Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Page 14
14 LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 1 lV Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjómarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLT111,105 RVÍK, SIMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Fijálsrar fjölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 461 1605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Tvíeggjuð prófkjör Prófkjör eru tvíeggjað vopn, sem getur og hefur reynzt stjórnmálaflokkum ágæt aðferð til að afla sér meira fjöldafylgis en ella hefði orðið. Almennt flnnst þáttak- endum í prófkjöri þeir hafa fengið aukinn aðgang að mikilvægum ákvörðunum í stjórnmálum. Prófkjör hafa rutt sér til rúms, af því að flokkar, sem nota prófkjör, fá með því tæki til að draga til sín fylgi ffá öðrum flokkum. Þótt ekki sé kraflzt flokksaðildar og stundum ekki einu sinni stuðningsyfirlýsingar, eru þátttakendur siðferðilega skuldbundnir flokknum. Prófkjör eru þar á ofan mikilvæg aðferð til að skera úr djúpstæðum ágreiningi um menn og málefni innan flokks, án þess að hann leiði til fylgisrýrnunar eða klofn- ings. Þeir, sem verða undir í prófkjöri, sætta sig oftast við lýðræðislega niðurstöðu þess. Engin rós er án þyma. Prófkjör ffamkalla ýmis vanda- mál. Þau valda stundum sárindum, sem seint gróa, til dæmis þegar stuðningsmönnum annarra flokka er smal- að til þátttöku eða þá að persónulegum dylgjum og rógi er beitt gegn frambjóðendum í hita leiksins. Enn fremur baka prófkjör frambjóðendum mikinn kostnað í sumum tilvikum. Þetta er hreinn viðbótarþátt- ur í stjórnmálakostnaði þjóðarinnar og getur hæglega valdið spillingu gagnkvæmrar greiðasemi. Aldagömul reynsla er fyrir því, að æ sér gjöf til gjalda. Óþægilegt er til þess að hugsa, að menn safni saman milljónum króna til að kosta vonina um þingsæti, sem ekki gefúr nema þrjár milljónir króna í árstekjur. Við siglum að þessu leyti í kjölfar Bandaríkjanna, þar sem menn kaupa sér hreinlega þingsæti fyrir morð flár. Aðstæður ýmissa stjórnmálaflokka á ýmsum tímum eru misjafnar. Stundum kalla þær á prófkjör og stundum ekki. Til dæmis telur Sjáifstæðisflokkurinn í Reykjavík sig vera í svo góðum málum með fáa frambjóðendur og gott fylgi, að víkja megi frá prófkjöri að þessu sinni. Reglur um prófkjör eru misjafnar eftir flokkum, kjör- dæmum og kosningum. Þau eru misjafnlega opin eða lokuð, með eða án girðinga, með númeruðum sætum eða opnum. Þetta sýnir, að enn hefúr ekki verið fundin ein leið til að halda prófkjör, svo öllum líki. Draga má úr vandamálum, sem fylgja prófkjörum, með því að festa framkvæmd þeirra í lög, þar sem ákveð- inn sé sameiginlegur prófkjörsdagur og -staður þeirra flokka, sem ætla að hafa prófkjör, þannig að hver kjós- andi greiði aðeins atkvæði hjá einum þeirra. Bezta leiðin er að flytja prófkjörin hreinlega inn í kosningamar sjálfar með því að hafa framboðslista órað- aða og láta hlutkesti ráða, hvar í stafrófsröðinni nafna- listarnir byrja. Þetta minnkar innanflokksátök og dreg- ur úr kostnaði, sem annars fylgir prófkjörum. Margir sakna persónutengdra einmenningskjördæma og finnst framboðslistarnir vera fjarlægir og ópersónu- legir. Með óröðuðum listum má fella þennan kost ein- menningskjördæmanna að nokkru inn í listakjördæmin og gera val þingmanna persónulegra en áður. Sameiginlegt átak flokka þarf til að koma á fót einum prófkjörsdegi og -stað eða til að láta kjósendur raða frambjóðendum í sjálfum kosningunum. Það gerist ekki nema menn gefi sér góðan tíma til undirbúnings máls- ins, þegar yfirvofandi kosningar