Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Fréttir Stuttar fréttir i>v Félagsmálaráöuneytið seldi Qölbýlishús á Flateyri fyrir „slikk“: Rústar söluverði íbúða á staðnum - segir fyrrum sveitarstjóri sem vill skaðabætur frá ráðuneytinu „Við höfum verið að reyna að selja húsið okkar á Flateyri og feng- ið nokkrar fyrirspumir þó ekki hafi orðið af sölu. Nú hefur félagsmála- ráðuneytið hins vegar gengið fram fyrir skjöldu og verðfellt allt íbúðar- húsnæði á staönum með því að selja sex íbúöa blokk á um 10-12 milljón- ir króna,“ sagði Kristján J. Jóhann- esson, fyrrverandi íbúi á Flateyri, í samtali við DV. Kristján var um langt árabil sveitarstjóri á Flateyri en varð að flytja á brott, ásamt fjölskyldu sinni, í kjölfar þess að hann missti starf sitt við sameiningu sveitarfé- laga á svæðinu. Fjölskyldan hefur allar götur síðan reynt allt til þess að selja húseign sína á staðnum. “Við höfum verðlagt húsið á bil- inu 30-40% af brunabótamati til að laga okkur að markaðnum. Svo kemur þetta gerræðisútspil frá fé- lagsmálaráðuneytinu og nú á maður enga möguleika lengur. Eins og ég Hundaræktarfélagið: Formaðurinn hundfúll „Við sitjum uppi með hana og getum ekki annaö í bili,“ sagði Þórhildur Bjartmarz, formaður Hundaræktarfélagsins, eftir að héraðsdómur hafði ógilt brott- rekstur Mörtu Gylfadóttur úr fé- laginu. Marta rekur hundarækt- arbúið Silfurskugga í Meöallandi og var rekin úr Hundaræktarfé- laginu fyrir að para tíkur sínar of oft. „Ég er búin að missa af átta hundasýningum vegna þessa brottreksturs, og spyr bara hvers vegna aðrir sem para tíkur sínar of oft séu ekki líka reknir,“ sagði Marta sem er að vonum ánægö að vera komin aftur í Hundaræktar- félagið. í reglum Hundaræktarfélagsins er kveðið á um að tíkur skuli fá að jafna sig á milli gota og séu ekki látnar gjóta í hverju lóðaríi. Á þessu þótti misbrestur hjá Mörtu í Siifurskuggum. „Það verður bæði dýrt og tíma- frekt að fara meö málið fyrir Hæstarétt. Hér vinna menn í sjálf- boðavinnu og erfitt að réttlæta að allur sá tími fari í málarekstur. Við viljum ekki hafa Mörtu í fé- laginu," sagði Þórhildur Bjart- marz, formaður félagsins. -EIR segi hlýtur það að segja til sín þeg- ar heilt íjölbýlishús er sett á útsölu. Það má því segja að um hreina og klára eignaupptöku sé að ræða af hálfu hins opinbera," sagði Krist- ján. Mikill urgur er á meðal húseig- enda á Flateyri vegna útsölunnar á fjölbýlishúsinu og telja þeir húseig- endur sem hyggja á sölu eigna sinna að yfirvöld séu algerlega búin að eyðOeggja þá litlu möguleika sem fyrir hendi voru í sölu fasteigna á staðnum. Búist er við að um frekari útsölur geti orðið að ræða af hálfu opinberra aðila á næstunni. “Ég sé enga aðra leið en að sækja með einum eða öðrum hætti á fé- lagsmálaráðuneytið. Það voru starfsmenn þess sem frömdu þenn- an gjöming og nú situr fjölskyldan uppi með verðlaust og óseljanlegt hús á staðnum - það svo að við eig- um í sjálfu sér ekkert eftir," segir Kristján. -GS Kristján J. Jóhannesson, fyrrum sveitarstjóri og íbúi á Flateyri. DV-mynd BG Lögreglan leitaði í morgun tveggja pilta á unglingsaldri sem grunaðir eru um gripdeild í söluturninum Toppmyndum í Hólagarði á níunda tímanum í gærkvöldi - þeim tíma sem þjófar og ræningjar hafa að undanförnu talið heppilegastan til að láta greipar sópa í sjoppum. Piltarnir höfðu á brott með sér 30-40 þúsund krónur og létu afgreiðslustúlku opna peningakassa. Síöan hurfu þeir á brott en lögreglan styðst við myndbandsupptöku við leitina að þeim. Á myndinni er afgreiðsiustúlkan skömmu eftir gripdeildina og lögreglumenn ræða málin. DV-myndir Sveinn OZ sprengir utan af sér húsnæði - skríöur upp Snorrabrautina meö ljósleiðara Tölvufyrirtækið OZ hefur sprengt utan af sér húsnæði sitt við Snorrabrautina sem lengst af var kennt við Osta- og smjörsöl- una. Vegna aukinna umsvifa og fiölgunar í mannahaldi hefur fyrir- tækið tekið á leigu hluta efri hæð- ar í næsta húsi sem áður hýsti áfengisútsöluna, Ríkið. „Við tengdum gamla