Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 16
CYAN MAGENTA 16 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 SÖNGVARAR á besta aldri Einsöngvaranám er afar krefjandi og tekur oftast ekki undir fjórum árum að Ijúka því. Ekki eru allir söngnemar nýbúnir að slíta barnsskónum því í söngskólunum er að finna fólk á öllum aldri. Tilveran hitti á dögunum þrjá söngvara sem allir eiga það sammerkt i » ) 5 Svanhildur tilbúin að taka lagið ásamt kennara sínum, Snæbjörgu Snæbjarnardóttur, sem sit- ur við flygilinn. DV-mynd ÞÖK að hafa verið komnir á miðjan aldur þegar þeir hófu söngnámið. Svanhildur Guðmundsdóttir messósópran: Lét gamlan draum rætast Tónlist hefur alltaf skipað ríkan sess í mínu lífi. Þegar ég var ung langaði mig að læra að syngja en ég ýtti því frá mér. Fyrir rúmum fimmtán árum ákvað ég svo að drífa mig en þá var ég heimavinnandi með litla dóttur mína. Það var kjörið tækifæri og ég er fegin að ég lét það ekki renna mér úr greipum," segir Svan- hildur Guðmundsdóttir messósópran en hún lauk einsöngsprófmu á aðeins sjö árum. „Ég hef alltaf verið sísyngjandi og á mínu æskuheimili var mikið hlustað á tónlist. Mamma lék á harmóníumorgel þannig að það má segja að ég hafí fengið tónlistina í arf með móðurmjólkinni. Ég fór hins vegar ekki í söng- námið til þess að slá í gegn. Ég var heldur ekki viss I byrjun um að ég myndi nokkuð klára þetta. Námið reyndist svo mjög skemmtilegt þótt það væri erfiðara en ég hafði ímyndað mér. Tónfræði og hljómfræði voru til dæmis fog sem ég hafði aldrei lært. Svo lærði ég á pí- anó í fyrsta skipti og lauk fjórum stigum þar. Það hvarflaði stundum að mér að gefast upp en þá var Snæbjörg Snæbjamardóttir, kennar- inn minn, alltaf til staðar og hún stappaði í mig stálinu," segir Svanhildur. Einsöngstónleikana hélt Svanhildur fyrir tíu árum. Eftir það var Svanhildur búsett um skeið í Noregi þar sem hún söng með gospelkór. Frá því í haust hefur hún að svo sungið með Söngsveitinni Drangey. „Það er óskaplega gaman í söngsveitinni og nauðsyn- legt að halda röddinni við. Ég hef ekki hug á framhaldsnámi en það er aldrei að vita nema ég fari á námskeið í framtiðinni. Það er aldrei of seint að byrja að læra og það á alls ekki að spyrja fólk hversu gamalt það sé heldur miklu frekar hvað það geti,“ segir Svanhildur Guð- mundsdóttir. -aþ Steinn Erlingsson barítonsöngvari: Söngnámið opnaði mér nýjan heim Það hafði alltaf blundað hjá mér löngun að læra söng. Ég hef sungið frá því ég man eftir mér og vissi alltaf að ég hefði ágæta rödd,“ segir Steinn Erlingsson barítonsöngvari. Það dróst að Steinn hæfi námið enda stundaði hann sjóinn í tæp tuttugu ár. Það var ekki fyrr en hann ákvað að koma f land að hann sá fram á að geta látið drauminn rætast. „Ég hafði verið í Karlakór Keflavíkur og fleiri kórum en þegar ég kom i land árið 1975 fór ég fljótt að kanna möguleika á söng- námi.“ Steinn settist á skólabekk hjá Snæ- björgu Snæbjamardóttur í Tónlistar skóla Garðabæjar og lét það ekki aftra sér að keyra í Garðabæinn úr Keflavík til þess að sækja tímana. „Söngnámið breytti miklu fyrir mig. Ég var algerlega ókunnugur menningunni í kringum sönginn og hafði einung- is sungið fyrir vini og kunn- ingja á góðri stund. Ég var dálítið eingangraður eins og oft vill verða með sjó- menn þannig að söng- námið opnaði mér alger- lega nýjan heim,“ segir Steinn. Eftir söngnámið hér heima tók Steinn sig upp ásamt fjölskyld- unni og hélt til Tuc son í Arizonaríki í Bandarikjunum. „Þetta var fýrst og fremst tæknilegt söngnám og mikið unnið með ýmsa tækni. Mér fannst þetta afskaplega gott nám og ég fór að fmna miklu betur hvers ég er megn- ugur.“ Á tónleikum Siðan þá hefúr Steinn verið afkastamik- ill á söngsviðinu og hefur meðal ann- ars gefið út geisladisk með nokkrum af uppáhaldslögunum sínrnn. Um áramótin kom Steinn fram á tón- leikum í Njarðvík þar sem hann söng með frænda sínum og einum efhilegasta söngvara landsins, Dav- íð Ólafssyni. „Það var stórkostlegt að syngja með Davíð og tónleikam- ir hefðu ekki getað tekist betrn-. Það er vonandi að við frændur getum einhvern tíma endurtekið þetta og svo er aldrei að vita nema maður gefi út annan disk,“ segir barítonsöngvarinn Steinn Er- lingsson að lokum. -aþ Barbara Stanzeit á aðeins áttunda söngstigið eftir: Söngurinn góður fyrir sálina timmtugsaldri og er búinn að vera að síðan. DV-mynd Teitur Mig hafði alltaf langað að læra söng og þegar ég frétti að Sieglinde Kah- mann væri byrjuð að kenna í tónlistar- skólanum í Garðabæ ákvað ég að skella mér. Þar með gat ég slegið tvær flugur í einu höggi; lært að syngja og talað þýsku við hana Sieglinde vinkonu mína,“ segir Barbara Stanzeit sem hóf söngnám þegar börnin hennar sex voru flogin úr hreiðrinu. Söngurinn hefur fýlgt Barböru alla tíð og hún byrjaði að syngja í barnakór á æskuárunum í Þýskalandi. „Skömmu eft- ir að ég fluttist hingað byrjaði ég í Al- þýðukórn- um sem dr. Hall- g r í m u r Helgason stjórnaði. Það var óskap- lega skemmtilegt tímabil og ekki spillti fyrir að ég kynnt- ist manninum mínum í kómum." Barbara segist mæla með því við alla sem hafa gaman af söng að bregða sér í nám. „Það breytir heilmiklu og þótt maður hafi sungið alla tíð þá er svo gaman að gera hlutina markvisst. Það er undirleikari til staðar og maður vinnur eftir ákveðnu prógrammi. Svo er náttúrlega gott fyrir alla söngvara að læra öndun og aðra tækni,“ segir Bar- bara. Fráhvarfseinkenni Tónstigin sem Barbara hefur lokið eru sjö og aðeins það síðasta eftir. Hún þurfti að taka sér hlé frá vinnu í vetur vegna mikilla anna í vinnunni en hún starfar sem veirufræðingur á rannsókn- arstofu Landspítalans í veirufræði. „Ég ætla að klára áttunda stigið, það er bara spuming hvenær. Ég hef verið í fríi í vetur og er þess vegna komin með hálf- gerð fráhvarfseinkenni. Söngurinn er svo góður fyrir sálina og ég losna við alla óþægilega spennu og verð alveg stálslegin eftir góðan söngtima," segir Barbara Stanzeit, sópransöngkona og veirufræðingur. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.