raska ekki ró. Fréttir af ágreiningi um framkvæmd prófkjörs Fram- sóknarflokksins í Reykjavík og á Norðurlandi eystra minna á, að prófkjörsleiðin kallar á betri lausn. Jónas Kristjánsson Dvínandi vald Brussel Erlend tíðindi Jón Ormur Halldórsson Þrátt fyrir að framkvæmdastjórn Evrópusambandsins slyppi við að vera vítt af Evrópuþinginu nú fyr- ir helgina mörkuðu atburðir síð- ustu viku vatnaskil í samskiptum þings og framkvæmdastjómar. Það er ekki einungis að Evrópuþingið sé nú loks að sækja í sig veðrið eft- ir áhrifaleysi síðustu áratuga, held- ur er sótt að völdum framkvæmda- stjómarinnar úr fleiri áttum. Völd framkvæmdastjórnarinnar hafa raimar aldrei verið eins mikil og oft er gefið til kynna með algengri og almennri gagnrýni á völd emb- ættismannakerfisins í Brussel. Að- ildarríki sambandsins hafa í gegn- um ráðherraráð þess og nefnd fastafulltrúa aðildarríkjanna úr- slitaáhrif á stefnuna í öllum mikil- vægari málum. Bæði aðildarríkin og Evrópuþingið sækja nú inn á valdsvið framkvæmdastjómarinn- ar. Valdið í Brussel Framkvæmdastjórnin er skipuð tuttugu einstak- lingum sem hver um sig er tilnefndur af einstökum aðildarríkjum. Stærri ríki tilnefna tvo, hin minni einn, en meðlimir framkvæmdastjómarinnar mega þó ekki ganga erinda viðkomandi ríkja. Völd fram- kvæmdastjórnarinnar byggjast á þremur mismun- andi hlutverkum hennar. í fyrsta lagi stendur fram- kvæmdastjómin vörð um sáttmála Evrópusambands- ins og getur sótt aðildarriki til saka fyrir að fara ekki eftir þeim. í öðru lagi hefur framkvæmdastjómin frumkvæði að lagasetningu innan sambandsins en þessu hlutverki þarf hún nú að deila í vaxandi mæli með aðildarríkjunum sjálfum. Sjálft löggjafarvaldið er hins vegar í höndum ráðherraráðsins annars veg- ar og í yaxandi mæli í höndum Evrópuþingsins hins vegar. í þriðja lagi sér framkvæmdastjómin um rekstur sambandsins en fjárlög þess nema riflega sjö þúsund milljörðum króna eða tæplega sextíufóldum íslensku fjárlögunum. í þessum efnum þarf fram- kvæmdastjómin hins vegar að taka sífellt meira tillit til Evrópuþingsins, bæði hvað varðar fjárlögin sjálf og eins hvað varðar eftirlit með notkim fjármuna og með almennri stjómsýslu. Þing í sókn fyrsta sinn hafa áhrif á skipun manna í framkvæmdastjórn sam- bandsins. Frumkvæði til aðildar- ríkja Um leið og þingið veitir fram- kvæmdastjóminni aukið aðhald hafa aðildarriki Evrópusambandsins sýnt aukna tiihneigingu til fmmkvæðis um stefnumörkun í málefnum þess. Á valdatíma Delors í Bmssel virtist sem framkvæmdastjómin réði stefn- unni í flestum greinum, og að árang- ur hennar við dýpkun Evrópusam- vinnu réðist af því hversu vel henni gekk að draga aðildarríkin á eftir sér. Framkvæmdastjórnin hefur í reynd sumpart goldið þess mikla ár- angurs sem Delors náði, því að sam- eiginleg málefni Evrópu era nú sí- fellt að verða fyrirferðarmeiri á vett- ------------ vangi stjórnmála einstakra landa. Evrópumál hafa orðið að innanlands- málum og innanlandsmál að Evrópumálum. Nýir ráð- herrar í Þýskalandi hafa til að mynda hver af öðmm gefið tóninn nú að undanfornu um málefni sem snerta Evrópusambandið allt. Um leið hefur stærsti sigur Delors, innleiðing á sameiginlegum gjaldmiðli fyrir Evrópu, fært völd og áhrif til Seðlabanka Evr- ópu í Frankfurt, og til ýmiss konar SEunráðs aðildar- ríkjanna í efnahagsmálum. Aukið lýðræði Hvort tveggja, aukið vægi Evrópuþingsins og sam- mni þess evrópska við það innlenda í stjómmálum, er til þess failið að auka vægi lýðræðisins í ákvarð- anatöku í Evrópu. Fyrir minnstu þjóðir álfunnar er þessi jákvæða þróun í Evrópu hins vegar ekki