Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 Fréttir DV Miðað við haldlögð fíkniefni er markaðurinn greinilega umfangsmikill hér á landi: Sjö stórmál í gangi - þar af fimm sem hafa komið upp i síðastliðnum mánuði Löggæslu- og dómsmálayfirvöld á íslandi og Þýskalandi vinna nú að því að rannsaka og dæma í sjö stór- um fíkniefnamálum þar sem íslend- ingar eru sakþorningar í langflest- um tilfellum. Fimm af málunum hafa komið upp í síðastliðnum mán- Fjórir af sakborningunum reyndu að komast heim til íslands í flugi áður en þýsk lögregla handtók þá. uði. Gríðarlegt magn af fikniefnum er til rannsóknar - 2,1 kíló af kóka- íni (tvö mál), rúmar 2 þúsund e-töfl- ur (eitt mál), hátt í tíu kíló af hassi (tvö mál) og samtals 2,2 kíló af am- fetamíni (tvö mál). Ótiltekið magn af amfetamíni er einnig til rann- sóknar í einu málanna í Þýskalandi. Eins og allir vita leggur lögreglan að jafnaði aðeins hald á lítinn hluta þeirra efna sem koma inn eða eiga að koma inn í landið. Þessar tölur Hass í Rauðagerði: Viðurkennir að hafa átt 4,5 kíló Kona sem býr i húsinu sem brann í Rauðagerði um jólin hef- ur viðurkennt aö hafa átt 4,5 kíló af hassi sem lögregla lagði hald á um það leyti sem eldsvoð- inn stóö yflr. Lögreglan stóð konuna að verki við að reyna að koma stærstum hluta fikniefn- anna undan þegar verið var að slökkva eldinn í húsinu. Konan viðurkenndi að hafa keypt efnin í september af manni sem hún vildi ekki nafn- greina. Hún sagöist eiga efnin ein og hefði ætlað þau til sölu og eigin nota. Ekki þótti ástæða til að fá konuna úrskurðaða í gæsluvarðhald þar sem málið þykir að mestu upplýst. Lögreglan er einnig að rann- saka hver ástæðan sé fyrir því að talsvert magn af þýfi úr inn- brotum fundust í húsinu. Sam- býlismaður konunnar var ekki heima þegar eldsvoðinn átti sér stað. Hann situr inni fyrir lík- amsárás á Vegas þar sem maður hlaut bana af. -Ótt benda því til að fíkniefnamarkaður- inn hér á landi sé verulega stór og virkur. í mars síðastliðnum voru tveir íslendingar úrskurðaðir í gæsluvarðhald hér heima, grunaðir um að hafa átt kíló af amfetamíni sem fannst í bil annars þeirra. Það mál er á lokastigi hjá ákæruvaldi en þó er óvist um framhald þess. í september var 26 ára Breti tekinn með rúmar 2 þúsund e-töflur í Leifsstöð. Réttarhöld hefjast í því máli á næstunni. Hér er vafalaust um það mál að ræða þar sem refsing verður þyngst ef viðkomandi fæst sakfelld- ur (um 7 ár að mati lögmanna). í fyrri hluta desember handtók þýska lögreglan annan mannanna i framangreindu BMW-máli í lest í Þýskalandi með 2 kíló af kókaíni. Hann á yflr höfði sér strangan dóm ytra. Rétt fyrir jól var íslensk kona handtekin með 1,2 kíló af am- fetamíni og 100 grömm af kókaíni í Hamborg. Um svipað leyti voru tveir íslendingar handteknir í Lúx- emborg, grunaðir um að hafa ætlað að smygla nokkrum kílóum af am- fetamíni til íslands. Um jólin brann hús í Rauðagerði í Reykjavík. Þar fundust 4,5 kíló af hassi. Húsráöandi, kona, hefur við- urkennt, að hafa átt efnin. Fyrir síð- ustu helgi var hald lagt á 5 kíló af hassi í Vestmannaeyjum. Skipverji á togara hefur viðurkennt að hafa flutt efnin inn en ekki að hafa átt þau. -Ótt Óafgreiddu fíkniefnamálin September 1998 Breti handtekinn með rúmar 2 þúsund e-töflur. ■ Mars 1998 Tveir grunaðir um innflutning á kílói af amfetamíni í BMW-bifreið. Desember 1998 íslendingur handtekinn með 2 kg af kókaíni í Þýskalandi. M í tUil '%11 ember 1998 Tveir íslendingar handteknir í Lúxemborg, grunaðir um að hafa ætlað að smygla nokkrum kílóum af amfetamíni til íslands. &E-J sí f c'- ftes&i Desember 1998 ístenefe konai tekin með rúmt kíló af anhfetamíni og 100 gr kókaín í Hamborg. Desember 1998 4,5 af hassi og þýfi finnst í húsbruna í Rauðagerði. Húsráðandi viöurkennir að hafa átt hássið.' Sjfgj £ Janúar 1999 Skipverji á togara viðurkennir að hafa flutt 5 kíló af hassi til Vestmannaeyja. / PS Maður sem situr inni í Þýskalandi á óafgreiddar sakir í „bílmáli“ hér heima: BMW-málið komið í uppnám - útilokað talið að taka það fyrir án þess að báðir sakborningar séu viðstaddir Líkur eru á að stórt fíkniefnamál, sem kom upp í mars á síðasta ári, muni tefjast mjög eða f versta falli fyrnast að einhverju leyti þegar