Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Qupperneq 36
tölur miðvikudaginn 10.03. ’99 Fjöldi vinninga Vinningar VinningAupphœð JE 2.460 HeUdarvinningsupphœð 39.944.070 FRÉTTASKOTIÐ SÍMINN SEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eöa er notaö j DV, greiöast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotiö í hverri viku greiöast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Viö tökum viö fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Ólafur Ftagnar Grímsson, forseti íslands, er í opinberri heimsókn í Póllandi. Hér er hann ásamt dóttur sinni Döllu og Marek Siwiec, ráðherra alþjóðamála for- sætisráðuneytis Póllands, við komuna til Varsjár í gærkvöld. Siwiec kemur næstur forsetanum að völdum. í dag hittir Ólafur Ragnar forseta Póllands, hann setur fund íslenskra og pólskra viðskiptaaðila, auk þess sem hann hittir forsætisráðherra Póllands. í kvöld verður hátíðarkvöldverður forsetahjóna Póllands til heiðurs forseta íslands. DV-mynd Guðlaugur Tryggvi Kvótalitlar útgerðir vígbúast eftir að Alþingi vísaði frá frumvarpi um aukinn kvóta: Ætla að loka Reykjavíkurhöfn - á sunnudaginn klukkan 13. Föllum með reisn, segir útgerðarmaður Varaformannskjörið: Sigríður Anna segir ekkert Sigríður Anna Þórðardóttir al- þingismaður, sem orðuð hefur verið við þátttöku í varaformannsslag ' '^tálfstæðisflokksins, vildi í morgun ekkert segja um það við DV hvort hún ætlaði að gefa kost á sér eða ekki. Hún kvaðst hafa ákveðið það með sjálfri sér en ákveðið að gefa engar sérstakar yfirlýsingar. Sigríður Anna svaraði spumingu DV um það hvort hún yrði í fram- boði þannig að það væru allir lands- fundarfulltrúar í framboði, kosning- in væri óbundin. -SÁ Pharmaco klípur af Rolf Pharmaco hefur yfirtekið snyrti- vömumboðið L’oreal af Rolf Johan- og Co. Pharmaco er þar með orðinn einn stærsti snyrtivöruinn- flytjandi landsins. Aðrir hlutar fyr- irtækis Rolf Johansen eru ekki til sölu. -EER ,og Herbalife í Fókusi sem fylgir DV á morgun lætur Margrét Vilhjálmsdóttir leik- kona ráðamenn heyra það og í raun leikhúsfólk einnig. Greint er frá því hverjir hreppa íslensku tónlistarverð- launin en þau verða afhent i kvöld. Fókus lítur inn á sjálfstyrkingarfund hjá heitum unnendum Herbalife og hlýðir á þá vitna um hversu vont lífíð var, en hversu gott það er orðið eftir að þeir fóru að innbyrða duftið. Birt- ur er minnislisti fyrir fólk í framboði þessa dagana. Fjallað er um nýja plötu íslandsvinanna í Blur, rætt við fyndn- ustu konu íslands og sagt frá bíó- myndinni Patch Adams. Lífið eftir vinnu fylgir Fókusi, leiðarvísir um .^emmtana- og menningarlífið. > Fjölda skipa og báta er stefnt til Reykjavíkur á sunnudaginn klukkan 13 þar sem ætlunin er að loka höfn- inni til að mótmæla þeirri erfiðu stöðu sem strandveiðiflotinn er í. Um er að ræða þær útgerðir sem aðild eiga að LÚKS eða Landsambandi út- gerða kvótalítilla skipa. í gær og morgun voru útgerðarmenn allt í kringum landið að hringja sín í milli til að skipuleggja aðgerðir en mikil reiöi er meðal þeirra eftir að dag- skrárfrmnvarp Sighvatar Björgvins- sonar og fleiri var fellt á Alþingi í gær. Frumvarpið hljóðaði upp á að auka skyldi þorskkvótann um 15 þús- und tonn strax og yrði aukningin bundin strandveiðiflotanum. Þannig yrði útgerðarmönnum báta gert kleift að leigja kvótann af ríkinu gegn hóf- legu gjaldi. Félagsmenn LÚKS bundu vonir við að frumvarpið kæmi á dag- skrá og þannig yrði vandi þeirra Hafnarmynnið í Reykjavík. leystur. Nú reikna þeir félagsmanna sem DV ræddi við í gær með að tugir skipa streymi til höfuðborgarinnar mn helgina til að krefjast bættra kjara. Þar ber vanda þeirra vegna Kvótaþings hæst en fæstar útgerðim- ar treysta sér til að leigja þorskkvóta á 105 krónur kílóið á sama tíma og veiddur þorskur á land kominn legg- ur sig á svipað verð eða jafnvel minna. Erlingur Haraldsson, skipstjóri og Samsett mynd Teitur útgerðarmaður á Patreksfirði, sagði í samtali við DV að hann reiknaði með tugum báta til Reykjavíkur um helg- ina. Hann sagðist sjálfur mæta á sinu skipi, ef veður hamlaði ekki fór, og barist yrði til síðasta blóðdropa. „Það er engu að tapa lengur og betra að falla með reisn en bíða þess sem verður með tæmar upp í loft. Ég hefði viljað að allir tækju sig saman um að róa strax en niðurstaðan er sú að fara suður og ég verð auðvitað þar. Ég á von á því að menn standi í þeim aðgerðum þar til ráðamenn fást til að ræða við okkur," segir Erlingur. Hann segir kvótaverð vera í mörgum tilfellum hærra en verð á lönduðum fiski og eitthvað verði að gera. Hann nefndi sem dæmi að í vikunni landaði hann steinbít fyrir 11 krónur kílóiö en haföi leigt kvóta á 17 krónur. í sama streng tók Kristinn Amberg, útgerð- armaður í Grindavík. Hann sagðist hafa verið að koma úr róðri þar sem niðurstaðan varð sú að hann varð að greiða tvær krónur með hveiju kílói og þá var eftir að greiða allan kostn- að. „Það er ekkert annað að gera en hunsa þessi lög. Ég á von á því að kvótalítil skip flykkist til Reykjavíkur um helgina og víst er að ég kem á mínum báti. Það sýður á mönnum vegna ástandsins," sagði hann. -rt MERKILEGA brother tengjanleg viö töl 8 leturgerðir, 8 stæröir, 15 letu úrval strikamerkja 6 til 36 mm borða prentar í 7 Iínur RAFI Nýbýlavegi 2£ Veffanq: wv MERKIVELIN PT-550 ný vél /U útlit 5c r • PORT Sími 554 4443 i/w.if.is/rafport ( MtOBLU s OKKABUXUR Veörið á morgun: Úrkoma fyr- ir norðan Á morgun verður norðaustan- átt, hvöss norðvestan til en stinningskaldi um landið sunn- an- og austanvert. Rigning eða slydda verður norðan til en skýjað að mestu og úrkomulítið sunnan til. Hiti verður á bilinu 0 til 4 stig. Veðrið i dag er á bls. 37. K

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.