endi- lega að öllu leyti heppileg. Smáþjóðir eiga meiri möguleika til áhrifa ef gert er út um málin í bakher- bergjum en ef vilji kjósenda í stómm ríkjum áifunn- ar fær aukið vægi. Atburðir síðustu vikna munu væntanlega stuðla að auknum áhuga á kosningum til Evrópuþingsins í vor og auknum áhuga almennings á þeim hrossakaupum sem nú era haflnn um skipan næstu framkvæmdastjómar og um endurskipulagn- ingu á störfum hennar vegna stækkunar sambands- ins á næstu ámm. Til þeirra leikja mun Evrópuþing- ið mæta með nýtt sett af vígtönnum. Evrópuþingið er skipað 625 þingmönnum sem kosnir em í almennum kosningum í aðild- arlöndunum. Stærstu ríkin eiga 60-100 þingmenn hvert en þau minnstu 6-30. Danir hafa til að mynda 21 þingmann, írar 15 en Frakkar og Bretar 87 hvor þjóð. Ef íslendingar væm aðilar að sambandinu fengju þeir 6 þingmenn eða tæplega 1% þingmanna, enda þótt íbú- ar íslands væra langt innan við 0.1% af íbúum Evrópusam- bandsins. Þingið hafði í upp- hafi einungis ráðgefandi hlut- verk en völd þess hafa mjög verið að aukast á undanfóm- um ámm. Þingið getur nú haft áhrif á lagasetningu á ýmsum sviðum, og með ýmsum aðferö- um, eftirlitshlutverk þess er stórlega að aukast, eins og at- burðir síðustu daga hafa gefið til kynna, og áhrif þingsins á fjárlög sambandsins hafa farið vaxandi. í sumar mun þingið í ★ * „Hvort tveggja, aukið vægi Evrópuþingsins og samruni þess evrópska við það innlenda í stjórnmálum, er til þess fallið að auka vægi lýðræðisins í ákvarðanatöku í Evrópu. Fyrir minnstu þjóðir álfunnar er þessi jákvæða þró- un í Evrópu hins vegar ekki endilega að öllu leyti heppileg." ★ * * skoðanir annarra Styrkjandi njósnir „Njósnir Bandaríkjamanna í írak veittu vopnaeft- irliti SÞ stuðning og voru samhæfðar því. Eftirlitið hófst eftir lok Persaflóastríðsins 1991. Því var ætlað aö finna staði þar sem eiturefnavopn vom búin til eöa geymd, svo og byggingar þar sem skrár yfir slík vopn vora varðveittar. Til að sigrast á leynimakki íraka þurftu vopnaeftirlitsmenn SÞ á aðstoö Banda- ríkjamanna að halda, þar á meðal háþróuðum hler- unarbúnaði sem gat numið fjarskiptasendingar og símtöl öryggisþjónustunnar í Bagdad.“ Úr forystugrein New York Times 12. jamxar. ÖSE sannar sig „öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) hef- ur fært sönnur á að hún getur staðið fyrir bæði ör- yggi og samvinnu, bæði á meðan á ferð Knuts Vollebæks utanrikisráöherra um Balkanskaga stóð, og á eftir. Enda þótt tilgangur ferðarinnar hafi ver- ið annar þegar hún var skipulögð, tók atburðarásin af henni völdin. Það sem átti upphaflega að veröa ferð til upplýsingaöflunar varð í staðinn gott dæmi um hvemig bregðast skuli við neyðarástandi." Úr forystugrein Aftenposten 15. jamíar. Gula spjaldið „Jafiiaðarmenn í Evrópu kusu að láta sér nægja minna en eölilegt er, í heilögu nafhi góörar henti- stefnu. Lausnin gefúr til kynna ábyrgðartilfinningu eins og það er kallað í nútimapólítik. En hún veltir einnig upp spurningunni: Leiðir viðvömnin til raunverulegra breytinga? Framkvæmdastjóm Evr- ópusambandsins, sem með réttu hefur veriö harð- lega gagnrýnd, fékk gula spjaldið hjá Evrópuþing- inu í gær. Vonandi verður það til að ryðja brautina fyrir nauðsynlegum breytingum gegn spillingu framkvæmdastjómarinnai-. í fyrsta lagi hefiir náðst samkomulag um umbætur sem opna lokaðar dyr framkvæmdastjómarinnar. í öðm lagi knésetja um- ræður síðustu viku valdastigann í Evrópusamband- inu. Skilaboðin era að héðan í frá eigi að taka Evr- ópuþingið alvarlega. Einveldi embættismannanna

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.