Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 24
32 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Flugvél á 12.000 km hraða Vísindamenn við Lawrence Livermore rannsóknarstofnun- ina í Kaliforníu eru um þessar mundir að spá og spekúlera i framtíðarflugvél sem á að ná tólf þúsund kílómetra hraða á klukkustund og fljúga í 40 til 60 kílómetra hæð. Flugvél þessi, sem verður einhvers konar blendingur venjulegar flugvélar og eld- flaugar, mun fljúga fyrir ofan gufuhvolf jarðar þar sem loft- mótstaðan er engin. Hraðinn verður því miklu meiri og elds- neytiseyðslan minni en ella. Ofurvél þessi verður frá- brugðin eldflaugum að því leyti að hún mun taka á loft frá venjulegum flugvöllum. Að vísu þurfa brautimar að vera þriggja kílómetra langar til að vélin geti náð nægilegum flug- takshraða. Jógúrt gegn krabbameini Jógúrt getur hamlað vexti krabbameinsfrumna og komið í veg fyrir að sjúkdómurinn taki sig aftur upp hjá þeim sem hcifa verið skomir upp við krabba í þörmum eða brjósti. Þetta er álit spænskra vísinda- manna eftir rannsóknir á áhrif- um lifandi bakteríustofna sem finnast í jógúrt. Vísindamennirnir vara þó við því að fólk fari að trúa að jógúrt geti læknað krabbamein. „Við höfum aðeins veitt því athygli að dagleg neysla jógúrt- ar auðveldar meltingu á fitu, prótínum og kolvetni. Það get- ur svo seinkað eða komið í veg fyrir ákveðna tegund krabba- meins," segir Ascension Marc- os, ein úr hópi vísindamann- anna. Hún segir að bakteríurnar í jógúrtinni komi jafnvægi á þarmaflóruna og að það efli ónæmiskerfið. Fimmtugir karlar með betra sæði Hver hefði trúað því? Sæðið úr fimmtugum körlum er betra en hjá yngri mönnum. Sú er að minnsta kosti skoðun danska læknisins Jens Peters Bondes í Arósum og hann byggir hana á rannsóknum á gögnum um sæði tíu þúsund karla. Bonde heldur því fram að reykingar og slæmt vinnuum- hverfi hafi minni áhrif á gæði sæðis í körlum en hingað til hefur verið álitið. Það ákvarð- ist á fósturstiginu hverjir hæfi- leikar karla verði til að geta börn og ekki verði miklar breytingar þar á eftir það. Danski læknirinn segir að al- mennt séð hafi gæði sæðis karla rýmað um tvö prósent á ári undanfarin tuttugu ár. Takið fram snjóskóflurnar og mokið, mokið, mokið. Það getur nefnilega verið hin mesta heilsubót að ryðja snjónum burt af gangstétt- inni fyrir framan hús og alveg jafn- megrandi og formleg líkamsrækt. Sú er í það minnsta niðurstaða tveggja bandarískra rannsókna þar sem líkamsástand fuilorðins fólks var borið saman. Sagt er frá rann- sóknunum í tímariti bandarísku læknasamtakanna. Ekki þurfti að fara lengra en til Grænlands. Danskir vísindamenn telja að þar hafi þeir fundið stein- gerðar leifar elsta forms lífs sem nokkru sinni hefur fundist á jörð- inni. Þar er um að ræða svif sem kom fram á sjónarsviðið fyrir 3,7 milljörðum ára. Greint er frá þessu í bandaríska tímaritinu Science. Elstu steingervingar lífvera sem hingað til hafa verið skráðir eru um það hil 3,5 milljarða ára gamlir. Þeir eru af bakteríum sem voru tiltölu- lega flóknar að byggingu. Vísindamenn hefur alllengi grun- að að bakteríur þessar hljóti að hafa þróast út frá mun frumstæðari líf- verum. En jaðrfræðilegar breyting- ar sem hafa mótað yfirborð jarðar- innar frá örófi alda hafa þurrkað út allar minjar um steingervinga þess- ara lífvera og gert það að verkum að mjög erfitt hefur reynst að finna þær. En úr því að ekki finnast neinir raunverulegir steingervingar þess- ara lífvera, hófu Minik Rosing og fé- lagar hans við jarðfræðisafnið í Kaupmannahöfn að leita að sporum sem þær kynnu að hafa látið eftir Rannsóknirnar leiddu í ljós að snarpar gönguferðir, almenn verk í garðinum, eins og að raka saman laufum, og stigaklifur í stað þess að taka lyftuna, er jafnárángursrík leið til að laga blóðþrýstinginn og ástand hjarta og öndunarfæra og það sem menn kalla alvöru líkams- rækt, þrælskipulagða. Rannsókn sem gerð var á 235 kyrrsetukörlum í Dallas í Texas sýndi að þeir sem voru settir í