Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoðarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar fjölmiðlunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerð: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverö 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Landvinningar Reykjavíkur Hollendingar hafa reist sinn aðalílugvöll á landi, sem áður var sjávarbotn og Japanir hafa nýlega gert slíkt hið sama. Það er því þekkt aðferð að nota einskismannsland undir flugvöll í þéttbýlum löndum, þar sem hver fer- metri lands er þegar nýttur á annan hátt. Hugmyndin um ílugvöll í Skerjafirði byggist ekki á eins brýnum forsendum og hinar erlendu hliðstæður. Hér er verið að losa um landrými nálægt borgarmiðju til þess að nýta hana betur. íbúðir í Vatnsmýrinni eru til þess fallnar að efla höfuðborgarmiðju í Kvosinni. Margs þarf að gæta á landi og sjó, þegar ráðizt er í framkvæmdir af þessu tagi. Ekki er gott að breyta Skerjafirði í eins konar skipaskurði milli flugbrauta. Gæta þarf hagsmuna þeirra íbúa, sem hafa fyrir augun- um opið svæði Skerjaíjarðar eins og hann er nú. Borgin þarf að svara spurningum um álag á sam- göngumannvirki, til dæmis á Miklubraut, Hringbraut, Snorrabraut og Sóleyjargötu, ef heill Kópavogur á að rísa í Vatnsmýrinni. Verður ríkið lipurt við að kosta mislæg gatnamót og fleiri akreinar á götum sem þessum? Flugvöllur í Skerjafirði er ekki eina hugmyndin, sem snögglega hefur komizt í tízku. Ráðagerðir eru um að vinna land á hafsbotni út af Örfirisey og koma þar fyrir íbúðabyggð. Væri það i fyrsta skipti hér á landi, að nýtt landflæmi er framleitt undir vistarverur fólks. Tvær spurningar hljóta að vakna, þegar hugmyndir um landvinninga á hafi úti eru komnar á þetta stig. Önm ur er, hvort landþrengsli séu orðin hér. Er mikil goðgá, þótt byggja verði með ströndum fram út frá Reykjavík, upp á Kjalarnes og suður með sjó? Þarf Reykjavík að stækka inn í sig? Hver er hug- myndafræðin á bak við þéttingu byggðar? Við vitum, að hún hefur skaðað borgina í mörgum tilvikum í fortíð- inni, svo sem þegar útivistartengsli Laugardals og Elliða- ársdals voru slitin með iðnaðarhverfi í Skeifunni. Er nokkuð við það að athuga, að íbúafjölgun höfuð- borgarsvæðisins verði í auknum mæli í nágrannasveit- arfélögunum í landnámi Ingólfs eða jafnvel í sveitarfélög- um norðan Hvalfj arðarganga og austan Þrengsla? Við bú- um ekki við hollenzk og japönsk landþrengsli. Hin spurningin er, hvort menn hafi gert sér grein fyr- ir, að yfirborð hafs hefur öldum saman verið að hækka á höfuðborgarsvæðinu og að spár um útblástur gróður- húsalofttegunda í heiminum gera ráð fyrir, að haf gangi á land með stórauknum hraða á næstu áratugum. Við alla mannvirkjagerð og einkum við byggingu íbúða á hafi úti er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir, hvað það muni kosta að verja þessi verðmæti gegn eins metra hækkun yfirborðs sjávar, tveggja metra hækkun og enn frekari hækkun, sem er í spilunum. Þetta eru ekki órar, því að ríki heimsins hafa viður- kennt vandann með því að senda umboðsmenn sína á viðamiklar ráðstefnur í Ríó og Tokyo til þess að rita und- ir sáttmála um aðgerðir til að reyna að hamla gegn eða hægja á hækkun hitastigs af mannavöldum. Við skulum því ekki rasa um ráð fram í tilraunum til landvinninga á kostnað hafsins. Við