Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 30
34 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Afmæli Sophia Hansen Til hamingju með afmælið 11. mars Sophia Guðrún Hansen, fótaað- gerða- og snyrtifræðingur, Túngötu 32, Reykjavík, er fertug í dag. Starfsferill Sophia fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í Bústaðahverfinu. Hún var í Réttarholtsskóla og lauk þaðan gagn- fræðaprófi 1975. Þá lærði hún fótaað- gerða- og snyrtifræði hjá Nönnu Gunnlaugsdóttur og Fjólu Gunnlaugs- dóttur, á snyrtistofu þeirra á Hótel Sögu, og útskrifaðist í þeirri grein -*1981. Þá stundaði hún viðbótarnám í fótaaðgerðum í Reykjavik 1989-90. Sophia stundaði verslunarstörf 1975-77. Auk húsmóðurstarfa starfaði hún við umboðs- og heildverslunina Istanbul í Reykjavík sem hún og þá- verandi eiginmaður hennar starf- ræktu á árunum 1985-90. Sl. áratug hefur Sophia staðið í linnulausri baráttu fyrir því að endur- heimta dætur sínar til íslands frá Tyrklandi þar sem faðir þeirra hefur haldið þeim í trássi við íslensk lög og úrskurði. Fjölskylda Sophia hóf óvígða sambúð 1979 með ísak Halim Al, f. 7.1.1955, kjötiðnaðar- -.manni frá Tyrklandi. Þau giftu sig Andlát 13.4. 1984. Sophia fékk skilnað að borði og sæng i janúar 1991 og lögskilnað 1992. Dætur Sophiu og Halims eru Dagbjört Vesile, f. 15.6. 1981; Rúna Ayzegul, f. 3.10. 1982. Hálfsystkini Sophiu, sam- mæðra, eru Anna Magda- lena Leós, f. 7.3. 1945, fjöl- listakona í Reykjavík; Guð- rún Áslaug Ásgeirsdóttir, f. 24.6. 1948, húsmóðir í Dan- mörku; Jóna Rúnar Kvaran, f. 11.12. 1952, miðill og blaðamaður í Reykjavik; Guðmundur Helgi Guðmundsson, f. 22.2.1954, rafeindavirki og kennari við Iðnskólann í Reykjavík. Alsystur Sophiu eru Dagbjört Hug- rún, f. 13.2. 1963, snyrtifræðingur og húsmóðir í Kanada; Rósa, f. 7.8. 1965, snyrtifræðingur í Reykjavík. Foreldrar Sophiu eru Rúnar Soph- us Hansen, f. 10.4.1933, pípulagninga- meistari í Reykjavík, og k.h., Guð- björg Rúna Guðmundsdóttir, f. 2.10. 1923, d. 7.1. 1997, hannyrðakona og húsmóðir i Reykjavík. Ætt Rúnar Sophus er sonur Sophusar, kyndara í Reykjavík, son- ar Olav M. Hansen, hatta- makara í Reykjavík, og Jónu Sofflu Jónsdóttur. Móðir Rúnars var Guðrún, systir Guðríðar, móður dr. Jóns Jóhannessonar pró- fessors. Guðrún var dóttir Gísla, b. á Varmá Gunn- arssonar, b. á Lágafelli Gíslasonar, bróður Krist- ínar, langömmu Jóns Jónssonar, fyrrv. forstjóra H. Ben., og langömmu Guðmundar, fóður Ingibjargar, for- manns Landssambands verslunar- manna. Kristín var einnig langamma Guðmundar, fóður Sigurðar E., fyrrv. forstjóra Húsnæðisstofunar. Móðir Guðrúnar var Guðrún Bjarnadóttir, b. á Hraðastöðum Eiríkssonar. Guðbjörg var dóttir Guðmundar, forstjóra og bæjarfulltrúa í Reykjavík Guðmundssonar, verslunarmanns í Reykjavík Guðmundssonar, b. að Ytri- Grímslæk Eyjólfssonar. Móðir Guð- mundar forstjóra var Dagbjört, systir Siguijóns, fóður Jóns Engilberts list- málara, fóðm: Amy Engilberts dul- spekings. Dagbjört var dóttir Gríms, b. í Núpskoti Magnússonar, hálfbróður, samfeðra, Magnúsar, b. á Litlalandi, langafa Ellerts B. Schram, forseta ÍSÍ. Grímur var sonur Magnúsar, b. á Hrauni i Ölfusi, bróður