Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 29 Verká sam- sýning- unni í Nýlista- safn- inu. Norðurleið - Suðurleið Fyrsta sýning Nýlistasafnsins á árinu er samsýning fimm þýskra listamanna og eins listamanns frá Frakklandi. Sýningin ber yfir- skriftina Nord Siid fahrt eða Norðurleið-Suðurleið. Á sýning- unni eiga eftirfarandi listamenn verk: Ulrich Diirrenfels, Ulrike Geitel og Ralf Werner frá Köln, Erwin Herbst og Joachim Fleischer frá Stuttgart og Domin- ique Evrard frá Frakklandi. Kjami hópsins hóf að starfa saman að sýningunum árið 1995 með samsýningu í Hamburg, síð- an fylgdu fleiri sýningar í kjölfar- ið, en við hverja sýningu breytist samsetning listamannanna örlítið eftir kringumstæðum, það er að segja sýningarstaðnum og eðli þess rýmis sem tekist er á við. Sýningar Norðurleið-Suðurleið er nafn á umferðaræð sem tengir borgimar Köln og Stuttgart í Þýskalandi en getur, eins og nafnið bendir til, átt við hvaða fjarlægð sem er. Það hef- ur ekki neina skírskotun til verka listamannanna. Samvinna þeirra er byggð á þörf þeirra til að sýna verk sín ðháð stjóm utanaðkom- andi aðila, þörfinni fyrir að skapa sér vettvang og grundvöll til að koma hverjum og einum á fram- færi með einstaklingsbundið fram- lag sem í gegnum samvinnuna verður mynd í myndinni. Samsetn- ing verkanna er það ferli sem síð- an lýkur myndbyggingimni. Sýningin Norðurleið-Suðurleið stendur til 31. janúar og er opin alla daga nema mánudaga kl. 14-18. Kvik- myndagerð Tveggja mánaða námskeið i kvik- myndagerð á vegum Kvikmynda- skóla íslands hefst 18. janúar og stendur innritun yfir. Skólinn hefur starfað frá árinu 1992 og hefur meg- inmarkmiðið verið að halda byrj- endanámskeið í faginu og hafa um 200 nemendur setið námskeið skól- ans. Upplýsingar er að fá í Kvik- myndaskóla íslands. Form ísland Form ísland - samtök hönnuða heldur félagsfund um stefnu og við- fangsefni félagsins á Sóloni Is- landusi í kvöld kl. 20. Á fundinum verða meðal annars kynnt eftirfar- andi mál: Hönnunarsafh, R2000 sýn- ing, Fantasy Design 99, Menntamál og Samkeppnisreglur. Samkomur ITC-deildin Melkorka Fundur verður haldinn í Menn- ingarmiðstöðinni Gerðubergi í kvöld kl. 20. Fundurinn er öllum op- inn. Félag eldri borgara í Reykjavík Opið í Þorraseli í dag frá kl. 13-17. Perlusaumur og almenn handvinna frá kl. 13.30. Kaffi og meðlæti kl. 15-16. Sönglög eftir Jón Leifs Myrkir músíkdagar: Finnur Bjarnason og Örn Magnússon eru á tónleikum í Tonlistarhusi Kópa- vogs í kvöld. Tónlistarhátíðin Myrkir músík- dagar stendur nú yfir í Tónlistar- húsi Kópavogs. Liðin eru tæp 20 ár síðan tónlistarhátíðin Myrkir mús- íkdagar var stofnuð. Á þessum tíma hefur hátíðin skipað sér fastan sess í listalífi okkar tslendinga. Frá upp- hafl hefur fjöldi tónverka verið frumfluttur á Myrkum músíkdögum hverju sinni og enn fleiri endurflutt, bæði innlend svo og erlend. í ár er hátíðin í stærra lagi - í ár hefði Jón Leifs orðið 