Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 22
30 MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 Alaskalundar Lundar finnast ekki bara í náiægð við Áma Johnsen. Þeir búa einnig á ■ GuII Is- land í Alaska ásamt ýmsum öðrum fiðurfén- aði. Heima- j síða með myndum af dýralífi eyjunnar er á slóðinni http://www.hhmi.org/alask a/ Hin daglega stærðfræm Stæröfræðiáhugamenn hafa komið upp heimasíðu sem sýn- ir hinum almenna borgara hversu mikið hann beitir stærðfræði daglega án þess að taka sérstaklega eftir því. Slóð síðunnar er http://www.le- amer.org/exhi- bits/dailymath/ Strumparnir Hver man ekki eftir strump- unum, litlu bláu kvikindunum með hvítu húfumar? Þeir áttu fjörutíu ára afmæli á síðasta ári en um það er hægt að lesa nánar á opinberri strumpsíðu krílanna á slóðinni http://www.smurf.com/hom epage.html NASAfrasar Bandaríska geimferðastofn- unin NASA heldur úti vel ? gerðri heimu síðu á slóð- inni http://www. nasa.gov/ þar sem fylgj- ast má með öllum helstu verkefnum stofnunarinnar. Allt er gott í Prag Þeir segja það sem til þekkja að það sé ferlega gaman í borg- inni Prag í Tékklandi. Enginn dómur verður lagður á þaö hér en hins vegar er hægt að fræð- ast um borgina á heimasíðunni http://www.a-zprague.cz/ Ewan McGregor Það em margir hrifnir af leikaran- um Ewan McGregor og þar á meðal er aðdáand- inn sem heldur úti heimasíð- unni Ewanspott- ing. Hana má finna á slóðinni http://www.geocities.com/- ewanmcgregor/ Menninaarborgin Reykjavík Eins og flestir vita veröur Reykjavík ein menningarborga Evrópu á næsta ári. Sérstök heimasíða hefur verið opnuð sem tileinkuð er þeim menn- ingaratburðum sem þar munu fara fram. Slóðin er http://www.reykja- vik2000.com/ Dómstólar ákveða hvað megi og megi ekki birta á Netinu: Tekist á um tjáningarfrelsið - klám leyfilegt en morðhótanir bannaðar 1 síðustu viku vom felldir tveir dómar fyrir bandarískum dómstólum sem vörðuðu Netið og hinn stjómarskrárbundna rétt til tjáningarfrelsis þar í landi. Annar dómurinn féll tjáningarfrels- inu í vil en hinn dómurinn hljóðaði þannig að rétturinn til tjáningarfrelsis væri misnotaður á mjög alvarlegan hátt. Mjög athyglisvert er að skoða þessi tvenn málaferli og velta fyrir sér hverjar afleiðingamar af dómunum gætu orðið. : Natscape: Th» Norernberg fUet .00 Klámið óheft Fyrra máliö gekk út á að samtökin American Ci- vil Liberties Union (ACLU) vildu koma í veg fyrir að lög sem Bandaríkjastjóm setti í haust tækju gildi. Lögin ganga út á að umsjónarmenn heimasíða sem innihalda klámfengið efni verði aö tryggja að böm yngri en 17 ára fái ekki aðgang að kláminu. Til að tryggja að börnin geti ekki nálgast klámið þurfa umsjónarmennimir samkvæmt lögunum að koma upp kostnaðarsömum hugbúnaði og krefjast staðfestingu á að þeir sem vilja nálgast efnið séu nógu gamlir. Oftast er slík staðfesting veitt í kjölfar þess að viðskiptavinurinn gefur upp greiðslukorta- númer sitt. ACLU vefengir ásamt 17 öðrum samtök- um og fyrirtækjum réttmæti þessara laga. Niðurstaða dómstóla var að setja tímabundið lög- bann á klámlögin. Bannið mun standa þar til lög- sókn ACLU, sem lögð hefur verið fram til að ógilda lögin algerlega, verður tekin fyrir í bandarískum réttarsölum. Ekki er enn búið að ákveða hvenær þau réttarhöld fara fram. í úrskurði sínum í málinu lýsti Lowell Reed dóm- ari skilningi sínum á þeirri ætlun löggjafarvaldsins að forða bömum undir 17 ára aldri frá því að kom- ast yfir klámfengið efni sem gætið skaðað þau and- lega. En jafnframt hélt hann því fram að lögin ógn- uðu stjómarskrárbundnum rétti fólks til