Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 32
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRUAR 1999 ildór vill í forsaeti „Ég er fyrst og fremst að , óska eftir því við kjósendur lands- ins að Framsókn- arflokkurinn fá það traust í næstu kosning- um að hann hafi 1 afl til að leiða ríkisstjórn." Halldór Ásgrímsson utan- rikisráðherra, í Degi. Óvinir Eggerts „Þeir munu draga hettu yfir höfuð sér, líkt og gerði ein stétt opinberra embættis- manna fyrr á tíð. En engum er verr við að þurfa seinna að leggjast á höggstokkinn en þeim sem veit hvemig öxin bítur.“ Eggert Haukdal, fyrrv. al- þingismaður, um óvildar- menn sína, í DV. Blóðslettur um alla veggi Leiklistargagnrýnendur selja nánast upp slátrarasvuntuna þegar íslensk verk era annars vegar og blóð- slettumar ganga upp um alla veggi.“ Stefán Baldursson þjóðleikhússtjóri, í Morgun- blaðinu. Kröftugasti áhrifavaldurinn „Að halda því fram að yfír- þyrmandi ofbeldi bandarískra kvikmynda hafi litil sem eng- in áhrif á óhörðnuð böra og unglinga jafhgildir afheitun á áhrifavaldi kröftugasta fjöl- miðils veraldarsögunnar." Sigurður A. Magnússon rít- höfundur, í DV. Heimatilbúin vandræði „Því miður er vandi kvóta- f lausra útgerðar- manna heimatil- búinn, með örfá- um heiðarlegum undantekning- um.“ Sævar Gunnars- son, formaður Sjómannasam- bandsins, í DV. Kærir fyrn að kæra ekki „Ef þeir kæra mig ekki þá kæri ég þá fyrir að kæra mig ekki.“ Svavar R. Guðnason út- gerðarmaður, sem veitt hef- ur kvótalaus, í DV. os cosÆiiliii. Indriði M. Albertsson, forstöðumaður Hyrnunnar í Borgamesi: Viðurkenningin mikil hvatning fyrir starfsfólkið DV, Vesturlandi: „Verðlaunin komu mér sannarlega á óvart því ég hélt að það væri önnur tegund af fyrirtækjum sem fengi svona verðlaun. Þetta er mikil hvatning fyrir starfsfólkið sem vinnur hér, því Fmnst það sé metið sem það er að gera,“ seg- ir Indriði M. Albertsson, forstöðumað- ur Hymunnar í Borgamesi, sem var valin fyrirtæki ársins 1998 i Borgar- byggð af atvinnu- málanefnd Borgar- byggðar. Hymuna þekkja velflestir landsmenn sem leið eiga um Borgarnes, hvort sem þeir eru á leið suður, norður, austur eða vestur, því að flestir þeirra stoppa í Hymunni, annaðhvort til að fá sér bensín, kaupa í matinn eða veitingar eða annast bankaviðskipti. Hyman nýtur góðs af þeirri hagsæld sem er í Maður dagsins þjóðfélaginu, nýlega var byggt við hana og aðstaðan stækkuð. Hyman hefúr náð að nýta sér þá breytingu sem Hvalfjarðargöngin hafa haft á Borgames, aukið veltu sína umtalsvert og skilað við- unandi góðum hagnaði á síð- ustu árum. Indriði er ekki ókunnugur rekstri fyrirtækja. Hann var mjólkursamlagsstjóri Mjólkur- samlags Borgfu-ðinga til margra ára, framkvæmdastjóri Engjaáss ehf. í Borgamesi þar til í febrúar í fyrra er hann tók við Hymunni Það má segja að Hyman sé þjónustumiðstöð, hér er ESSO-bens- ínstöð með allri þeirri þjónustu sem því fylgir, veitingahús sem með veitingar í almennri veit- inga- DV-i Verk eftir Gunnar Straumland í Nýlistasafn- inu. sem synir í Svarta sal. Gunnar Stramnland kallar sýn- ingu sína Helgimyndir og eru verkin unnin með olíu og akrýl á striga. Gunnar Myndgátan Helgimyndir í Nýlistasafninu sýna um þessar mundir fjórir mynd- listarmenn, auk þess sem safnsýning er í SÚM-saln- um. Þau sem sýna eru Kristján Steingrímur, sem sýnir í Forsal, Helga Þórs- dóttir, sem sýnir í Gryfj- unni, Gunnar Straumland, sem sýnir í Bjarta sal, og Jón Sæmundur Auðarson Straumland kemur að norð- Em og eftir nám í MHÍ stundaði hann framhalds- nám við Listaskólann AKI í Sýningar Hollandi á árunum 1990-1994. Eitt ár dvaldi hann í Englandi og nam myndlist við háskólann í Newcastle. Þetta er sjöunda einkasýning hans. BVÞoR,- Langær Myndgátan hér að ofan lýsir nafnorði. Anna, Einar og Unn- ur leika í Saln- um f kvöld. Kammertónlist í kvöld kl. 20.30 verða kammer- tónleikar í Salnum, Tónlistarhúsi Kópavogs. Unnur Sveinbjamar- dóttir, víóla, Einar Jóhannesson, klarínett, og Anna Guðný Guð- mundsdóttir, píanó, leika verk eft- ir J. Brahms, R. Schumann, Þor- kel Sigurbjömsson og