100 ára. Þar verða flutt og frumflutt mörg verk eftir Jón auk þess sem haldið var um síðustu helgi málþing um hann. Auk tónlist- ar Jóns Leifs á Myrkúm músíkdög- um eru frumflutt og endurflutt yfir 60 íslensk verk auk erlendra, af flest- um stærðum og gerðum. Tónleikar Tónleikararnir í kvöld í Salnum eru sannkallaðir Jón Leifs tónleik- ar, þar munu hinir ágætu listamenn Finnur Bjarnason óperusöngvari og Örn Magnússon eingöngu flytja sönglög eftir Jón Leifs. Þetta eru verk sem Jón Leifs samdi fyrir rödd og píanó. Verkin eru: Þrjú erindi úr Hávamálum op. 4, Þrjú kirkjulög við texta Hallgríms Péturssonar op. 12a, Tvö sönglög við texta Jóhanns Jónssonar op. 14a, Tvö sönglög við texta Einars Benediktssonar op. 18a, Ástarvísur úr Eddu op. 18b, Tvö þjóðlög op. 19b, Þrjú sönglög við texta Sigurðar Grímssonar og Hall- dórs Laxness op. 23, þrír sögusöngv- ar op. 24, Söngvar úr söguhljóm- kviðunni op. 25, Torrek op. 33 og Minningarsöngvar um ævilok Jónasar Hallgrimssonar op. 45. Tón- leikamir hefjast kl. 20.30. Veðrið í dag Snýst í suð- læga átt í dag verður norðvestan- og vest- ankaldi eða stinningskaldi og élja- gangur um norðanvert landið, eink- um á annesjum, en norðvestangola og víða léttskýjað syðra. Snýst til suðlægrar áttar í kvöld og nótt með snjómuggu við suðurströndina. Sunnan- og suðvestangola eða kaldi og snjókoma um sunnanvert landið á morgun en léttir til norðanlands. Frost víðast á bilinu 2 til 8 stig. Á höfuðborgarsvæðinu verður norðvestangola eða kaldi og skýjað með köflum. Fremur hæg suðaust- læg átt undir kvöld með lítilsháttar snjókomu eða éljum. Suðvestlægari síðla nætur. Frost 1 til 4 stig. Sólarlag í Reykjavík: 16.13 Sólarupprás á morgun: 10.58 Síðdegisflóð í Reykjavík: 15.56 Árdegisflóð á morgim: 04.34 Akureyri alskýjaö -2 Bergsstaöir snjókoma -5 Bolungarvík snjókoma -3 Egilsstaóir -3 Kirkjubœjarkl. léttskýjaö -4 Keflavíkurflv. léttskýjaö -2 Raufarhöfn alskýjaö -2 Reykjavík skýjað -3 Stórhöfói skýjaö -1 Bergen alskýjaö -3 Helsinki snjókoma -12 Kaupmhöfn skýjaö -3 Ósló snjókoma -10 Stokkhólmur -7 Þórshöfn snjóél á síö.kls. 3 Þrándheimur heiöskírt -6 Algarve heiöskírt 7 Amsterdam haglél á síö.kls. 5 Barcelona léttskýjaö 5 Berlín skýjaó -3 Chicago alskýjaö -4 Dublin alskýjaö 4 Halifax alskýjaö -0 Frankfurt snjókoma -1 Glasgow rigning 1 Hamborg snjókoma -1 Jan Mayen alskýjaö 2 London heiöskírt 2 Lúxemborg alskýjaö 0 Mallorca heióskírt 1 Montreal þoka -14 Narssarssuaq snjókoma -5 New York alskýjaö 7 Orlando heiðskírt 13 París léttskýjaö 1 Róm alskýjaó 11 Vín alskýjaö -1 Washington alskýjaö 7 Winnipeg heiöskírt -31 Hellisheiðin orðin fær Búið er að opna Hellisheiði og greiðfært er um Þrengsli og um Suðurland austur á firði. Þungfært er um Mosfellsheiði og Kjósarskarðsveg. Unnið var í morgun við mokstur á heiðum á Vesturlandi, Færð á vegum Vestfjörðum og einnig á Norður- og Austurlandi. Skafrenningur á Norður- og Austurlandi gerir það að verkum að