Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 22
26 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 fókus iiiyjij ij2jJ jJsj 'JÍ JjTJJJJ 2Jl) jjJjjjJ bvss.jj jT5JLh<j- 3T«J. r’áiiiJj'iiJjJJjr' Var Tinni hommi - eða var hann (0 ekki hommi? Nfc ÍSLENSKU TÓNLISTARYERÐLAUNIN1999 ÖM úrslit W>$mk í mæeð é isiiiiáMcij ■ (’ Spurningin sem Tinna-sérfræðingar hafa velt fyrir sér í 70 ár: Minnispunktar frambjóðandans: Fókus á sjálfstyrkingarfundi Herbalife ♦ Nákvæmur L-,4,,4 leiðarvísir um ífld ( ftlT Vinnu skemmtana-og menningárlífið Fókus fylgir DV á morgun Fréttir Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, kynnti í gær skýrslu SÁÁ á frétta- mannafundi. ^ Skýrsla SÁÁ: Islenskir ung- lingar agalitlir - unglingadrykkja afskiptalaus Þórarinn Tyrflngsson, yfirlæknir á Vogi, kynnti á fréttamannafundi i gær nýja skýrslu SÁÁ. Samkvæmt henni komu á árinu 1998 227 ein- staklingar, sem voru 19 ára á árinu eða yngri, til meðferðar á sjúkra- húsinu Vogi. 74% unglinga, sem leituðu meðferðar, voru stómeyt- endur kannabisefna eða amfetamíns og 47% notuðu kannabis daglega. Hann sagöi þessar tölur benda til veigamikilla þjóðfélagsbreytinga sem kölluðu á tafarlausar aðgerðir. Fyrir utan fíkniefnavandann sagði hann íslenska unglinga hafa „búið við lítinn aga og lélega geðheilbrigð- isþjónustu nú um nokkurt skeið. Þannig hefur unglingadrykkja lengi verið vandamál á íslandi og hún lát- in viðgangast. Hin seinni ár hafa önnur agavandamál meðal ungs fólks líka orðið áberandi í skólum. Brottfall úr skóla á aldrinum 14 til 20 ára er mikið." Þá sagði Þórarinn að umfang meðferðarinnar á sjúkra- húsinu Vogi, Staðarfelli og Vík ekki hafa aukist heldur eðli starfseminn- ar. Sjúklingahópurinn sé nú yngri og sjúkari en áður hafi tíðkast. Hann sagði framlög ríkisins til sjúkrastofnana SÁÁ ekki vera í samræmi við kostnað og ekki hafa verið það i um fimm ár. -íbk Þúsund gervi- fætur kosta 250 kr. á mann - Bosníumenn sem misst hafa fætur fá gjöf frá íslandi Islendingar koma eitt þúsund fómarlömbum striðsins í Bosníu-Her- segóvínu á fætur að nýju. Kostnaðurinn er ekki stór, um 250 krónur á hvem landsmann, en þeir sem þiggja gjafimar öðlast í raun nýtt líf. Ut- anríkisráðherra, Halldór Ásgrimsson, sagði í gær að þeim fjármunum væri vel varið, sem ís- land legði í þann þátt hjálparstarfsins í Bosníu að bjóða fótalausu fólki gervifætur sem Össur hf. framleiðir. Kostnað- urinn við að hjálpa eitt þúsund manns í landinu á þennan hátt væri 70 milljónir króna. Utanríkisráðherra og Jón Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Össurar hf., undirrituðu í gær samning um kaup á 400 gervifótinn, sem gefnir verða þurfandi fólki í Bosníu. Áður hafði verið samið um kaup á 600 gervifótum. Einkum er það fólk í blóma lífsins, komungt fólk, sem misst hefur fæturna af völdum jarðsprengna. „Við emm að gefa þessu fólki nýtt líf, það getur tekist á við hið daglega líf eftir að hafa fengið fæt- uma,“ sagði Jón Sigurðsson þegar hann og ráðherrann undirrituðu samning sinn. Halldór sagði að vart heföi orðið mikillar ánægju með að- stoð þessa frá Islandi og benti á að Þessi maður, Senads Terovics, missti báða fót- leggl fyrir neðan hné af völdum jarðsprengju. Hér er hann að fá nýja íslenska fætur og stendur síð- an stoltur á nýjum fótum. framlag íslands i hjálparstarfinu væri alls ekki minna en annarra þjóða. Hann sagði að um 4.500 manns í Bosníu þyrftu á gervifótum að halda, þar af hafa um 3.100 misst fót fyrir neðan hné, en það er einmitt sá hópur sem íslendingar liðsinna með framlagi sínu. -JBP

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.