Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ÓLI BJÖRN KÁRASON Aðstoöarritstjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11, 105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimaslöa: http://www.skyrr.is/dv/ Vísir, netútgáfa Frjálsrar flölmiölunar: http://www.visir.is Ritstjórn: dvritst@ff.is - Auglýsingar: auglysingar@ff.is. - Dreifing: dvdreif@ff.is AKUREYRI: Strandgata 25, sfmi: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuöi 1900 kr. m. vsk. Lausasöluverð 170 kr. m. vsk., Helgarblað 230 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgialds. Atkvæðisréttur keyptur Aö tilhlutan nefndar um kjördæmabreytingar hefur veriö lagt til, að landsbyggðin fái einn milljarö á ári næstu árin fyrir aukinn atkvæðisrétt íbúa Reykjavíkur og Reykjaneskjördæmis. Þetta er umfangsmesta verzlun með atkvæðisrétt, sem átt hefur sér stað hér á landi. Til þess að ná sátt í kjördæmanefndinni um jöfnun at- kvæðisréttar var samþykkt í henni að fá skipaða aðra nefnd um vanda landsbyggðarinnar. Sú nefnd hefur nú skilað áliti, sem felur í sér milljarð á ári í sérstakar að- gerðir til að jafna búsetuskilyrði í landinu. Þegar formaður nefndarinnar segir bláeygur, að ekk- ert innra samhengi sé í þessu ferli og að engin verzlun hafi átt sér stað, er hann vísvitandi að fara með rangt mál og niðurlægja sjálfan sig sem vitsmunaveru. Verzl- unin er uppi á borðum og í allra augsýn. Skynsamlegt getur verið að kaupa framfarir á þennan hátt til þess að fá um þær meiri sátt. Hrossakaup geta verið eðlileg aðferð til að koma málum fram, þegar ekki er verið að fela neitt fyrir fólki. Því er óþarfi að vera með ólíkindalæti út af niðurstöðu nefndanna tveggja. Landsbyggðin hefur haft frumburðarrétt umfram þétt- býlið í vægi atkvæða. Hún er nú að selja megnið af þess- um frumburðarrétti fyrir peninga. Menn gátu ekki stað- ið gegn jöfnun atkvæðisréttar, en heimtuðu að fá nokkra milljarða fýrir sinn snúð og munu fá þá. Húshitunarkostnaður verður jafnaður á þann hátt, að hann verði „hvergi meiri en hjá meðaldýrum hitaveit- um“, eins og það er fágætlega orðað í tiHögunni. Mark- aðslögmálum verður kippt úr sambandi, svo að þau hvetja ekki lengur til sparnaðaraðgerða í húshitun. Framlög verða aukin til námskostnaðar dreifbýlisfólks og afsláttur veittur af endurgreiðslum þeirra, sem setjast að á landsbyggðinni að námi loknu. Munu þeir greiða 3,75% af útsvarsstofni í stað 4,75%. Ennfremur verður aukin endurgreiðsla á ferðakostnaði sjúklinga. Þar sem fækkun íbúa hefur verið mest verða vega- framkvæmdir auknar, þar á meðal borun fjalla. Jafn- framt eiga sveitarfélög á þessum svæðum að fá meira af sameiginlegu skattfé, án þess að heildarskattheimta auk- ist, sem þýðir, að önnur sveitarfélög fái minna. Þetta er verzlun, sem ekki þarf að rökstyðja á annan hátt en sem verzlun, þar sem hluti landsmanna fær at- kvæðisrétt, sem hann sækist eftir, og annar hluti fær fé og þjónustu, sem hann sækist eftir. Marklaust er að halda fram, að þetta sé líka þjóðhagslega hagkvæmt. Samt rennur bullið upp úr formanni nefndarinnar, sem segir sveitarfélög í þéttbýli spara 3-5 milljónir á hverjum þeim, sem ekki fLytst þangað. Þá tekur hann ekki tillit til útsvars og annarra gjalda, sem nýir íbúar sveitarfélaga leggja af mörkum eins og aðrir. Þjóðhagslega er hagkvæmt, að byggðin í landinu þjappist saman og njóti sparnaðar af aukinni nálægð fólks. Fjölgun íbúa á höfuðborgarsvæðinu er þar að auki til þess fallin að draga úr fólksflótta