Dagblaðið Vísir - DV - 08.02.1999, Blaðsíða 8
8
MÁNUDAGUR 8. FEBRÚAR 1999
INNKA UPASTOFNUN
REYKJAVIKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Pósthólf 878 -121 Reykjavík
Sími 552 58 00 - Fax 562 26 16 - Netfang: isr@rvk.is
Utbóð
F.h.
Bygginga deildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í málun
í Félagshúsi Þróttar í Laugardal.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með þriðjud. 9. febrúar nk.
gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl. 11.00 fimmtudaginn 18. febrúar 1999 á sama stað.
bgd 08/9
F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í
járnsmíði í félagshúsi Þróttar í Laugardal.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með þriðjud. 9. febrúar nk.
gegn 10.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl. 14.00 fimmtudaginn 18. febrúar 1999 á sama stað.
bgd 09/9
F.h. Orkuveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í tvo hljóðdeyfa
fyrir Nesjavallavirkjun. Um er að ræða efnisútvegun, forsmíði og flutning
á Nesjavelli. Þvermál hljóðdeyfis er um 3,8 m, hæð hans er 4,0 m og
heildarlengd um 9,5 m. Hljóðdeyfar eru að mestu leyti úr Corten stáli.
Stálþungi hljóðdeyfa: 2 x 6200 kg
Verktaki leggur til allt efni til smíðinnar.
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með þriöjudeginum
9. febrúar nk. gegn 15.000 kr. skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl. 14.00 þriðjudaginn 23. febrúar 1999 á sama stað.
ovr 10/9
F.h. Reykjavíkurhafnar og Gatnamálastjórans í Reykjavík er leitað
eftir tilboðum í gatnagerð Vesturgarða og gatnamótin viö
Sundagaröa ásamt ónefndri götu út frá Klettagörðum.
Helstu magntölur eru:
Gröftur: 12.400 m3
Fylling: 6.800 m‘
Klapparlosun: 2.150 m3
Holræsi: 1.620 m
Malbik: 9.400 m3
Útboðsgögn fást á skrifstofu okkar frá og með þriðjudeginum
9. febrúar nk. gegn 10.000 kr skilatryggingu.
Opnun tilboða: kl. 11.00 þriðjudaginn 23. febrúar 1999 á sama stað.
rvh 11/9
Útlönd
Friðarviðræður Serba og Kosovo-Albana:
Fundað þar til
samið verður
Alþjóðasáttasemjarar hófu friðar-
ráðstefnu stríðandi aðila í Kosovo í
gær. Viðræðumar fara fram í Ram-
boulliet-kastala 1 Frakklandi og við
upphaf fundar í gær var dreift drög-
um að samningi til alira fulltrúa.
Fulltrúar Serba og Kosovo-Albana
hittust ekki í gær heldur sátu sér-
fundi með fulltrúum ráðstefnunnar.
Árangur af fundinum í gær var
enginn en viðræður héldu áfram í
gærkvöld. „Þetta verður erfið vika
en fundi verður ekki slitið fyrr en
samningar hafa náðst,“ sagði Phil
Reeker, talsmaður friðaráðstefnunn-
ar, við fréttamenn í gærkvöld. Hann
sagðist gera ráð fyrir að í dag yrði
farið gaumgæfilega yfir samnings-
uppkastið.
Tengslahópurinn, en í honum
sitja fulltrúar Bandaríkjanna, Rúss-
lands, Bretlands, Frakklands, Þýska-
lands og Ítalíu, hefur sett Serbum og
Kosvo-Albönum það skilyrði að þeir
nái samkomulagi á tíu dögum og að
friðarsamkomulagi feli í sér sjálf-
stæði Kosovo-héraðs. Takist það
ekki megi búast við hemaðaríhlut-
un, jafnvel af hálfu herja Nató.
Yfir 1500 manns hafa látið lífið í
Jacques Chirac, forsætisráðherra
Frakklands, setti friöarráöstefnuna.
bardögum í Kosovo á síðastliðnu ári
og hundruð þúsunda hafa þurft að
flýja heimili sín.
Allir fulltrúar tengslahópsins, ut-
an sá rússneski, vilja krefjast þess
að þegar friðarsamningur hefur ver-
ið undirritaður verði herlið Nató
sent til Kosovo til þess að tryggja að
friðarsamkomulagið verði ekki
rofið.
Trommuleikarar tóku þátt í miklum hátíðahöldum á stærsta torgi Taipei-
borgar á Taívan í gær. Atburðurinn í gær er liður í stærri hátíðahöldum en
þann 16. febrúar fagna allir Kínverjar nýju ári sem að þessu sinni verður
kennt við kanínu. Símamynd Reuter
Þrír fyrrum ráðherrar
ákærðir fyrir manndráp
Ámorgun hefjast réttarhöld yfir
Laurent Fabius, fyrrum forsætisráð-
hema Frakklands, og tveimur fyrr-
Fabius, fyrrum forsætisráöherra
Frakka, fer fyrir rétt á morgun.
um heilbrigðisráðherrum, Edmond
Herve og Georgiu Dufoix.