Jórunnar, langömmu Steindórs bílakóngs, afa Geirs Haarde fjármálaráðherra. Magn- ús var sonur Magnúsar, b. í Þorláks- höfn Beinteinssonar, lrm. á Breiðaból- stað í Ölfusi Ingimundarsonar, b. í Hólum Bergssonar, ættffiður Bergsætt- ar Sturlaugssonar. Móðir Magnúsar á Hrauni var Hólmfríður Ámadóttir, systir Valgerðar, ættmóður Briemætt- arinnar, ömmu Tryggva Gunnarsson- ar og langömmu Hannesar Hafstein. Móðir Dagbjartar var Þuríður Sigurð- ardóttir, b. á Bjamastöðum í Gríms- nesi Jónssonar. Móðir Guðbjargar var Magdalena H. Runólfsdóttir, fiskmatsmanns í Reykjavík Magnússonar, b. að Lykkju á Kjalamesi Eyjólfssonar, bróður Katrínar, móður Magnúsar Andrés- sonar, alþm. og prófasts á GUsbakka, fóður Péturs ráðherra. Systir Péturs ráðherra var Ragnheiður, amma Jak- obs Frímanns Magnússonar. Móðir Runólfs var DUjá Þórðardóttir. Aðstæður Sophiu í dag em þannig að hún hefur ekki tök á að kalla sam- an vini og ættingja. En hún þakkar hlýjar hugsann og fyrirbænir í gegn- um tíðina. Sophia Hansen. 95 ára Jón Sigurðsson, Berugötu 7, Borgamesi. Ólafur Guðmundsson, Ánahlíð 10, Borgamesi. 85 ára Guðný Benediktsdóttir, Hraunteigi 23, Reykjavík. 80 ára Sveinbjörg Bjömsdóttir, Kambakoti, Vindhælishreppi. 75 ára Guðrún Magnúsdóttir, Vesturvör 27, Kópavogi. 70 ára Brynja Hermannsdóttir, Klapparstíg 1, Akureyri. Hún verður að heiman. Hulda Sveinsdóttir, Veghúsum 31, Reykjavík. María G. Öen Magnússon, Bleikjukvísl 15, Reykjavík. Marsibil Mogensen, Bakkastíg 3, Reykjavík. Ólafur Björnsson Ólafur Bjömsson, fyrrv. prófessor við viðskiptafræðideUd HÍ, fyrrv. alþm. og einn ötulasti málsvari ein- staklingsfrelsins og frjálsra við- skiptahátta hér á landi, Aragötu 5, Reykjavík, lést á Sjúkrahúsi Reykja- víkur þann 22.2. sl. Hann verður jarðsungin frá Dómkirkjunni i dag, fimtudaginn 11.3. kl. 13.30. Starfsferill Ólafur fæddist í Hjarðarholti í Lax- árdal í Dalasýslu 2.2. 1912. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1931, prófi í heimspekilegum forspjaUsvísindum við HÍ 1932 og kandídatsprófi í hag- fræði frá háskólanum í Kaupmanna- höfn 1938. Ólafur var aðstoðarmaður og síðar fuUtrúi á Hagstofu íslands 1938-42, dósent við laga- og hagfræðideild HÍ 1942-48 og prófessor 1948-82. Ólafur var varaborgarfulltrúi í Reykjavík 1950-58, landskjörinn alþm. 1956-59, þingmaður Reykvíkinga 1959-71, formaður BSRB 1948-56, sat í Fræðsluráði Reykjavíkur 1950-54, for- maður íslandsdeUdar norrænu menn- ingarmálanefndarinnar 1954-72, í stjórn Menningarsjóðs Norðurlanda 1966-71, í verðlagsnefnd 1960-71 og í kjaranefnd 1962-76, í bankaráði Seðla- banka íslands 1963-68, formaður bankaráðs Útvegsbankans 1968-80, skipaður i Hagráð 1966, sat á allsherj- arþingi SÞ 1967 og formaður stjórnar Aðstoðar íslands við þróun- arlöndin 1971-81. Ólafur sat í fjölda opin- berra nefnda um ýmis mál- efni og samdi álitsgerðir fyrir ríkisstjórnir. Hann samdi, ásamt Benjamín Ei- ríkssyni, álitsgerð um ný- skipan efnahagsmála fyrir íslensk stjómvöld sem síð- ar var lögð var tU grund- vaUar róttækum breyting- um Viðreisnarstjómarinnar i þeim efnum. Ólafur skrifaði fiölda blaðagreina um efnahags- og þjóðfélagsmál. Meðal ritverka hans em