Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1999, Síða 16
LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1999 i6 í(|útlönd --------------------------------------------------—...—---------------- Klámkóngurinn Flynt í herferð gegn hræsni stjórnmálamanna: Símallnurnar á ritstjórn klám- blaðsins Hustlers glóðu í kjölfar heilsíðuauglýsingar í Washington Post í október síðastliðnum. Aug- lýsandinn, klámkóngurinn Larry Flynt, bauð hverjum þeim sem gæti gefið upplýsingar um framhjáhald núverandi þingmanna og háttsettra embættismanna eða önnur kynlífs- hneyksli tengd þeim allt að eina milljón dollara. Flestir þeirra sem hringdu eða sendu tölvupóst voru einfaldlega að lýsa yflr ánægju sinni með tilraunir klámkóngsins til þess að afhjúpa hræsnisfulla stjómmálamenn. Fá- einir hringdu og kölluðu ritstjóm- ina úrþvætti og hvöttu hana til að halda sig í ræsinu. En um það bil 250 kváðust hafa upplýsingar um kynlífsmál háttsettra manna. Ritstjórnin krafðist sannana. í flestum tilfellum reyndist erfitt að fá þær. Einnig var um að ræða löngu liðin atvik og menn sem ekki skiptu máli. Með gamla CIA-menn á mála Einkaspæjarastofa Larrys Flynts var látin kanna frásagnir 30 sím- hringjenda. Á skrifstofunni starfar fjöldi fyrrverandi opinberra starfs- manna. Flynt greindi eitt sinn frá því að þeir væm fyrrverandi starfs- menn bandarísku alríkislögreglunn- ar, FBI, og bandarísku leyniþjónust- unnar, CLA. Allan MacDonell, ritstjóri Hustlers, segir að í fyrstu hafi leynilögreglumennimir sagt að ekki virtust nægar sannanir vera fyrir málunum. Til dæmis hefðu ásökun- um gegn Bob Livingston í upphafi verið vísað frá. Svo hefði virst sem að einhver vildi bregða fæti fyrir þingmanninn. Rannsóknin hélt þó áfram. í desember síðastliðnum hætti Bob Livingston við að gerast þingforseti og leiðtogi repúblikana í fulltrúadeild eftir að Flynt hafði upplýst að hann hefði oft haldið framhjá konu sinni. Senda hótunarbréf MacDonell kveðst viss um að þeir sem sæti rannsókn viti af því eða gmni það. Útgáfufyrirtæki Flynts hefur fengið bréf frá nokkrum þeirra eða fulltrúum þeirra. Er fyr- irtækið varað við og málsókn hótað. Flynt er hins vegar vanur slíku og hefur á sínum snæram harðskeytt- ustu lögmenn sem völ er á. Hann hefur unnið flest mál sin. Enginn uppljóstraranna hefur fengið milljón dollara. En nokkrir Klámkóngurinn Larry Flynt er hann uppljóstraði í vikunni að repúblikaninn Bob Barr, einn erkifjanda Clintons Bandaríkjaforseta, hefði haldið fram hjá konunni sinni og logið eiðsvarinn. Símamynd Reuter hafa fengið nokkur hundruð þúsund dollara. Upphæðin fer eftir því hversu haldbærar sannanirnar eru og hversu mikinn þátt viðkomandi á í réttarhöldunum yfir Bill Clinton Bandarikjaforseta. Tylft mála MacDonell sagði nú í vikunni að þegar hefði verið gengið frá sex mál- um. Unnið væri að rannsókn sex mála til viðbótar. Ekki er um karl- menn að ræða í öllum tilvikum. Á listanum er fólk sem kemur fram í sjónvarpi og heldur áfram að ráðast á Clinton, að sögn MacDonells. Flynt ráðgerir að gefa út skýrslu um ásakanirnar í tímaritsformi. Hann ætlar að verja 4 milljónum dollara í rannsóknirnar. Hann von- ast til að fá féð til baka með sölu á skýrslunni þó að ekki verði neinar nektarmyndir i henni. Engar sóðalegar lýsingar Flestir uppljóstraranna neituðu að fara út í smáatriði eins og þau sem eru í skýrslu Kenneths Starrs saksóknara. í skýrslunni verða hins vegar almennar lýsingar á kynferð- islegum samböndum. Þær verða ekki jafn sóðalegar og í skýrslu Starrs. Það em takmörk fyrir því hvað Larry Flynt gengur langt, að því er MacDonell segir. Byggt á Washington Post og Reuter. gtansiErsQ á IxnrrraCTrro»xoJIa'?%' xexxxxxxxoaxcaxoocL booooc&S) CiiíiítíKSiiji 41 - ií=/ipvii fjyájiiivsjii il - Zúpítyý ■ J ' margaríta eða 2" hvítlauksbrauð lítrar af kók iJmtlaulwKr! Kvítiauksbr!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.