Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 36
FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö i DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 V-Landeyjahreppur: Alvarlegar at- hugasemdir Skýrsla endurskoðanda um fjár- reiður V-Landeyjahrepps undir stjóm * Eggerts Haukdal, fyrrverandi oddvita, verður lögð fram á lokuðum hrepps- nefndarfundi annað kvöld. Skýrslunn- ar er beðið með eftirvæntingu, ekki síst eftir yfirlýsingar Eggerts Hauk- dals sjálfs í DV í gær sem vakið hafa mikla athygli. í DV í gær lýsti Eggert því yfir að hann hefði gert mistök í fjármála- stjóminni sem væri að rekja til aðstoðar við til- tekinn fyrrver- andi bónda í hreppnum í formi Eggert Haukdal. ábyrgða á lána- y skuldbindingum bóndans. Þær ábyrgðir hefðu að lokum lent á sér sjálfum og hefði hann nú endurgreitt hreppnum 4,5 milljónir króna. Samkvæmt heimildum DV em þessar ábyrgðir þó ekki það eina sem gerðar eru athugasemdir við í endur- skoðunarskýrslunni sem kynnt verð- ur hreppsbúum annað kvöld. Alvar- legar athugasemdir em gerðar við fjármálastjórn hreppsins og vörslu fjármuna hans. Þá eru ýmsar bók- haldsfærslur gagnrýndar sem og það * að fyrrverandi oddviti hafi ekki leitað samþykkis hreppsnefndar fyrir ýms- um aðgerðum í nafni sveitarfélagsins. Hluti athugasemdanna lýtur að rekstri félagsheimilisins Njálsbúðar og uppgjörs virðisaukaskatts bæði í sambandi við rekstur og við viðhald á fasteignum. Þá eru gerðar athuga- semdir við meðferð greiðslna úr Jöfh- unarsjóði sveitarfélaga.___-SÁ Bíll var þvingaður út af vegl í mið- borg Reykjavíkur á ellefta tímanum í gærkvöld. Þar endaði ökuferðin á Ijósastaur en sá sem þvingaði bílinn út af stakk af. Kalla þurfti til starfs- mann frá Rafmagnsveitunni til að aftengja Ijósastaurinn svo ekki hlyt- ist slys af. DV-mynd HH MATTI EKKI RÆSA SÝSLA? Reykjavík: Vilhjálmur á listanum Stjórn fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík hefur lagt grunninn að framboðslista flokksins fyrir kosningarnar til Alþingis í vor skv. heimildum DV. Þó á endanlega eftir að ganga frá framboðslistanum en gert er ráð fyrir því að allir núver- andi þingmenn flokksins verði áfram í efstu sætum listans að undanskild- um Friðriki Sophussyni sem hefur látið af þingmennsku. Friðrik skipaði annað sæti listans og munu þing- menn, sem sátu fyrir neðan hann á listanum, færast upp um eitt sæti þó enn sé óvitað hvort Geir H. Haarde eða Bjöm Bjamason skipi annað sæti listans. Sömu heimildir DV herma að í áttunda sæti listans verði Vilhjálm- ur Þ. Vilhjálmsson, borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitar- félaga, og á eftir honum Katrín Fjeld- sted sem settist nú á þing sem fyrsti varaþingmaður flokksins í Reykjavík. Þá er gert ráð fyrir þvi að Ari Edwald verði í því tíunda. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur 8 þingmenn í Reykjavík i dag. -SÁ Kj ördæmamálið: Atkvæða- greiðsla í dag Valgerður Sverr- isdóttir alþingis- maöur. I dag fer fram atkvæðagreiðsla eftir aðra umræðu um kjördæmamálið og breytta kjördæmaskipan. Valgerður Sverrisdóttir, alþingismaður og for- maður nefndar forsætisráðherra um breytta kjör- dæmaskipan, sagðist í gær reikna með því að málinu verði síðan vísað til nefndar mllli annarrar og þriðju umræðu, ekki síst vegna þess að beðið væri eftir niður- stöðum hliðamefndarinnar