Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 9 Utlönd Hvíta húsið hæðist að yfirvofandi réttarhöldum yfir Clinton: Ekkert skárri en ómerkilegur reyfari Öldungadeild Bandaríkjaþings býr sig nú sem óðast undir réttar- höldin yfir Bill Clinton Bandaríkja- forseta. Hvíta húsið gerir hins veg- ar lítið úr þeim og segir að ásakan- irnar á hendur forsetanum séu eins og í ómerkilegum reyfara. Tals- menn forsetans benda í því sam- bandi á að ákærumar séu sífellt að breytast. Slíkt sé einmitt einkenni mála sem ekki vega þungt. Þrettán saksóknarar fulltrúa- deildarinnar hefja málflutning sinn á morgun og munu þeir gera grein fyrir því af hverju víkja beri forset- anum úr embætti fyrir meinsæri og fyrir að hindra framgang réttvísinn- ar í tengslum við samband sitt við Monicu Lewinsky. Málaferlin gegn Clinton hafa kynt undir gömlum hugmyndafræðileg- um deilum og klofningi innan Repúblikanaflokksins, veikt ímynd hans meðal kjósenda og nú stefnir allt í að flokkurinn verði fyrir langvarandi skaða. Um þetta eru stjómmálaskýrendur í báðum flokk- um, Demókrataflokki og Repú- blikanaflokki, sammála, að þvi er segir í grein í dagblaðinu Intemational Herald Tribune. Áróðursmeistarar repúblikana hafa miklu meiri áhyggjur nú en fyrir 45 dögum af áhrifum réttar- haldanna yflr forsetanum á heilsu- far flokksins. Margir óttast að fram- bjóðendur repúblikana í kosningun- um á næsta ári, einkum í barátt- unni um Hvíta húsið og öldunga- deildina, verði illilega fyrir barðinu á óánægju almennings, nema réttar- höldin sem nú eru að hefjast í öld- ungadeildinni verði skjótt og farsæl- lega til lykta leidd. Það sem menn óttast mest er að kjósendur líti svo á að Repúblikana- Bill Clinton Banaríkjaforseti í ómerkilegum reyfara, eða hvað? flokkurinn hafi enga aðra stefnu en þá að vera á móti Clinton. Því verði flokkurinn að fara að tala um mál- efni sem skipta kjósendur máli, og það fljótt. Stjómmálaskýrendur segja að málaferlin gegn forsetanum skerpi klofninginn sem hefur lengi verið innan flokksins um félagsmál eins og fóstureyðingar og réttindi sam- kynhneigðra. Repúblikanar sem hallir era und- ir frjálshyggju eru óánægðari með flokkinn en þeir sem telja sig trúaða og þeir sem eru fhaldssamir í menn- ingarefnum. í október voru þeir fimm sinnum fleiri, repúblikanamir sem era and- vígir réttarhöldunum til embættis- missis yfir forsetanum, sem höfðu jákvætt viðhorf til flokksins en þeh' sem voru neikvæðir í hans garð. Nú era fylkingarnar jafnstórar. Linda Tripp verst klædda kona ársins Tískuhönnuðurinn Blackwell, sem árlega velur verst klæddu konur heims, kallar Lindu Tripp, konuna sem afhenti Kenneth Starr saksóknara segulbandsupp- tökur af samtölum sínum við Moniu Lewinsky, fiárhund í kvenmannsklæðum. Blackwell sagði það ekki vera af pólitískum ástæðum sem hann hefði sett Lindu Tripp efst á listann yfir verst klæddu konurnar. íöðru sæti var Madonna. Henni lýsti Blackwell sem nýgotneskum hryllingi. Kate Winslet, stjaman úr Titanic, var í þriðja sæti. Blackwell hefði viljað senda klæðaskáp hennar niður með far- þegaskipinu fræga. Andrés fær stöðuhækkun í flotanum Andrés Bretaprins, sonur Elísa- betar Englandsdrottningar, hefur fengið stöðuhækkun í sjóhemum. Mun hann taka við nýju hlut- verki í alþjóðatengslum, að þvi er breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær. Aðsetur Andrésar er í vam- armálaráðuneytinu. Hann mun taka við nýja embættinu í apríllok. Mea Son, til hægri, ekkja Pols Pots, leiðtoga rauöu khmeranna, horfir á félaga sína yfirgefa flóttamannabúðir á landa- mærum Kambódíu og Taílands. Um fjögur hundruö flóttamenn