Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 25
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999 33 -w* Eftir nokkurra vikna óvissu var það loksins gert opinbert: Plútó er og verður pláneta og engin tilraun verður gerð til að lækka hann í tign. Væntanlega fagnar fjöldi geimáhugamanna þessari tilkynn- ingu innilega. Þótt Plútó hafi ávallt verið svolít- ið utangátta í samfélagi plánetanna í sólkerfi okkar var nýlegum tillög- um frá IAU, alþjóðasamtökum geim- vísindamanna, um að setja hann í flokk með smástimum mótmælt harðlega. Á miðvikudag var svo tilkynnt formlega að sérfræðingar alþjóðasam- takanna myndu ekki „veita Plútó sér- stakt skráningarnúmer í ætt við þau sem smástirni hljóta“, eins og stóð í tilkynningu frá IAU. Að sögn Johann- esar Andersens, formanns samtak- anna, var aldrei ætlunin að lítillækka Plútó en hins vegar hafi margir viljað veita honum ákveðið raðnúmer eins og þau sem gefin eru smærri fyrir- bærum eins og halastjörnum og smá- stirnum á útjaðri sólkerflsins. Nær 10.000 slíkir hlutir hafa fundist og var ætlunin að veita Plútó raðnúm- erið 10.000 sem virðingarvott við hinn nýlátna Clyde Tombaugh. Hann var sá fyrsti sem kom auga á plánetuna. Margir tóku þetta hins vegar nærri sér og töldu að verið væri að lítil- lækka plánetuna. Tölvur forráða- manna IAU fylltust af tölvupóstum sem gagnrýndu fyrirætlanir samtak- anna harðlega. Svo mikill var þrýst- ingurinn að mönnum þótti ekki stætt á leggja út í að „ófrægja" Plútó. Plútó fyllir áfram flokk pláneta og verður það um ókomna tíð og engin hætta á að hann verði skilgreindur sem ómerkilegt smástirni. Rússar í vandræðum: Tókst ekki að lýsa upp jörðina Á fimmtudaginn mistókst Rúss- um til að varpa sólarljósi til hins dimma hluta jarðar með stórum geimspegli. Spegillinn festist við loftnet þegar átti að breiða úr hon- um og skilja varð við hann hang- andi utan í farmskipi. „Á sömu stundu og við ætluðum að breiða úr speglinum byrjaði að breiðast úr loftneti sem var þarna einnig. Það kom síðan í veg fyrir að spegillinn gæti breitt úr sér á eðli- legan hátt,“ sagði Vladimir Solovyov, einn stjórnenda verkefn- isins eftir að lióst var að tilraunin hafði mistekist. Yfirmenn geimferðamála ákváðu síðan á fostudag að reyna ekki að gera tilraun til að leysa spegilinn. Þeir töldu það ekki gerlegt og því mun spegillinn fylgja farmskipinu inn í gufuhvolf jarðar þar sem skip- ið mun brenna upp að mestu áður en leifar þess enda í Kyrrahafinu. Tilraunina átti að gera til að finna út hvort speglar sem þessir gætu lýst upp norðurhluta Rúss- lands eða önnur landsvæði þar sem vetur er langur. Jcifnframt hafa vis- Fuglarnir leyna á sér: Sofa og vaka samtímis Fuglar hafa ekki bara þann ein- stæða hæfileika að geta flogið, sam- kvæmt niðurstöðum rannsóknar sem birt var fyrir helgi. Þeir geta nefnilega líka sofið með annað aug- að opið og helming heilans vakandi. Þessi sérstaka tegund svefns ger- ir fuglum kleift að fylgjast með þvi hvort rándýr séu að nálgast á með- an þeir fá sér lúr. „Fuglar geta tekið meðvitaða ákvörðun um hvort þeir ætla að hafa helming heilans vakandi eða sofa með báðum helmingum heil- ans,“ segir Niles Rattenborg. Hann er einn þeirra sem framkvæmdi rannsóknina sem leiddi þessa sér- stæðu svefhgetu fuglanna í ljós. Rattenborg og félagar hans við Indiana State háskólann telja að þeir hafi fundið fyrstu sannanirnar fyrir því að dýr geti stjórnað svefni og vöku samtímis með mismunandi hlutum heilans. Höfrungar, selir og sækýr geta sofið á svipaðan hátt og fuglar til að geta synt reglulega upp á yfirborðið til að anda. En Rattenborg segir að sérstæða fugla sé að þeir geti stjórn- að þessum svefni að vild, allt eftir Þessi mynd er af speglinum sem til- raun var gerð meö 1993 en hann var svipaðrar gerðar og sá sem reynt var að koma fyrir í síöustu viku. indamenn bent á að spegla sem þessa sé hægt að nota til að lýsa upp staði þar sem stórslys verða. En nú er ljóst að það mun ekki gerast i bráð. Svipuð tilraun hafði verið gerð árið 1993 en sú var mun minni i sniðum og sáust ljósgeislar frá þeim spegli ekki frá jörðu. „Ég læt sem ég sofi en samt mun ég vaka,“ hljomar án efa sem kjánaleg hending í eyrum fugla. Ef þeir myndu ráða væri heldur sungið „Ég sef en samt mun ég vaka.“ En þá brenglast reyndar hrynjandin. því hve mikilli hættu þeir telja sig vera í. Rattenborg telur að rannsóknin geti haft einhverja þýðingu fyrir mannfólkið. Sumar tegundir óreglu- legs svefns, eins og t.d. þegar fólk gengur í svefni, eru taldar orsakast þegar ákveðnir hlutar heilans vakna á meðan aðrir hlutar hans eru enn þá sofandi. „Fyrst fuglar geta þetta þá er vel mögulegt að menn geti þetta á einn veg eða annan," sagði Rattenborg. sendibíla HARTOPPAR Frá| BERGMANN^ og HERKULES > iT; ■ . > « Margir ! v. ^ ■ £g £< verðflokkar Rakarastofa Klapparstíj Sólar / öryggisfilma Sól- og öryggistilma á rúður. Vernd gegn nita/birtu - upplitun og er góð þjófavörn. Litaðar filmur inn á bílrúður, gera bílinn öruggari, þægilegri, glæsilegri og seljanlegri. Dalbrekku 22, Kóp. S. 544 5770 Asetning meö hita - fagmenn ! Vörubílar og Miövlkudaginn 17. febrúar mun veglegt aukablað um vörubíla og vinnuvélar fýlgja DV. Blaöið veröur fjölbreytt og efnismikiö að vanda. Meðal efnis verður fjallað um nýjungar á vörubíla- og vinnuvélamarkaðinum. Framtíðarhorfur í greininni o.fl. vinnuvélar Umsjón efnis: Þórir Traustason í síma 899 9393 Auglýsendur athugið! Síðastl skiladagur auglýslnga fimmtudagurinn 11. febrúar. Umsjón auglýsinga: Gústaf Kristinsson í síma 550 5731, netfang gk@ff.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.