Hagfræði, Rvík 1951; Þjóðarbúskapur íslendinga, Rvík 1952 og ‘64; Tekjuöflun hins opinbera, Al- þingi og fiárhagsmálin 1845-1944, Rvík 1953; Haftastefna eða kjarabótastefna, 1953; Hagfræði, Alfræði Menningar- sjóðs, 1975; Frjálshyggja og alræðis- hyggja, Rvík 1978, og Einstaklings- frelsi og hagskipulag, ritgerðasafn 1982. Ólafur var félagi í Vísindafélagi ís- lendinga frá 1949 og heiðursfélagi Fé- lags viðskiptafræðinga og hagfræðinga frá 1985. Hann var heiðursdoktor í hagfræði við HÍ frá 1986, sæmdur ridd- ari dannebrogsorðunnar 1. stigs 1956, riddarakrossi íslensku fálkaorðunnar 1973 og stórriddarakrossi íslensku fálkaorðunnar með stjörnu 1984. Fjölskylda Eftirlifandi eiginkona Ólafs er Guð- rún Aradóttir, f. 29.6. 1917, húsmóðir. Hún er dóttir Ara Helga Jóhannesson- ar, kennara og bónda á Ytra-Lóni í Sauðaneshreppi í Norður-Þingeyjar- sýslu, og k.h., Ásu Aðaimundardóttur húsmóður. Synir Ólafs og Guðrúnar eru Ari Helgi, f. 10.12.1946, læknir á Akureyri, kvæntur Þorbjörgu Þórisdóttur hjúkr- unarfræðingi; Björn Gunnar, f. 25.5. 1949, þjóðfélagsfræðingur í Reykjavík, kvæntur Helgu Finnsdóttur kennara; Örnólfur Jónas, f. 20.2. 1951, kerfis- fræðingur i Reykjavík. Alsystur Ólafs: Ingibjörg, f. 20.9. 1914, gift Þórarni Sigmundssyni á Sel- fossi; Þorbjörg, f. 18.11. 1915, lengi bankastarfsmaður í Reykjavík; Ást- hildm’ Kristín, f. 4.6.1917, lengi starfs- maður á Hagstofunni i Reykjavík, ekkja Steins Steinarrs skálds. Hálfsystur Ólafs, samfeðra: Guðrún Sigríður, f. 30.7. 1930, gift Jóni Reyni Magnússyni, verkfræðingi; Ólöf Bima, f. 2.4. 1934, gift Jóni Ólafssyni lögfræðingi. Foreldrar Ólafs voru Björn Stefánsson, f. 13.3. 1881, d. 9.11.1958, prófastur á Auð- kúlu í Húnaþingi, og f.k.h., Guðrún Sigríður Ólafsdótt- ir, f. 27.11. 1890, d. 25.6. 1918, húsfreyja. Ætt Bróðir Björns var Hilmar, bankastjóri Búnaðarbank- ans. Björn var sonur Stef- áns, pr. á Auðkúlu Jóns- sonar, bókara í Reykjavík Eiríkssonar. Móðir Stefáns var Hólmfríður Bjarnadóttir Thorarensen, stúdents á Stóra-Ósi í Miðfirði Friðrikssonar, pr. á Breiðabólstað í Vesturhópi Þórarins- sonar, ættfóður Thorarensenættar Jónssonar. Móðir Bjarna var Hólm- fríður Jónsdóttir, varalögmanns í Víðidalstungu Ólafssonar, ættföður Eyrarættar Jónssonar. Móðir Hólm- fríðar Bjarnadóttur var Anna, dóttir Jóns, sýslumanns í Víðidalstungu, Jónssonar, og Hólmfríðar Ólafsdóttur, systur Ingibjargar, langömmu Elísa- betar, móður Sveins forseta. Ingibjörg var einnig langamma Þorvalds, afa Vigdísar Finnbogadóttur. Móðir Bjöms í Auðkúlu var Þor- björg Halldórsdóttir, stúdents á Úlfs- stöðum í Loðmundarfirði Sigurðsson- ar. Móðir Halldórs var Björg Halldórs- dóttir Vídalín, klausturh. á Reynisstað Bjamasonar. Móðir Þorbjargar var Hildur, systir Jóns, bókara Eiríkssonar. Móðir Hild- ar var Þorbjörg Stefánsdóttir Schev- ing, pr. á Presthólum, bróður Jómnn- ar, ömmu Jónasar Hallgrímssonar. Önnur systir Stefáns var Margrét, langamma Katrínar, móður Einars Benediktssonar skálds. Guðrún, móðir Ólafs, var systir Kristínar læknis, móður Þórhalls pró- fessors og ömmu Þorsteins heimspek- ings, Vilmundar ráðherra og Þorvalds prófessors. Önnur systir Guðrúnar var