Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 5 Fréttir Hákon Rúnar Jónsson, 22 ára, sem sífellt ógnar fólki meö vopnum og rænir verslanir: Fimmfaldur ræningi talinn vera stofnanamatur - talsmaöur fangelsismálastofnunar segir 11-11 ránið ekki koma á óvart Ungi maðurinn sem var handtekinn eftir að hafa rænt verslun 11-11 við Norðurhrún síðastliðið fóstudagskvöld, Há- kon Rúnar Jónsson, 22 ára, hef- ur áður verið dæmdur fyrir Qögur vopnuð rán. Aðeins rétt vika var liðin frá því að Hákon slapp út úr Hegningarhúsinu þangað til hann framdi Norður- brúnarránið. Hann var þá kom- in á reynslulausn, búinn að ljúka 2/3 hlutum afþlánunar á 3ja ára og 6 mánaða fangelsis- dómi sem var kveðinn upp í nóvember 1996. Erlendur Baldursson, af- brotafræðingur hjá Fangelsis- málastofiiun, segir að vonir manna standi til þess að Há- kon verði nú dæmdur til af- plánunar á heilbrigðisstofh- un, helst á Sogni - það hafi í sjálfu sér ekki komið á óvart að maðurinn hafi farið strax aftur út í að fremja afbrot sé hliðsjón höfð af ungum aldri en löngmn síbrotaferli hans. Hann hefur mjög þurft á geð- læknis- og sálfræðiaðstoð að halda síðastliðin misseri. 17 ára í síbrot Þann 25. október 1993 var Há- kon 17 ára. Hann var þá dæmd- ur í 2ja mánaða fangelsi skil- orðsbundið fyrir þjófnaö og ljársvik. Tæpum tveimur árum síðar, 28. apríl 1995, var hann búinn að fremja tvö vopnuð rán, skjalafals og fleiri auðgun- arbrot. Ránin, sem áttu sér stað I Effeltuminum við Leirubakka og Áskjöri við Ásgarð, þóttu al- varlegust. Hákon hóf í raun af- plánun strax eftir að hann var handtekinn, í febrúar 1995 en var sleppt út á reynslulausn (2/3) í júní 1996. Ekki leið á löngu þangað til Hákon fór að brjóta af sér á ný. Hann framdi ofbeldisbrot í þeim tilgangi að afla sér fjár - vopnuð rán. Rétt um mánuði eftir að Hákon varð laus ógnaði hann afgreiðslustúlku í Bónu- svideói í Þönglabakka 1 með hnífl og neyddi hana til að af- henda sér 45 þúsund krónur úr peningakassa verslunarinnar. Áður en hann hvarf af vett- vangi skar hann símasnúru í sundur. Málið var óupplýst þangaö til Hákon framdi annað rán rúm- um tveimur mánuðum síðar, í versluninni Straumnesi við Vesturberg. Þar ógnaði hann tveimur afgreiðslustúlkum, með hnífl eins og í öllum öðr- um ránum, og neyddi þær til að afhenda sér 140 þúsund krónur. Sverrir Einarsson, héraðs- dómari í Reykjavík, dæmdi Há- kon Rúnar í 3ja ára og 6 mán- aða fangelsi fyrir þessi brot í nóvember 1996. Þá hafði sak- bomingurinn setið inni í 31 dags gæsluvarðhaldi. Árin 1997 og 1998 liðu þannig að Hákon var mest megnis vistaður að Litla-Hrauni. Síðustu mánuð- ina áður en honum var gefinn kostur á reynslulausn var hann vistaður í Hegningarhúsinu vegna tíðra heimsókna hans til ýmissa geðheilbrigðisaðila á höfuðborgarsvæðinu. Eins og fýrr segir leið síðan aðeins um vika þangað til búið var að handtaka hann á ný eftir vopn- að rán við Norðurbrún. Lögreglan hefur m.a. rann- sakað hvort verið geti að Há- kon hafi átt þátt í ráninu í verslunina King Kong fyrir rúmri viku. Samkvæmt upplýs- ingum lögreglu liggur þó ekk- ert fyrir um að hann hafi verið þar að verki. -Ótt Ræningjaferill 15. febrúar 1995 Réðst hettuklæddur og vopnaður hnífi með félaga sínum inn \ Effelturninn í Leirubakka og hótaði pari. Rændi 45 þúsund krónum. 19. febrúar 1995 Ruddist hettuklæddur, vopnaður eldhúshnifi, inn í Áskjör við Ásgarð, réðst að afgreiðslustúlku með ofbeldi og neyddi hana til að afhenda sér 21 þúsund krónur. Sat inni frá febrúar 1995 til júní 1996. DV| 25. júlí 1996 Ógnaði afgreiðslustúlku í Bónusvídeói við Þönglabakka 1 með hnífi. Neyddi hana til að afhenda sér 45 þúsund krónur. Skar símasnúru í sundur. 6. október 1996 Ógnaöi tveimur afgreiöslustúlkum Straumness við Vesturberg með hnífi og neyddi þær til að afhenda sér 140 þúsund krónur. Sat inni frá því í október 1996. Losnaði úr fangelsi 5. febrúar 1999. 12. febrúar 1999 Handtekinn eftir að hafa ráðist vopnaður sveöju inn í verslun 11-11 við Norðurbrún og rændi þaðan um 100 þúsund krónum. m 8 Grand Cherokee Laredo Limited ‘93 m/öllu. Ásett verð: 2.200.000. Tilboðsverð: 1.950.000. Grand Cherokee Limited '94, ek. 52 þús. km. Ásett verð: 2.720.000. Tilboðsverð: 2.490.000. Peugeot 306 4 d., '98, ek. 22 þús. km. Ásett verð: 1.250.000. Tilboðsverð: 1.120.000. Nissan Sunny SLX '92, ek. 103 þús. km. Ásett verð: 650.000. Tilboðsverð: 490.000. Toyota Corolla '92, ek. 98 þús. km, ssk. Ásett verð: 690.000. Tilboðsverð: 600.000. Peugeot 405 dísil '95, ek. 88 þús. km. Ásett verð: 1.100.000. Tilboðsverð: 990.000. Mazda 626 GLX '92, ek. 88 þús. km. Ásett verð: 1.190.000. Tilboðsverð: 890.000. Volvo 740 GL '91, ek. 123 þús. km. Ásettverð: 1.050.000. Tilboðsverð: 890.000. Renault Nevada st. 4x4 '91, ek. 140 þús. km. Ásett verð: 650.000. Tilboðsverð: 450.000. Renault 19 RT km. Ásett verð: Tilboðsverð: 690.000. þús. Nissan Primera '92, ek. 125 þús. km Ásett verð: 870.000. Tilboðsverð: 690.000. Peugeot 405 '91, ek. 157 þús. km. Ásett verð: 590.000. Tilboðsverð: 490.000. Peugeot 405 st. '95, ek. 104 þús. km. Ásett verð: 980.000. Tilboðsverð: 850.000. Ford Fiesta Ghia '96, ek. 34 þús. km. Ásett verð: 1.090.000. Tilboðsverð: 890.000. Chrysler Neon '95, ek. 73 þús. km. Ásett verð: 1.190.000. Tilboðsverð: 900.000. VW Golf '91, ek. 140 þús. km. Ásett verð: 590.000. Tilboðsverð: 400.000. NYBYLAVEGUR 2 • SIMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.