Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Fréttir i________________________ Þessi köttur beið örlaga sinna í gær þegar DV kom við á Dýraspítalanum og vissi ekkert um dauðann sem beið handan við hornið. Yvonne, sem heldur á honum, sér um kettina meðan þeir bíða. DV-mynd Hilmar Þór Víðidalur: Nokkrir kettir aflífaðir á dag Nokkrir kettir eru aflifaoir dag hvem á Dýraspítalanum Víðidal, eða allt frá tveimur upp í tíu. Lína Jónsdóttir dýralæknir segir að það sé allt of mikið. í flestum tilfellum koma eig- endurnir sjálfir með kettina. Stundum segja þeir ekki ástæðu þess að þeir vilja köttinn dauð- an. í sumum tilfellum kemur upp ofnæmi á heimilinu og eig- endurnir vilja helst ekki að dýr- in fari á annað heimili. Þegar fólk fær sér ketti á það að hugleiða hvort það vilji í raun og vem vera með dýrin næstu árin. „Það verður líka að hugsa um kettina, koma með þá í bólu- setningu, ormahreinsun og vera með aðstöðu til að vera með kött.“ Lína segir að fólk sem er með læður eigi að láta taka þær úr sambandi eða hafa þær á pill- unni. „Það er ekkert grín að fá kannski tíu kettlinga sem era litlir og sætir og svo þarf að láta aflífa þá.“ -SJ Skipinu breytt til að auðvelda smygl „Þetta er ein af þeim fleytum sem hafa verið ofarlega á „hit-listanum“ hjá okkur að undanförnu," sagði Sveinbjöm Guðmundsson, aðal- deildarstjóri hjá Tollgæslunni, um Goðafoss, sem verið hefur í gjör- gæslu hjá tollvörðum eftir að skipið kom til landsins síðastliðið sunnu- dagskvöld. Viðhorf sitt byggja toll- verðir á þremur meginþáttum: sigl- ingaleið skipsins, áhöfn og svo breytingum sem sannanlega hafa verið gerðar á innviðum skipsins til að auðvelda smygl. „Þarna eru „reyndir" menn um borð,“ sagði Sveinbjöm og átti þá við reynslu í smygli. „Það að skipið sé í Ameríkusiglingu segir okkur einnig að auðveldara er fyrir áhöfn- ina að koma smygli um borð án þess að upplýsingar berist til okkar. Við höfum betri sambönd á Evrópska efnahagssvæðinu. Svo virðist okkur á öOu að áhafnarmeðlimir hafi eitt- hvað verið að fást við breytingar á innviðum skipsins til að koma smygli fyrir.“ ToUverðir þykjast vissir um að áhöfnin hafi hent plastbrúsum fyrir borð við 6-baujuna út af Gróttu, en - segir yfirtollari úr þeim lagði ramma áfengislykt við skoðun. Hafði verið skorið á brúsana þannig að áfengið sem í þeim var blandaðist sjónum í Faxa- flóa. ToUverðir telja það magn ekki hafa verið minna en það sem fannst í skipinu við fyrstu leit, eða um 600 lítrar. Goðafoss var smíðaður 1982 og gerður út af þýskum aðUum. Eim- skipafélagið tók skipið á þurrleigu 1994 og keypti svo 1997. Skipið er því komið tU ára sinna, en hefur reynst mjög vel. Engar áætlanir eru uppi um að selja það. Skipstjórinn á Goðafossi hefur starfað lengi hjá Eimskipafélaginu við góðan orðstír. í höfuðstöðvum félagsins hefur ver- ið ákveðið að reka aUa áhöfnina, verði hún fundin sek um smygl. Er það í samræmi við reglur Eimskipa- félagsins. -EIR Karlmaður hrapaði úr vinnupalli hjá fyrirtækinu Bifreiðum og landbún- aðarvélum í fyrradag. Hann slasaðist nokkuð og var fluttur á sjúkrahús. DV-mynd S Hallarbylting í Kolkrabbanum Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna er stærsta fyrirtæki lands- ins. Og ekki nóg með það. SH á eignarhlut í velflestum ööram stærstu fyrirtækjum landsins. Sölumiðstöðin er ímynd Kolbrabbans, ef ekki Kolkrabbinn holdi klæddur. Það vakti því ekki litla athygli þegar aðal- fundurinn var haldinn nú í vikunni og formað- urinn felldur, sjálfur keisarinn og kóngurinn Jón Ingvarsson. Strák- ur að norðan, Róbert Guðfinnsson kom, sá og sigraði. Hann boðaði nýja og breytta stefhu þó að hann hefði sjálfúr setið í stjórninni með Jóni og framkvæmt þá stefnu sem Jón réð. Svo þegar skýrsla stjómar var lögð fram til um- ræðu kvaddi enginn sér hljóðs. Enginn. Svo fóra kosningar fram og Róbert fékk kosn- ingu og aftur var hann spurður um það hverjar yrðu breytingamar. Það varð fátt um svör. Enda skiptir það engu hvort breytingar eiga sér stað eða hvað nýkjörinn formaður vill, annað en það að komast að kjötkötlunum. Og hvemig fara menn svo að því að ná kjöri í