Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 * 15 lífi 00 sál Samkvæmisdansar eru Þau eru glæsileg, dansparið Bryndís María Björns- dóttir og Ásgrímur Geir Logason. DV-mynd Teitur D&yis&ð „Það geta allir lært að dansa en það er auðvitað misjafnt hversu vel þetta liggur fyrir fólki. Ég hef aldrei fengiö nem- anda sem hefur verið vonlaus. Sumir eru náttúi-lega fæddir dansarar á meðan aðrir þurfa að hafa meira fyrir þessu. Það er ekkert öðruvísi með dans en aðr- ar íþróttir, það eru alltaf ein- hverjir sem ná langt. Ég held að flestir krakkar sem koma í dans- inn geri það ánægjunnar vegna og hafi ekkert endilega hug á keppnisdansi. Það er skemmti- legur félagsskapur í kringum þetta og foreldramir taka flestir virkan þátt og styðja við bakið á sinum krökkum. Aö því leyti getur dansinn veriö mjög fjöl- skylduvænt áhugamál," segir Kara Amgrímsdóttir danskenn- arL Kara hefur rekið dansskóla í tíu ár og hefur því kennt fjölda bama og unglinga. Hún segir engan vafa leika á að dansnám sé bæði bömum og unglingum holl og góð undirstaða undir líf- iö. Dansinn sé til þess fallinn að hjálpa fólki að vinna bug á feimni. Krakkar verði sjálfstæð- ari og opnari í samskiptum við annað fólk. „Það em margir feimnir þeg- ar þeir stíga fyrstu sporin í dansi en það rennur fljótt af flestum. Mér finnst mikilsvert að krakkamir læra að umgang- ast hitt kynið af virðingu og það sem er kannski ekki síður gott er að þau læra ákveðna snert- ingu og nálægð. Ég held að allir danskennarar séu sammála um aö dansinn hefur mikið uppeld- islegt gildi. Við lítum stundum á dansnámið sem ákveðið skref í forvarnastarfi gegn áfengi. Krakkamir fá útrás í dansinum og læra að skemmta sér á heil- brigðan hátt. Strákar ættu ekki síður að athuga þetta því það er alveg klárt mál að karlmenn sem kunna að dansa em alltaf vinsælir hjá kvenfólki," segir Kara. vinsælt áhugamál hjá mörgum krökkum. Æ oftar berast líka fréttir af góðu gengi íslenskra ung- menna í alþjóðlegum danskeppnum. Það er mikið umstang í kringum dansinn og þurfa foreldr- ar að styðja vel við bakið á sínum krökkum. Til- veran fór á dansæf- ingu á dögunum. Bergþóra greiðir Bryndísi Maríu áður en dans- tíminn hefst. DV-mynd Teitur Bergþóra M. Bergþórsdóttir: Jákvætt að eyða tíma með börnunum Dansinn hefur verið aðaláhugamál fjölskyldunnar í átta ár. Þá byrjuðum við hjónin ásamt tveimur bama okkar að læra dans. Sonurinn er hættur en Bryndís María, sem nú er 11 ára, byrjaði að keppa þegar hún var sex ára. Það er nauðsynlegt að foreldramir hafi áhuga og styðji vel við bákið á bömunum, ekki sist ef þau eru komin í keppnislið," sagði Bergþóra M. Bergþórs- dóttir þegar blaðamaður hitti hana og dóttur henn- ar, Bryndísi Maríu, að lokinni dansæfmgu á dögim- um. Bergþóra segir heilmikið umstang í kringum dansinn en það sé um að gera að hafa gaman af þessu. „Kjólamir era til dæmis dýrir og ég lærði af reynslunni að sauma þá sjáif. Hinar mömmumar gáfu mér góð ráð og nú sauma ég alla kjóla á Bryn- dísi Maríu. Svo erum við stöðugt með fjáröflun í gangi. Við erum stundum með bás í Kolaportinu og seljum tertur, klósettpappír og margt fleira til þess að hafa upp í kostnaðinn við keppnisferðimar." Góður félagsskapur Bömin hennar Bergþóra hafa einnig stundað aðrar íþróttir en hún segir vinnvma í kringum það litla í samanburði við dansinn. Þau hjónin hafa fylgt Bryndísi Maríu tvisvar utan til keppni og fram undan er páskaferð til Blackpool þar sem óopinbert heimsmeistaramót bama og unglinga fer fram. „Keppnisferðimar kosta mikinn undirbúning og fjármuni en krakkamir hafa óskaplega gaman af þessu þannig að okkm- finnst þetta vel þess virði. Bryndís María er mjög áhugasöm og ég man ekki eftir henni öðmvísi en dansandi. Félagsskapurinn er lika góður og við þekkjum orðið flesta hina for- eldrana. Ég tel það líka jákvætt að eyða tíma með bömum sinum og taka þátt í áhugamálum þeirra. Auk þess er dansinn holl og góð íþrótt tyrir alla,“ segir Bergþóra M. Bergþórsdóttir. -aþ „Það geta ailir það er misjafnt liggur fyrir fólkl,“ segir grímsdóttlr danskennari. Kara Amgrímsdóttir danskennari: IVIargir feimnir þegar þeir stíga fýrstu sporin Gerður Kristjánsdóttir og Hilmir Jensson: Sameiginlegt áhugamál allrar fjölskyldunnar - þótt Hilmir sá sá eini sem er í dansi Eg hef alltaf haft áhuga á dansi og þess vegna var ekki nema sjálfsagt að hvetja Hilmi þegar hann byrjaði að læra dans,“ sagði Gerður Krist- jánsdóttir þegar blaðamaður hitti hana og son hennar, Hilmi Jensson, á dögunum. Hilmir byijaði sjö ára í dansinum og hóf að keppa tíu ára gamall. Hann er einnig að læra á selló og steihir á að ná langt í báðum greinum. „Ég get ekki gert upp á milli hvort mér finnst skemmtilegra, að dansa eða spila, þannig að trú- lega held ég bara áfram að stunda hvort tveggja. Maður verður bara að vera duglegur að skipu- leggja tímann vel,“ segir Hilmir. „Það er svolítið merkilegt en það er eins og all- flestum krökkum í dansi gangi líka vel í skóla. Krakkamir læra í þessu eins og öðrum íþróttum að temja sér sjálfsaga og leggja sig fram við að ná settu marki," segir Gerður. Fjáröflunin tekur mestan tíma að sögn Gerðar enda keppnisferðimar dýrar. Hilmir fór fimm sinniun utan í fyrra og að minnsta kosti eitt for- eldri þarf að fylgja hverju pari. „Krakkamir hafa sjálf verið í dósasöfnun. Við höfum verið í Kola- portinu og svo fá vinir og kunningjar að fmna fyrir annami sölumennsku í sambandi við þetta,“ segir Gerður. Hilmir setur stefhuna hátt í dansinum og var nýlega valinn í hóp sem hefúr það að markmiði að undirbúa sýningu á samkvæmisdönsum á Ólympíuleikunum. Fyrirhugað er að samkvæm- isdansar verði keppnisgrein á leikunum árið 2008. „Það er frábært að hafa verið valinn í þenn- an hóp og auðvitað hvatning að halda áfram. Samt er ómögulegt fyrir mig að segja hvort ég verð enn þá í dansinum eftir níu ár,“ segir Hilm- ir Jensson. -aþ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.