Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 23
ETMMTUDAGUR 11. MARS 1999 27 Fréttir Borgarfjörður: Hálendis- frumvarpi mótmælt DV, Vesturlandi: Frumvarp til breytinga á skipu- lags- og byggingarlögum, svokallað hálendisfrumvarp, hefur verið lagt fram á Alþingi. Frumvarpið er mik- ið breytt frá þeim drögum sem unn- in voru í samvinnunefhd um svæð- isskipulag miðhálendisins. Hrepps- nefnd Sameinaðs sveitarfélags Andakílshrepps, Lundarreykjadals- nrepps, Reykholtsdcdshrepps og Hálsahrepps tekur undir samþykkt Héraðsnefndar Borgarfjarðarsýslu rá 9. febrúar 1999. Hreppsnefhd gerði ekki athuga- >emd við skipulagstiUöguna sem nyggðist á kynningu hennar í hér- iði, m.a. um gildi markalinu skipu- agsins. Hún var kynnt sem vinnu- ína sem mótaðist frekar af lands- agsheildmn en mörkum heima- anda og afrétta sem að auki eru /íða óljós. Af ræðu umhverfisráð- lerrra á Alþingi verður ekki annað skilið en þessari vinnulínu sé ætlað ið afmarka skipulagsheild. Samþykkt hreppsnefndar var pannig byggð á röngum forsendum 3g hlýtur hreppsnefnd því að gera ullan fyrirvara á um afskiptarétt ýrirhugaðrar nefndar sem í mörg- om tilfellun næði til deiliskipulags Binstakra jarða. Þá hefur orðið sú meginbreyting frá fyrri hugmynd- um að samvinnunefndinni, sem að itofni til er ráðherraskipuð án til- nefninga, er ætlað að gera sjálfstæð- ar tillögur um „svæöisskipulag á miðhálendinu" eins og það er orðað. Þetta er í fullri andstöðu við þá meginstefnu að sveitarfélög beri ábyrgð á skipulagi, hvert innan sinna marka og sameiginlega hvað varðar svæðisskipulag. Hin áform- aða nefhd, sem er án nokkurra beinna tengsla við og ábyrgðarlaus gagnvart sveitarfélögunum, er þannig orðin ráðherraskipuð skipu- lagsnefnd. í frumvarpinu er tekið fram að aöalskipulagstillögur sem ná til „miðhálendisins" skuli kynnt- ar betur en aðrar en engin ákvæði um kynningu á tillögum ellefu- mannanefndarinnar. Hvar á að kynna þær og í umboði hvers? Það var ekki vandalaust að ná sátt í samvinnunefhd um svæðisskipulag miðhálendisins og því sárara að sjá því verki teflt í tvísýnu með því að ganga á svig við kynningu tillög- unnar. Hreppsnefhdin vill að lokum mótmæla því sjónarmiði sem fram kemur i máli umhverfisráðherra að landshlutasamtök sveitarfélaga hafi ekki „nægilega skýra lögformlega stöðu“ til að tilnefha fúlltrúa kjör- dæmanna og bendir á 81. og 86. grein sveitarstjórnarlaga í því sam- bandi og spyr um „lögformlega stöðu“ útivistarsamtaka sem ráð- herra treystir til að tilnefna fulltrúa í nefnd. -DVÓ Hér verður kirkjugarðurinn í Kópavogi í framtíðinni, skammt fyrir austan stúpu búddatrúarmanna sem stendur á Há- degishóli. Lengst í austri sést yfir til Rjúpnahæðar þar sem fjarskiptamöstrin standa við sendistöð Landssímans. Allt í kringum garðinn verður blómleg íbúðabyggð, Salir II. DV-mynd Hilmar Þór Kirkjugarður í Kópavogi: Legstaður 17 þúsund íbúa höfuðborgarsvæðis Kirkjugarður Kópavogs verður tilbúinn innan tveggja ára, að sögn Braga Michaelssonar bæjar- fulltrúa. Þrjú sveitarfélög standa að garðinum, Reykjavík, Seltjarn- ames og Kópavogur, sem öll til- heyra Reykjavíkurprófastsdæm- um. Kirkjugarðurinn er í svoköll- uðum Leirdal og sagði Bragi að búið væri að auglýsa deiliskipulag að garðinum. Þar verða 12.500 grafir auk 4.500 plássa fyrir ösku þeirra sem kjósa að verða brennd- ir, en sú tilhögun færist talsvert í vöxt. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkur, sagði í gær að Gufuneskirkjugarður mundi endast til 2015 til 2020 en gert er ráð fyrir nýjum kirkju- garði í Stekkjarbrekkum við Úlf- arsá við Vesturlandsveg. Hannv’ verður tekinn í notkun eftir að Leirdalsgarður í Kópavogi verður klár. Verið er að aka mold á svæðið. -JBP Jón Guðlaugsson frá Brunavörnum Suðurnesja afhenti Helenu Rós Þórólfsdóttur verðlaunin í eldvarnagetrauninni. í baksýn má sjá bekkjarsystkini hennar í Myllubakkaskóla ásamt kennara þeirra. DV-mynd Arnheiður Brunavarnir Suöurnesja: Verðlaun í eld- varnagetraun. - rafhlöður gefnar í reykskynjara DV, Suöurnesjum; Brunavarnir Suðurnesja afhentu nýlega verðlaun í eldvamagetraun Brunavamaátaks 1998 en það var Helena Rós Þórólfsdóttir, nemandi í Myllubakkaskóla, sem fékk þau að þessu sinni. Landssamband slökkviliðsmanna efndi til eldvamaviku í desember sl. Þá heimsóttu slökkviliðsmenn nær alla gmnnskóla landsins á sínu starfssvæði og lögðu fyrir nemend- ur sérstakt verkefni ásamt eld- vamagetraun og ræddu um eldvam- ir. Að auki gáfu Bmnavarnir Suður- nesja einum árgangi í skólunum á sínu svæði, það er Reykjanesbæ, Garði og Vogum, rafhlöður í heimil- isreykskynjarann. Um 2500 svör bárast félaginu og vora dregin úr innsendum lausnum nú í febrúar nöfn 20 barna viðs veg- ar á<None> landinu. -AG Hvammstangi: Hörður Torfason, höfundur verksins. ráðist að láta semja þetta verk fyrir leikflokkinn og er það von aðstandenda að fólk kunni vel að meta sýn- inguna sem er með ævin- týrablæ, svo ekki sé^- meira sagt. -GJóh Frumsýning á nýju verki hann leitar þræls sins. Hann er heillaður til hellis vætta en þær senda hann í hina mestu hættuför. Það er skemmst frá að segja að þrællinn kemur víkingnum á óvart með ófyrirséðum afleiðing- um. Þetta er í fimmta sinn sem Hörð- ur leikstýrir á Hvammstanga en í fyrsta sinn sem leikflokkurinn lætur semja verk sérstaklega fyrir sig. Leikstjórinn kallaði Sigur- laugu Þorleifsdóttm- á svið í lok sýningarinnar, færði henni blóm- vönd og þakkaði henni fyrir gott samstarf við þessa og aðrar uppsetningar hans hjá leik- flokknum. í tölu- vert var Leikflokkurinn á Hvammstanga framsýndi 6. mars nýtt leikrit eft- ir Hörð Torfason, í leikstjóm höf- undar. Verkið er samið fyrir leik- flokkinn í tilefni 30 ára afmælis hans. Hörður hefur hannað ljós- og sviðsmynd og haft yfirumsjón með búningum. Hjörtur Howser hefur gert tónlist við verkið, svo og önn- ur leikhljóð. Fagnað var 30 ára af- mæli leikflokksins með sýning- unni og var öllum sem búa í Húna- þingi og fæddir 1969 sent bréf þar sem þeim var boðið á sýninguna. Leikarar eru sex: Elín Jónas- dóttir, Hallfriður Ósk Ólafsdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir, Júlíus G. Antonsson, Björn Sigurvalda- son og Jón H. Birgisson, auk fjölda annarra starfsmanna sem koma að hinum ýmsu verkum í sambandi við sýninguna. Verkið, sem heitir „Árið 999 eða kemur þér það við?“, segir frá upp- hafi kristnitökunnar á íslandi en í annarri mynd en við lesum um. Það er heiðinn víkingur sem lendir í ýmsum raunum þegar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.