Ásta, móðir Ólafs Ólafssonar land- læknis. Bróðir Guðrúnar var Páll, fað- ir Ólafar myndhöggvara. Guðrún var dóttir Ólafs, prófasts í Hjarðarholti í Dölum, bróður Lilju, ömmu Karls Kvaran listmálara. Ólafur var sonur Ólafs, kaupmanns í Hafnarfirði Jóns- sonar, b. á Litla-- Hálsi í Grafningi Guðmundssonar. Móðir Ólafs prófasts var Metta Kristín, systir Maríu, langömmu Guðrúnar Agnarsdóttur, og Ástriðar, konu Davíðs forsætisráð- herra. Metta var dóttir Ólafs, hrepp- LYFjAVERSLUN ÍSLANDS H F. AÐALFUNDUR LYFJAVERSLUNAR ÍSLANDS HF. VERÐUR HALDINN AÐ BORGARTÚNI 6, 4. HÆÐ (RÚGBRAUÐSGERÐIN) FIMMTUDAGINN 25. MARS 1999 KL. 16.00 Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 14 gr. samþykkta félagsins. 2. Breytingar á samþykktum félagsins. - bætt við 6. gr. heimild til að skrá hlutabréf á rafrænan hátt - felld niður krafa 23. gr. um að samþykki allra hluthafa þurfi til að breyta tilgangi félagsins. 3. Tillaga stjómar um heimild til að kaupa og/eða eiga eigin hlutabréf. 4. Önnur mál sem löglega em upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, þurfa að vera komnar í hendur stjómarinnar eigi síðar en 7 dögum fyrir aðalfund. Dagskrá, endanlegar tillögur svo og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins 7 dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar, atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á skrifstofu félagsins Borgartúni 7, á annari hæð, dagana 19.-25. mars, kl. 9-16. Hluthöfum er vinsamlegast bent á að vitja fundargagna sinna fyrir kl. 12, fimmtudaginn 25.mars. Stjórn Lyfjaverslunar íslands hf. Ólafur Björnsson. 60 ára Viðar Valdimarsson, Heiðarhrauni 4, Grindavík. Jónas Þórarinsson, Heiðarhorni 4, Keflavík. Ólöf Steinunn Þórsdóttir, Bakka, Akureyri. Reynir Stefánsson, Mjóanesi, Egilsstöðum. Sólveig Inga Gunnlaugsdóttir, Ljósheimum 6, Reykjavík. 50 ára Gisli Rúnar Sveinsson vélfræðingur og umdæmisstjóri Vinnueftirlits ríkisins á Suðurlandi, Kambahrauni 39, Hveragerði, varð fimmtugur í gær. Eiginkona hans er Sigurveig Helgadóttir kennari. Þau taka á móti gestum í Félagsheimili Ölfusinga í Hveragerði, laugard. 13.3. kl. 16.00-19.00. Aðalbjöm Þormóðsson, Oddagötu 1, Akureyri. Særún Garðarsdóttir, Glitvangi 5, Hafnarfirði. Öm Jónsson, Grjótaseli 1, Reykjavík. 40 ára Aðalsteinn Levi Pálmason, Veghúsum 17, Reykjavík. Bryndís Emilsdóttir, Dvergholti 22, Mosfellsbæ. HaHdór Rúnar Magnússon, Tunguseli 8, Reykjavík. Kjartan Ólafsson, Garðabyggð 2, Blönduósi. Sigurjón Magnússon, Aðalgötu 40, Ólafsfirði. stjóra í Hafnarfirði, Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var Ingibjörg Páls- dóttir Mathiesen, pr. i Arnarbæli Jóns- sonar, pr. í Arnarbæli Matthíassoanr, stúdents á Eyri Þórðarsonar, stúdents í Vigur Ólafssonar, lögsagnara á Eyri Jónssonar. Móðir Páls var Ingibjörg, systir Gríms, langafa Ásgeirs Ásgeirs- sonar forseta. Ingibjörg var einnig systir Margrétar, langömmu Margrét- ar, móður Ólafs Thors forsætisráð- herra. Ingibjörg var dóttir Páls, pr. í Ofanleiti Magnússonar og Guðleifar Þorsteinsdóttur. Móðir Ingibjargar Pálsdóttur var Guðlaug Þorsteinsdótt- ir í Núpakoti Magnússonar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.