Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 34
42
Afmæli
Jón Frímann Sigvaldason
Jón Frímann Sigvaldason bif-
reiðasmiður, Faxatúni 32, Garða-
bæ, er sjötugur í dag.
Starfsferill
Jón fæddist að Presthúsum á
Kjalamesi en ólst upp í Útkoti í
sömu sveit. Hann flutti með foreldr-
um sínum til Reykjavíkur 1944.
Jón stundaði nám í Iðnskólanum
í Reykjavík, lauk prófl í bifreiða-
smíði 1949 og var við starfsnám í
Svíþjóð 1955-56.
Jón starfaði hjá Agli Vilhjálms-
syni til 1955. Hann var framleiðslu-
stjóri hjá Hansahurðum hf. 1958-72
og síðan við húsgagnasmíði um
tima.
Jón hóf sjálfstæðan atvinnurekst-
ur 1973. Þá hóf hann rekstur á
fyrsta sérhæfða plastviðgerðar-verk-
stæði á landinu 1988.
Jón starfaði um árahil með
Bræðrafélagi Garðakirkju, var um
tíma í stjóm Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vestvu-heimi og í stjóm
Norræna félagsins í Garðabæ.
Fjölskylda
Jón kvæntist 11.7.1953
Mary Alberty Sigurjóns-
dóttur, f. 20.3. 1930,
hjúkrunarfræðingi. Hún
er dóttir Sigurjóns Hall-
dórssonar, vélstjóra frá
Traðargerði á Húsavík,
og Elísabetar Sigríðar
Friðriksdóttur, frá Gröf í
Vestmannaeyjum. Þau
bjuggu á Húsavík.
Jón og Mary eiga eina
kjördóttur, Ragnheiði
Eddu, f. 1.7. 1961, lyfja-
tækninema, en maður hennar er
Guðmundur Þór Kristjánsson, f.
23.9. 1956, pípulagningarmaður, og
era böm þeirra Líney Rut, f. 17.11.
1986, og Jón Grétar, f. 24.12. 1989.
Hálfbróðir Jóns, sammæðra, var
Guðbjartur Hólm f. 5.12. 1917, d.
8.11. 1989, bóndi á Króki á Kjalar-
nesi.
Alsystkini Jóns em Guðjón
Hólm, f. 10.9. 1920, lögfræðingur, og
Sigurbjörg, f. 11.11. 1926.
Foreldrar Jóns vom Sigvaldi Þor-
kelsson, f. 5.9.1897, d. 17.7.
1978, bóndi á Kjalamesi
og síðar iðnaðarmaður í
Reykjavík, og Guðrún
Jónsdóttir, f. 12.5. 1895, d.
30.7 1979, húsmóðir.
Ætt
Sigvaldi var sonur Þor-
kels, b. á Sauðanesi á Ás-
um í Austur-Húnavatns-
sýslu, síðar bóndi að
Vöglum í Vatnsdal og síð-
ar verkamanns í Reykja-
vík, Helgasonar, b. að
Smyrlabergi í Hjaltabakkasókn og
síðar að Beinakeldu í Þingeyrar-
sókn, Nikulássonar. Móðir Þorkels
var Þuríður Bjamadóttir frá Gafli í
Auðkúlusókn.
Móðir Sigvalda var Þórunn Sigur-
björg Þorláksdóttir, b. á Akri á Ás-
um, Sigurðssonar, og Sigríðar
Hjálmarsdóttur en þau hjónin áttu
tíu böm.
Guðrún, móðir Jóns, var dóttir
Jóns, vinnumanns á Króki á Kjalar-
nesi, síðar b. að Bakkakoti í sömu
sveit, Jónssonar, b. á Hóli og Stóra-
Klofa i Landssveit. Móðir Jóns í
Stóra-Klofa var Guðlaug Jónsdóttir
frá Látalæti í Skarðssókn.
Móðir Guðrúnar var Hólmfríður
Oddsdóttir, b. á Króki, Þorláksson-
ar, b. á Króki, Þorkelssonar, b. á
Hofi, Þorkelssonar, b. á Vallá, bróð-
ur Gests, langafa Þorláks Johnson
stórkaupmanns. Móðir Odds var
Jarþrúður Þórólfsdóttir, b. í Engey
(áttunda borgarans í Reykjavík),
Þorbjömssonar, í Engey, Halldórs-
sonar, b. í Káranesi í Kjós. Þor-
björn var bróðir Guðlaugar,
langömmu Guðrúnar, langömmu
Bjama Benediktssonar forsætisráð-
herra.