tjáningar- frelsis. Að hans mati hagnast almenningur frekar á því að dómstóllinn verji rétt fólks til að tjá sig. Hryðjuverk og dráp Hitt málið sem um ræðir var lögsókn samtak- anna Planned Parenthood og fjögurra fóstureyð- ingarlækna á hendur umsjónarmönnum heima- siðunnar The Nuremberg Files. Á þeirri heimasíðu má frnna lista yfir fjölda lækna sem stunda fóstureyðingar. Fyrirsögn list- ans er „Bamaslátrarar“ og era 5.000 dollara laun boðin þeim sem geta veitt einhverjar upplýsingar um fóstureyðingarlækna. Greinilegt þykir að heimasíðan sé nátengd hópi fólks sem myrðir lækna sem framkvæma fóstureyðingar og fremur hryðjuverk á vinnu- stöðum þeirra. Á listanum yfir læknana er strik- að yfir nöfn þeirra sem myrtir hafa verið í að- gerðum slíkra hópa auk þess sem nöfn þeirra sem særst hafa í tilræðum eru auðkennd með gráum lit. Ágæt vísbending um tengsl hryðju- verkahópanna við heimasíðuna er að búið var að strika yfir nafn eins læknanna á listanum örfá- um klukkustundum eftir að hann var skotinn úr launsátri í október á siðasta ári. S ví 4 B*ck Torwtri j* 4* Hom* SCuM* öl 3 g£ í|} THE NUREMBERG FILES Nurcmberg Files Web Site Overviev A CMtttioa of coAMiMd ciar«3 tta>«(hðet ú* USA ú œoftavn ia cofccer* ðonícn oa tkoniocÉm ía lAMpatDa tet odé dayvt my bc hUc © hoM on trúl íbr cnao «c«íMt huwmíty. Why This Must Be Done One óí 0« tnittots oS Oi* Huxcmbírs trtíD oí H«b tíw WWU vw complttt tníorfföoon «nð documewíd tnitoct had hm been colltctol so m*ny vw crúniútJj v«ot or vtw oftly found rvuliyof sodnoi crimej V/« 4o aot v«nt 0*f Mme Ount tthappen vhen Otf 4«y coímhd címjiv abonöMíO vuhOaeucnaKS. Wt «noap&*f the íty vhtn there peopk vil] be chured in PERFECTLV LEOAL COURTS oac« tU riU of tto uukxiS ocgúon Kms tbe vmcn 8>wh«rr of Ckxl-f chfidiea fM ú tvaiy vlg>. /Jyou dwaron wbc* >nr aiv taBáas <Ao*.cLckti» kypttiiMk in tkt Hov You Can Help In oidcx to íiaUtue thtt etton, yon c«n htlp coOect «vlétsc* «c«twc 1) Peoonj vho ptrfonn thorton (doctcm, noms, e*.); Á forsíðu heimasíðunnar The Nuremberg Files drýpur blóð. Margir vilja meina að umsjónarmenn heimasíðunnar séu ábyrgir fyrir alvörublóösúthellingum því þar er að finna nokkurs konar „dauðalista" þar sem skráöir eru læknar sem framkvæma fóstureyðingar. fólks með ákveðnar skoðanir bannað að birta Atta manna kviðdómur komst að þeirri niður- stöðu að efiii heimasíðunnar jafngilti líflátshót- unum og dæmdi hina ákærðu til að greiða rúma sjö milljarða íslenskra króna í sekt. í dómsuppkvaðningunni var m.a. sagt: „Sak- bomingamir hafa einfaldlega gengið of langt; út yfir mörk þess sem hægt er að kalla vemdaðan rétt til tjáningarfrelsis. Þetta eru hryðjuverk sak- bominga gagnvart fólki sem vill ekki hegða sér eins og sakbomingunum er þóknanlegt." Hvað er tjáning- arfrelsi? Hvað þýða þessir tveir dómar? Spyrja má sig að því hvort í þeim kristall- ist ekki í raun hve erfitt sé að skilgreina hver sé nákvæmlega réttur fólks til að tjá sig. Annars veg- ar er gengið út frá að ekki megi skerða rétt þeirra sem birta klám á Netinu til að ná til sem flestra, jafnvel þó að það þýði að böm og ungling- ar eigi auðveldara með að komast yfir efnið. Hins vegar er hópi lista yfir fólk sem það hefur andúð á. Vissulega er nafhbirtingin framkvæmd með vafasömum hætti, en ef banna á allt sem yfirvöld telja vafa- samt er tjáningarfrelsið í verulegri hættu. Hafa ber i huga að hér er ekki um endanlega dóma að ræða. Áfrýjað verður í dómi fóstureyð- ingaandstæöinganna og lögbannið á klámlögin stendur einungis þangað til dæmt verður endan- lega um hvort þau standist stjómarskrá. Fróðlegt