Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 16
16 tennmg MANUDAGUR 8. FEBRUAR 1999 Af ólíkum tilfinningum Ekki er gott að segja nákvæmlega til um hvenær myndlist miðlar tilfinningum og hvenær ekki og sennilegast er aldrei hægt að útiloka þær með öllu. En ég held ég sé ekki að fara með neitt fleipur þó ég stað- hæfi að sýningar þeirra Gabríelu Friðriks- dóttur í Galleríi Sævars Karls og Guðbjarg- ar Lindar Jónsdóttur í Ásmundarsal fjalli báðar um tilfinningar þó með ólíkum hætti sé. Á annarri eru tilfmningarnar mynd- gerðar með tilflnningalausum hætti en á hinni eru þær ofnar inn í málverkin. Gabríela Á sýningunni „Persónur og tilfinningar" hjá Sævari Karli er bæði að finna málverk og skúlptúra. Samkvæmt sýningarskrá virðist ætlunarverk listakonunnar vera að teikna upp ýmsar tilfmningar og væntir hún þess að áhorfandinn kannist við þær þegar hann sér þær. Og ég játa að sumar þekkti ég strax, á minn hátt að minnsta kosti, um aðrar var ég ekki jafnviss. Verk- in höfða ýmist til vitsmuna eða tilfinninga- sviðs, sumar tilfmningarnar eru þannig Myndlist Áslaug Thorlacius sjálfsprottnar og eðlilegar, beinlínis líkam- legar, aðrar eru tillærðar, byggðar á alda- gamalli reynslu eða fordómum. Ég finn til dæmis fyrir „reiði eða niðurlægingu“ í sófasettinu, „lélegri sjálfsmynd" í einhvers konar sprellikarli og „ótta“ í einu málverk- inu. En þó ég sé nokkuð viss um að tréö með snákinum fjalli um hina alþekktu sekt- arkennd kvenna, samanber Evu og erfða- syndina, upplifi ég tilfinninguna alls ekki við að horfa á verkið. Þetta er skrýtin blanda af frumstæðu táknmáli og einhverju geimaldarmyndmáli eða teiknimyndaskrípói og er yflrbragðið leikfangakennt. Þetta „dót“ er þó lítið aðlað- andi fyrir minn smekk, litirnir æpandi og firrtir og takmörkuð tilfinning í handverk- inu, sérstaklega málverkunum, en þau þykja mér flöt og lítið spennandi. Skúlptúrarnir eru skemmtilegri, það er eitthvað sjarmer- emdi við þá og þótt litirnir séu þeir sömu virka þeir mýkri og jafnvel eilitið lifandi á tréformunum. Allt er þetta nokkuð þversagnarkennt, í senn fráhrindandi og athyglisvert, en það hæfir reyndar innihaldinu vel og gerir sýn- inguna bara meira spennandi. Guðbjörg Lind Sýningin „Áfangar á kyrru hafi“ er af allt öðrum toga. Þar er tilfinningin einmitt djúp í litnum og handbragðinu, jafnframt því að vera undirliggjandi í efninu sjálfu, en lands- Fjallar þetta verk Gabríelu um sektarkennd kvenna? lag höfðar sterkt til tilfinningasviðsins. Guð- björg Lind sýnir 22 olíumálverk af ýmsum stærðum, flest ferköntuð eins og algengast hlýtur að telj- ast en sum dálítið óhefðbundin, með boga- dregnum útlínum. Tvö eru beinlínis skúlptúrar, máluð á plötur á borðfótum. Myndefnið eru eyjar, stakar og í klös- um, friðsælar, í fallegu veðri, en vit- neskjan um vondu veðrin, varnarleysið og einangrunina er þó til staðar. Litaskalinn er blæbrigðaríkur í fátækt sinni og mér fellur vel þetta órökræna í myndunum, til dæmis skekkist haffiöturinn verulega í mörgum myndunum. Ég hef aldrei séð betri verk eftir Guð- björgu Lind, sérstaklega finnst mér stóru myndirnar uppi í Ásmundarsalnum njóta sín vel. Ég kann líka betur við „venju- legu“ eyjarnar en á sumum minni mynd- unum eru þær nær því að vera borðbún- aður, t.d. glas eða smjörhjálmur, en eyja. Það er eins og listakonunni hafi ekki þótt landslagið eitt