til útlanda og er þannig eina raunhæfa byggðastefnan hér á landi. Þótt þjöppun byggðar sé þjóðhagslega hagkvæm, þarf hún þar með ekki að vera pólitískt hagkvæm. Meiri sátt er milli manna í landinu í heild, ef reynt er að setja upp byggðagildrur til að fá fólk ofan af því að flytja úr litlum plássum í stærri. En það eru samt byggðagildrur. Fulltrúar dreifbýlisins vilja halda kjósendum sínum í gíslingu og fulltrúar þéttbýlisins vilja aukinn atkvæðis- rétt kjósenda sinna. Um þetta hefur nú verið verzlað. Jónas Kristjánsson Óli Björn Kárason, ritstjóri DV, á hrós skilið fyrir vasklega frammistöðu í stóli ritstjóra Við- skiptablaðsins, sem og fyrir líflega viðskiptaþætti á Bylgjunni og Stöð 2. Nú birtist hann hress inni á DV. Eins og títt er um baldna, kraft- mikla fola, þá á Óli Bjöm það tO að fara nokkuð geyst. Ég sé ekkert nema gott við það, enda krydda slíkir kappar oft tilvemna. Að vísu getur hlaupið slíkt kapp í framsækna menn að heimurinn getur snúist á örskotsstund. Slíkt íinnst mér hafa komið yfir Óla Bjöm í leiðara DV miðvikudaginn 3. mars sl. Úr frjálslyndi í afturhald Tilefnið er umræða um sölu „Mér þótti skynsamlegra að ríkið héldi verksmiðjunni enn um sinn, enda miklir hagsmunir í húfi.“ - Áburðarverksmiðjan í Gufunesi. Stilltu þig, gæðingur Áburðarverksmiðj unn- ar. Svo illur virðist rit- stjórinn hafa orðiö að i einni hendingu breytir hann mér úr efnileg- um frjálslyndismanni í hið argasta afturhald. Og það sem meira er, þá rífur hann af mér hugðarefni mín, vetnispælingar á ís- landi. Skyndilega eru þær byggðar á sandi í stað þess að vera „framsýni um nýja orkugjafa". í þeirra staö á fyrmm frjáls- lyndur að hafa þann draum helstan að stunda utanferðir með bisnissjöfrum. Ja, heyr á endemi. Skjótt skip- ast veður í lofti og skelfing hefur umræð- an hleypt kappi í kinn ritstjörans. Kjallarinn Hjálmar Árnason aiþingismaður eftir frestun á þeirri sölu til þess að setja samningaferlið ekki í uppnám. Við sögð- um hins vegar út- lendingunum frá nýrri stöðu og reyndum að sann- færa þá um að vetn- ið yrði eftir sem áður til staðar, þó verksmiðjan yrði seld. Voru nú góð ráð dýr. Til að gera langa sögu stutta þá taldi ég einfaldlega hyggi- legra að bíða með sölu verksmiðjunn- ar vegna breyttra Aögát skal höfð Hvers vegna vildum við Guðni fresta sölu Áburðarverksmiðjunn- ar? Um það snýst málið og ekkert annað. Út- leggingar leiðarans eru af allt öðr- um rótum. Fyrir rúmu ári buðu tveir aðilar í verksmiðjuna. Báð- um tilboðum var hafnað, enda afar lág. Lá málið kyrrt i kjölfarið og virtist sofnað um sinn. Nokkru síðar hófust viðræður um ísland sem vettvang heimsins fyrir vetnistæknina, með aðild þriggja alþjóðlegra risa ásamt íslenskum aðilum. Eftir langar og á stundum erfiðar viöræður tókst að ná samningum sem vöktu m.a. at- hygli í heimspressunni. Þar er gert ráð fyrir lykilhlutverki Áburðarverksmiðjunnar á fyrstu stigum. Á viðkvæmu stigi samninganna komu skyndilega upp að nýju hug- myndir um sölu verksmiðjunnar. Viðbrögð okkar voru þau að óska „A viðkvæmu stigi samninganna komu skyndilega upp að nýju hugmyndir um sölu verksmiðj• unnar. Viðbrögð okkar voru þau að óska eftir frestun á þeirri sölu til þess að setja samninga- ferlið ekki í uppnám.u forsendna og tryggja hinum eftir sótta samningi farsæl endalok Ekkert lá fyrir hvað hinir nýju að ilar hyggðust fyrir og engin trygg ing fyrir áframhaldandi fram leiðslu vetnis. Mér þótti skynsam- legra að ríkið héldi verksmiöjunni enn um