Móðir Hólmfríðar var Guðrún Ás-
bjömsdóttir, b. á Eyvindarstöðum á
Akranesi, Jónssonar. Móðir Guð-
rúnar var Sigríður Þórólfsdóttir,
systir Jarþrúðar Þórólfsdóttur frá
Engey. Móðir Sigríðar var Hólm-
fríður Oddsdóttir, frá Neðra-Hálsi í
Kjós, Jónssonar.
Jón og Mary verða að heiman.
Jón Frímann
Sigvaldason.
Valdimar Karlsson
Valdimar Karlsson, fyrrv. stýri-
maður, Bústaðavegi 63, Reykjavík,
er sjötugur í dag.
Starfsferill
Valdimar fæddist í Reykjavík og
ólst þar upp í vesturbænum.
Valdimar var i Miðbæjarskólan-
um, lauk gagnfræðaprófl frá Ingi-
marsskólanum við Lindargötu,
stundaði nám við Stýrimannaskól-
ann í Reykjavík og lauk þaðan flski-
mannaprófi 1950.
Valdimar var sjómaður frá 1942,
lengst af á togurum. Hann var fyrst
hjálparkokkur, var síðan háseti en
lengst af stýrimaður frá 1950. Valdi-
mar kom í land 1993.
Fjölskylda
Sambýliskona Valdimars er Þor-
gerður Nanna Elíasdóttir, f. 23.5.
1923, húsmóðir. Hún er dóttir Elías-
ar Magnússonar, útgerðarmanns í
Bolungarvík, sem fórst 1923, og k.h.,
Sigríðar Jensdóttur húsmóður.
Böm Valdimars era Marín, f. 4.2.
1946, húsmóðir í Bandaríkjunum;
Karl, f. 16.10. 1949, áöur bóndi í
Húnavatnssýslu, nú starfsmaður
hjá Félagsmálastofnun í Reykjavík,
búsettur í Reykjavík; Þór, f. 30.5.
1952, bifvélavirki og sendibílstjóri,
búsettur á Selfossi; Páll Rúnar, f.
21.3.1963, verslunarmaður í Hafnar-
firði; Þóra, f. 14.2. 1968, sölumaður í
Reykjavík.
Kjördóttir Valdimars
er Brynja Valdimarsdótt-
ir, f. 1967, búsett í
Englandi.
Systkini Valdimars em
Ingigerður Karlsdóttir, f.
21.6. 1927, húsmóðir í
Reykjavík, gift Hjalta
Pálssyni, fyrrv, deildar-
stjóra hjá SÍS; Karl Karls-
son, f. 26.12. 1935, vél-
stjóri hjá Hitaveitu
Reykjavíkur, kvæntur
Önnu Maríu Sveinsdóttur
húsmóður; Jón Þór Karlsson, f. 18.4.
1942, lengi sjómaður, nú verktaki í
Reykjavík, kvæntur Unni Sveins-
dóttur, starfsmanni við Rannsókn-
arstofuna á Keldum.
Foreldrar Valdimars
voru Karl Óskar Jónsson,
f. 13.6. 1906, d. 1993, skip-
stjóri í Reykjavík, og k.h.,
Þóra Ágústsdóttir, f. 10.3.
1907, d. 1977, húsmóðir.
Ætt
Foreldrar Karls vom Jón
Guðmundsson, stýrimað-
ur og síðar verslunar-
maður í Geysi í Reykja-
vík, og Elísabet Bjama-
dóttir saumakona.
Foreldrar Þóra voru Ágúst Guð-
mundsson og Ingigerður Sigurðar-
dóttir.
Valdimar og Þorgerður verða
ekki heima á afmælisdaginn.
Valdimar Karlsson.
íþróttamaður Siglu-
fjarðar kjörinn
DV, Siglufirði:
Jóhann Möller knattspymumað-
ur var kjörinn íþróttamaður Siglu-
flarðar árið 1998. Úrslit í kjörinu
vora kunngerð fyrir skömmu í hófi
að Hótel Læk, að viðstöddu flöl-
menni. Jóhann átti mjög gott keppn-
istímabil með KS á síðasta ári og
var markahæsti leikmaður meist-
araflokks, með 15 mörk í 20 leikjum.
