Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 10
10
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
Spurningin
Hvernig líst þér á
sameiningarviðræður
sveitarfélagsins?
(Spurt í Garðinum)
Bjarki Jónasson bifvélavirki: Ég
er frekar andvígur sameiningu og
er ekki viss um að þjónustan aukist
við hana.
Vilborg Einarsdóttir verslunar-
maður: Mér finnst allt í lagi að
kynna sér málið. Ef það er okkur til
góðs þá er ég samþykk sameiningu,
annars ekki.
Matthildur Ingvarsdóttir, ritari á
Heilsugæslustöðinni: Mér líst eng-
an veginn á sameiningu, það er svo
margt sem mælir gegn henni.
Ágúst Bragason handflakari: Mér
finnst við eiga meiri samleið með
Reykjanesbæ heldur en Sandgerði.
Þangað sækjum við þjónustu og
skóla.
Torfi Gunnþórsson handflakari:
Mér líst illa á sameiningu. Það er
óþarfi að vera að afhenda þetta land
sem við eigum hér. Við höfum allt
til alls hér í Garðinum.
Andrés Jónasson, bílstjóri hjá
Flugleiðum: Það er í lagi að sam-
einast Sandgerði en það kemur ekki
til mála með Reykjanesbæ.
Lesendur
Ef hér kemur ríkis-
stjórn R-listans...
Magnús Sigurðsson skrifar:
Samfylkingin rær nú að því
öOum árum að komast undir
pOsfald framsóknarmaddömunn-
ar með það í huga að mynda
næstu ríkisstjóm. Án Framsókn-
arflokksins er Samfylkingin
dæmd tO útOegu næsta kjör-
tímabO, hvað sem síðar verður.
Já, við skulum ekki gleyma því
eina kvöldstimd að R-lista dæm-
ið gæti endurtekið sig í lands-
málunum, ef framsóknarmenn
verða duglegir að kjósa sinn
flokk og gera hann álitlegan fyr-
ir gesti og gangandi, sem eru í
pólitískum sárum þessar vikum-
ar, ýmist utan flokka eða tObún-
ir að skipta um átrúnaðargoð
við ýmiss konar umbrot. Margir
hafa einmitt fundið tO slikra
umbrota nú sem lýsa sér t.d. í
kvíðaköstum vegna óhóflegra
skulda. Þá er oft gott að leita tO
framboðskandídata sem eiga
greiðan aðgang tO skuldbreyt-
inga eða annarra alþekktra trixa
í viðskiptalífinu. Svoleiðis bjarg-
ar oft málum tímabundið. Og
getur um leið breytt hinu póli-
tíska mynstri. - Það munar jú
um hvert atkvæði, ekki satt?
Og formaður Framsóknarflokks-
ins hefur talað. - Hann segir að
miðjan sé best, núverandi stjómar-
flokkar em'jú sú miðja sem dugar.
Últíma hægri er ófær stefna og
vinstri leiðin einnig ófær, ónýt og
gjaldþrota. Því verður Framsókn nú
að leita eftir ómældum stuðningi í
kosningunum svo að hún gæti leitt
næstu ríkisstjóm.
En hvaðan á það fylgi að koma?
Ekki kemur það frá Sjálfstæðis-
flokknum, svo mikið er víst. Og
ekki frá Sverri Hermannssyni held-
ur, og varla frá Vinstri hreyfing-
unni - grænu framboði. Hið aukna
fylgi verður því að koma að mestu
Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðustóli. - Kominn titr-
ingur í marga og reynt er að rýna f skilaboð formannsins, segir m.a. í bréfinu.
frá Samfylkingunni nýju, hún verð-
ur að gefa eftir af sinu óvænta og yf-
irfljótandi fylgi, ef Framsóknar-
flokkurinn á að geta leitt næstu rík-
isstjóm. - Auk allra óákveðinna
sem hafa kosningarétt. Þá er greið
leið fyrir nýtt stjórnarmynstur.
Þetta sagði formaður Framsóknar-
flokksins á hinum opna fundi
flokksins sl. fimmtudagskvöld.
Auðvitað sagði hann þetta ekki
nákvæmlega svona, eða í orðum
talið, en þetta vom skilaboðin á dul-
máli Framsóknar, og vei þeim sem
ekki skilur svona skilaboð. Það á nú
ekki að þurfa að stafa þetta ofan í
fólk, eða hvað?
Það er því kominn titringur 1
marga, og nú reyna menn og fjöl-
miðlar að rýna í skilaboð Halldórs
Ásgrímssonar, formanns Framsókn-
arflokksins og eftirsóttasta leiðtoga-
efnis næstu ríkisstjómar. Af „sum-
um“, vel að merkja.
En komi nú ríkisstjórn með
mynstri R-listans sem er við það að
klúðra úborgarsamfélaginu Reykja-
vík þá ætla ég að margir hyggi á
brottflutning af okkar kæra fóstur-
landi. Ég ætla að verða í þeim hópi.
Það er nefnilega víðar æskilegt að
búa en á íslandi. Sérstaklega þegar
illa árar. Og það mun ára illa undir
R-lista mynstri á landsvisu.
Landsbyggðin:
Vill hagstæðari
Bjöm skrifar:
Manni er nú senn að verða óglatt
af heimtufrekjunni og tilætlunar-
seminni sem farin er að gera vart
við sig í dreifbýlinu gagnvart þeim
sem búa á þéttbýlissvæðunum hér
syðra. Svokallað Svæðisráð á Norð-
urlandi vestra hefur nú skorað á
ríkisstjóm að koma til aðstoðar við
íbúa þarna nyrðra með tafarlausri
lagasetningu.
Beinir skattar og hlunnindi þurfi
að vera uppistaðan, aðallega gagn-
vart fyrirtækjum á svæðinu. Það
einkennilegasta er að þama eiga að-
ilar frá VSÍ og ASÍ ásamt BSRB að-
skatta
ild að og reikna sjáifsagt með að rík-
isstjórnin bregðist við hið fyrsta. -
Verði þetta að veruleika, sem ég ef-
ast svo sem ekki um, eftir því sem
áður hefur gengið fram, skapar
þetta eina allsherjampplausn í efna-
hagsmálum hér og kröfugerðum
sem enginn ræður við lengur.
Varla fara hvalir á „herbalife"
„Þarf einhver vísindi til að sanna að stærri hjörð,
hvalir eða einhverjar aðrar skepnur, borði meira f
réttu hlutfalli við stækkunina?"
Bjöm Guðni Guðjónsson skrifar:
Ég velti því stundum fyrir mér,
hvort ég sé heimskur, jafnvel naut-
heimskur. En þannig var, að ég
skellti mér nýlega stutta stund í há-
deginu á „Hádegisbarinn" á Bylgj-
unni, þar sem fréttamaður spjallaði
við mann frá Náttúrufræðistofnun
Kópavogs um hvalveiðar.
En sjónarhom sumra manna em
líka á stundum æði þröng. Og þegar
siðasta glasið var að tæmast á há-
degisbarnum og fréttamaðurinn
hafði fengið í sig nægan kjark til að
spyrja beinskeyttra spurninga
spurði hann viðmælandann blákalt
hvort hann væri ekki yfir höfuð á
móti hvalveiðum.
Nei, sagði viðmælandinn en ég
vil sjá vísindalega þetta og vísinda-
lega hitt áður en þær verða leyfðar.
Þá kom spumingin um það hvort
mikil fjölgun hvala kæmi ekki nið-
ur á fiskistofnunum. - Nei, það
hafði ekki verið vísindalega sannað,
skildist mér á viðmælandanum.
Það var á þessum timapunkti sem
eitthvað fór að hring-
snúast í kollinum á
mér. Ég var nefnilega
svo heimskur að halda
að eftir því sem hvala-
hjörðin stækkaði þyrfti
hún meira að borða. Og
ekki fara hvalimir á
„herbalife“ þegar þeim
fjölgar, eða hvað? þarf
einhver vlsindi til að
sanna að stærri hjörð,
hvort sem það em hval-
ir eða einhverjar aðrar
skepnur, borði meira í
réttu hlutfalli við
stækkunina? Ég reyndi
af veikum mætti að
hugsa vísindalega og
finna út hvemig stækk-
andi hjörð hvala kæm-
ist hjá því að borða
meira.
Það eina sem mér kom í hug var
að einstaklingamir minnkuðu eftir
því sem hjörðin stækkaði en það
hefur mér gengið erfiðlega að sanna
með vísindalegum rökum. Eftir þes-
ar vangaveltur er ég kominn á þá
skoðun að ég sé jafnvel ekki naut-
heimskur. Sennilega bara kynlegur
kvistur.
