Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Fréttir Prófkjör sjálfstæðismanna á Suðurlandi: Árni Johnsen í 1. sæti Árni Johnsen varö í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæöisflokksins á Suöurlandi. DV-mynd ÓG DV, Vestmannaeyjum: Alls tóku 5109 þátt í prófkjöri sjáifstæðismanna á Suðurlandi sem fram fór á laugardaginn. Þar af voru 240 atkvæði ógild. Árni Johnsen alþingismaður, Vestmannaeyjum, hlaut 2338 at- kvæði í 1. sæti eða um 48%. í heild fékk hann 3417 eða 68%. Drífa Hjartardóttir bóndi, Keld- um, sem varð önnur í prófkjörinu, fékk 1777 atkvæði í 1. og 2. sætið en 3140 í heild. Kjartan Ólafsson, Hlöðutúni, Ölfusi, varð í 3. sæti, fékk 1664 atkvæði í 1. til 3. sæti. Ólafur Björnsson, Selfossi, varð í 4. sæti og fékk 2397 atkvæði í 1. til 4. sæti og Óli Rúnar Ástþórsson, Sel- fossi, varð í 5. sæti og fékk 2783 at- kvæði í 1. til 5. sæti. „Ég er ánægður með þessa niður- stöðu og persónulega vil ég þakka mikinn stuðning í prófkjörinu og fyrir hönd allra frambjóðenda vil ég þakka mikla þátttöku í prófkjörinu," sagði Árni Johnsen alþingismaður sem stóð uppi sem sigurvegari. Árni skipar annað sæti listans í dag en ákvað að sækjast eftir 1. sæt- inu þegar Þorsteinn Pálsson sjávar- útvegsráðherra ákvað að hætta á þingi. Ámi var ekki einn um hituna því þrír sóttu að honum á leið í fyrsta sætið, Kjartan Ólafsson, Ólaf- ur Björnsson og Óli Rúnar Ástþórs- son. Drífa Hjartardóttir ákvað að láta karlana um þessa baráttu, stefndi á 2. sætið, sem hún fékk, og hækkar um eitt sæti. Árni sagði að úr prófkjörinu kæmi sterkur listi með mikla breidd og framhaldið leggst vel í hann. Þegar hann var spurður að því hvort það veikti ekki listann að hafa ekki Árnesing fyrr en í 3. sæti sagði hann svo ekki vera. „Engin ástæða er til að líta á svæðið sem hólf. Þetta er eitt kjör- dæmi og ég hef 16 ára reynslu sem þingmaður alls kjördæmisins. Kannast ég ekki við nein hólf í minni málefnavinnu og það er ekki sýslur eða hólf sem em að bjóða sig fram. Nú liggur fyrir að raða upp end- anlegum lista en efstu sætin em á hreinu. Að öllu eðlilegu eiga sjálf- stæðismenn að eiga þrjá þingmenn í Suðurlandskjördæmi og nú þarf að fara vinna að því fast og ákveðið. Það tryggir best hagsmuni Sunn- lendinga," sagði Árni að lokum. -ÓG Kjartan Ólafsson sem náði 3. sæti: Niðurstaðan staðreynd í þriðja sæti í prófkjörinu á Suðurlandi á laugardag með 1664 atkvæði í 1.- 3. sæti. Hann hlaut alls 3017 atkvæði. Kjartan stefiidi ásamt Óla Rúnari Ástþórssyni á fyrsta sæti listans en varð eins og hann að lúta í lægra haldi fyrir Áma Johnsen. „Ég fór í þetta með þá reynslu og þekkingu að það gæti allt gerst og það þýðir ekkert að fara í fylu yfir úrslit- unum. Ég fæ næstflest atkvæði í fyrsta sæti, á annað þúsund atkvæða, þannig að ég fæ mjög góðar móttökur í fyrsta sætið. Þó ég lendi í þriðja sæti er ég samt að fá mjög góða kosningu miðað við að vera í fyrsta skipti í prófkjörinu. Ég held að það sem skýrir þessa út- komu sé að hinir kandídatamir em búnir að vera í þessu áður og era þekktari," sagði Kjartan. Honum líst vel á vorið og segir að það stefni í spennandi kosningar. „Ég held að það verði bjart og hlýtt með spennandi baráttu." -NH Drífa Hjartardóttir sem náði öðru sæti: Gefur okkur góðan byr DV, Suðurlandi: „Ég fæ glæsilegt kjör í annað sæt- ið. Ég fékk 1777 atkvæði í annað sæti og af heildarfylginu er ég með 3140 atkvæði eða 61%. Ég vil þakka Sunnlendingum traustið og öllum sem studdu mig og hvöttu. Ég fékk fylgi um allt kjördæmið og það skiptir mjög miklu máli og ég vil vinna fyrir það allt í heild,“ sagði Drífa Hjartardóttir á Keldum. Drífa hefur verið varaþingmaður Sjálfstæðismanna á Suðurlandi síð- asta kjörtímabil og nú stefnir hún á öruggt þingsæti. „Vinnan fram undan leggst af- skaplega vel í mig og með alla þessa þátttöku i prófkjörinu hljótum við að hafa mjög góðan byr. Ég er full- viss að við náum þrem þingmönn- um í kosningunum í vor. Við mun- um vinna vel að því og vinna vel saman sem munum skipa þennan lista. Við erum að vinna fyrir allt kjördæmið, það má enginn gleyma því, og það á ekki að vera að nefna neinar stiflur eða hólf. Samstaðan á að vera þannig að það sé heildin sem skiptir máli. -NH DV, Suðurlandi: Kjartan Ólafsson lenti í þriöja sæti í prófkjörinu á laugardag. Hér er hann meö stuöningsmönnum sínum. DV-mynd KE „Niðurstaðan er staðreynd og menn sætta sig við hana. Ég sótti að vísu lengra en ég náði þriðja sætinu og það er baráttusætið í vor þannig að það verður gaman að takast á í kosningim- um,“ sagði Kjartan Ólafsson sem lenti Ekki að marka prófkjör þeim þvi Ágúst Einarsson, sem lenti 1 þriðja sæti, færist væntanlega neðar á listann fyrir einhverj- um sem fengu færri atkvæði heldur en hann. í prófkosningum Samfylkingarinnar í Reykja- vík um daginn náði Guðný Guðbjömsdóttir rúm- lega tvö hundruð atkvæðum í ellefu þúsund manna kosningu og hún hélt um tima að hún ætti að taka mark á þessum úrslitum og ætlaði að hætta í framboði. En svo uppgötvaði hún að það er ekkert að marka prófkjör vegna þess að það var svo margt fólk sem hringdi í hana eftir prófkjörið til að lýsa yfir stuðningi að hún hætti við að hætta og ætlar nú að vera með á listanum í áttunda sæti. Hún ætlar að gera það fyrir fólkið sem hringdi í hana eftir kosningar og alla vini sína sem vilja endi- lega að hún verði á þingi þótt hún hafi ekki feng- ið fylgi til að vera á þingi. Enda er ekkert að marka prófkjör þegar vinir manns eru annars vegar og frambjóðendur meta miklu meira þann stuðning sem þeir fá frá vinum sínum, heldur en kjósendum sem taka þátt í prófkosningum. Þetta ættu frambjóðendur sjálfstæðismanna á Suðurlandi að hafa í huga og kjósendur Samfylk- ingarinnar á Reykjanesi. Alla vega þeir sem töp- uðu. Fólk þarf ekki að fara í fýlu enda þótt það eigi ekki nógu marga vini sem taka þátt því það á miklu fleiri vini sem koma til með að hringja í það og hvetja það til að vera með þótt það hafi tapað af því að það hefði ekki tapað ef vinir þess hefðu kosið. Dagfari Prófkjör fór fram I tveim kjördæmum um helgina. Annars vegar hjá Samfylkingunni í Reykjanesi og svo hins vegar hjá sjálfstæðis- mönnum á Suðurlandi. Þingmenn Alþýðu- flokksins röðuðu sér í efstu sæti Samfylking- arinnar og Ámi John- sen náði örugglega efsta sæti hjá sjálfstæð- ismönnum. Hvoru- tveggja athyglisverðir sigrar, enda var búið að gera atlögu að Árna, bæði af hálfu Páls Ósk- ars, sem vill ekki Árna sem menntamálaráð- herra af því að hann er á móti hommum, og sömuleiðis gekk maður undir manns hönd til að segja að Ámi væri ekki boðlegur í fyrsta sæti. í Reykjaneskjördæmi var búið að vara kjósend- ur á Reykjanesi við því að það gæti verið hættu- legt að kjósa eingöngu krata í efstu sæti, þvi þá mundu fýrrverandi kjósendur Alþýðubandalags- ins fara i fýlu. Kjósendur taka greinilega ekki mark á svona fordómum. Sunnlendingum er sama þótt Árni verði menntamálaráðherra og Reyknesingum er sama þótt allaballar fari í fýlu, enda er Samfylk- ingin fólgin í því að allaballar og aðrir vinstri menn sameinist um að koma krötum á þing og fella gamla komma út af þingi. Svo eru reglurnar lika með þeim hætti að ekki þarf að taka mark á Stuttar fréttir i>v Ólafur vottar samúð Forseti ís- lands, Ólafur Ragnar Gríms- son, sendi í gær Noor drottningu og Abdullah, hinum nýja kon- ungi Jórdanínu, samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar. Hann sagði m.a. að hlýjar samúð- arkveðjur konungsins við andlát Guðrúnar Katrínar hefðu snortið sig djúpt. Loðnuveiðar hafnar Fjöldi skipa var á loðnuveið- um um helgina. Á hádegi á laug- ardag voru 24 loðnuskip á miðun- um og fleiri á leiðinni. Austan við Ingólfshöfða var mokveiði af fallegri loðnu. Mbl. sagði frá. SS skilar hagnaði Hagnaðm- af rekstri Sláturfé- lags Suðurlands á síðasta ári var 111 milljónir króna en árið áður skilaöi SS 81,4 milljóna króna hagnaði. Þetta er fimmta árið í röð sem hagnaður er af rekstri Sláturfélagsins. Gert er ráð fyrir svipaðri afkomu SS á næsta ári. Fleiri fljúga Farþegar í innanlandsflugi voru um 21.000 fleiri í fyrra en árið 1997 en alls voru þeir um 467.000 á árinu. Flugmálastjórn telur að aukin samkeppni í inn- anlandsflugi og vaxandi einka- neysla skýri vöxtinn. Ekki er að sjá að til- koma Hvalfjarðarganga hafi haft mikil áhrif á innanlandsflug. Rektor gagnrýnir Páll Skúla- son háskóla- rektor gagn- rýndi fjölmiðla við brautskrán- ingu stúdenta við Háskóla ís- lands um helg- ina. Hann sagði þá iðulega starfa á þeim forsendum að fólk hefði engan áhuga á því að komið væri fram viö þaö sem hugsandi verur. Morgunblaðið greindi frá þessu. Um 15% fengu punkta Könnun sem gerð var af há- skólanemum leiðir í ljós að um 15% ökumanna fengu refsi- punkta vegna umferðarlagabrota fyrstu 7 til 8 mánuðina eftir gild- istöku kerflsins. Um 80% öku- manna vilja samkvæmt sömu könnun banna notkun farsíma í akstri. Dagur greindi frá þessu. Verktakalæknar í kjölfar samninga lækna um útfærslu á vinnutímatilskipun Evrópusambandsins þarf að um- bylta vaktaskipulagi sjúkrahúsa hér á landi. Líkur eru á að fjölga þurfi launafólki vegna þessa og einnig hefur komið til tals að læknar taki að sér vaktir sem verktakar til að komast fram hjá tilskipuninni. Mbl. sagði frá. Farþegum fjölgar Tölur Utlendingaeftirlitsins yfir farþega sem komu til íslands með skipum og flugvélum í janú- ar sýna mikla aukningu miðað við janúarmánuð 1997. Þá komu alls 15.400 farþegar, íslenskir og erlendir, til landsins en í ár voru þeir 20.395. Erlendum ferðamönn- um fjölgar úr 6.369 í fyrra í 9.142 í ár. Guggan löngu farin Sigurður R. Ólafsson, formað- ur Sjómannafé- lags ísflrðinga, segir að togar- inn Guðbjörg hafl í raun ver- ið farin frá ísa- firði fyrir löngu. Hún hafl t.d. ekki komið til bæjarins í heflt ár og því kipptu menn sér ekki mikið upp við fregnir af sölu skipsins. Morgunblaðið sagði frá. -KJA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.