höfum meira rými á landi en Hollendingar og Japanir. Við þurfum að huga að öllum kostnaðarliðum og áhættuþáttum fyrirhugaðra framkvæmda, sérstaklega íbúðabyggða úti í sjó. Flugvöllur í Skerjafirði er nógu stór biti í hálsi, þótt ekki bætist við fjölmenn íbúðabyggð úti á Sundum. Við skulum ekki gleypa meira en við getum kyngt. Jónas Kristjánsson „Fljótsdalsvirkjun fæli í sér meira rask á ósnortinni náttúru landsins en áður hefur þekkst af mannavöldum," segir Birgir m.a. í greininni. - Á hálendinu norðan Vatnajökuls. Tungulipurt sátta- tal - eitilhörð stefna værum við að setja þaö mál allt í uppnám gagnvart þeim aðilum sem menn hafa átt í formlegum og óform- legum viðræðum við. En ef þær umræður sem nú eiga sér stað leiða ekki til neins fer málið að horfa öðru- visi við.“ Þessi yfir- lýsing olli náttúru- unnendum djúpum og sárum vonbrigðum. Með henni gekkst Davið fullkomlega undir stórvirkjana- stefnu Framsóknar- flokksins og meira en það: Halldór og Finn- „Norska stórþingið samþykkti 1984 að yröu fleiri vatnsföll virkjuð þar í landi, yröi byrjaö á þeirri virkjun sem minnst væri umdeild. Stórvirkjana- og stór- iöjuþríeykiö, Davíö, Halldór og Finnur, vilja fara öfugt aö. Þeir ætla aö byrja á þeirri virkjun sem mest er umdeild. “ ur hafa látið svo sem eigið „mat“ Kjallannn Birgir Sigurðsson rithöfundur Fram til 22. janúar síðastliðins tók Dav- ið Oddsson forsætis- ráðherra ekki opin- berlega afstöðu til stórvirkjana á mið- hálendinu. Menn vissu ekki hvernig átti að túlka þessa þögn. Var hún sam- þykki við stórvirkj- ana- og stóriðju- stefnu Framsóknar- flokksins, eða ætlaði Davíð Sjálfstæðis- flokknum aðra og framsýnni stefnu? Þýddi þessi langa þögn kannski að for- sætisráðherra væri andvígur virkjunará- formum Halldórs Ás- grímssonar og Finns Ingólfssonar norðan Vatnajökuls? Vildi hann kannski að Fljótsdalsvirkjun færi í lögformlegt umhverfismat? Eftir hverju var hann að bíða? - Þannig spurðu menn meðan þögnin hélt áfram að lengjast. Þagnargátan En þar kom að Davíð Oddsson lauk upp þagnargátunni sem svo lengi hafði valdið heilabrotum, ekki síst meðal einlægra núttúru- unnenda Sjálfstæðisflokksins. Og þeir, sem aðrir náttúruunnendur, fengu nú rækilega á baukinn því að í viðtali í Degi 22. janúar segir forsætisráðherra: „Mín Eifstaða er sú að ef það skýrist með Fljóts- dalsvirkjun á næstu 1-2 árum sé ekki efni til þess að fara í sérstakt umhverfismat samkvæmt lögun- um. Ef við færum hina leiðina Landsvirkjunar á umhverfísáhrif- um Fljótsdalsvirkjunar gæti orðið grundvöllur lögformlegs umhverf- ismats. En Davíð setur það tæpitungulaust í vald Norsk Hydro, hvort af lögformlegu mati verður eða ekki. Vilji þeir virkja fá þeir það eins og skot, og ekki má styggja þá með tali um um- hverfísmat! Ef þeir hins vegar vilja ekki virkja þá getum við kannski...? Að baki þessu rislitla og skammsýna viðhorfi býr hrá og nakin nytsemishyggja, og lýsir fullkomnu virðingarleysi gagn- vart íslenskri náttúru. Fljótsdals- virkjun fæli í sér meira rask á ósnortinni náttúru landsins en áður hefur þekkst af mannavöld- um. Þá væri Eyjabökkum sökkt undir miðlunarlón, en það væri stærsta atlaga sem gerð hefði ver- ið að lífríki íslands í einni svip- an. Hláleg og marklaus Slík aðför hæfir ekki þeirri sið- menntuðu þjóð sem byggir ísland. Enda hafa öll helstu