DV
Leitar ættingja
sinna hér
Dallas Steinthorsson skrifar:
Ég er einn af afkomendum
þeirra göfugu vesturfara sem héð-
an fóm og settust að í Kanda og
Bandaríkjunum. Ég kom hingað
gagngert til að leita uppmna míns
og ættingja, en hef ekki mikið til
að byggja á, utan hvað faðir
minn, Höskuldur Steinþórsson,
sem var kallaður „Stein“ eða
„Skule“ fyrir vestan, fluttist frá
íslandi til Norður-Dakóta og það-
an til Saskatchewan 18 ára gam-
all. Hann fluttist til Winnipeg árið
1917 og lést þar 13. júní 1975, 88
ára. Ég bý sem stendur á Hótel
Loftleiðum, herb. 407, og verð á ís-
landi til 25. mars nk. Ég yrði
þakklátur þeim sem kynnu að
vita meira um upprana foður
míns, ættingja eða annarra, og
hefðu samband við mig meðan á
dvöl minni stendur.
Alltaf rausnar-
legir, jafnaðar-
menn
Guðlaugur hrtngdi:
Alltaf em þeir rausnarlegir sem
leggja vilja láglaunafólkinu lið. Nú
em það nokrir þingmenn krata
sem ríða á vaðið með rausnarleg-
heitin og leggja fram frumvarp til
laga mn að laim verði ekki undir
88 þúsund krónum! „Við verðum
að snúa af þessari braut, því ann-
ars verður ísland áfram láglauna-
land,“ segir í frumvarpi þessu
samkvæmt fréttum. Þessu dæma-
lausa velferðarfrumvarpi, segi ég
nú bara. Em menn virkilega enn á
þeim buxunum að laun innan við
100 þúsund krónur nægi einhverj-
um lifandi íslendingi? Nei, má ég
biðja mn forsvarsmenn sem hugsa
í hærri tölum en þetta. Beina huga
sínum í upphæðir, þeim mönnum
munum við hafa velþóknun á.
Ekki öðram.
Þjóðvaka-
fylking
Hjörtur skrifar:
Það er alveg dæmalaust að fjöl-
miðlar skuli sífellt kalla nýjasta
stjómmálaaflið Samfylkinguna.
Ég get ekki betur séð en að raun-
heiti á þessu nýja fyrirbæri sé
Þjóðvaki, eða Þjóðvakafylkingin,
þar sem í þessu afli er samankom-
ið það fólk sem flúði, ýmist Fram-
sóknarflokkinn, etns og Ásta R.
Jóhannesdóttir, Alþýðuflokkinn,
eins og Jóhanna Sigurðardóttir,
eða Alþýðubandalagið, eins og
Mörður Ámason. Og eiga öll sam-
eiginlegt að hafa verið í Þjóðvaka.
Þau eiga það sömuleiðis sameig-
inlegt að þau hafa náö ágætis ár-
angri í prófkjörinu og þess vegna
eðlilegt að þau gangi undir heit-
inu Þjóðvakafylkingin. Samfylk-
ing er rangnefni þar sem um
helmingur þingmanna Alþýðu-
bandalagsins ákvað að fylkja sér
ekki meö Alþýðuflokknum.
Söfnunarféð
allt til
Flateyrar
Vestflrðingur hringdi:
Þeir sem gáfú í söfhunina Sam-
hugur í verki, vegna hörmung-
anna á Flateyri, munu ekki allir
verða ýkja gjafmildir bresti nátt-
úruhamfarir á síðar, verði söfnun
sett í gang. Það er raunar með
ólíkindum að úthlutunamefnd of-
angreindrar söfnunar taki það
upp hjá sér að stinga undan rúm-
um 50 milljónum króna og geymi
á banareikningi (hef raunar ekki
lesið um hvar féð er geymt, sé það
geymt einhvers staðar). Ég orða
það svo að „stinga undan“ fénu,
því þetta er ekkert annað en und-
anskot með fjármuni, sem safnað
var í sérstökum tilgangi. Ég hvet
Flateyringa til að krefjast opin-
berlega útborgunar þessara fiár-
muna. Undanbrögð verða ekki
skilin nema á einn veg.