sinn, enda miklir hags- munir í húfl. Þetta mat mitt kann að vera rangt, en fylgja vildi ég sannfæringu minni og óskaði því eftir umræðum um málið á Al- þingi. Viðbrögðin hafa svo birst m.a. í fjölmiðlum, t.d. leiðara DV. Svo mörg voru þau orð. Vara við oftrú Þessi uggur hefur hins vegar orðið Óla Birni Kárasyni tilefni mikils innblásturs og skáldlegra hugrenninga um þær hvatir er hann telur að baki umræðunni liggja. Engu er líkara en umræðan hafi snert viðkvæma strengi í hjarta ritstjórans. Nú er Óli Björn mjög svo trúr sannfæringu sinni um að ríkisvaldið skuli ekki stunda atvinnurekstur, fremur láta hann vera í höndum einstak- linga eða félaga þeirra. Um þá meginstefnu erum við Óli Björn e.t.v. ekki svo ósammála. En ég vara við ofurtrú, jafnvel blindni, enda kann slíkt aldrei góðri lukku að stýra. Allar breytingar hljóta að þola mat á aðstæðum. Ókkur Óla greinir á hvað varð- ar tímasetningu með sölu Áburð- arverksmiðjunnar á þessum tíma- punkti. Ég taldi hyggilegra að stíga varlega vegna breyttra að- stæðna, einmitt vegna trúar minnar á vetnisdæminu. Nið- urstaðan er e.t.v. sú að mikil sannfæring okkar Óla á sitt hvorum málstaðnum hafl getið af sér fjölskrúðugri orðanotkun en efni stóðu til. Fram til sóknar Eftir umræðurnar hef ég átt ágætan fund með nokkrum nýj- um eigendum Áburðarverk- smiðjunnar. Eftir hann get ég ekki verið annað en bjartsýnn á framhaldið hvað vetnið varðar. Þar fékk ég loksins þær upplýsing- ar sem aldrei lágu fyrir áður. Hvaö mig varðar er óvissu eytt og hlakka ég bara til næstu skrefa í vetnismálunum. Hvort skoðanir Óla Bjöms á mönnum og málefn- um hafa breyst eftir að móður rann mestur af honum skal ósagt látið, enda þær ekki aðalatriðið. Af skrifum má eftir allt saman greina að við Óli Bjöm bindum svipaðar vonir við nýja orkugjafa. Þar virðist ekki ágreiningur okkar í millum þó við nálgumst málið af ólíkri nærgætni. Ég óska Óla Bimi Kárasyni alls hins besta í starfl ritstjóra, en segi sem loka- orð: Stilltu þig, gæðingur. Hjálmar Ámason Skoðanir annarra Harður húsbóndi „Kosningarnar á aðalfundi Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna i gær marka áreiðanlega ákveðin þátta- skil í viðskiptalíflnu hér. Þegar hlutabréfamarkaður- inn hefur þróazt á þann veg að hægt er að ná yfirráð- um í svo stóra fyrirtæki með hlutabréfakaupum, má ætla að það sama eigi við um nánast öll fyrirtæki sem skráð era á verðbréfaþingi... En nú þegar komið er í ljós að hægt er að ná yfirtökum í fyrirtækjum sem skráð eru á verðbréfaþingi með þessum hætti má bú- ast við að fleiri vilji láta á þessa aðferð reyna... Hvort það verður íslenzku viðskiptalífi til framdráttar á eft- ir að koma í ljós. Hlutabréfamarkaðurinn er harður húsbóndi." Úr forystugrein Mbl. 10. mars. Sjálfsmorðsviðleitni Framsóknar „Sjálfsmorðsviðleitni Framsóknarflokksins er að skila árangri. Flokkurinn hefur aldrei kunnað að fóta sig á mölinni og ekki skánar fótaburðurinn þegar far- ið er að malbika yfir þéttbýlið. Líkast til hafa þeir haft rétt fyrir sér, gömlu framsóknarhöfðingjamir, þegar þeir lögöust gegn því að flokkur þeirra byði fram í Reykjavík og þeim kaupstöðum öðrum þar sem „Grimsbýlýðurinn" setti svip sinn á bæjarlífið. Kjör- lendi flokksins era fífilbrekkur og heiðalönd... Fram- sóknarmenn munu seint sjá að meiningarlausar at- kvæðaveiðar einstakra þingmanna í fámennum kjör- dæmum hreinsa fylgið af flokknum í því þéttbýli sem dreiíbýlisbúar streyma látlaust til.“ Oddur Ólafsson I Degi 9. mars. