Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Síða 12
12 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Spurningin Hver eldar besta matinn? Hallgrímur Ólafsson nemi: Pabbi. Páll Óskar Gunnarsson: Mamma. Jón Friðrik Jónsson vinnueftir- litsmaður: Ég sjálfur. Heimir Garðarsson, 15 ára: Mamma. Sigtryggur Jónsson, vinnur hjá HVA: Konan mín. Þóra Aðalheiður Sigtryggsdóttir: Ég geri það sjálfsagt. Við erum bara tvö í heimili. Lesendur Uppruni íslendinga Guðmundur Guömundsson skrifar: Nýlega birtist fréttagrein í DV þar sem sagt var frá því að íslend- ingur einn, búsettur i Bandaríkjun- um, hefði verið á ferð í Noregi í þeim tilgangi að útvega sæði úr hin- um fræga afreksmann, Bimi Da- hlie. Sá skíðakappi hefur unnið fleiri gullverðlaun á ólympíuleikum og heimsmeistaramótum en nokkur annar. Heldur fékk þessi málaleitan daufar undirtektir í Noregi og misstum við því af verulegri og skjótvirkri fjölgun afreksmanna af ætt Bjöms Dahlies. Löngum hafa staðið deilur um uppruna okkar og erfðir, bæði hér- lendis og erlendis. Bent hefur verið á sérstaka hæfileika einstakra þjóða og kynþátta. Kannski hafa Norð- menn meiri hæfileika til skíða- afreka en aðrir menn. Fyrir fáum ámm var gerð athugun á uppmna nóbelsverðlaunahafa. Kom þá í ljós að um þriðjungur þeirra var af gyð- ingaættum þótt sá þjóðflokkur sé aðeins fáar milljónir manna. En þegar minnst er á gyðinga má rifja upp að ýmsir hafa talið íslend- inga skylda ísraelsmönnum, m.a. Englendingurinn Adam Rutherford sem skömmu fyrir síðari heims- styrjöldina skrifaði bók er hann nefndi „Iceland’s great inheritance" (Hin mikla arfleifð íslands). Vestur- fslendingur einn hefur og samið bók um svipað efni. íslendingar eru því ekki jafnkyn- hreinir og ýmsir vilja vera láta. Á íslandi er t.a.m. fjöldi fólks sem á ættir að rekja til annarra ríkja á Norðurlöndum og á stríðsárunum urðu til fjölmörg börn af breskum og amerískum uppruna. Verða því ísiendingar eru því ekki jafnkynhreinir og ýmsir vilja vera láta,“ segir m.a. f bréfinu. - En þó afreksmenn innan um og saman viö, ekki rétt? ættir sumra seint eða aldrei raktar með fullri vissu. En víst væri gam- an að eiga ættarskrár allrar þjóðar- innar; „genealogiam islandicam". Annað mál er að nú virðist standa til að selja úr landi ættarskrár þjóð- arinnar. Slíkt hefur engin önnur þjóð leyft. Þama er á ferð mál sem er í meira lagi vafasamt, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Ég á hér við hinn svonefnda gagnagrunn á heO- brigðissviði sem frægur er orðinn að endemum víða um lönd. Við sama heygarðshornið Eldir borgari skrifar: Talsverða athygli vakti, þegar borgarstjórn Reykjavíkur sam- þykkti nýlega að innheimta kr. 6.500 þjónustugjald af íbúðum aldr- aðra í Lönguhlíð 3, Norðurbrún 1 og Fumgerði 1. Leigugjald af þess- um íbúðum var þó hátt fyrir, allt að kr. 16.000 á mánuði fyrir eitt her- bergi með eldhúskrók og steypi- baði. Sérstaklega er greitt fyrir snyrtingu á herberginu, kr. 2-3 þús- und á mánuði. - Búið var að