Kolkrabbanum? Jú, það er gert með því að safna hlutabréfum og kaupa sig inn í fyrirtækin sem eiga SH. Róbert lét fyrirtæki sitt kaupa 7% eignarhluta í Haraldi Böðvarssyni fyrir 450 milljónir króna og þau kaup réðu úrslitum. Þannig fékk hann 734 milljón atkvæði meðan Jón fékk bara 733 milljón- ir atkvæða. Þetta er sem sagt hinn nýi heimur atkvæðaveið- anna að kaupa atkvæðin. Einfalt, ekki satt, og í rauninni þarf ekkert nema peninga til að ná völd- um. Morgunblaðið segir að þetta sé algengt í út- löndum og svona kosningabarátta er að ryðja sér til rúms og hvers vegna er þetta fyrirkomulag ekki tekið upp í almennum þingkosningum? Það er miklum mun auðveldara i sniðum því hér vita menn nákvæmlega hvað hver á og þeir ráða mestu sem eiga mest. Sem er hinn nýi heimur, ekki satt? Satt að segja er það tímasóun að vera að eyða tíma sínum í atkvæðaveiðar upp á gamla móðinn þar sem verið er að eltast við kjósendur sem eiga ekkert undir sér. Eiga ekki einu sinni milljón i hlutabréfum, hvað þá fimm hundruð milljónir til að kaupa hlutabréf. Róbert Guðfinnsson og hinir nýju valdhafar í Sölumiðstöðinni þurfa ekki að hafa neina stefnu. Þeir þurfa ekkert að tala á aðalfundum. Þeir láta hlutabréfm tala og milljónirnar sem þeir eiga i handraðanum þegar þarf að kaupa viðbótarhluta- bréf til að tryggja kosningu sína. Handhæg lausn á lýðræðinu, ekki satt, og hinn nýi heimur? Sjö hundrað þrjátíu og fjórar milljón- ir atkvæða og Kolkrabbinn er þinn. Hvað eru menn svo að vesenast með gamaldags pólitík þegar hallarbyltingar eru ekki flóknari en þetta? Dagfari Stuttar fréttir i>v Stjórnarformaður Samkvæmt heimildum Við- skiptablaðsins mun Benedikt Sveinsson, stjómarformað- ur Sjóvár-Al- mennra hf., taka við sfjórnarfor- mennsku í Eim- skip eftir aðal- fund félagsins í dag. Varist frétta Bylgjan greindi í gær frá því að i rannsókn væri meint fölsun bankastjóra Búnaðarbankans á tryggingarvíxlum og innheimta þeirra. Aðgerðimar hefðu leitt til gjaldþrots útgefanda víxlanna og í raun verið „aftaka" af hálfu bank- ans. Magnús Thoroddsen, lögmað- ur útgefanda víxlanna, vai'ðist allra frétta í samtali við Vísi. is. Olís gekk vel Árið í fyrra var besta reikn- ingsár í sögu Olíuverslunar ís- lands hf. Hagnaður varð 282 millj- ónir króna eftir skatta, en 121 milljón króna árið áður. Hagnað- ur af reglulegri starfsemi fyrir skatta nam 292 milljónum króna samanborið við 160 milljónir árið áður, sem er 83% aukning. Af óreglulegri starfsemi var 76 millj- óna króna hagnaður. Viðskipta- blaðið sagði frá. Samþykktu hvalveiðar Alþingi samþykkti í gær að beina því til ríkisstjómarinnar að undirbúa að hvalveiðar geti hafist sem allra fyrst. Vill gerast íslendingur Damon Albam, söngvari bresku rokksveitarinnar Blur, hefur sótt um tvöfaldan ríkis- borgararétt, hér á landi og í Bret- landi. Þetta kemur fram í nýjasta hefti tónlistartíma- ritsins Q en Rík- isútvarpið greindi frá því. Flugleiðir högnuðust Árið 1998 varð 151 milljónar króna hagnaður af starfsemi Flug- leiða og dótturfyrirtækja þeirra hér á landi og erlendis. Árið 1997 varð hins vegar 295 milljóna króna tap af starfseminni. Afkom- an hefur því batnað milli ára um 446 milljónir króna. Flugleiðir juku starfsemi sína í farþega- og fraktflugi og velta fyrirtækisins 1998 óx um 14,7%. Bréfin stigu Hlutabréf Flugleiða hækkuðu á Verðbréfaþingi um rúm 5% eftir að félagið birti uppgjör um miðj- an dag í gær. Alls námu viðskipti á VÞÍ 205 milljónum króna, og þar af námu viðskipti meö Flugleiða- bréf 68 milljónum. Fréttavefur Morgunblaðsins sagði frá. Þjóðgarður á jökli Alþingi samþykkti í gær ályktun um að fela umhverfisráðherra að undirbúa að stofnaður verði þjóð- garður á Vatnajökli. Stefnt er að því að stofna Vatnajökulsþjóðgarð formlega á Alþingi vorið 2000. Háskaleg blýmengun Blýmengun langt yfir hættu- mörkum hefur fundist 1 nokkrum húsum í Keflavík. Bylgjan greindi frá. Meiri hafrannsóknir í setningarræðu sinni í gær á sjávarútvegsráð- herrafundi FAO sagði Ólafur Ragnar Grims- son, forseti ís- lands, að stór- efla þurfi rann- sóknir á hafinu og auðlindum þess. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.