Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 14
MAGENTA 14 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 1 > ) ? Um 35 ár eru síðan farið var að iðka skallabolta norður á Akureyri en sú íþrótt er hvergi iðkuð hér á landi nema þar í bæ. íþróttin fer þannigfram að net eins og notað er í badminton aðskilur tvö þriggja manna lið á litl- um velli og markmiðið er að koma boltanum yfir netið og í gólfið hjá andstæðingunum. Reyndar hefur upp á síðkast- ið komiðfram önnur útgáfa af skallaboltanum sem leyfir að boltinn komi einu sinni við gólfog þá er ekki skilyrði að hann sé skallaður yfir net- ið heldur má einnig sparka honum. Leikinn verður að stunda í litlum sal þar sem veggir afmarka leikvöllinn og má boltinn ekki koma við þá. Skallaboltinn er stundaður í litlum íþróttahúsum á Akureyri og sl. fimmtudagskvöld leit Tilveran inn í eitt þeirra ogfylgdist með harðri keppni. Kapparnir á æfingunni, efri röð f.v.: Kristján Grant, Gunnar Helgason, Ólaf- ur Ásgeirsson, Stefán Stefánsson. Fremri röð f.v.: Þorsteinn Pétursson, Pétur Jónsson. DV-mynd, gk Menn kallast á og skammast Ég er búinn aö vera geysilega lengi í íþróttum en þegar mað- ur hætti að ráða við hörkuna í innanhússfótboltanum tók skalla- boltinn við en það var fyrir um 20 árum hjá mér,“ segir Kristján Grant sem fer jafnan mikinn á skallabolta- æfíngunum. „Þetta er mjög gott til að halda sér við en svo hefur myndast skemmtilegur félagsskapur í kring um þetta, sumir okkar fara t.d. einnig saman á vélsleða, í sund og í golf enda er það félagsskapurinn Kristján Grant, alltaf í bottanum, eða þannig. DV-mynd gk sem skiptir höfúðmáli í þessu öllu saman. Það er reyndar oft tekið vel á á æfingunum og mönnum hleypur oft kapp í kinn. Menn kallast á og skammast eins og gengur en svo er þetta strax úr mönnum. Aðalatriðið er að hafa gaman af þessu, hitta fé- lagana og hreyfa sig svolítið," segir Kristján. -gk Það þarf mikla leikni í þetta - segir Þorsteinn Pétursson Þorsteinn ákveðni. skallar boltann af DV-mynd gk Það þarf mikla leikni í skalla- boltann því þetta er heilmikill vandi. Það hefúr líka sýnt sig að yngri menn sem hafa reynt þetta hafa ekki roð við okkur, þessa eldri, sem höfum stundað þetta um árabil. Galdurinn er ekki síst sá að taka rétt á móti boltanum þegar hann kemur yfír netið þannig að hann falli rétt fyr- ir næsta mann sem sendir hann til baka,“ segir Þorsteinn Pétursson, lög- reglumaður og skallaboltasérfræðing- ur. Þorsteinn segist hafa stundað skailaboltann frá árinu 1970. Þá flutti hann aftur til Akureyrar frá Dalvík og hóf skallaboltaiðkun með félögum úr lögreglunni og úr skátahreyfingunni. „Þetta er geysilega gaman og þetta geta menn stundað alveg fram á gam- alsaldur. Einn sem t.d. kemur oft á æfingar er kominn á áttræðisaldur. Aldurinn háir honum þó ekkert því hann er búinn að læra vel að staðsetja sig og gera sér þetta auðveldara. Ég vona því að ég eigi mörg ár eftir í þessu,“ segir Þórsteinn. -gk „Höfuðpaurinn" Vilhelm Ágústs- son gat því miður ekki tekið þátt í æfingunni. Félags- skapur- inn er góður -segir Ólafur Ásgeirsson Ég er búinn að vera með i skallaboltanum frá upp- hafi eða í xun 35 ár og þetta er alltaf jafn skemmtilegt," seg- ir Ólafúr Ásgeirs- son aðstoðaryfir- lögregluþjónn á Ak- ureyri sem hefúr ein- staka sinnum á þessum árum skallað bolta yfir „Það eru nokkrir hópar hér í bænum sem stunda þetta, t.d. eru lögreglu- menn með hóp, einnig kennarar, skátar og læknar og svo er þessi blandaði hópur sem er hér í kvöld. Þeir sem eru í hópnum auk mín eru Þor- steinn Pétursson, Stefán Stefáns- son, Kristján Grant, Pétur Jónsson, Gunnar Helgason og svo noiuo- paurinn Vilhelm Ágústsson sem er því miður lasinn í kvöld. „Þetta er ákaflega skemmti- legt en fyrst og fremst er fé- lagsskapurinn góður. Menn fá smáhreyfingu út úr þessu en það má ekki vera of mikill hraði því bæði Vilhelm og Kristján eru komnir á sjö- tugsaldurinn og fara þvi ekki eins hratt yfir og áður. -gk Ólafur sýnir hér „rass- bragðið'' sem hann er þekktur fyrir, en hann „drepur" boltann niður með óæðri endanum áður en hann er sendur yfir netið. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.