Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999 7 sandkorn Fréttir Bandalag jafnaðarmanna Við opnun kosningamiðstöðvar Össurar Skarphéðinssonar mætti hinn tónelski stuðmaður, Jakob Frimann Magnússon, sem steöiir á öruggt sæti hjá Samfylk- ingu í Reykjavík. Jakob Frimann er Hafnfirðingur sem á rætur norður á Akureyri og í Reykjavik. Hann mun ekki hafa lagt í hákarlana í Reykjaneskjör- dæmi en talið kratahólfið í Reykjavik vænlegan vígvöll. Á kosningaskrifstofunni vatt Jakob sér að Össuri og tók um axlir hans. „Bandalag jafnaöarmanna," sagði hann stundarhátt. Eins gott að tryggja sér velvild toppanna... Meiri athygli Mannabreytingar verða nú á fréttastofu Stöðvar 2 þegar frétta- maðurinn knái, Eiríkur Hjálm- arsson, tekur ábyrgð sem dagskár- stjóri Bylgjunnar. HeimOdir herma að Eiríkur hafi síður en svo verið orðinn leiður á frétta- mennskunni en þyki vegsemdin góð. Arftaki Eiríks á Stöðinni verður hinn góðkunni Guðjón Arn- grímsson sem nú snýr aftur eft- ir að hafa ritað sögu vesturfara í tveimur bindum. Þá starfaði Guð- jón að eigin fjölmiðlafyrirtæki, At- hygli hf. Kunnugir segja að Guðjón kunni betur að meta þá athygli sem hann fær á skjánum.... Nei takk Hinn rómaða spurningakeppni, Gettu betur, er nú komin í fullan gang og standa vonir til að ekki verði mikið um kærumál að þessu sinni. Nokkur gamanmál fylgja þó keppninni og heyrði sandkorn ágæta sögu af því þegar skólar voru dregn- ir saman. Logi Bergmann Eiðs- son stjómandiog Hlugi Jökulsson dómari ku hafa sammælst um að fá hinn herskáa og fyrrum forseta nem- Hamrahlíðarskóla, Hjálmar Blöndal, til að draga lið- in saman. Þegar þessi áform spurð- ust út um dægurmáladeild rásar 2. var skotið á neyðarfundi þar sem einróma niðurstaða varð. Hjálmar kemur hvergi nærri keppninni... kæruglaða endafélags Kolkrabbinn skelfir Nú virðist aftur allt komið í upp- lausn með sameiningu Vinnuveit- endasambands íslands og Vinnu- málasambands samvinnufélag- anna, sem unnið hefur verið að undanfarið ár, að vísu með hléum. Raunar hafa alltaf verið einhverjar deilur innan Vinnumálasam- bandsins um hvort ganga eigi i hjónaband með VSÍ. Fyrrihluta desember voru menn hins vegar bjartsýnir á að sameining næðist enda mikOl sparnaður í henni fólginn. Nú er annað hljóð komið í strokkinn. Ólafur Ólafs- son, forstjóri Samskipa, er formað- ur Vinnumálasambandsins og er hann tregur tO að fara upp í rúmið tO VSÍ og Geir Magnússon, for- stjóri Essó, er honum sammála. Þeir óttast að gamli „kolkrabbinn“ muni einfaldlega gleypa Vinnu- málasambandið með húð og hári og því sé rétt að halda eigin sjálfstæði þó það kosti einhvem pening... Umsjón Reynir Traustason Netfang: sandkorn @£f. is Ibúar í grennd viö Landspítalann: Mótmæla byggingu barnaspítala Hringsins Ólafur ísleifsson hagfræðingur og eiginkona hans, Dögg Pálsdóttir lög- fræðingur, fara fyrir hópi íbúa í miðbænum sem mótmæla harka- lega framkvæmdum við byggingu barnaspitala Hringsins. „Við eram ekki á móti barnaspít- ala nema síður sé. Við erum hins vegar þeirrar skoðunar að ekki hafi verið gætt ákvæða skipulags og byggingarlaga við undirbúning byggingaframkvæmdanna," segir Ólafur fsleifsson en hann býr á Bergstaðastræti 86 og hefur útsýni beint ofan í grann barnaspítalans. Hann hefur að undanfomu gengið á milli húsa í hverfinu og brýnt fólk til mótmæla. „Aðeins örfáum íbú- um í hverfinu var gefinn kostur á að tjá sig um framkvæmdirnar en mun fleiri fengu aðvörum vegna væntanlegra sprenginga í grunnin- um.