sem for- sætisráðherra skipaði til að fjalla um byggðamál. Hún kvaðst búast við að lokaafgreiðsla málsins yrði á ein- hverjum af síðustu dögum þingsins. Aðspurð um líkur á því að sú kjör- dæmaskipan sem gert er ráð fyrir í frumvarpinu verði að lokum önnur, t.d. í ljósi andstöðu borgarstjómar Reykjavikur gegn því að skipta Reykjavík í tvö kjördæmi og hug- myndum um að allt Norðurland verði eitt kjördæmi sagði Válgerður: Það hefur margt komið fram sem ýmsir telja óæskilegt í sjálfu sér. Það er því miður ekki algjör samstaða um þessar breytingar. Málið er hins vegar kom- ið það langt að ég tel ekki líklegt að tekið verði tillit til sjónarmiða af þessu tagi.“ -SÁ Svavar R. Guðnason, útgerðarmaður í Patreksfirði, klár í slaginn á bryggjunni á Patreksfirði í morgun. DV-mynd ÞÖK Vatneyrin komin aö landi á Patreksfirði: Selur sjálfum sér aflann DV, Patreksfirði: Um áttaleytið í morgun sigldi Vatneyrin BA 238 inn i höfnina á Patreksfirði með 35 tonn af þorski sem er veiddur utan kvóta. Við höfnina var frekar rólegt en dular- fullir bilar voru á sveimi þar um. Enginn veit hver situr í bílunum - hvort þeir eru frá Fiskistofú eða rík- islögreglustjóra. Svavar R. Guöna- son, útgerðarmaður bátsins, beið komu bátsins á bryggjunni í morg- un en hann hefur staðið í baráttu við yfirvöld og kerfið vegna þess aö þau hafa ákveðið að gera aflann upptækan. Hefur Svavar ákveðiö að selja fiskvinnslu sinni aflann á eina krónu kílóið í staðinn fyrir 130 krónur. Þannig að ríkið fær þá 75.000 krónur fyrir allt fiskiríið en ekki 4-5 milljónir eins og það ætti að fá. Það var svo um hálfníueytiö sem skipið lagðist að bryggju en skipstjórinn ætlaði ekki að þora alla leið inn þannig að útgerðarmaður- inn beitti hann hörðu til að hann kæmi alla leið inn að vigtinni. Yfir- valdið sýndi sig ekki enda vaknar sýslumaðurinn ekki fyrr en á há- degi, segir útgerðarmaðurinn. Fjöldi var á bryggjunni til að fylgj- ast með uppreisn Svavars gegn kerf- inu og stemningin var eins og á þjóðhátíð. Svavar segir að slíkur fiöldi hefði ekki einu sinni safnast saman þótt tveir nýir frystitogarar fyrir hundruð milljóna króna væru að koma í plássið. Það er ljóst að Svavar skammast sín ekki fyrir það sem hann er að gera. -EIR Unnið eftir kjaftasögum Björn Kristjánsson, skipstjóri á Vatneyri BA 238 og fyrrum starfs- maður Fiskistofu, hefur sent Fiski- stofu skeyti þar sem hann gagnrýnir veiðileyfissviptinguna og segir að ekki hafi verið rétt að málum staðið. „Þeir hafa ekki farið í neina eftirlits- ferð og vita því ekki hve mikinn afla við höfum um borð. Þar af leiðandi hafa þeir ekki fengið neina staðfest- ingu á því hvort við höfum veitt eitt- hvað yfirhöfuð. Vatneyri hefur leyfi til að veiða rúmlega tvö tonn og þeir hafa engar upplýsingar um hvort við höfum veitt umfram það. Fiskistofa er að vinna eftir kjaftasögum," sagði Bjöm Krisfiánsson skipstjóri í sam- tali við DV og ítrekar að Fiskistofú- menn fari ekki að lögum. -rt Veðrið á morgun: Dregur úr frosti Á morgun verður suðaustan- stinningskaldi og fer að snjóa suðvestan- og vestanlands um og fyrir hádegi. Annars staðar verð- ur vindur hægari og úrkomu- laust að mestu. Dregur úr frosti á morgun en enn er þó spáð tals- verðum gaddi norðan- og norð- austanlands. Veðrið í dag er á bls. 37.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.