Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Síða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Síða 12
12 viðtal LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 * Islendingar eru færir um að flytja út list eins og þeir geta flutt út fisk, en ég held að það sé ekki nægi- lega mikil meðvitund um það í þjóðfé- laginu," segir Snædís Þorleifsdóttir, framkvæmdastjóri I.C. Art. Fyrirtæk- ið stundar viðskipti með íslenska list og listiðnað - að stærstum hluta myndlist - og herjar á Bandaríkja- markað. „Við erum að hoppa inn í 21. öldina og við viljum benda fólki á hversu mikil verðmæti eru í listum. Lista- verkaviðskipti um allan heim nema milljörðum dollara á ári hverju. ís- lenskt listafólk hefur verið feimið við að selja sig, og þá er ég líka að tala um fólk sem er útskrifað úr myndlistar- skóla og iðkar frambærilega list. Tækifærin eru mjög fá hér heima,“ segir Snædís. Sendu tíu þúsund boðskort Fyrsta sýning á vegum I.C. Art var sett upp í Los Angeles í haust og þá voru sýndir tveir af þeim ellefu lista- mönnum sem eru á skrá hjá umboðs- skrifstofunni. Það eru engir aukvisar, og helsta má nefna Helga Þorgils Frið- jónsson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Georg Guðna, Huldu Hákon, Jón Ósk- ar og Brynhildi Þorgeirsdóttur. Færri hafa komist á skrá en vilja og að sögn Snædísar gerir umboðið miklar kröf- ur til listamannanna. Hver er svo staðan hjá I.C. Art I dag - eftir sýninguna í Los Angeles? Seld- ist eitthvað? „Það var mjög skemmtilegt að standa í þessu. Við höfðum ofsalega nauman tíma til þess að setja sýning- una upp, en það var gert á fjórum vik- um. Við sendum þó út tíu þúsund boðskort, kynntum okkur eins vel og við gátum á þessum stutta tíma og troðfylltum húsið, það voru 400 manns sem mættu við opnunina. Sal- an verður hins vegar alltaf trúnaðar- mál á milli mín og þeirra sem ég er að selja fyrir. Okkur gekk þó vel og ég er mjög ánægð, sérstaklega með þær nor- rænu stofnanir sem við höfum komist í kynni viö. Þama kom formleg beiðni frá mjög öflugri stofnun og háskóla um samstarf við okkur fyrir aldaraf- mælið árið 2000. Þeir buðu okkur að setja upp mjög stóra myndlistarsýn- ingu á Kaliforníuströndinni og ég á von á því að sýna allan minn hóp þar í lok apríl. Ég get líka lofað því að við munum verða í samstarfi við þessa menn á næsta ári.“ Eigið gallerí og samn- ingar við Reykjanesbæ „Hlutirnir hafa tekið aðra stefnu en við ætluðum í upphafi, en samt þróast í rétta átt,“ segir Snædís. Við settumst niður eftir sýninguna úti til þess að ræða hvað hefði verið gott við hana og hvað slæmt. Við komumst fljótt að þeirri niðurstöðu að eina vitið væri að opna eigið gallerí úti í Los Angeles, fyrst og fremst kostnaðarins vegna. Það auðveldar okkur líka alla mark- aðssetningu, því eins og gefur að skilja er auðveldara að kortleggja okk- ur ef við höfum einn fastan punkt í borginni til umráða." Stefnan hjá I.C. Art er að opna gall- eríið eigi síðar en í vor, en áður hafði ætlunin verið að halda aðeins farand- sýningar. Snædís segir að þau hafi fólk í vinnu við að leita grimmt að húsnæði, því þau séu mjög kröfuhörð. „Það eru tveir staðir í Los Angeles sem koma til greina. Annars vegar Santa Monica Beach, en hún er að þróast yfir í að vera mikil galleríborg, og hins vegar Beverly Hills, rótgróin borg þar sem kaupgeta er mikil. Ég hef enn ekki fundið draumahúsnæðið, en sé fyrir mér reglubundnar sýning- ar á íslenskri list, einkasýningar, samsýningar og jafnvel erlenda gesti. Samstarf við norrænar þjóðir er ekki útilokað og alltaf er að bætast i hóp- inn. Þetta er að verða eitt af öflugustu samstarfsverkefnum sem við höfum séð,“ segir Snædis. Veltust um í kerfi Reykjavíkurborgar „Áhugi íslenskra fyrirtækja - og ís- lendinga almennt - á að hjálpa okkur að hrinda þessu af stað gerir mig mjög stolta. Reykjanesbær er fyrsti opin- beri aðilinn sem kemur til móts við okkur með margvislegri aðstoð. Yfir- völd Reykjanesbæjar vilja líka í sam- vinnu við okkur flytja út listamenn frá Suðurnesjum og að því höfum við verið að vinna í nokkrar vikur. Ég hef hitt tvo listamenn á þeirra vegum sem til stendur að við sýnum í okkar gall- eríi, þó ekki sé tímabært að segja hverjir þessir tveir listamenn eru.“ En Reykjavíkurborg, hefur hún ekki stutt ykkur? „Við kynntum okkar mál innan Reykjavíkurborgar á síðasta ári. Við fórum meðal annars fyrir menningar- nefnd og veltumst um í kerfmu í sex mánuði. Við gáfumst upp og höfum enn ekki reynt aftur, en að sjálfsögðu viljum við fá Reykjavíkurborg með okkur í þetta verkefni, enda mjög erfitt að sniðganga Reykjavík í land- kynningu erlendis. Það er ef til vill bara tímaspursmál hvenær borgin gengur til liðs við I.C. Art.“ Flytja einnig út skartgripi Ekki er það einungis myndlist sem I.C. Art hefur á sínum snærum, held- ur voru að bætast í hópinn þrír gull- smiðir: Lára á Skólavörðustíg, Tíma- djásn i Grímsbæ og Þóra Sigurþórs- dóttir. „Við reynum að halda okkar háa standard og sjáum fram á að flytja út töluvert magn af íslenskum skartgripum fyrir apríllok," segir Snædís. „I.C. Art hefur nokkurn veginn haldið sig við sama hóp listamanna frá byrjun, og stefnan var alltaf að hafa fáa listamenn til þess að byrja með og geta gert eitthvað fyrir þá. Vonir standa til að við getum opnað dyrnar aftiu- fyrir listamönnum á þessu ári og jafnvel flutt út aðra ell- efu. Það er á stefnuskránni síðla árs.“ Snædís segir að Bandaríkjamark- aður sé rosalega stór og algerlega ókannaðui- af hálfu íslendinga. Hún segist þó taka eitt skref í einu: „Við eigum heimboð víða í Bandaríkjun- um. Það nægir í bili.“ -þhs

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.