Auk fótboltans hefur Jóhann keppt
á skíðum mörg undanfarin ár, en
nú hefur hann alfarið snúið sér að
knattspyrnunni og er genginn til
liðs við íslandsmeistara ÍBV.
Samfara kjöri íþróttamanns árs-
ins vora heiðraðir þeir einstakling-
ar sem þóttu skara fram úr í hinum
ýmsu greinum á liðnu ári. Þeir
voru:
Skíði - Ámi T. Steingrímsson og
Ingvar Steinarsson.
Badminton - Bryndís Hafþórs-
dóttir og Heimir Sverrisson.
Golf - Einar Hjálmarsson og
Benedikt Þorsteinsson.
Knattspyma - Grétar Steinsson
íþróttafólk og fulltrúar þeirra sem
ekki mættu með viöurkenningar.
DV-mynd Örn
og Jóhann Möller.
Sund - Jón Örvar Gestsson.
I frosti og stillu og þegar sólin skín er ekki bara gaman aö fara á skauta á Tjörninni. Þaö er líka gaman aö skoöa fugi-
ana og gefa þeim einn bita og jafnvel tvo. DV-mynd HH
Jóhann Möller, íþróttamaöur Siglu-
fjaröar 1998. DV-mynd Órn
Körfubolti - Jón Gunnar Sigur-
geirsson.
Frjálsar íþróttir - Tinna Antons-
dóttir.
Iþróttir fatlaðra - Hrafnhildur
Sverrisdóttir.
Kiwanisklúbburinn Skjöldur á
Siglufirði stóð að útnefningunni og
verðlaunaveitingu henni samfara
eins og klúbburinn hefur gert mörg
undanfarin ár. -ÖÞ
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999
Tll hamingju
með afmælið
8. febrúar
85 ára
Þóra Steindórsdóttir,
Viðilundi 20, Akureyri.
80 ára
Jónas Hálfdánarson,
Melum, Hofsósi.
Sigurjóna Sigurðsson,
Sólvangi, Hafnarfirði.
75 ára
Jón Samúelsson,
Engimýri 8, Akureyri.
Rebekka Theódórsdóttir,
Depluhólum 3, Reykjavík.
70 ára
Eyþór Einarsson,
Bólstaðarhlíð 64, Reykjavík.
Finnbogi Guðmundsson,
Heiðarseli 23, Reykjavík.
Vilborg Jónatansdóttir,
Völvufelli 48, Reykjavik.
60 ára
Gísli Magnússon,
Huldulandi 11, Reykjavík.
Hafsteinn Pálsson,
Miðkoti 2, Dalvík.
Ingvar Ágústsson,
Nönnufelli 3, Reykjavík.
50 ára
Dóra Gunnrún
Guðmundsdóttir,
Bakkahvammi 3, Búðardal.
Elísabet María
Haraldsdóttir,
Óðinsgötu 20 B, Reykjavík.
Guðmundur Vikar
Einarsson,
Laufásvegi 47, Reykjavík.
Guðrún Bergsdóttir,
Helgamagrastræti 50,
Akureyri.
Guðrún Sigurðardóttir,
Njálsgötu 112, Reykjavík.
Jórunn Bjamadóttir,
Túngötu 4, Eskifirði.
Kirsten E. Frederiksen,
Miðfelli 6, Flúðum,
Kristín Pálsdóttir,
Dynskógum 30, Hveragerði.
Kristrún Jónsdóttir,
Hafnargötu 49, Keflavík.
Ragnheiður Magnúsdóttir,
Heiðarhomi 20, Keflavík.
Sigrfður Jónsdóttir,
Kollaflarðamesi,
Kirkjubólshreppi.
Sigurveig Áraadóttir,
Valhúsabraut 9,
Seltjamamesi.
40 ára
Daði Kristjánsson,
Goðaborgum 3, Reykjavík.
Fanney Þorkelsdóttir,
Giljalandi 8, Reykjavík.
Jóhanna Kristín
Maríusdóttir,
Kjarrmóa 9, Njarðvík.
Jónas Hilmarsson,
Breiðvangi 7, Hafnarfirði.
Ólafur Jensson,
Brekkutröð 4, Akureyri.
Sigurbjöm L.
Guðmundsson,
Grundarsmára 13, Kópavogi.
Valgarður Þórir
Guðjónsson,
Kaldaseli 13, Reykjavík.
Zophonías Már Jónsson,
Bjarmalandi, Stokkseyri.
Þórey Siunarliðadóttir,
Álakvísl 29, Reykjavík.