Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 30
34 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 Fréttir __ Dansað til betra lífs: Dansar meðan það tollir uppi - Komið og dansið! eru samtök dansfiklanna og þar er ekki tími til að reykja og drekka Félagar úr Komið og dansið! skemmtu sér og öðrum á Ingólfstorgi í fyrra- sumar í veðurblíðunni. Dansíþróttin er sjaldan nefnd þeg- ar rætt er um aðferðir til heilsubót- ar. En dansinn er inni í myndinni. Samtök sem heita Komið og dansið! eru starfrækt í Reykjavík og fara hægt og hljótt, nema um helgar þeg- ar allt er á fullu í danshúsi samtak- anna, DanshöUinni í DrafnarfeUi 2 í Breiðholtinu. Hér er um að ræða samtök um 200 manna og kvenna, sem hafa áhuga á dansiðkun, en vUja ekki stunda keppnismennsku. „Dansinn er mjög alhliða líkams- hreyfing, ég líki honum oft við sundið," segir Gunnar Þorláksson, deUdarstjóri hjá Félagsmálastofnun Reykjavíkur. Hann er einn þeirra sem stýra samtökunum, sem voru stofnuð 1992 að norskri fyrirmynd. Gunnar segir að þetta séu samtök áhugafólks um almenna dansþátt- töku á íslandi, hvorki meira né minna. Samtökin keyptu gamalt dansskólahúsnæði fyrir 4 árum sem nú er DanshöUin og hentar vel. Þar er fólki boðið að læra létta sveiflu, norskt swing, á tveim dögum. Keppni er bannorð hjá dansáhuga- fólkinu og dansíþróttin stendur utan við íþróttahringiðuna. Gunnar segir þó að með þessu sé ekkert ver- ið að fordæma danskeppni, sem sé ágæt fyrir þá sem slíka keppni vUja. Enginn rukkaður um bindindi Gunnar segir að markmiðið sé að allir geti dansað án þess að það kosti mikið fé. Starfi norskra sam- taka kynntust Gunnar og kona hans, Kolbrún, 1991. Komið og dans- ið! varð til og síðan hefur allt geng- ið rólega en örugglega. Fólkið sem kemur er mest á aldrinum 30 til 60 ára. DanshöUin er ekki í neinni samkeppni við danskennara en Gunnar segir að i upphafi hafi þeir Danspar f Danshöllinni. verið nokkuð uggandi um sinn hag, en í ljós hafi komið að dansskólarn- ir fá ókeypis markaðssetningu í gegnum DanshöUina, þaðan koma margir tU þeirra að læra meira. Dansáhugamenn eru eins og íþróttamennimir, þeir dansa meðan þeir toUa uppi. Áfengi er ekki haft um hönd og menn reykja ekki i danssalnum. „Það er enginn rukk- aður um bindindi i þessu sambandi. En ég get sagt það fyrir mig, og hef nú starfað í bindindishreyfingunni í 35 eða 40 ár, að hvergi hef ég lagt lið virkara fyrirbyggjandi starfi, án þess að nokkru sinni sé rætt um áfengi eða afleiðingar þess. Fólk sem er að dansa drekkur ekki á meðan,“ sagði Gunnar. Dans án drykkju í menntaskólana Komið og dansið! fékk nýlega 500 þúsund króna úthlutun úr forvarna- sjóði heUbrigðisráðuneytisins, en sjóðurinn styrkir starf sem miðar að því að draga úr neyslu áfengis og annarra vimuefna. Féð er meðal annars notað tU að halda vönduð, vimulaus böU í menntaskólum landsins undir yfirskriftinni Drykk- ur er nauðsyn - áfengi er óþarft og hefur það starf gengið vel að sögn Gunnars. „Dansinn hefur afskaplega mikið félagslegt gUdi. Hjá okkur í Dans- höUinni blandast fólk í dansinum, því dansleiðbeiningarnar eru þannig að skipti verða stöðugt á dansfélögum. Menn sitja ekki uppi með sama dansfélaga nema stutt í einu. Með þessu móti