geta staðið sem hugmynd. Þær má þó ef til vill skoða sem teng- ingu yfir í borðin með disk- unum og kaffikönnunni sem fljóta eða rísa eins og eyjar úr hafinu og bjóða hinum duldu öflum náttúr- unnar að njóta gestrisninn- ar. Það virkar betur, þar er skrefið tekið til fulls. Andinn í sýningunni er friðsæld og hlýja, þrá eftir því ókunna handan sjón- arrandar, hefðbundið kven- legt örlæti og snefill af vest- firskri fomeskju, svo eitt- hvað sé nefnt. Syning Gabríelu Friðriksdóttur í Galleríi Sævars Karls stendur til 19. febrúar og er opin á verslunartíma. Sýning Guðbjargar Lindar Jónsdóttur í Listasafni ASI í Asmundasal stendur til 14. febrúar. Opið er kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Guðbjörg Lind Jónsdóttir: Áfangar á kyrru hafi. Vísindahyggja á villigötum Rit Unnar Karlsdóttur sagnfræðings um mannkynbætur á íslandi snýst um efni sem hefur að mestu verið þagað í hel. Mannkyn- bótastefna er sú hugmynd að bæta megi kyn- stofna manna á vísindalegan hátt, svipað og gert er við búpening. Blómaskeið hennar á íslandi var fremur stutt. Hún kemur hér fram upp úr 1910 en eftir skipu- lega útrýmingarher ferð nasista á gyðing- um í seinni heims- styrjöld átti engin teg- und mannkynbóta- stefnu sér viðreisnar von. Þá var skeið jafnað- arstefnu I Evrópu. Mannkynbótastefnan var hér á landi sem annar- staðar predikuð af mennta- mönnum, á íslandi einkum læknum og heimspekingum. Hún var fyrst og fremst lærð kenning. En í riti sínu um mannkynbætur á íslandi gætir Unnur Karlsdóttir þess aö setja þessa stefnu í samhengi við al- mennt hugarfar í samfélaginu og við ýmsar viðteknar hugmyndir þar. Það gefur rannsókn hennar aukið gildi. Hugsan- lega hefði hún mátt gera það enn rækilegar og vonémdi heldur umræðan áfram. Mannkynbótastefnan var vísindastefna sem átti rætur sínar í kenningum Darwins um þróun tegundanna. Ein rót hennar var ofurtrú aldamótaskeiðsins á vísindum og já- kvæðu afli þeirra. Að auki byggði hún á rótgrónum hugmyndum manna um eðlislægan mismun manna og var einn angi eðlis- hyggju, hugmyndum um að manneðlið" sé allt í arfberum en umhverfið skipti minna máli. Enn fremur tengdist mann- kynbótastefnan óhjákvæmi- lega þjóðemishyggju og það er engin tilviljun að blóma- skeið hennar var á tímum öfgafullrar þjóðemisstefnu millistríðsáranna. í riti Unnar kemur hins vegar fram að mannkynbóta- stefnan er ekki síður af- kvæmi ójafnaðar og stéttaskiptingar, þeirrar fornu og sí- ungu hugmyndar aö menn skiptist í æðri og óæðri af náttúr- unnar hendi. Þetta rit vekur til umhugsunar á margan hátt. I fyrsta lagi hljóta menn að velta því fyrir sér hvort mannkynbótastefnan muni rísa aftur núna þegar sósíalísk viðhorf em á undanhaldi og menn skammast sín ekki lengur fyrir að mismuna. í öðra lagi stingur í augu orðalag eins og „fávitar" og „aumingj- ar“ um þá verst settu. Nú á dögum er hæðst að viðleitni til að útrýma niðrandi orðum úr Bókmenntir Ármann Jakobsson tungumálinu, en mikið fagnaðarefni er þó fyrir samfélagið allt að þroskaheftir skuli ekki lengur kallaðir „aumustu fávitar". í þriðja lagi hlýtur umræða um mannkyn- bótastefnu að skipta máli á öld íslenskrar erfðagreiningar, einræktunaröldinni. Miðað við áframhaldandi þjóðfélagsþróun í þá átt sem nú stefnir hljóta líkur á að mannkyn- bótakröfur komi aftur fram að teljast veru- legar. Rannsókn Unnar Karlsdóttur á