“ Ólafur segir að umferð þunga- vinnuvéla i hverfinu vegna þessa skapi stórhættu fyrir böm sem era þar að leik enda séu tíu hjóla trukk- Grunnur barnaspítalans. Framkvæmdirnar skapa hættu fyrir börn í friðsælum götum hverfisins. DV-mynd Pjetur ar að bakka inn og út þröngar og framkvæmdum við barnaspítalann ina. Þá skapast möguleikar á nýjum friðsælar göturnar í hverfinu. verði frestað þar til Hringbrautin aðkomuleiðum að grunninum," „Við ibúarnir krefjumst þess að hefur verið færð niður í Vatnsmýr- sagði Ólafur ísleifsson. -EIR Sjúkrahúsið á Sauðárkróki: Fýrsti þjónustusamn- ingurinn við ríkið DV, Sauðárkróki: Rétt fyrir áramót kom Ingibjörg Pálmadóttir heObrigðisráðherra í heimsókn tO Sauðárkróks. TOefnið var að skrifa undir þriggja ára þjón- ustusamning við HeObrigðisstofnun- ina á Sauðárkróki og veita henni sér- staka viðurkenningu fyrir góðan ár- angur i rekstri. Samningurinn sem ráðherrann undirritaði ásamt Birgi Gunnars- syni, framkvæmdastjóra HeObrigð- isstofnunarinnar á Sauðárkróki, og Ásgrími Sigurbjörnssyni stjómar- formanni er fyrsti þjónustusamn- ingur sem ríkið gerir við sjúkrahús í landinu og sá langstærsti tO þessa. Áður hafa verið gerðir samningar við heOsugæslustöðvar og öldranar- heimili. Ingibörg Pálmadóttir heObrigðis- ráðherra sagði að ástæða þess að samningurinn var gerður við sjúkra- hús Skagfirðinga fyrst sjúkrahúsa væri að rekstur þess hefði verið í hvað bestu jafnvægi sjúkrahúsanna í landinu. HeObrigðisstofnunin á Sauðárkróki hefði hvað rekstur varðar staðið sig einna best sam- bærOegra stofnana á undanfórnum árum. Ráðherrann sagði greinOegt að tO stofnunarinnar hefði valist mjög hæft starfsfólk og að samskipti sín við núverandi framkvæmda- stjóra, Birgi Gunnarsson, gæfu þá sömu mynd. Samningurinn nær tO þjónustu og reksturs HeObrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki næstu þrjú árin. Ár- legt viðmiðunarframlag tO reksturs- ins, að teknu tOliti tO þjónustutekna, verður 403 mOljónir á ári, að frá- dregnum sértekjum. Framlag ríkis- sjóðs greiðist með jöfnum mánaðar- legum greiðslum samkvæmt sér- stakri greiðsluáætlun. Skýrt er kveð- ið á um það í samningnum hvaða þjónustu skal veita, bæði á sjúkra- og heOsugæslusviði. Nú í ársbyrjun er stofnuninni gert að leggja fram stefnumótandi áætlun um helstu verkefni og áherslur til næstu þriggja ára og verður áætlun- in endurskoðuð árlega. Samningur- inn kveður einnig á um að stofnun- inni sé skylt að skOa heObrigðis- og tryggingaráðuneytinu ársskýrslu þar sem fram komi mat á árangri, auk rekstrar- og efnahagsreiknings. Birgir Gunnarsson framkvæmda- stjóri fagnaði samningnum og sagði Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðisráðherra undirritar samninginn ásamt Birgi Gunnarssyni framkvæmdastjóra. Ingimar Einarsson, fulltrúi heilbrigðis- ráðuneytisins, er með þeim á myndinni. DV-mynd Þ.Á. að þessi tímamót þýddu að stofnunin bæri faglega og fjárhagslega ábyrgð á heObrigðisþjónustunni sem veitt verður á svæðinu næstu þrjú árin. Birgir tók við viðurkenningu til stofnunarinnar frá ráðherra, viður- kenningarskjali og ávísun að upp- hæð einni miOjón króna, en þessa viðurkenningu fengu einnig þrjú önnur sjúkrahús á landsbyggðinni fyrir góðan árangur í rekstri. Birgir afhenti ráðherra í þakklætisskyni grænan lampa, táknræna gjöf sem hann sagðist vonast tO að myndi lýsa ráðherranum vel í störfum hans nú í skammdeginu. -Þ.Á. Frístandandi H-85, B-60, D-60 Ryðfrítt innra byrði Ytrahús sinkhúðað (ryðgar ekki) 4-falt vatnsöryggiskerfi Hjóðlát 49db (re 1 pW) Sjálfvirk hurðarbremsa 12 manna stell 3 kerfi skolun venjulegt 65°C spamaðar 65°C Orkunotkun: Spamaðarkerfi 65°C Venjulegt 65°C kerfi Vatnsnotkun: Spamaðarkerfi 65°C Venjulegt 65°C kerfi Þvottatími: Venjulegt kerfi 65° 10 mín. 69 mín. 60 mín. 1,5 kwst 1,5 kwst 16 lítrar 20 lítrar 69 mín. j= Gerð: Taumagn: Þvottakerfi:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.