Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Síða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 06.03.1999, Síða 29
J>V LAUGARDAGUR 6. MARS 1999 ______________________________________________________________ útlönd 29 Bókin hennar Monicu Lewinsky loksins komin í bókabúðir: Sambandið við Clinton byggð- ist ekki aðeins á munnmökum Monicu Lewinsky sárnar mjög sú mynd sem dregin hefur verið upp af ástarsambandi hennar og Bills Clint- ons Bandaríkjaforseta í fjölmiðlum'og annars staðar, að það hafl ekki byggst á neinu öðru en munngælum hennar við valdamesta mann heimsins. „Það kom aldrei fyrir að ég færi í Hvíta húsið eingöngu til þess að hafa munnmök við forsetann," segir Mon- ica í nýútkominni bók þar sem hún segir breska blaðamanninum Andrew Morton undan og ofan af lífi sínu, ást- um og ævintýrum. Og Monica heldur áfram um eðli sambands síns og forsetans. „Það var alltaf miklu ástríðufyllra og ástúðarfylira. Ég er mjög viðkvæm fyrir svona þröngri skýringu á sambandi okkar.“ Gamall kall Lærlingurinn fyrrverandi í Hvíta húsinu hafði unnið þar í nokkurn tíma án þess að berja forsetann nokkurn tíma augum. Og hún var ekkert sérstaklega upprifin yfir hon- um. „Ég hafði bara séð hann í sjón- varpinu og mér fannst hann aldrei að- í bókinni greinir Monica frá því að hún hafi gengist undir fóstureyðingu á meðan hún átti í ástarsambandinu við Clinton. Hann var þó ekki faðir barnsins, því þeirra kynferðissam- band gekk aldrei svo langt að þau hefðu samfarir, heldur var það sam- starfsmaður Monicu í varnarmála- ráðuneytinu. Hún kallar hann Thom- as og samband þeirra stóð í þrjá mán- uði. „Ég var tiifinningalega ekki tilbúin undir þessa lífsreynslu," segir Monica þegar hún talar um fóstureyðinguna. „Hún var alveg hræðileg og niður- drepandi." Sem vonlegt er, eru tilfinningar Monicu í garð forsetans ákaflega blendnar nú. Um það segir hún í bók Mortons: „Ég trúi ekki að sambandi mínu við forsetann sé lokið. Mjúk snerting- in og sterku faðmlögin eru horfin fyr- ir fullt og allt. Ég sakna enn aðdáun- arglampans i augum hans og breiða glottsins þegar hann heilsaði mér. Þótt þeir dagar komi þegar ég sakna nærveru hans, eru aðrir þar sem mig langar aldrei til að sjá hann aftur og ég verð að slökkva á sjónvarpinu af laðandi," segir Monica í bókinni. „Hann er bara gamlingi með stórt rautt nef og gróft liðað'grátt hár. Fullt af konum í Hvíta húsinu voru skotnar í honum. Mér fannst þær hlytu að vera klikkaðar að hafa svona vondan smekk fyrir karlmönn- um. Meira að segja stelpur á mínum aldri voru að tala um hvað þessi gamli náungi væri sætur, að hann væri kynþokkafullur. Vá, hugsaði ég með : mér, þetta er undarleg- ur staður. Hvað er eig- inlega að Washington?" En Monica skipti um skoðun þegar hún hafði hitt forsetann í eigin persónu í fyrsta sinn. „Það var einhver ástríðuhiti yfir honum sem verkaði eins og segull. Kynferðislega orkan streymir frá hon- um í stríðum straumum. Ég hugsaði með sjálfri mér: Núna skil ég hvað all- ar stelpurnar eru að tala um.“ Svo mörg voru þau orð. Og þar með hófst umtalaðasta ástarævintýri sið- ari tima og sumir myndu sjálfsagt segja hið dýrkeyptasta. því að mér býður við að horfa á hann.