Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Síða 10
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 3^"V 10 viðtal — w W VinsælaSta myndin á leigunum nýlega var Mercury Rising, mynd um einhverfan dreng, kannski tíu ára, sem ræður dulmál bandarísku öryggisgæslunnar. Strákurinn er samkvæmt fræðibókinni um ein- hverfa: dulur, einþykkur, grætur ems og sírena, talar um sjálfa sig í þriðju persónu, vanafastur og óhagganlegur í áhuga sínum á tækj- um og raðþrautum. Og drengurinn er, á einhverfa vísu, glámskyggn og svipbrigðalaus, svo áhorfandinn skilur betur eftir en áður hvers vegna einhverfir hafa fyrr og síðar verið álitnir fábjánar þótt þeir séu það ekki. Samt er myndin villandi. Drengurinn í myndinni hefur gáfu á raðþrautir sem gengur út yfir allan þjófabálk en miklar gáfur fylgja ekki alltaf einhverfu, ekki frekar en öðru mannlífi. Rithöfundurinn Þorsteinn Ant- onsson hefur nú nýverið gefið út bók um einhverfa sem hann byggir á kynnum sínum af þeim og heim- ildasöfnun. En hvað rak hann til þess að skrifa bókina? „Það sem kom mér af stað var áhugi sem vaknaði af beinum sam- skiptum mínum við einhverfa. Hitt er svo ljóst að ég hef alltaf haft áhuga á undantekningum í mannlíf- inu; fólki sem rekst illa með hópn- um. Ég hef skrifað um það áður, þó að ekki hafi það verið undir þessum formerkjum. Ég hef skrifað um sér- kennilegt fólk, og svo dæmi séu tek- in skrifaði ég Örlagasögu, um mann sem dó laust fyrir aldamótin síðustu í Kaupmannahöfn eftir einkennilegt líf. Hann var mér og öðrum ráðgáta og ég leitaði fanga bæði hér heima og í Höfn þegar ég var að viða að mér efni um hann. Ég náði saman dramatískri sögu en kunni þó engin heiti yfir afbrigði mannsins. Núna veit ég vel að hann er í jaðrinum á þessu einhverfurófi. Það er hópur manna sem er í jaðrinum en ekkert íslenskt heiti er til yfir. Ég segi að hann hafi dáið úr kaldlyndi og það má til sanns vegar færa þar sem hann hafði það einhverfueinkenni að geta ekki tengst öðrum mann- eskjum tilfinningalega." Nú segirðu frá mörgum frægum mönnum í bókinni, sem þú segir að hafi verið einhverfir eða haft sterk einhverfueinkenni. Hverja viltu telja þar helsta? „Við eigum okkar karaktera úr þjóðarsögunni sem margir kannast við á yfirborðskenndan máta, menn sem skera sig það mikið úr að þeir eru eins og eyjur í mann- lífshafinu. Sem dæmi má nefna Jó- hannes Birkiland og Sölva Helga- son. Og núlifandi fólk sem hefur reynst erfitt, eins og Helgi Hóseas- son til dæmis. Það kannast allir við slík dæmi og það er hefð fyrir því hjá okkur íslendingum að láta slíkt fólk lifa svona nokkum veg- inn óáreitt, því vitum að það þarf margar jurtategundir til þess að gera fallegan skrúðgarð. Það getur auðvitað hver fyrir sig nefnt ein- hver nöfn, en þetta em kunnir menn sem ég nefni nú, og ég er að minnsta kosti ekki í neinum vafa um að Sölvi Helgason var einhverf- ur. Það nægir að taka fyrir mynd- list hans og bera saman við mynd- list einhverfra til þess að vera al- veg viss. Það er borðliggjandi að vinnubrögðin og myndskynið er einhverft. Jóhannes Birkiland hef- ur verið bókmenntamönnum ráð- gáta, en þegar maður áttar sig á því að hann hefur verið aspergers- einhverfur, þá gengur allt upp. Hegðun hans er kennslubókar- dæmi um aspergers-einhverfan mann.“ Hver er munurinn á aspergers- einhverfum og einhverfum? „Það er erfitt að segja frá því í fáum orðum því allar em þessar rannsóknir í mótun. Það er ein- ungis áratugur síðan einhverfu- rannsóknir voru teknar alvarlega og hvað þá flokkun einhverfunnar í undirflokka. Aspergers-einhverf- um mönnum gengur illa að sjá hlutina nema á sinn sérstaka hátt og geta lítið sett sig í spor annarra. Þeir skera sig úr að því leyti að þeir hafa málþroska, sem þó er öðruvísi en gerist og gengur. Slík- ur maður er ónæmur fyrir mál- tísku. Hann talar gullaldarmál og era þó stundum engin fordæmi fyr- ir slíku þar sem hann elst upp. Þeir fara seint af stað, byrja oft ekki að tala fyrr en á þriðja eða fjórða ári, og þá í heilum setning- um. Félagsleg vandamál eru fylgj- andi þessu, því sá aspergers-ein- hverfi festist yfirleitt í áhugaefni sínu og hann getur fengið áhuga á nánast hverju sem er, jafnvel því sem er alveg fráleitt að viti félags- lega aðlagaðs fólks. í bókinni nefni ég dæmi af dreng sem fékk það verkefni að fara út með raslið á heimili sínu. Strákur varð á næstu vikum sérfræðingur í rasli. Ekki aðeins að hann færi með það út í tunnu, heldur kynnti hann sér allt varðandi sorpeyðingu og var einnig búinn að kynna sér allar út- fararstofur í bænum, þar sem hann gerði engan mun á dauðum manni og rasli. Þannig er hugsun aspergers-einhverfs manns. Hún er svo kerfisbundin og rökrétt að hún fléttast ekki saman við hefðir og málvenjur annarra manna. Útkom- an getur orðið mjög kostuleg oft á tíðum.“ En hvað segirðu um að snilligáfa haldist í hendur við einhverfú? „Það er tilviljanakennt sam- hengi þar í miili. Einhverfan bæt- ist ofan á persónueinkenni mann- eskjunnar eins og hún er gerð. Ein- hverfan er eins og baggi sem lagð- ur er á manninn eftir að búið er að skapa hann og hún hefur svo áhrif á hvemig hann mótast og þroskast. Ef maðurinn hefur góða greind, góða líkamsbm-ði, kjark og fleira af þeim eiginleikum sem við teljum jákvæða, og einhverfu í ofanálag; það þrályndi að þreytast aldrei á því sem hann hefur áhuga á, getur hann náð ofurmannlegum tökum á því sem hann er að fást við og orð- ið það sem við köllum snillingur. En þá verður að gera sér grein fyr- ir því að hann hefur verið dag og nótt alltaf fastur í sama farinu. Það era til frásagnir af Albert Einstein, sem koma á margan máta heim og saman við sterk einhverfuein- kenni. Hann var ákaflega einrænn maður og lélegur félagslega og • Sérlega rúmgóöur • Stílhreint og glæsilegt útlit • Sameinar mikið afl og litla eyðslu Öryggisbúnaður eins og hann gerist bestur Bíll fyrir nýja öld Sýning helgina 16—17 janúar. kl. 12-17. Nýkomnar gummi- og snjo- mottur í bíla. Hagstætt verð. GSvarahlutir Hamarshöfða 1 Sími 567 6744, fax 567 3703 $ SUZUKI SUZUKI BILAR HF Heimasíða: www.suzukibil Eyjur í mannhafinu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.