Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 20
24
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999
r
Iþróttir unglinga
\BV
ÍBV eignaðist sína fyrstu íslands-
meistara innanhúss í kvennaflokki
í knattspyrnu er ÍBV vann Val, 3-2,
í úrslitaleik móts-
ins sem fram fór á
laugardag. Það
voru þau tvö félög 1
sem eru með öfl-
ugasta unglinga-
starfið í kvennabolt-
anum, ef marka má
það að þau voru með
lið í öllum þremur
kvennaflokkunum, sem
mættust í úrslitum.
ÍBV vann Breiðablik mjög örugg-
lega, 5-0, í undanúrslitunum en
Valsstúlkur unnu Fjölni, 3-1, þar
sem Rúna Sif Rafnsdóttir, leikmað-
ur þeirra, gerði þrennu.
Breiðablik í þriðja
Breiðablik fékk uppreisn æru
með því að vinna Fjölni, 2-0, í
leiknum um þriðja sætið en þá var
komið að úrslitaleiknum sem var
afar spennandi og skemmtilegur.
ÍBV komst tvisvar yfir í
leiknum en Valur gafst
ekki upp og náði að jafna í
bæði skiptin. Sigurmarkið
gerði Berglind Jóhanns-
dóttir eftir frábæran undir-
búning fyrirliðans, Thelmu
Sigurðardóttir sem gerði enn
fremur fyrsta markið. Mcirk
leiksins átti þó Margrét Lára Við-
arsdóttir sem skoraði með þrumu-
skoti beint úr aukaspyrnu frá
miðju. Bæði mörk Valsara gerði
Signý Heiða Guðnadóttir, það fyrra
með glæsilegum einleik frá eigin
vítateig.
Röð liða varð þessi
1. ÍBV, 2. Valur, 3. Breiðablik, 4.
Fjölnir, 5. Þór, 6. Fylkir, 7. Selfoss,
8. BÍ. -ÓÓJ
5. flokkur kvenna innanhúss:
Bikarinn
til Eyja
- unnu Val, 3-2, í úrslitaleiknum
slandsmeistarar ÍBV í 5. flokki kvenna. Efri röð frá vinstri: íris Sæmundsdóttir þjálfari, Karitas Þórarinsdóttir, Inga
Ósk Guðmundsdóttir, Ingibjörg Guðmundsdóttir, Helena Ósk Magnúsdóttir, Erla Signý Sigurðardóttir, Guðbjörg
Ríkharðsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Anna Fríða Stefánsdóttir, Margrét Lára Viðarsdóttir, Thelma Sigurðardóttir, María
Guðjónsdóttir, Berglind Jóhannsdóttir, Ásta B. Guðnadóttir og Anna Carla Jóhannsdóttir liggur fyrir framan.
Wttvx.'T
Fimleikar einu sinni I viku
Unglingasíðan hitti 3 sigurreifar stúlkur úr 5. flokki ÍBV sem varð íslandsmeistari um
helgma. Þær eru hér á myndinni til vinstri: Margrét Lára Viðarsdóttir (lengst til vinstri),
Thelma Sigurðardóttir fyrirliði í miöju og Berglind Jóhannsdóttir lengst til hægri.
Stelpumar voru aö vinna íslandsmótið innanhúss í fyrsta sinn og skoruðu hver eitt mark
í úrslitaleiknum. Þær sögðu að liðið hefði aldrei náð að spila eins vel inni og þær gera
úti undir berum himni en nú tókst það loksins. Mikill áhugi er á fótbolta meðal
stelpnanna í Vestmannaeyjum og eru um 15 á æfingu eða eiginlega allar stelpur á þessum
aldri þar. Stelpumar æfa stíft og em komnar á fullt I undirbúningi sínum fyrir sumarið
sem hefst með Pæjumótinu í júní. Þegar talið barst að æfmgum kom í ljós að íris
Sæmundsdóttir þjálfari er með þær á fimleikaæfingu einu sinni i viku en auk þess æfa
þær Margrét og Berglind einnig handbolta. Stelpurnar kunna vel við fimleikaæfinguna
sem er hugsuð til að bæta almennan styrk og liðleika. Það er því mikill hugur í þessum
eldhressu Eyjastúlkum sem eflaust eiga eftir að vinna til fleri verðlauna næsta sumar.
Til vinstri Jreiðablik sem varö í 3. sæti.
Efri röð frá vinstri: Magnea þjálfari, Heiðrún
Hafþórsdóttir, Rakel Ólafsdóttir, Hrafnhildur
Aradóttir, Melkorka Helgadóttir, Ásgerður
Baldursdóttir, Bryndís M. Theódórsdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Hlín Ólafsdóttir,
Thelma Dögg Róbertsdóttir, Ragna B. Ein-
arsdóttir, Þóra Sif Friðriksdóttir, Guðrún
Þortseinsdóttir, Ólöf Stefánsdóttir.
Til hægri Valur sem lenti í 2. sæti: Efri röð
frá vinstri: Elísabet þjátfari, Rakel Adolphs-
dóttir, Christa Hiín Lehmann, Signý Helða
Guðnadóttir, Raghildur Ema Amórsdóttir.
Neðri röð frá vinstri: Hildigunnur Jónas-
dóttir, Auður Hanna Guðmundsdóttir,
Helga Harðardóttir, Rúna Sif Rafnsdóttir,
Regína Maria Ámadóttir og Lea Sif Vals-
dóttir. Lilja Svavarsdóttir var veik.
Lærdómsferð borðtennisfólks Víkings
Sex krakkar fóru í keppnisferð til Skotlands um helg-
ina. Þau eru öll í hinu sigursæla borðtennisfélagi Vík-
inga og höfðu dagana á undan ferðinni safnað upp i
ferðakostnað með því að spila maraþon-borðtennis.
Keppt var á Kweilin-leikunum og náðist ágætis ár-
angur. Ferðin var góð og dýrmæt reynsla fyrir
krakkanna og nutu þau góðrar gestrisni Skotanna
þessa helgi.
Óli Páll Geirsson og Matthías Stephensen
náðum bestum árangri íslensku krakk-
anna þegar þeir komust í 8 manna úrslit
en hin 4 duttu út í 16 manna úrslitum.
Vonast borðtennisdeild Víkinga eftir
áframhaldi á þessu góða samstarfi við
Skotana en það er öllum ljóst að keppn-
isferðir sem þessar eru nauðsynlegar
til að efla og bæta krakkana.
Krakkamir eru hér á mynd til
hliðar og þau eru frá vinstri: Tryggvi
Rósmundsson (14 ára), Tryggvi Áki
Pétursson (15 ára), Óli Páll Geirsson (13 ára), Kristín Bjarna-
dóttir (14 ára), Matthías Stephensen (12 ára) og
ir koma þau öll úr Víkingi og hafa verið sigursæl hérlendis
vetur. Þjálfari þeirra er Ólafur Rafnsson.
í