M. Bruch. Tónleikar 30 ár eru nú liðin síðan Unnur Sveinbjamardóttir og Einar Jó- hannesson luku einleikaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykja- vík. Kennarar Unnar voru Ingvar Jónasson og Björa Ólafsson. Framhaldsnám stundaði hún við The Royal College of Music í London og Nordwestdeutsche Musikakademie í Detmold. Voru kennarar hennar m.a. Bruno Giu- ranna og Tibor Varga. Hún hefur komiö fram á tónlistarhátíðum viða um heim, meðal annars með I Solisti Veneti og fiðluleikaran- um Salvatore Accardo. Unnur hef- ur haldið tónleika á vegum Tón- listarfélagsins í Reykjavík, leikið einleik með Sinfóníuhljómsveit ís- lands og komið fram á kamm- ermúsíkhátíðum á Kirkjubæjar- klaustri og í Hveragerði. sölu. Síðan heldur Hyraan veislur fyr- ir fólk, er með heimsendingarþjón- ustu á mat og rekur öfluga matvöru- verslun og hér er banki. Við höfum ekki tekið það saman hve margir koma í Hyrnuna á hveijum degi en þeir geta skipt þúsundum yfir sumar- tímann sem líta hér inn. Einn góðan fóstudag i fyrrasumar, þegar við vor- um að taka þetta saman, fengum við um eða yfir þrjú þúsund manns þannig að það eru ansi margir sem líta hér inn allt árið.“ Indriði segir erfitt að spá í framtíð Hymunnar: „Það fer mikið eftir því hvemig samfélagið hér þróast. Kaupfé- lagið er að hugsa um að flytja aðal- stöðvar sinar í nágrennið og maður veit ekki hvemig þetta þróast allt sam- an þegar þar að kemur. Við erum samt sem áður mjög bjartsýn á að halda okk- ar hlut hér. Við erum með það góða al- hliða þjónustu hér að fólk getur treyst á að fá þörfum sínum fullnægt og meö- an við reynum að standa okkur þá kemur fólk alltaf hér við. Enginn vafi er á því að tilkoma Hvalfjarðarganga stóreykur ferðamannastraum í Borgar- fjörð og á Snæfellsnesið sem ég tel að verði paradís ferðamannsins og fyrir- tæki eins og Hyman mun njóta góðs af þeirri þróun. Aðaláhugamál Indriða eru starfið, útivera og fjölskyldan. Hann er kvænt- ur Helgu Sveinbjömsdóttur, af- greiðslumanni í blómaverslun í Borg- amesi, og saman eiga þau fjögur böm: Magnús, 22 ára, Sveinbjöm og Margéti Kristínu, 27 ára, og mynd Daníel Helgu, 30 ára. -DVÓ Bridge Bridgefélag Selfoss og Bridgefélag Hafnarfjarðar hafa um áraraðir spilað bæjarkeppni á milli félag- anna einu sinni á hverju ári. í leikj- um félaganna er ávallt hart barist og á hvorugt liðið hefur hallað að ráði í þessum viðureignum. Runólf- ur Jónsson, keppandi í Bridgefélagi Selfoss, sendi þættinum þetta spil úr síðustu bæjarkeppni. Runólfúr sat í vestur og fyrir hálfgerðan mis- skilning lentu a-v í spaðaslemmu. Austur gjafari og a-v á hættu: * D7 4» D54 4 7 * K1098532 4 ÁG64 * K932 * 763 •f G10984 * D N W AKG10 f ÁD62 * G 4 1085 W 982 4 K53 * Á764 Austur Suður Vestur 14 pass 14 4* * 5* 54 6 4 p/h Norður 34 pass Runólfur sagðist hafa sofhað á veröinum þegar suður sagði fimm lauf og talið sig vera að stinga upp á að spila fimm tígla. Austur tók að sjálfsögðu fimm tígla sögnina sem fyrirstöðumeldingu og slemmuá- huga. Norður spilaði út tígli í upp- hafi og Runólfur reyndi að gera sér i hugarlund hvaöa kraftaverkalega gæti skilað þessum samningi heim. Liklegt mátti telja að útspil norðurs væri einspil svo fyrsta verk var að fara upp með tígulásinn. Næst var spaðaásinn lagður niður og fyrsta hugsun Runólfs var sú að fara af stað með spaðagosa til að negla hugsan- lega spaðatíu aðra hjá norðri. Við nánari at- hugun féll Runólfur þó frá þeirri ákvörðun. Norður átti bersýni- lega ekki bæði háspil- in í laufi (sennilega hefði norður spilað út laufi í upphafi) og norður var heldur ekki áfjáður i að taka sjö laufa fóm- ina. Það benti til þess að norður ætti einhverja vöm í 6 spöðum og Runólf- ur ákvað að staðsetja spaðadrottn- ingu hjá norðri. Næst var hjartaás- inn lagður niður, spaða spilað á kóng, hjarta svínað, spaðagosinn tek- inn og síðar var Runólfur nauðbeygð- ur til að leggja niður hjartaásinn. Drottning féfi hlýðin i, laufdrottning hvarf ofan í fjórða hjartað og eini slagur vamarinnar var á tígulkóng- inn. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.