Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1999, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 13. JANÚAR 1999
11
e>v Fréttir
Skoðanakönnun DV um fylgi flokka og framboða:
Grænt framboð vinnur
statt og stöðugt á
Grænt framboð hefur unnið veru-
lega á í þremur síðustu skoðana-
könnunum sem DV hefur fram-
kvæmt. Stuðningur við Sverri Her-
mannsson hefur hins vegar hrunið.
Þá vekur athygli að þó stuðningur
við flokkana sem standa að samfylk-
ingunni hafi nær horfið samkvæmt
nýjustu könnun DV virðist sá
stuðningur ekki skila sér í auknum
Góðæri og
getuleysi
vinstrimanna
„Tvennt er
aðallega bak
við þetta góða
fylgi sem við
höfum. Við
höfum lagað
atvinnuleys-
ið, það er góð-
æri og laun
hafa hækkað
umtalsvert.
En við græð-
um líka á öllum vandræðagangin-
um hjá vinstrimönnum að ná
saman sínum lista,“ sagði Pétur
Blöndal alþingismaður í morgun.
Pétur segir að eðlilega hrynji
fylgi kvótaflokkanna, heimsmynd
fólks sé önnur og stærri en bara
fiskveiðikvóti. -JBP
stuðningi við samfylkinguna. Held-
ur græðir Grænt framboð.
í könnun DV í júlí var Grænt
framboð ekki orðið að veruleika en
þá hafði Steingrímur J. Sigfússon
tilkynnt að hann byði fram. Þá
mældist stuðningur við hann 1%. í
október gengu Steingrímur og
stuðningsmenn hans undir nafninu
vinstrimenn og óháðir og mældust
með 1,8% fylgi og einn þingmann.
Síðan stofnuðu Steingrímur og fé-
lagar hans Grænt framboð. í könn-
un DV á mánudag mældist það með
5,3% fylgi og þrjá menn kjöma. Leið
Græns framboðs hefur legið hægt
og sígandi upp á við og það virðist
komið til að vera.
Sverrir Hermannsson fór af stað
með látum ef marka má skoðana-
könnun DV í júlí í fyrra. Þá mæld-
ist hann með 8,9% fylgi og 5 menn
kjörna á þing. Fylgið við Sverri dal-
aði heldur í október, fór niður í
6,2%. Þá hafði hann ekki stofnað
Frjálslynda flokkinn og ýflngar við
þá er síðar stofnuðu Frjálslynda lýð-
ræðisflokkinn voru ekki komnar til
sögunnar. En í könnun DV á
mánudag brá svo við að Sverrir og
flokkur hans, Frjálslyndi flokkur-
inn, fékk einungis 1,5% fylgi og
einn mann á þing. Fylgið var hrun-
ið. Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn,
sem þá var valkostur fyrir þátttak-
endur í könnun DV í fyrsta skipti,
gat heldur ekki fagnað miklu fylgi.
Það mældist einungis 0,3%.
Samfylking græðir ekki
Flokkarnir sem standa að sam-
fylkingunni, utan Alþýðuflokkur-
inn, mælast vart með fylgi í nýjustu
könnun DV. Sögðúst 0,8% styðja Al-
þýðubandalag, 0,3% Þjóðvaka og
0,5% Kvennalista. Þessir flokkar
hafa því þurrkast út. Alþýðuflokkur
er aftur á móti með lífsmarki, fær
stuðning 1,9% þátttakenda í könn-
uninni. Hvort þessi 1,9% eru ákafir
hægrikratar verður ekki svarað en
þar sem fylgið við samfylkingar-
flokkana er nær ekkert orðið var
við þvi búist að samfylkingin
græddi eitthvað á því. En það gerist
ekki, aukningin er ekki marktæk.
Grænt framboð og Framsóknar-
flokkurinn, sem hélt flokksfund
miUi kannana, fagna hins vegar
auknum stuðningi. Þeir bæta sam-
anlagt við sig nær sama fylgi og
samfylkingarflokkarnir tapa á milli
kannana.
Loks má geta þess að fylgi Sjálf-
stæðisflokks breytist ekki marktækt
milli tveggja síðustu kannana þrátt
fyrir aðrar breytingar, er um 50%.
Það þýðir eins sætis meirihluta á
Alþingi í báðum tilvikum. Hreyfing-
in á fylgi er meðal allra hinna flokk-
anna. -hlh
Glaður yfir niður-
stöðunni
- segir Kristinn H. Gunnarsson
„Eg get ekki annað en ver-
ið mjög glaður yfir þessari
niðurstöðu og kannski á ég
einhvern þátt í því,“ sagði
Kristinn H. Gunnarsson al-
þingismaður í gærmorgun
þegar honum voru kynntar
niðurstöður nýrrar könnun-
ar DV á fylgi stjómmála-
hreyfinga. Kristinn gekk sem
kunnugt er úr þingflokki Al-
Kristinn H.
Gunnarsson.
þýðubandalags í þingflokk
Framsóknarflokks nýlega.
Hann sagði að niðurstaðan
benti til að innkoma hans í
Framsóknarflokkinn hefði
haft einhver áhrif. „Kjósend-
ur virðast vera sáttir við
þetta val mitt og ég vona að
ég standi undir þeim vænt-
ingurn," sagði Kristinn H.
Gunnarsson. -SÁ
Geir H. Haarde fjármálaráðherra:
Vantrúaður á hrein-
an meirihluta
„Ekki sýnist mér að
þessar tölm- sýni raunhæf
kosningaúrslit. En vissu-
lega koma stjórnarflokk-
amir sem heild vel út úr
þessari könnun og geta
verið ánægöir með það,“
sagði Geir H. Haarde um
skoðanakönnun DV um
fylgi flokkanna. Hann seg-
Geir H. Haarde.
ir að samstarfið við Fram-
sóknarflokkinn hafi geng-
ið með ágætum og margt
áunnist.
„En allt þetta tal um
meirihluta Sjálfstæðis-
flokksins held ég að sé út i
loftið, kjördæmaskipanin
hreinlega leyfir það ekki,“
sagði ráðherrann. -JBP
Pétur Blöndal.
KIHmyaJITSALA
SPAR SP0RT
TOPPMERKI A LAGMARKSVERÐI
NÓATÚN 17
▼
S. 511 4747
70%
AFSLATTUR
rlLA
adidas
FiveSeasons
Kilmanock
OOLOÚ NDS
4