Mörtu eru fiöru-
tíu og tvö talsins en langa-
langömmubörnin tvö.
Marta Aðalheiður átti sex systk-
ini sem öll eru látin. Systkini henn-
ar vora Margrét, f. 25.8. 1897, hús-
móðir í Hafnarfirði; Sigurður, f.
29.10. 1898, prestur og skáld í Holti
undir Eyjafiöllum; Helga, f. 27.11.
1900, húsfreyja að Steinmóðarbæ;
Guðrún, f. 25.4. 1904, hús-
móðir í Reykjavík; Her-
mann, átti heima í Vík í
Mýrdal, drukknaði ung-
ur; Lilja, f. 25.4.1912, hús-
móðir í Hafnarfirði.
Foreldrar Mörtu vora
Einar Sigurðsson, f. 4.10.
1873, d. 27.12. 1940, bóndi
í Móakoti á Álftanesi, og
k.h., María Jónsdóttir, f.
20.2. 1867, d. 10.8. 1958,
húsfreyja.
Ætt
Einar var sonur Sigurðar, b. í
Fagurhóli í Austur-Landeyjum Ein-
arssonar, b. á Kálfsstöðum í Land-
eyjum Simonarsonar, b. á Glæsi-
stöðum í Landeyjum Einarssonar.
Móðir Einars var Sigríður, systir
Hjörleifs, langafa Einars Kvaran rit-
höfundar. Sigríður var dóttir Þor-
steins, pr. á Krossi í Landeyjum
Stefánssonar og Margrétar Hjör-
leifsdóttur, prófasts og skálds á Val-
þjófsstöðum Þórðarsonar.
Móðurbróðir Mörtu var
Kristján, faðir Oddgeirs
tónskálds. Móðursystir
Mörtu var Aðalheiður,
amma Áka Gránz, málara
í Njarðvík. María var
dóttir Jóns, b. og rokka-
smiðs á Arngeirsstöðum í
Fljótshlíð Erlendssonar,
b. á Heylæk í Fljótshlíð
Péturssonar.
Móðir Maríu var Mar-
grét Ámadóttir, systir
Sveins, afa Sveins Jóns-
sonar, bifreiðarstjóra á BSR, og
Gunnars Markússonar, skólastjóra í
Þorlákshöfn og langafa Óskars Sig-
urjónssonar, forsfióra Austurleiðar.
Margrét var dóttir Áma, b. á Am-
geirsstöðum Jónssonar, b. í Syðri-
Gróf í Villingaholtshreppi Magnús-
sonar.
Marta tekur á móti gestum að
Furugerði 1, laugardaginn 16.1.
milli kl. 15.00 og 18.00.
Marta Aðalheiður
Einarsdóttir.
Tll hamingju
með afmælið
13. janúar
75 ára
Herdis Jónsdóttir
kennari,
Aflagranda 40, Reykjavík.
Vigdís Pálsdóttir,
Tjamargötu 38, Reykjavík.
70 ára
Guðrún Reynisdóttir,
Engjaseli 70, Reykjavik.
Sigþóra Kristinsdóttir,
Vesturbrún 19, Reykjavík.
60 ára
Áslaug Haraldsdóttir,
Hraunbæ 124, Reykjavík.
Erla Sigurðardóttir,
Völvufelli 44, Reykjavík.
John Karl Aikman,
Litlu-Drageyri, Borgarnesi.
50 ára
Ámi Rúnar Baldursson,
Amarheiði 10, Hveragerði.
Guðfinna Ólafsdóttir,
Ásbúð 34, Garðabæ.
Helga Jónsdóttir,
Hrannarbyggð 8, Ólafsfirði.
Jóhann Þorsteinn
Bjarnason,
Framnesvegi 8 A, Reykjavík.
Kristjana Gísladóttir,
Kirkjubraut 9, Njarðvík.
Margrét Brandsdóttir,
Vestmannabraut 6,
Vestmannaeyjum.
Skúli Víkingsson,
Álfheimum 72, Reykjavík.
Steinar I. Einarsson,
Hraunbæ 46, Reykjavík.
Þóra Ágústa Harðardóttir,
Hæðargötu 11, Njarðvík.
40 ára
Eiríkur Rúnar
Þorvarðarson,
Hörgsholti 9, Hafnarfirði.
Elín Jóhanna Eiríksdóttir,
Búhamri 24, Vestmeyjum.
Elínborg Sigurðardóttir,
Háteigi 21 D, Keflavík.
Hólmfríður Gísladóttir,
Breiðuvík 35, Reykjavík.
Svandís Berglind
Reynisdóttir,
Fremri-Gufudal,
Króksfiarðamesi.
Þorbergur Hallgrímsson,
Njörvasundi 8, Reykjavik.
Þorgerður Guðrún
Einarsdóttir,
Eyvík, Grímsey.