Osta- og smjörsöluhúsið við Ríkið með ljós- leiðara vegna þess að húsnæði okkar var sprungið. Það eru ýmsir möguleikar á að bæta við sig hús- næði hér í hverfinu þótt ekkert sé afráðið í þeim efnum,“ sagði Eyþór Amalds, einn af framkvæmdastjór- um OZ. Byggingarréttur fylgir lóð OZ við Snorrabrautina en engar bygg- ingarframkvæmdir em fyrirhug- aðar: „Það tekur of langan tíma að byggja og svo er stækkim fyrirtæk- isins skorður settar hér á landi vegna skorts á tölvunarfræðing- um. Það gengur heldur hægt að unga þeim út í kerfinu," sagði Ey- þór. Sextíu manns starfa hjá OZ á Snorrabrautinni en fyrirtækið er jafnframt með aðsetur í Stokk- hólmi og San Francisco. Þar eykst starfsmannafjöldinn einnig. Sem kunnugt er af fréttum hafa Landsbréf og Fjárfestingarbanki atvinnulífsins nýverið fjárfest i OZ Ljósleiðari hefur verið lagður úr höfuðstöðvum OZ í nærliggjandi hús. fyrjr 273 milljónir króna. -EIR Samræming Guðbrandur Sig- urðsson, fram- kvæmdastjóri Út- gerðarfélags Akur- eyringa og stjóm- armaður í SH, seg- ir að eftir að nýr stjórnarformaður hafi tekið við hjá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hljóti að vera fram undan hjá SH ýmislegt samræming- arstarf milli aðalskrifstofú og dóttur- fyrirtækjanna erlendis. Kjötmjöl Félag um kjötmjölsverksmiðju á Suðurlandi hefur ákveðið að semja við danskt fyrirtæki um að kaupa vél- ar í verksmiðjuna fyrir rúmar 100 milljónir króna. Verksmiðjan verður reist í Hveragerði og á að byija starf- semi 1. nóvember. RÚV sagði frá. Óöld á Dalvík Umsjónarmaður skíðasvæðisins á Dalvík segist hafa skaðast vegna átaka sem orðið hafa milli unglinga í bænum og aðkomukrakka. Hann segir hópa hafa hætt við að koma til Dalvíkur á skíði og rekur það til illinda og slagsmála sem orðið hafa á milli fámenns hóps unglinga í bænum og aðkomufólks. Félags- málayfirvöld hafa brugðist við með samstilltu átaki. Dagur sagði frá. íslensk Páll Halldórs- son, flugstjóri hjá Landhelgisgæsl- unni, og niu félag- ar hans eru að smíða þyrlu í bíl- skúr í Kópavogi. Búist er við að jómfrúrflugið verði 17. júní. Páll tel- ur í samtali við Morgunblaðið að þyrlan verð góð viðbót í þyrluflota landsmanna. þyrla Verðinu breytt Forsvarsmenn Nýkaups segja að verði hafi verið breytt í verslun Nóa- túns meðan á verðkönnun Neyt- endasamtakanna stóð og mikið mis- ræmi hafi komið fram milli hillu- verðs og kassaverðs í versluninni. Farfuglaheimili rýmt Farfúglaheimilið á Seyðisfirði var rýmt i gærkvöldi vegna snjóflóða- hættu. 13 pólskir farandverkamenn og einn íslendingur búa á heimilinu. Engar tillögur Auðlindanefnd, sem kjörin var á Alþingi hinn 2. júní á síðasta ári til að fjalla um auðlindir í þjóðareign og hugsanlegt auðlindagjald, telur í áfangaskýrslu ekki tímabært að skila tillögum í málinu. Ólafur B. Ólafs- son, einn stærsti hluthafmn i HB hf., segist í viðtali við Morgunblaðið hafa verið sjálfur tilbúinn að kaupa bréf HB í SH sem________ úrslitum réðu í stjómarkjörinu SH. Stjómarformaður og forst hefðu ákveðið að selja þau Róbi Guðfmnssyni og félögum. SH-bréf hækka Hlutabréf í Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna hækkuðu um 10,6% í tæplega átta milljóna króna við- skiptum í gær. Þetta vom fyrstu við- skipti með hlutabréf félagsins eftir sögulegan aðalfund þar sem Róbert Guðfmnsson var kjörinn stjómar- formaður. Hlutabréf Haraldar Böðv- arssonar hf. hækkuðu einnig í gær en HB seldi 7% hlut í SH til Róberts Guðfinnssonar og fleiri, skömmu fyrir aðalfund, en sú sala réð úrslit- um í harðvítugum slag um stjómar- formannssætið. Aðalverktakar á flugi Gengi hlutabréfa í íslenskum aðal- verktökum hf. (ÍAV) hefur hækkað um 34% á tveimur vikum, að því er kom fram á Viðskiptavef VB á Vísi.is. Markaðsvirði félagsins er nú 3 millj- arðar króna. Nýlega var gengið fiú kaupum ÍAV á meirihluta hlutafjár í Ármannsfelli og innkomu Óháða fjár- festingasjóðsins hf. sem annars stærsta hluthafa ÍAV, á eftir íslenska ríkinu. -SÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.