hækka seldan hádegisverð úr kr. 320 í kr. 360. Látið var að því liggja á fundi borgarstarfsmanna með leigjendum að senn yrði unnt að fá bæði morg- unverð og kvöldverð á staðnum en fyrir hvort tveggja verður að borga. Þess vegna eru nefndar kr. 6.500 bein húsaleiguhækkun. Að við- bættri hækkun hádegisverðs, sem nemur kr. 1.200 á mánuði, nema hækkanimar samtals kr. 7.700 á mánuði eða kr. 92.400 á ári. - Það er þung byrði á tekjulága eldri borg- ara. Og þetta gera flokkar jafnaðar- manna - á ári aldraðra. Er raunar vert að minnast þess að eitt fyrsta verk Ingibjargar Sólrúnar Gísladótt- ur í stöðu borgarstjóra var að hækka gjöld Strætisvagna Reykjavíkur. Hækkun á miða aldraðra var 100% en 50% á aðra miða. Ef til vill skýrir þó fátt betur hugarfar borgarstjórans en síðasta tiltæki hennar, að hætta að gefa fuglum Tjamarinnar æti. Uppbygging í Garðabæ - Landsbankinn fjármagnar framtakið Árni Einarsson skrifar: Nú eru uppgangstímar á Islandi. Og jafnvel þótt uppsafnað og yfir- færanlegt tap fyrirtækjanna, eink- um þeirra sem vilja gera sig gild- andi á yfirborðinu, sé allt að 80 milljarðar króna, eru engin tak- mörk fyrir því hvað þau hafa á prjónunum. Langtímaplön, verð- bréfaumsýsla og landakaup eru meðal þess sem fréttaþulir þylja upp á skjám sjónvarpsstöðvanna og snaggsiraleg viðtöl em tekin við hæstbjóðendur í lönd og lausa aura, hvar sem glufa myndast. Og í Garðabænum er laust land, sem bæjarfélagið ásælist af einkaað- ilum fyrir byggingarsvæði, en vill ekki borga nema eitthvað um 200 milljónir. Einn umsvifamesti fjár- magnsfrömuðurinn á landinu, „Þeir geta það þessir!“, segir m.a. í bréfinu. - Frá blaðamannafundi í Garða- bæ; Jón Ólafsson framkvstj. og Halldór J. Kristjánsson, bankastj. Lands- bankans, á tali. kenndur við Skífuna og íslenska út- varpsfélagið með meiru, kom til skjalanna, bætti um betur og bauð allt að 700 milljónir í spilduna. - Hann er þó með fjármálavit, maður- in að tama, sögðu menn, og bættu við: Þeir geta það þessir! Og nú skyldi reiöa upp pyngjuna. En, viti menn! Ekki átt’ ‘ann fiðl- ungur meira fé. - Landsbankinn ætlar að fjármagna spilduna í Garðabæ. Fundur var boðaður með blaðamönnum og ljósmyndurum, en bæjarstjóri Garðabæjar sá sér ekki fært að mæta. Enn er óvíst um framkvæmdir á Arnarneslandi, en Landsbankinn er tilbúinn með reiðufé þegar eftir verður kallað. Ég hélt að Landsbankinn hefði nú feng- ið sig fullsaddan í bili. - En það koma alltaf nýir og nýir með blóm- vendi til bankans og nú úr gadd- freðnum sverði Amameslandsins í Garðabæ. DV Sjónvarpið: Endalaust leiðindaefni Hrefna skrifar: Ég las einsktaklega vel oröaða um- kvörtun í Mbl. þar sem kona ein biðlar til Sjónvarpsins að hafa nú eitthvað annað á dagskránni en leiðindamynd- ir, um ofbeldi eða afbrigðilegt fólk. Ég tek undir þessa frómu ósk. Það er ófært að kvelja okkur, bandingja Sjón- varpsins (ég hef t.d. ekki efni á að kaupa nema eina sjónvarpsdagskrá), með þeim leiðindum sem sí og æ dynja á okkur. Meira að segja bregst