gefst einstakl- ingum kostur á að koma og dansa með án þess að hafa dansfélaga með sér,“ sagði Gunnar. Mest starf er um helgar en mikið að aukast í vetur að fyrirtæki, starfsmannafélög og hópar hafa ósk- að eftir prívatnámskeiðum, kannski fólk að æfa sig fyrir árshátíðardans- inn á tveim kvöldum. „Það er ótrúlegur fjöldi fólks sem er kominn tU vits og ára sem lítið hefur gert í dansmálum. En svo þeg- ar fólk kemur, þá verður það alveg spinnegal og hefur gaman af dansin- um, því finnst gaman," sagði Gunn- ar. -JBP Heilsuátakið Leið til betra lífs: Líf og fjör í sundlaugunum DV-myndir Hari unarfræðingarnir of háan blóðþrýsting hjá aUs 63. Kom þessi fjöldi nokkuð á óvart en allir fengu góða leiðsögn hjúkrunarfræðinganna um hvernig viðkomandi gæti lækkað þrýstinginn eða hvort ástæða væri tU að leita tU læknis. Að auki kynntu samstarfsað- Uar átaksins vörur sínar og Tígri í Krakkaklúbbi DV heUs- aði upp á gesti. Veðrið var mjög fjölbreytt og skiptust á skin og skúrir. Ekki spiUti það þó góðum degi og var ekki annað að sjá en aUir skemnitu sér konunglega. Fjöldinn aUur af fólki var í sundlaugunum og á öflum aldri. Tígri í Krakkaklúbbi DV heilsaði upp á gesti í Laugardalslauginni. Börnin fögnuðu honum að vonum vel. „Heilsuátakið Leið tU betra lífs sem DV, Bylgj- an og íþróttir fyrir aUa standa að hóf göngu sína í byrjun mánaðarins og stendur út febrúarmán- uð. Áskrifendum DV var sent stimpilkort þar sem þátttakendur a eiga að reyna að ná tíu 0 stimplum og fá, þegar því er náð, óvæntan glaðning og nöfn þeirra fara einnig í heilsupottinn þar sem veglegir vinningar verða dregnir út. Öðrum en áskrif- endum DV gefst kostur á að nálgast kortið á öU- um sundstöðum landsins og hjá líkamsræktar- Leto.'k vnnlnr stöðvum sem eru samstarfsaðUar átaksins. í tUefni átaksins var landsmönnum boðið í sund í Laugardalslaugina síðastliðinn laugardag. Hjúkrunarfræðingar voru á staðnum og buðu gestum að mæla blóð- þrýsting þeirra. Það voru þrír hjúkrunar- fræðingar sem sáu um mælinguna og á íjór- um klukkustundum mældu þær aUs 219 sundlaugargesti. Af þeim skilgreindu hjúkr- Tll hamingju með afmælið 16. febrúar 90 ára Edda S. Geirdal, Miðvangi 41, Hafnarfirði. 80 ára Svava Sigurðardóttir, Norðurgötu 20, Sandgerði. 75 ára Bæring Gunnar Jónsson, Miðtúni 10, ísafirði. Hrefna Magnúsdóttir, Rauðalæk 23, Reykjavík. Þórhalla Jónasdóttir, Sólbakka, Bakkafirði. 70 ára Guðlaugur Tómasson, Vatnsholti la, Keflavik. Guðmundur H. Guðmundsson. Holtsgötu 19, Hafnarfirði. 60 ára Sigvaldi Freiðgeirsson, Amartanga 17, Mosfellsbæ. 50 ára Ámi Eyvindsson, Hegranesi 11, Garðabæ. Ásdfs B. Pétursdóttir, FrostaskjóU 23, Reykjavík. Bjargmundur Björgvinsson, Spóahólum 18, Reykjavik. Liney Björgvinsdóttir, Sogavegi 208, Reykjavík, tekur á móti vinum og ættingjum í Félagsheimilinu Gullsmára, Gull- smára 13, Kópavogi, laugar- daginn 20. febrúar kl. 15. Magnús H. Valgeirsson, Furugrund 72, Kópavogi. Valgarð Valgarðsson, RaftahUð 22, Sauðárkróki. Þorbjörg Birgisdóttir, Bárugötu 37, Reykjavík. Þráinn Sigurbjamarson, Hraunbæ 84, Reykjavík. 40 ára Auður Jónsdóttir, IðufeUi 8, Reykjavík. Ámi Zophoníasson, Daltúni 5, —... Allir gJUMFERÐAR \ -

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.