Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 7 ENDURFUNDIR Fréttir Hið „illmögulega“ hefur gerst: Plútón frá Sellafield viö Noregsstrendur - meira magn en búist var við - engin heilsuvá enn þá Plúton og fleiri geislavirk efni frá kjarnorkuúrgangsstöðinni í Sellafi- eld í Bretlandi hafa fundist í sjónum við vestanverðan Noreg. Þetta kem- ur fram í frétt CNN á miðvikudags- morgni. Samkvæmt niðurstöðum geisla- vama Noregs er um lítið magn að ræða og minna en svo að lífi og heilsu stafi hætta af. „Magnið er þó meira en við höfðum reiknað með,“ sagði Anne Liv Rudjord, sérfræðing- ur hjá geislavörnum Noregs, við fréttamann Reuters. Hún sagði að þessi fundur styddi þær kenningar að geislavirk úrgangsefni, sem sökkt er á hafsbotn, geti borist með sjávarstraumum um höfin. Bretar hafa lengst af talið að það gæti ekki gerst. Geislavirku efnin sem Norðmenn hafa mælt við Noregsstrend- ur eru ættuð úr ír- landshafinu en þar sökktu Bretar um 200 kílóum af plútóni á ár- unum 1960-1990. Sig- urður M. Magnússon, forstöðumaður Geisla- varna ríkisins, segir í samtali við DV að hluti si9uröur M. Magnusson, þess hafi bundist set- forstöðumaður Geisla- lögum á botni Irlands- varna ríkisins. hafs en hluti skolast með haf- Sigurður straumum inn í Norðursjó og norð- máls hljóti ur með Noregi, þetta sé nú staðfest. Sigurður segir að þetta séu nið- urstöður umfangsmik- ils rannsóknarleiðang- urs á geislavirkni í Norðurhöfum sem far- inn var áriðl995 og eru nú að birtast hver af annarri. „Niðurstöð- umar eru fyrst og fremst þær að sýna að dreifmgin á plútóni er meiri en menn gerðu áður ráð fyrir,“ sagði Sigurður. sagði að ein hlið þessa að vera sú hvort það sé ásættanlegt fyrir okkur sem búum í norðurhluta Evrópu að við írlands- haf sé rekin starfsemi okkur alger- lega óviðkomandi sem hafi þessar afleiðingar. Vegna starfseminnar séu geislavirk efni leidd út í írlands- hafíð og berist svo þaðan yfir á okk- ar hafsvæði. í framhaldinu hljótum við að spyrja hvaða afleiðingar þetta hafi á umhverfið og á heilsu- far okkar sjáifra. „Lokaniðurstaða okkar hlýtur að vera sú að það sé óásættanlegt að verið sé að menga hafsvæðin í kringum okkur með starfsemi sem er okkur óviðkom- andi,“ sagði Sigurður M. Magnús- son, forstöðumaður Geislavarna ríkisins. -SÁ Kolbrún á listann Framboðsmál Vinstri hreyf- ingarinnar - græns framboðs hafa veriö að taka á sig mynd í kjördæmunum og í dag eða á morgun verður gengið ffá lista samtakanna í Reykjavík. Ör- uggt er að Ög- mundur Jónas- son alþingis- maður verður í efsta sætinu en óvissa hefur verið um önn- ur sæti listans. Sand- korn hefur hins vegar komist á snoðir um að líklegast verði Kol- brún Halldórsdóttir, leikari og leikstjóri, i öðru sæti. Af öðrum þekktum andlitum á listanum verður að öllum líkindum Ragn- ar Stefánsson, jarðeðlisfræðing- ur á Veðurstofunni. Þá hafa vinstri græningjar verið að leita eftir því við Kolbein Óttarsson Proppé, nýútgenginn úr Alþýðu- bandalaginu, að hann verði kosningastjóri í Reykjavík... Lagarfoss Sú harkalega aðgerð að úr- skurða alla áhöfn flutningaskips- ins Goðafoss í gæsluvarðhald fyrir brennivinssmygl hefur vak- ið mikla athygli. Ástæðan mun vera sú að Toll- gæslan, sem Snorri Olsen stýrir, þykist þess fullviss að smyglað hafi verið með skip- inu þúsundum litra í hverri ferð þó ekki hafi tekist að sanna neitt. Nú heyrast þær raddir að breyta eigi nafni skips- ins sem nær væri að héti Lagar- foss, meö tilliti til lagarins sem streymt hafi með skipinu.... Dragðu betur Sú líflega keppni, Gettu betur, tók á sig nýjan svip þegar MH mótmælti tvídrætti Þóru Arn- órsdóttur stigavarðar á Akur- eyri þar sem dregið var í fjög- urra liða úrslit. MH-ingar hrukku reyndar til baka og hættu að kvarta eftir að brúnaþungur dagskrárstjóri Sjónvarpsins, Sigurð- ur Valgeirsson, hafði hund- skammað þá fyrir árleg klögu- mál. Eftir stendur að Þóra dró tvisvar og nú heyrast þær raddir að þáttaröðin ætti frekar að heita Dragðu betur.... Umsjón Stefán Ásgrímsson . ;■ ... .... ,...: : i . . ,. . ... Netfang: sandkom @ff. is Jón vill lóð Aðalstöðvar Landssímans munu risa í krikanum hjá Raf- veituhúsinu, skammt frá Hús- dýra- og fjölskyldugarðinum, eft- ir að borgin sam- þykkti úthlutun fyrir nokkrum vikum. Þama er um að ræða eina af eftirsóttustu lóðum bæjarins. Hitt vita færri en það er að eft- ir er að úthluta tveimur lóðum á sama stað. Það vakti at- hygli að daginn eftir að borgin gekk frá því að Landssíminn fengi lóðina mætti Jón Ólafs- son, skíðamaður og Skífueig- andi, á fund Ingibjargar Sól- rúnar Gísladóttur, borgarstjóra og sérfræðings í holræsum Tokyoborgar. Um leið spruttu upp kenningar um að Jón vildi hinar lóðimar til að reisa skemmtimiðstöð með bíósal og tiiheyrandi sem mun hafa verið draumur hans. Talið er að Ingi- björg Sólrún hafi tekið erindinu af góðvild... 0 Husqvarna Husqvarna heimilistækin eru komin aftur til landsins. Þau taka á móti gestum í verslun okkar alla virka daga frá 9:00- 18:00. Endurnýjum góð kynni! i BRÆÐURNIR EglORMSSON Lágmúla 8 • Sími 533 2800

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.