Spaug- stofan við og við með aulabröndurum og klámi eins og síðasta laugardag jan- úarmánaðar. Það er hreinlega óafsak- anlegt að ábyrðgarmenn innan Ríkisút- varpsins skuli ekki sjálfir frnna það hjá sér að bæta dagskrána t.d. með kvik- myndum sem era lausar við óþverr- ann, jtótt maður búist nú ekki við myndum algjörlega gerilsneyddum. En þetta verður aö breytast. Samfylkingin setur niöur Þór skrifar: Með nýjustu yfirlýsingum kvenna- listakonunnar Guðnýjar Guðbjörns- dóttur, um að hún ætli nú eftir allt saman aö taka 8. sætið á lista Sam- fylkingarinnar í Reykjavík, setur Samfylkingin verulega niður. Guðný tekur nú þingsetuna fram yfír hin akademisku fræði, þrátt fyrir lágu launin á Alþingi. Auðvitað yfirgefur enginn Alþingi sé þess nokkur kostur að sitja þar áfram. Þar er gullið og hlunnindin með. En með hringlanda- hætti kvennalistakonunnar og setu hennar á lista Samfylkingar er listinn ekki beinlínis aðlaðandi. Þannig munu margir kjósendur líta á málið. Það besta fyrir samfylkinguna nú er að finna i snatri gott framtíðamafn fyrir listann áður en kosningar eiga sér stað svo að framboðið þurfi ekki að hafa afturgöngur flokkanna í farteskinu. Þetta er yfirlýstur flokkur jafnaðarmanna og það á að koma fram í kosningabaráttunni, svo og stefna hans. Sukkið í Ólympíu- nefndinni K.Ó. skrifar: Ekki verður annað séð af fréttum en bæði forseti nefndarinnar og aðrir sem þar hafa tögl og hagldir séu á kafi í sukki og spillingu. Engin ræðuhöld eða afsakanir duga til að breiða yfir óværuna. Á lyfjaráðstefnu í Sviss eða hvar annars staðar baða þessir for- sprakkar Ólympiunefndarinnar sig i herlegheitum með dagpeninga upp á vasann og panta hótelherbergi í dýrasta flokki. Það sem verst er, fjöl- miölar taka með silkihönskum á þess- um „dátum“ lystisemdanna, og láta sér og áheyrendum nægja einhverjar óskOjanlegar en staðlaðar klisjur, sem bara duga ekki gagnvart svona fagidjótum í hinu ljúfa lífi á kostnað félaga innan íþróttahreyfmganna. Þakkir til Hjólkó Sylvía Marta skrifar: Mig langar til aö koma á framfæri innilegu þakklæti fyrir góða þjónustu á Hjólbaröaverkstæðinu Hjólkó í Kópavogi. Sérstaklega vil ég þakka Ragnari fyrir frábær liðlegheit og góða framkomu. Trúarheimsstyrjöld Einar Ingvi Magnússon skrifar: Síðustu ár hafa komið fram margir nýir trúflokkar. Allir halda þeir á lofti sinni uppskrift að himnavist og vegabréfinu þangað og útiloka oftar en ekki aðra frá þeirri sælu, sem bíð- ur þeirra. En það er líka til mikið af óflokksbundnu fólki sem lifir í sátt við Guð og menn, hvort sem það fylg- ir Búdda, Múhameð, Jesú eða Moon, eða einhverjum allt öðrum. Það eru engin trúarbrögð öðram fremri. Öll boða þau kærleiksiðkun af krafti til að bæta heiminn. Trúmenn, og þá sér- staklega kristnir menn ættu að hætta að hatast út í önnur trúarbrögð og sameina heiminn í eina stóra kær- leiksfjölskyldu. Stefnuskrá Guðs er skýr, hún er kærleiksboðorðiö og gildir þá einu hvar í flokki menn era.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.