þar er lítið ferðaveður. Að öðru leyti er greiðfært Andri Már Litli drengurinn sem heitir Andri Már og situr viö hlið hálfbróður síns fæddist á fæðingardeild Landspítalans 16. júní síð- astliðinn kl. 5.09. Við fæð- Barn dagsins ingu var hann 3505 grömm og 53 sentímetrar. Foreldrar hans eru Rós- fríður Fjóla Þorvaldsdótt- ir og Sigurður Örn Al- freðsson. Hálfbróðir Andra Más heitir Almar Öm og er hann níu ára gamall. Robin Williams leikur læknínn Chris Nielsen. Hvaða draumar vitja okkar Háskólabíó sýnir Hvaða draum- ar vitja okkar (What Dreams May Come), dramatíska stórmynd um ást og dauða. Myndin fjallar um lækninn Chris Nielsens sem deyr í bílslysi og þau örlög sem bíöa hans eftir dauðann, sérstaklega þeirri hugsjón hans að bjarga sálu konu sinnar sem hafði fyrirfarið sér eftir að hafa misst mann sinn og böm. Myndin er sjónrænt stór- virki og sú dýrasta sem komið hefur frá kvikmyndafyrir- tækinu PolyGram 7///////A Kvikmyndir til þessa. Með aðal- hlutverk fara Robin Williams, Annabella Sciorra (Jungle Fever, Cop Land), Cuba Gooding Jr. (Jerry Maguire) og Max Von Sydow. Handrit skrifaði Ronald Bass (Rain Man). Leikstjórinn Vincent Ward er nýsjálenskur og hefur vakið athygli fyrir frumleg- ar og vandaðar kvikmyndir. Nýjar myndir í kvikmynda- húsum: Bióhöllin: Practical Magic Bíóborgin: Enemy of the State Háskólabíó: The Prince of Egypt Háskólabíó: Tímaþjófurinn Kringlubió: Star Kid Laugarásbíó: Odd Couple II Regnboginn: Rounders Stjörnubíó: Blóðsugur Krossgátan 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Lárétt: 1 frískur, 6 belti, 8 sveifla, 9 leysi, 10 fengur, 11 miskunn, 12 kát- ur, 14 ævi, 16 flökt, 17 innan, 18 eirð- arlaus, 20 flýtir, 21 innir. Lóðrétt: 1 detta, 2 eyri, 3 gerð, 4 rifrildis, 5 afkomandi, 6 heilir, 7 hrokkinn, 13 hnoða, 15 dolla, 17 mælir, 19 vein. Lausn á síðustu krossgátu: Lárétt: 1 skerpla, 8 líða, 9 rót, 10 ákafl, 11 mý, 13 rist, 15 kát, 17 er, 18 læsti, 20 sló, 22 svan , 24 sæði, 25 Áki. Lóðrétt: 1 slár, 2 kíkir, 3 eða, 4 raft, 5 priks, 6 lóm, 7 at, 12 ýtin, 14 slóð, + 16 átak, 17 ess, 19 æsi, 21 læ, 23 vá. Gengið Almennt gengi LÍ13. 01. 1999 kl. 9.15 Eininq Kaup Sala Tollqenqi Dollar 69,410 69,770 69,750 Pund 113,820 114,400 116,740 Kan. dollar 45,710 45,990 45,010 Dönsk kr. 10,8310 10,8900 10,9100 Norsk kr 9,3170 9,3680 9,1260 Sænsk kr. 8,9050 8,9540 8,6450 Fi. mark 13,5530 13,6350 13,6540 Fra.franki 12,2850 12,3590 12,3810 Belg. franki 1,9976 2,0096 2,0129 Sviss. franki 50,3900 50,6700 50,7800 Holl. gyllini 36,5700 36,7900 36,8500 Þýskt mark 41,2000 41,4500 41,5000 ít. líra 0,041620 0,04187 0,041930 Aust. sch. 5,8560 5,8910 5,9020 Port. escudo 0,4019 0,4044 0,4051 Spá. peseti 0,4843 0,4872 0,4880 Jap. yen 0,622100 0,62580 0,600100 írskt pund 102,320 102,930 102,990 SDR 97,610000 98,20000 97,780000 ECU 80,5800 81,0700 81,5700 Simsvari vegna gengisskráningar 5623270

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.