Kirkjustarf
- miðvikudaginn 13. janúar
Árbæjarkirkja: Félagsstarf aldr-
aðra. Opið hús i dag kl. 13.30-16.
Handavinna og spil. Fyrirbænaguðs-
þjónsuta kl. 16. Bænarefnum er
hægt að koma til presta safnaðarins.
TTT í Ártúnsskóla kl. 16-17.
Áskirkja: Starf fyrir 10-12 ára böm
kl. 17.00.
Breiðholtskirkja: Kyrrðarstund í
dag kl. 12.10. Tónlist, altarisganga,
fyrirbænir. Léttur málsverður í
safnaðarheimilinu eftir stundina.
„Kirkjuprakkarar". Starf fyrir 7-9
ára börn kl. 16. TTT starf fyrir 10-12
ára kl. 17.15. Æskulýðsstarf á vegum
KFUM & K og kirkjunnar kl. 20.
Bústaðakirkja: Opið hús fyrir aldr-
aða kl. 13-17.
Dómkirkjan: Hádegisbænir kl.
12.10. Orgelleikur á undan. Léttur
málsverður á kirkjuloftinu á eftir.
Fella- og Hólakirkja: Helgistund í
Gerðubergi á fimmtudgöum kl.
10.30.
Grafarvogskirkja: KFUK fyrir
stúlkur 9-12 ára kl. 17.30-18.30.
Grensáskirkja: Samverustund fyr-
ir eldri borgara kl. 14-16. Biblíulest-
ur, samverustund, kaffiveitingar.
TTT-starf (10-12 ára) kl. 16.30.
Hallgrímskirkja: Opið hús fyrir
foreldra ungra barna kl. 10-12. Starf
fyrir 9-10 ára kl. 16.30. Starf fyrir
11-12 ára kl. 18.00.
Háteigskirkja: Mömmumorgunn
kl. 10-12. Kvöldbænir og fyrirbænir
í dag kl. 18.00.
Hjallakirkja: Fjölskyldumorgnar
kl. 10-12. Starf fyrir 10-12 ára kl.
16.30.
Kópavogskirkja: Starf með 8-9 ára
börnum í dag kl. 16.45-17.45 í safn-
aðarheimilinu Borgum. Starf á
sama stað með 10-12 (TTT) ára
börnum kl. 17.45-18.45.
Langholtskirkja: íhugunar- og fyr-
irbænastund kl. 18.00.
Laugarneskirkja: Fundur
„kirkjuprakkara" (6-9 ára barna) kl.
14.30. Fundur TTT (10-12 ára) kl.
16.00. Fundur æskulýðsfélagsins kl.
20.00.
Neskirkja: Mömmumorgunn kl.
10-12. Kaffi og spjall. Ungar mæður
og feður velkomnir. Opið hús fyrir
eldri borgara kl. 14-16. Umsjón
Kristín Bögeskov, djákni. Bæna-
messa kl. 18.05. Sr. Halldór Reynis-
son.
Seljakirkja: Fyrirbænir og íhugun
í dag kl. 18. Beðið fyrir sjúkum. Ail-
ir hjartanlega velkomnir. Tekið á
móti fyrirbænaefnum í kirkjunni.
Sími 567 0110. Léttur kvöldverður að
bænastund lokinni.
Seltjarnarneskirkja: Kyrrðar-
stund kl. 12.00. Söngur, altaris-
ganga, fyrirbænir. Léttur hádegis-
verður í safnaðarheimilinu.
Fréttir
Arétting um meöferð skotelda
Vegna fréttar DV í fyrradag um
meðferð skotelda vill lögreglan i
Reykjavík itreka að ekki er heimilt
hvenær sem er ársins að skjóta upp
flugeldum. Skv. reglugerð um sölu
og meðferð skotelda frá 1988 er notk-
un og sala þeirra óheimil nema á
tímabilinu 27. desember til 6. janú-
ar. Öll notkun utan þess tima er háð
leyfi lögreglustjóra. -hb
Stöð 2 og Þjóðminjasafnið:
Stálust ekki inn
í myndatexta með frétt í blaðinu
7. janúar er það orðað svo að ágætir
fréttamenn Stöðvar 2 hefðu „stolist“
til að taka myndir í geymslu Þjóð-
minjasafnsins í Kópavogi. Þar var
um misskilning fréttamanns að
ræða, og raunar taldi þjóðminja-
vörður að fréttamennirnir hefðu
komist inn í húsið í skjóli iðnaðar-
manna á staðnum, sem hefði verið
óheimilt.
Haukur Holm tjáði DV að mynd-
imar hefðu veriö frá 11. nóvember
og verið teknar vestur á Melum þeg-
ar Þjóðminjasafnið hóf flutninginn
úr safninu. Er Haukur beðinn afsök-
unar á þessu rangmæli. -JBP
IJrval
- gott í hægindastólinn