Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1999, Blaðsíða 28
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. FEBRÚAR 1999 Sviðsljós______________________________________ Elaine Paige: Madonna stelur hlut- verkunum mínum Söngleikastjarnan Elaine Paige er brjáluð út í Madonnu. „Hún stal Evitu og hún heldur áfram að stela hlutverkunum mínum,“ segir Elaine. Fyrir tæpum fjórum árum hafði Madonna betur í viðureigninni við Elaine um hvor þeirra ætti að leika Evu Peron í kvikmyndinni sem gerð var eftir söngleik Andrews Lloyds Webbers. Elaine hafði áður leikið hlutverkið á sviði og hún varð æf út í Madonnu. Nú sýður aftur á Elaine. Ekki er langt síðan hún lék frönsku vísna- söngkonuna Edith Piaf í leikhúsi í London. Nú eru á prjónunum áætlan- ir um að gera kvikmynd um ævi frönsku söngkonunnar. Auðvitað vill Elaine fá hlutverkið og telur sig ef til vill hafa svolítinn rétt til þess. En nú virðist sem Madonnu sé aftur að takast að fá hlutverk sem Elaine dauðlangar í. „Það er eins og hún sé öfundsjúk út af öllu sem ég geri,“ segir Elaine i viðtali við breskt slúðurblað. „Hún heldur áfram að stela hlut- verkunum mínum en ég vona að hún hætti því. Þetta hlutverk hef- ur verið mér mjög kært síðan ég lék Edith Piaf í London,“ segir Elaine. Hún greinir frá því að kvik- myndafyrirtæki hafi haft samband við hana og spurt hvort hún hafl áhuga. „Ég ætla að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að fá hlutverkið. Ég veit ekki hvort ég hef jafn mikil áhrif og Madonna en ég vil fá þetta hlutverk," tekur Elaine fram í viðtalinu. Nú bíða menn bara spenntir eftir því hvað Madonna gerir. Ef til vill hefur hún jafnmikinn áhuga á Madonna sem Eva Peron. Elaine Paige er hrædd um að Madonna vilji einnig hlutverkinu og Elaine og þá má leika í kvikmynd um Edith Piaf. Símamynd Reuter búast við stríði. Jackson styrkir skóla í Afríku Michael Jackson ætlar að veita nær tíu milljörðum islenskra króna til rekstrar fjögurra nýrra háskóla í Ghana, Kenýa, S-Afríku og Túnis. Jackson styður ýmis önnur málefni í Afríku og tók því mjög vel þegar hann var beðinn um að styrkja skólana. Er gert ráð fyrir að háskólarnir fjórir geti tekið við 32 þúsund nemendum í viðskiptafræði. Giftist Karli Tiggy Legge-Bourke, bamfóstra prinsanna Vilhjálms og Harrys, sem Díana prinsessa var oft af- brýðissöm út í, ætlar að giftast Karli Pettifer. Þessi Karl hefur reyndar átt konu sem heitir Camilla og á hann tvö böm með henni. Þar sem Tiggy, sem í raun heitir Alexandra, er vön barn- fóstmstörfum á hún ekki að eiga í erfiðleikum með að sinna börn- um væntanlegs eiginmanns. Tiggy og Karl fóm í fyrirframbrúðkaupsferð til Kenýa. Hönnuðir í New York sýna nú tísku næsta hausts. John Bartlett á heiðurinn af þessari hvítu blússu og rauða buxnadressl. Símamynd Reuter Pamela og Slater saman á ný Strandvarðagellan Pamela And- erson er tekin saman við gamla kærastann sinn, Kelly Slater, á ný. Þau sáust í heitum faðmlög- um í Kalifomíu um helgina. Slat- er, sem er fiórfaldur heimsmeist- ari í seglbrettasiglingum, kynnt- ist Pamelu náið er hann lék i tveimur þáttum í Strandvörðum. Pamela sleit nýlega sambandi við söngvarann Brett Michaels. Stal nærbuxum frá Sophie Klámsfiaman Marino Franchi hefur viðurkennt opinberlega að hafa stolið hvítum bómullarnær- buxum frá Sophie Rhys-Jones, unnustu Játvarðar prins. Marino fékk aðstoð vinkonu Sophie til að komast inn á hótelherbergi henn- ar. Á diskóteki sama kvöld klæddi hann sig úr gallabuxunum og brá þá Sophie þegar hún þekkti nærbuxumar sínar. Atvik- ið átti sér stað árið 1986. Tvær fyrrverandi á skjánum Andrés prins mun væntanlega sitja límdur við skjáinn þegar tvær fyrrverandi konur hans, eiginkona og kærasta, munu birtast saman í sjónvarpsþætti. Það verður þegar Koo Stark, ein af gömlu kærustunum hans, tekur viðtal við Fergie, fyrrverandi eiginkonu prinsins. Koo Stark, sem nú er sjónvarpsþáttagerðarkona, bað Fergie um að koma í viðtal og sagði sú síðamefnda strax já.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.