hefð- sig í formi efnaúrgangs. Dönsku visindamennirnir leituðu um allan vesturhluta Grænlands og fundu smásæjar leifar kolefnis í set- lögum sem voru á hafsbotni fyrir 3,7 mihjörðum ára. Þeir eru ekki í nokkrum vafa um að frumstætt svif hafi skilið eftir sig þessar leifar. „Þessi gögn og eiginleikar þeirra bundna líkamsrækt juku hreysti sína meira á fyrstu sex mánuðunum en þeir sem gerðu aðeins breytingar á lífsstíi sínum. Annað kom þó á daginn þegar upp var staðið eftir tveggja ára rannsóknartíma. Þá hafði líkamsá- stand fyrri hópsins dalað mun meira en hins og þeir voru því ámóta vel á sig komnir að loknum tveggja ára rannsóknum. „Eftir því sem við vitum best er benda til að þessi kolefni séu líf- fræðilegar leifar sem hafa ef til vill þróast úr lífverum svipuðum svifi,“ segja Danirnir í grein sinni. Af niðurstöðum frænda okkar má því ljóst vera að fyrstu lífverurnar komu fram á sjónarsviðið nokkru fyrr en sérfræðingar höfðu áður talið. þetta í fyrsta skipti sem sýnt hefur verið fram á að aukin hreyfing fyr- ir tilstilli breytinga á lífsstíl sé jafn- árangursrik á tveggja ára tímabili og hefðbundnari líkamsrækt," skrif- ar Andrea Dunn, höfundur rann- sóknarinnar. Við læknadeild Johns Hopkins háskóla í Baltimore var svo gerð rannsókn á 40 of feitum konum. Ár- angurinn varð ekkert ósvipaður þeim í Dallas. Ross Andersen, höfundur rann- sóknarinnar, bar saman árangur megrunarátaks tveggja hópa. Annar hópm-inn tók þátt í þolifimi en hinn jók hlut sinn í algengum athöfhum venjulegs lífs, svo sem daglegum gönguferðum, garðvinnu og heim- Uisstörfum yfirleitt. Að sextán vikum liðnum höfðu konurnar í þolfimihópnum lést um 8,3 kíló að meðaltali en þær sem breyttu um lífsstíl höfðu lést um 7,9 kíló. Þá varð umtalsverð minnkun á kólesteróli og tríglyseríni í blóði beggja hópa. Þegar hópamir voru svo skoðaðir ári síðar kom í ljós að þolfimikonurnar höfðu þyngst meira en hinar. „Þetta eru góðar fréttir fyrir þá sem skilja þátt líkamlegrar áreynslu í að halda aukakílóunum í skefjum en eru jafnframt andvígir mikilli áreynslu eða telja sig ekki hafa tima fyrir líkamsrækt," skrifar Ander- sen. Fleiri bein úr neanderdals- manninum Neanderdalsmaðurinn var ekki aleinn. Þýskir vísindamenn greindu frá því fyrir skömmu að þeir hefðu fundið bein úr annarri manneskju - einmitt á þeim stað sem beinagrindin af neanderdalsmanninum fannst árið 1856, að því er segir í Jót- landspóstinum. „Við erum svo spenntir og glaðir að okkur líður eins og það séu bæði jól og afmæli á sama tíma,“ segir fornleifaffæðingur- inn Ralf W. Schmitz, sem ásamt kollega sínum Júrgen Thissen fann nýju beinin. Þeir hafa fund- ið alls tuttugu beinahluta. Vísindamennirnir þykjast fullvissir um að nýi fundurinn sé bein úr hægri upphandlegg. Þar sem sá hluti neanderdals- mannsins frá 1856 er I heilu lagi hlýtur beinið að vera úr annarri manneskju. Ekki er á þessu stigi hægt að skera úr um hvort það var karl eða kona. Hugsanlega verður hægt að slá því föstu að lokinni DNA rannsókn. Hvorki Schmitz né Thissen treystu sér til að segja hvort manneskjan sem átti nýfundna beinið hafi lifað á sama tíma og neanderdalsmaðurinn eða hvort hugsanlega hafi verið eitt eða tvö þúsund ár á milli þeirra. Það verði skoðað betur. Neanderdalsmaðurinn fannst í dal nokkrum nærri Dússeldorf. Verkamenn sem voru að vinna kalk komu fram a sextán beina- hluta og reyndust þeir vera að minnsta kosti 40 þúsund ára gamlir. Miklar og heitar umræð- ur spunnust um beinafundinn 1856 þar sem þróunarkenningin var þá nokkuð ung. Þessi maður hefur ekkert nema gott af því að moka dálitlum snjó. Rannsóknir sýna aö óformleg likamsrækt eins og snjómokstur er mikil heilsubót. Menn ættu því ekki að reyna að komast hjá þessari kvöð, heldur fagna henni. Vísindamenn gera merka uppgötvun á Grænlandi: 3,7 milljarða ára gamalt svif Hér má sjá grænlensku jarðlögin, þar sem danskir vísindamenn fundu ummerki um elsta svif sem fundist hefur til þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.