Ráðherramir, sem eru ákærðir
fyrir manndráp, eru taldir bera
ábyrgð á dreifingu eyðnismitaðs
blóðs í Frakklandi. Þeir geta átt yf-
ir höfði sér allt að fimm ára fangelsi
og sex milljóna sekt verði þeir sekir
fundnir.
Ráðherrunum er gefið að sök að
hafa dregið á langinn að skipulögð
skimun blóðs hæfist í Frakklandi. í
mars 1985 hafði verið fundin upp
aðferð til þess að skima blóð en það
var ekki fyrr en í júní sama ár sem
Pasteurstofnunin hóf slíkar
aðgerðir.
Að minnsta kosti 3600 blóðþegar
smituðust af eyðniveirunni á
tímabilinu og þar af eru um þúsund
látnir. Ráðherrarnir þrír bera allir
við sakleysi sínu.
Stuttar fréttir i>v
,Lottómet
íbúi ítalska smábæjarins
Grottaglie datt í lukkupottinn um
helgina þegar hann vann hæsta
lottóvinning í sögu Evrópu. Vinn-
ingsupphæðin nemur um 400
milljónum króna.
Nýr krónprins
Sonur Husseins Jórdaníukon-
ungs og Noor drottningar, Hamza,
var í gær skipað-
ur nýr ríkisarfi
Jórdaníu.
Hamza, sem er
átján ára, var
augasteinn foður
síns. Noor drottn-
ing mun hafa
þrýst á Hussein
að skipa hann ríkisarfa í janúar
en þess í stað var hálfbróðir hans,
Abdullah, skipaður.
Sterkur skjálfti
Jarðskjálfti, sem mældist 7,3 á
Richter, var á Suður-Kyrrahafi í
gærmorgun. Engar fregnir eru af
manntjóni af völdum skjálftans.
Fiskimönnum bjargað
Um þrjú þúsund rússneskum
fiskimönnum var bjargað í gær
eftir að hafa dvalið í óveðri á haf-
ís skammt undan eyjunni Sakhal-
in í Austur-Rússlandi. Fólkið var
við dorgveiði þegar stormur skall
á og komst það hvorki lönd né
strönd.
Gates gefur fé
Tölvurisinn Bill Gates gaf
ásamt konu sinni, Melindu, á dög-
unum rúmlega þrjá milljarða dala
til góðgerðarstofnana sem bera
nafn hans.
Á bak við lás og slá
Fyrrum heimsmeistari í þunga-
vigt, Mike Tyson, var á fostudag
dæmdur í eins
árs fangelsi fyrir
að ráðast á tvo
vélhjólamenn eft-
ir umferðaró-
happ í ágúst.
Sækjandinn i
málinu segir
Tyson vera tif-
andi tímasprengju. Tyson fékk
tveggja ára dóm en kann að verða
dæmdur aftur vegna þess að hann
braut skilorð.
Danir fá Kínamúr
Kínverjar hafa gefið Dönum 15
kílóa stykki úr Kínamúrnum.
Þetta mun í fyrsta sinn sem Kín-
verjar gefa slíka gjöf en ekki hef-
ur verið ákveðið á hvaða safni
steinninn verður geymdur.
Rannsaka vitnisburð
Þingmenn hafa krafist þess að
það verði rannsakað hvort að-
stoðarmaður Clintons, Sydney
Blumenthal, hafi logið þegar
hann bar vitni fyrir öldunga-
deild Bandaríkjaþings. ívitnis-
burði sínum neitaði Blumenthal
að hafa komið af stað sögusögn-
um um að Monica Lewinsky
hefði ofsótt forsetann. Blaða-
maður hefim eiðsvarinn sagt að
aðstoðarmaðurinn hafi haldið
slíku fram.
Páfi fordæmir klónun
Jóhannes Páll páfi, sem legið
hefur í flensu undanfarið, for-
dæmdi klónun
á mönnum í
gærdag. Vegna
veikinda páfa
var ferð hans
til Rómar um
helgina aflýst.
Þess í stað not-
aði páfi tæki-
færið og fordæmdi einnig frum-
varp sem gerði ítölskum konum
kleift aö gangast undir tækni-
frjóvgun með gjafasæði.
Fækka flækingshundum
Yfirvöld í Mexíkóborg hyggjast
skera upp herör gegn flækings-
hundum í borginni en þeir eru
taldir vera hátt á aðra milljón.
Allir hundar verða fjarlægðir af
götunum og líflátnir að tíu dögum
liðnum.