“ Andrew Morton, höfundur bókar- innar um Monicu, sá sami og skrifaði margfræga bók um Díönu sálugu prinsessu, fjallar ekki bara um kyn- lífsævintýri ungu stúlkunn- ar í Hvíta hús- inu. Hér er meira undir en það. Viðkvæm en viljasterk Morton tók viðtöl við bæði fjölskyldu og vini Monicu áður en hann settist nið- ur til að skrifa bókina. Þar dregur hann upp mynd af óþroskaðri og til- finningalega viðkvæmri ungu konu, en viljasterkri með góða kímnigáfu. Monica ræðst harkalega að Lindu Tripp, samstarfskonu sinni úr varnar- málaráðuneytinu og trúnaðarvin- konu. Linda tók samtöl þeirra Monicu upp á laun og kom upptökunum til Kenneths Starrs, sérlegs saksóknara sem var að rannsaka meint fasteigna- Erlent jk fréttaljós ONICAS Story brask Clintons frá ríkis- stjóraárum hans í Arkansas og ásakanir Paulu Jones um að forset- inn hafi áreitt hana kyn- ferðislega, líka í Arkansas á sínum tíma. „Ég veit ekki hvernig hún getur sofið á nóttunni eða horft framan i sjálfa sig í spegli,“ segir Monica um vinkonu sína fyrrver- andi. „Hún er ekkert ann- að en viðbjóðsleg eit- urnaðra og ilhnenni." Tilfinningaleg nauðgun Kenneth Starr saksókn- Svona lítur kápan á bókinni hennar Monicu út. ari og menn hans fá líka að finna fyrir reiði Mon- icu. Hún fordæmir harðneskjulegar og sakar Starr um að hafa brotið aðferðir þeirra við rannsókn málsins stjórnarskrárvarinn rétt hennar með Author of the # I fvety VorK Ti'wes bestseller Dma-. Her True Slory aðgangshörðum yfirheyrsl- um. Hún segir að sér hafi liðið eins og eftir „tilfinn- ingalega nauðgun", eins og hún orðar það. Útsendarar Starrs og menn úr alríkislögreglunni FBI voru sérlega harðhentir við hana í janúarmánuði 1998, á glæsihóteli í Washington. Þeir þjörmuðu svo að henni vegna eiðsvarinnar yfirlýsingar hennar þar sem hún neitaði að hafa átt í kynferðislegu sambandi við Clinton, að hún íhugaði eitt andartaka að kasta sér út um hótelgluggan, ofan af tíundu hæð, og binda þar með enda á líf sitt. Þá var henni efst í huga að halda hlífiskildi yfir forsetanum. Byggt á Reuter og Washington Post Þetta eru algengustu og skemmtilegustu viðbrögðin sem maður fær frá kunningjum þegar maður hefur loksins náð yfirhöndinni í styrjöldinni við offituvandamálið. Ef þú hefur ekki ennþá lagt í að berjast við þetta vandamál komdu þá til okkar. Við höfum vopnin, aðferðirnar og reynsluna af því að vinna á þessum vanda í eitt skipti fyrir öll og með frábærum árangri. varla trúa því hversu auðvelt þetta er. bara að hjá okkur eruð þið ekki ein í baráttunni. Við berjumst með þér alla leið. aðhaldsnámskeid Gaujja litla þar sem feitir kenna feitum Yogaspuni þrisvar i viku - Vigtun - Fitumæling - Ýtarleg kennslugögn - Matardagbækur Mataruppskriftir - Æfingarbolur - Vatnsbrúsi - Fræðsludagur - Kennsla í tækjasal - Hvetjandi verðlaun - Viðtal við næringarráðgjafa - Vaxtamótun með íþróttakennara - Sér yogatímar Ótakmarkaður aðgangur að World Class Ný námskeið hefjast í Worid Class 8. mars og standa til 1. maí 1999. Skráning stendur yfir núna í síma: 561 3434 og 896 1298 Satatbarínn tíjá Elku Ég trúi þessu ekki Ert þetta virkilega þú?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.