mannkyn- bótastefnunni á íslandi er þarft framlag til íslenskrar hugmyndasögu. Unnur hefur unnið verk sitt dável. Rannsókn hennar skiptir máli. Unnur B. Karlsdóttir: Mannkynbætur. Hugmyndir um bætta kyn- stofna hérlendis og erlendis á 19. og 20. öld. Sagnfræöistofnun 8t Háskólaútgáfan 1998. (Sagnfræðirannsóknir 14). Stein fyrir stein Árni B. Helgason gaf út Ljóð 1914-18 fyrir síðustu jól. Af því safni verður ráðið að Árni er vel lesinn í ljóðum Steins Steinarrs og verður oft á að vitna i hann i ljóðum sínum. í síðari hluta bókarinnar, Sjónhverfingum, leikur hann sér að tveimur ljóð- um Steins, Þjóðin og ég og Ham- ingjan og ég, sem hann kallar frammyndir og snýr upp á sinn ljóðmælanda. Örljóðið „Stein fyrir stein“ er úr fyrri hluta bókarinnar: Steini blœóir sagarsárinu stein fyrir stein, Steinn Steinarr! Ritsmíð í Reykjavík gefur bókina út. Kvikmyndalestur Dr. Guðni Elísson og Úlfhildur Dagsdóttir era lesendum DV að góðu kunn fyrir glöggar greinar og umsagnir um kvikmyndir. Á miðvikudagskvöldið hefst í End- urmenntunarstofnun Háskóla ís- lands námskeið í kvikmynda- lestri sem þau sjá um. Farið verö- ur yfir helstu einkenni kvik- myndarinnar, myndmál, frásagn- arfræði, skilgreiningar á kvik- myndagreinum, uppbyggingu handrita, afþreyingarmenningu, kyn og kynímyndir og fleira. Nemendur sjá að minnsta kosti eina kvikmynd á viku sem síðan er greind. Kennt verður á miðvikudags- kvöldum til 31. mars. Skráning er í síma 525 4923. Ferskasta Fresca-liðið! Örlítið hlé hefur orðið á hinu geysivin- sæla leikhússporti sem gekk fyrir fullu húsi í Iðnó í allt haust. í kvöld hefst þar keppni á ný og nú í formi bikarkeppni í leikhússporti í boði Fresca. Því má segja að leikhússport í Iðnó hefji göngu sína nú með örlítið Frescara sniöi. Átta lið munu keppa til úrslita í heföbund- inni útsláttarkeppni um bikarmeistaratitil og munu fyrstu tvö liðin spinna af stað í kvöld og svo koll af kolli annan hvem mánu- dag eins og áður þar til úrslitastundin renn- ur upp milli tveggja bestu spunaliðanna. Liöin sem keppa í kvöld eru Þrjú á palli, skipað Hrefnu Hallgríms, Þrúði Vilhjálms- dóttur og Gunnari Helgasyni, og Tjarnar- kvartettinn, skipaður Lindu Ásgeirsdóttur, Gunnari Hanssyni, Sveini Þóri Geirssyni og Kjartani Guöjónssyni. Heiðursdómari kvöldsins er leynigestur. Húsið verður opn- að kl. 20 og hefst keppni klukkan 20.30. Miða- verö er kr. 1000. Meðan nótt- in líður Á miðvikudag- inn kl. 14.03 byrjar Margrét Helga Jó- hannsdóttir að lesa skáldsögu Fríðu Á. Sigurðar- dóttur, Meðan nóttin líður, á rás 1. Sagan kom út 1990 og segir frá Nínu, ungri konu sem situr við dánarbeð móður sinnar og fer - nauðug viljug - að hugsa um fortíðina, for- eldra sína og annað ættfólk og basl kynslóð- anna í harðbýlu héraði við ysta haf. Nína lif- ir í nútímanum og vill helst ekki hugsa um kjör fólks á fyrri tímum, en þessar sérstöku aðstæður kalla fram hugsanir sem hún ræð- ur illa við. Þessi skáldsaga hefur hlotið óvenjulega mikinn frama. Hún fékk bæði íslensku bók- menntaverðlaunin og Menningarverðlaun DV í bókmenntum árið eftir að hún kom út, og 1992 fékk hún Bókmenntaverðlaun Norð- urlandaráðs. Hún hefúr komið út á öllum Norðurlandamálum og ensku og verið vel tekið. Nýlega kom hún út á þýsku hjá Steidl- forlaginu og hefur fengið afburðagóðar við- tökur. Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.