umhverfis- og útivistarsamtök landsins lýst and- stöðu sinni við hana. Nýleg könn- un sýnir að 2/3 hlutar þjóðarinnar eru andvígir því að Eyjabökkum verði sökkt, þeirra á meðal meiri- hluti sjálfstæðismanna. Daginn eftir að Davíð Oddsson afhjúpaði eitilhörð viðhorf sín til ósnortinnar náttúru miðhálendis- ins ávarpaði hann ráðstefnu Landverndar og brá fyrir sig lipru sáttatali. Þá sagði hann m.a. að „nýtingarmenn og náttúruunn- endur verði að eiga samleið, og hljóti að eiga samleið", og að tryggja eigi „að auðlindirnar verði nýttar í almannaþágu og að sjónarmið um umhverfisvernd séu höfð að leiðarljósi við nýting- una“! í ljósi ofangreindrar yflrlýsing- ar hans í Degi, eru þessi umæli í senn hláleg og marklaus. Norska stórþingið samþykkti 1984 að yrðu fleiri vatnsfóll virkj- uð þar í landi, yrði byijað á þeirri virkjun sem minnst væri umdeild. Stórvirkjana- og stóriðjuþríeykið, Davíð, Halldór og Finnur, vilja fara öfugt að. Þeir ætla að byrja á þeirri virkjun sem mest er um- deild. Birgir Sigurðsson Skoðanir artnarra Lánsfé umfram eftirspurn „(En) um leið og ástæða er til að fagna stórauk- inni samkeppni á fjármálamarkaðnum neytendum til hagsbóta ber að minna á, að til er önnur hlið á þessari samkeppni um að koma lánsfé á framfæri við fólk ... Almenningur hefur ekki kynnzt því fyrr en síðustu ár að framboð á lánsfé sé umfram eftir- spum. Þetta er auðvitað afar jákvæð þróun en hún getur falið í sér ákveðnar hættur, sem líka þarf að vekja athygli á. Þetta er ein þeirra byltinga, sem orð- ið hafa á íslandi á þessum áratug en henni þarf að fylgja stóraukin fræðsla." Úr forystugrein Mbl. 14. febr. Lýöræðisvæðing Svavara „Væntanleg störf Svavars Gestssonar í utanríkis- þjónustu íslands hafa vakið aflnokkra furðu. Það er nefnilega svo að utanrikisþjónustan vinnur við að framkvæma utanríkisstefnu landsins, en Svavar Gestsson hefur afla tíð barist hatrammlega gegn þessari stefnu. Hann hefur áratugum saman verið í fylkingarbrjósti þeirra sem talið hafa að ísland ætti ekki að eiga samstarf við aðrar lýðræðisþjóðir inn utanríkismál og nú er hann verðlaunaður með því að treysta honum til að vera talsmaður íslands á er- lendri grundu ... En ef til vill er einhver allt önnur skýring á ráðningu Svavars en sú að verið sé að verðlauna hann fyrir áratuga Emdstööu við utanrik- isstefnuna. Vera má að Halldór Ásgrímsson sé bara að ráða hEinn til að hæðast að honum. Svavar er vissulega hlægilegur í utanríkisþjónustunni." Úr Vef-Þjóðviljanum 13. febr. Guggan er orðin þýsk „Þess er ekki langt að minnast er einn þingmanna kvað svo að orði að nú reyndi á hvort hann (ráðherr- ann, flokksbróðir þingmannsins) reyndist maður orða sinna. Mun miklu lengra aftur i tímann farið bar við að menn handsöluðu samninga sín á milli. Töluð orð jafngiltu undirskrift. Handtakið var innsiglið. Menn þeirra tima reyndust menn orða sinna ... Tveimur árum seinna rifja menn upp fögru loforðin sem þá voru gefin en sem nú eru brostnar vonir einar. Gugg- an er orðin þýsk. „Það má ekki hengja okkur um aid- ur og ævi fyrir það sem höfum einhvem tíma sagt“ er haft eftir forstjóra Samherja, sem lítur svo á að aðal- málið sé ekki hvað skipin heita og hvar þau landa, hagsmunir félagsins gangi fyrir." Úr forystugrein 6. tbl. Bæjarins besta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.