fram í sækir. Ástæðan er sú að ann- ar tveggja grunaðra manna í því máli situr nú i gæsluvarðhaldi í Þýskalandi fyrir nýtt fikniefnamál eftir að hafa verið tekinn þar fyrir jólin með um 2 kíló af kókaíni í lest sem var að koma frá Hollandi. Sterkur grunur lék á að hann hefði ætlað að koma öllu þessu kókaíni - að andvirði margra tuga milljóna króna (15 þúsund krónur grammið þegar það hefur verið drýgt) - til ís- lands. Maðurinn á yflr höfði sér margra ára fangelsi ytra þegar dómsvöld taka málið fyrir. í mars á síðasta ári kom BMW- bifreið til landsins. í henni fann lög- reglan kíló af amfetamíni og kom fyrir gerviefnum í staðinn. Eigandi bílsins, sem er félagi mannsins, var síðan handtekinn eftir að hann hafði fært efnin frá BMW-bilnum yfir í annan bíl. Mennirnir tveir höfðu sést saman á bílasölu í Þýska- Þrennt í gæsluvarðhaldi í Þýskalandi vegna amfetamínmála: Tilraun til að smygla nokkrum kílóum heim Þrír íslendingar, tveir karlmenn og ein kona, sitja nú í gæsluvarð- haldi í Þýskalandi, grunuð um að hafa ætlað að smygla miklu magni af amfetamíni til íslands. DV hefur ekki fengið staðfest hvort mennim- ir og konan tengjast. Konan var handtekin í Þýska- landi rétt fyrir jólin þegar hún hugðist fara í flugi frá Hamborg heim til íslands. í fórum hennar fundust 1,2 kíló af amfetamíni og 100 grömm af kókaíni. Konan fékkst úrskurðuð i gæsluvarðhald og bíður hún niðurstöðu þýskra dómstóla sem hafa alfarið með mál hennar að gera. Um svipað leyti og konan var handtekin voru tveir íslendingar handteknir í Lúxemborg. Þeir voru einnig á leið heim til íslands. Þýska lögreglan fór fram á það við lög- gæsluyfirvöld í Lúxemborg að mennirnir yrðu handteknir enda höfðu þeir verið grunaðir tun með- ferö fiknefha þar. Við svo búið var farið fram á að íslendingamir yrðu framseldir til Þýskalands og sam- þykktu mennimir það, samkvæmt upplýsingum DV. Grunur lék á að mennirnir tveir hefðu ætlað að freista þess að standa að innflutningi á miklu magni af amfetamíni til íslands. Þar, eins og í máli konunnar, kom til samstarf íslenskra og þýskra lög- gæsluyfirvalda. Eitthvað munu ráðagerðir mannanna hafa raskast. Engu að síður þótti bæði þýsku lög- reglunni og dómstólum þar í landi efni til að fá íslendingana úrskurð- aða i gæsluvarðhald á meðan á rannsókn málsins stendur. Ekki liggur fyrir hvort ákæra á hendur þeim sé væntanleg. -Ótt landi og lágu því báðir undir gran. Þeir voru úr- skurðaðir í gæsluvarð- hald sem stóð yfir þangað til i lok apríl en þá var þeim sleppt. Rann- sókn máls- ins dróst á langinn vegna gagnaöflun- ar frá Þýskalandi. í desember var hún þó langt kominn og sendi lögreglan gögn þess til ríkissaksóknara. Skömmu fyrir jól var annar mann- anna, ekki sá sem átti bílinn, hand- tekinn í lest í Þýskalandi sem var að koma frá HoUandi. Hann á lang- an afbrotaferil að baki en hafði starfað hér heima á síðasta ári. Þýska lögreglan fékk hann úrskurð- aðan í gæsluvarðhald á meðan á rannsókn málsins stendur. Alls óvíst er hvenær dómur gengur ytra. Ef efni þykja til að ákæra báða framangreinda menn í BMW-mál- inu á síðasta ári þykir nær útilokað að taka það fyrir hjá dómi hér heima án þess að báðir mennirnir séu viðstaddir. Af þeim sökum er málareksturinn kominn í algjöra óvissu þar sem annar sakboming- BMW-bfllinn var keyptur á bílasölu í Þýskalandi. Eftir aö hann kom til íslands flutti annar hinna grunuðu 1 kfló af am- fetamíni yfir í annan bfl. í pakkanum voru gerviefni sem lög- reglan hafði komið fyrir. DV-mynd S anna á yfir höfði sér áralangt fang- elsi í Þýskalandi. Fái hann að af- plána dóm sinn hér á landi verður fyrst hægt að ljúka BMW-málinu. Á hinn bóginn er ekkert hægt að segja til um hvort maðurinn vill það þar sem íslenskir sakamenn hafa gjam- an komið auga á þann „galla“ að ís- lensk fangelsisyflrvöld veita fong- um nær aldrei reynslulausn fyrr en þeir hafa lokið a.m.k. 2/3 af afþlán- un sinni ef um alvarleg fíkniefna- brot er að ræða. Þetta hlutfall er stundum lægra í ýmsum Evrópu- löndunum. Samkvæmt upplýsingum frá emb- ætti ríkissaksóknara hefur engin ákvörðun verið tekin um það enn þá hvað gert verður i BMW-málinu enda stendur gagnaöflun enn yfir. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.