hafa snúiö heim til Kambódíu eftir að leiðtogar þeirra, Khieu Samphan og Nuon Chea, gáfu sig fram við stjórnvöld í Kambodíu í síðasta mánuði. Símamynd Reuter Konur vara við endurkjöri Netanyahus Þrjár konur frá Jerásalem, ein múslími, önnur gyðingur og sú þriðja kristin, sögðu í gær að kosningamar í ísrael 17. maí næstkomandi gætu orðið síðasta tækifærið til friðar á þessum slóð- um. Konumar þrjár eru á ferða- lagi um Bandaríkin á vegum bandarískra friðarsamtaka. Nahla Asali, sem er múslími og kennari við Bir Zeit-háskólann, kvaðst búast við víti þjáninga yrði Benjamin Netanyahu, forsæt- isráðherra ísraels, endurkjörinn. Hvatti Asali ísraela til að velja frið en ekki byssukúlur. Fatin Muhawi, sem er kristin, er frá Palestínu eins og Asali. Muhawi sagði meirihluta ísraela og Palest- ínumanna vilja frið og að endi yrði bundinn á áratuga ofbeldi. Michal Shohat, sem er gyðing- ur og félagi í vinstrisinnaða stjórnarandstöðuflokknum Mer- etz, sagði kosningamar síöasta friðartækifærið. Réttað yfir íbúðamorðingj- um í Russlandi Réttarhöld yfir hópi 15 manna, sem sakaðir era um að hafa myrt aldraða Rússa til að komast yfir íbúðir þeirra, hófúst í St. Péturs- borg í Rússlandi í gær. Eru menn- irnir granaðir um að hafa eitrað fyrir aldrað fólk eftir að hafa fyrst gabbað það til að láta íbúðir sínar af hendi. Upp komst um hópinn 1996 þegar lögreglan í St. Péturs- borg komst að því að maður, sem fannst látinn á götu úti, hafði ný- lega selt íbúð sína. Hægt er að fá þúsundir dollara fyrir íbúðir í einkaeigu í St. Pét- ursborg og Moskvu. Margir Rússar selja íbúðimar eða skipta á þeim fyrir ódýrari til þess að fá fé á handa milli. Þetta getur verið eina tekjulindin fyrir marga aldraða. Uppreisnarformgi í Sierra Leone vill frelsi: Götur fullar af líkum Líkin liggja eins og hráviði á göt- unum í austurhluta Freetown, höf- uðborgar Afríkuríkisins Sierra Len- one, og uppreisnarmenn kveikja í bæði húsum og bílum á flótta sinum undan gæslusveitum Vestur-Afríku- ríkja. Þúsundir manna era innilok- aðar á heimilum sínum vegna bar- daganna, vatns og rafmagnslausar. „Uppreisnarmennimir kveikja í og eyðileggja allt sem þeir sjá á flótta sínum, bíla, hús, allt. Þegar við vorum á gangi sáum við fullt af líkum á götunum, bæði óbreytta borgara og hermenn," sagði hin 25 ára gamla Josephine Garnem. Hún og líbanskur kærasti hennar vora fyrstu sjónarvottarnir að atburðun- um í austurhluta Freetown sem fréttamenn komust í tæri við. Garnem og kærastinn gengu tíu kílómetra leið til hótelsins þar _sem hún starfar. Foreldrar hennar era Sameinuðu þjóðirnar fluttu starfs- fólk sitt að mestu leyti frá Freetown, höfuöborg Sierra Leone, fyrir nokkru vegna harðra bardaga sem þar hafa geisað síðustu daga. enn á átakasvæðunum þar sem mat- ur og drykkjarfóng hafa verið af skornum skammti. Foringi uppreisnarmanna sem er í haldi og var fluttur til leynilegra viðræðna tfl nágrannaríkisins Gineu i gær, hefur sett fram skfl- yrði fyrir vopnahléi, að sögn hátt- setts embættismanns SÞ. Uppreisnarforinginn Foday San- koh vifl fara frjáls feröa sinna og að samtök hans verði viðurkennd opin- berlega áður en hann feUst á vopna- hlé. Vegna skOyrða Sankohs hefur ekki enn verið lýst yfir vopnahléi í Freetown þar sem algjör skálmöld hefur ríkt í sjö daga. Að sögn emb- ættismanns SÞ verða skilyrði upp- reisnarforingjans lögð fyrir Kabbah, forseta Sierra Leone, í Freetown. Ekki er vitað hvenær það verður gert. hú qa>tif tinnu) Nikt vorin fyrjr SQ,()()(). t’Úá sloppid vid ad bmq.i midiinn, t’t |>ú pjnl.u mit).i .1 Vísi.is •TÉ I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.