verður að fylgjast með því hverjar verða lyktir málanna. -KJA Microsoft í vanda: Með falsað myndband í réttarsalnum Réttarhöldin yfir Microsoft tóku nýja og óvænta stefnu í síðustu viku þegar upp komst að myndband sem verjendur tölvurisans lögðu fyrir dóminn reyndist falsað. Hið fjögurra mínútna myndband átti að sýna að tölva sem keyrir á Windows 98 stýri- kerfi á bágt með að virka á eðlilegan hátt ef búið er að fjarlægja Intemet Explorer-vafrann úr stýrikerfinu. Sækjendur gátu hins vegar sýnt fram á að „tölvan" sem sýnd var á myndbandinu var í raun tvær eða fleiri tölvur, þó svo að lögmenn Microsoft hefðu haldið því fram að bara ein tölva væri á myndbandinu. í vitnastúkunni meðan á þessu stóð var James Allchin, einn for- svarsmanna Microsoft, sem hikstaði og stamaði í leit sinni að útskýringu. Svo illa gekk honum að dómarinn í málinu, Thomas Penfield Jackson, fól andlitið í höndum sér og skammaði vitnið. „Hvemig á ég að geta treyst á myndbandið ef þú getur ekki fullyrt að þarna sé um eina og sömu vélina að ræða?“ spurði dómarinn. Á það var fallist að nýtt myndband yrði tekið upp að viðstöddum emb- ættismönnum sem sæju um að allt færi fram á eðlilegan hátt og einung- is yrði notast við eina tölvu í þetta skiptið. ÖRFRÉTTIR Hringt vegna 2000-vandans Hátt í 50.000 Bandarikjamenn hafa hringt í símaþjónustu sem Bandarikjastjórn kom á koppinn fyrir mánuði. Þjónustan gengur út á að svara spurningum almennings um hvers sé aö vænta um næstu áramót þegar tölvur eiga að hiksta verulega vegna 2000- vandans. Aö sögn þeirra sem sjá um símaþjónustuna er almenningur oft á tíöum geysilega fáfróöur og margir fullir af ranghugmyndum. Greinilegt er aö margir sjá sér leik á borði viö aö hræöa fólk og hafa síöan af því fé í tilefni 2000-vandans. Nokkrir hafa t.d. hringt og spurt hvort brauöristar þeirra muni virka eölilega þann 1. janúar áriö 2000. Talandi vafri fyrir blinda IBM tilkynnti fyrir helgi aö kominn væri á markaö frá fyrirtækinu talandi vafri sem gerir blindum í fyrsta sinn kleift aö feröast um Netiö. Hugbúnaðurinn kallast Home Page Reader og virkar þannig aö hann les upphátt þaö sem skrifaö stendur á heimasíöum. Talvafrinn haföi áður veriö þróaöurfyrirjapanskan markað en nýja útgáfan er á ensku. Búast IBM-menn viö aö þessi hugbúnaður veröi þróaöur fyrir önnur tungumál í framtíöinni. Netverjar spá í hlutabréf Hann John Dick ákvað fyrir skömmu aö setja af staö örlítinn hlutabréfaleik um heimasíöunni, / www.in v6StorsforGC3Si Þar geta netverjar spáö fyrir okaverö Dow Jones hlutabréfavísitölunnar þegar markaöurinn lokar á föstudögum. Þeir sem komast næst tölunni fá 200 dali í verðlaun. Leikurinn hefur reynst geysilega vinsæll og spila hann háttf 25.000 manns vikulega. Meöaltal ágiskaná allra þeirra sem taka þátt hefur komist ótrúlega nálægt endanlegu veröi hlutabréfanna og því sér John fram á aö geta selt fjárfestingarfyrirtækjum upplýsingar um þessi meðaltöl f framtíöinni. Ofurtölva IBM kynnti fyrir helgi nýja ofurtölvu sem fyrirtækið segist ætla aö markaðssetja fyrir stórfyrirtæki sem þurfa á risatölvum aö halda. Aö sögn talsmanna IBM hefur tilkoma Netsins leitt til þess aö fyrirtæki fá inn á borö til sín ótrúlega mikiö magn upplýsinga og því sé nauösynlegt fyrir sum þeirra aö fjárfesta í slíkum ofurtölvum til aö geta unniö úr upplýsingunum. Nýja tölvan, RS/6000 SP, inniheldur P0WER3 örgjörvann, en hann er næsta kynslóð á eftir P0WER2 Super Chip örgjörvanum sem notaöur var í tölvunni Dimmblárri sem sigraöi Kasparov í skákeinvígi um áriö. E»£S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.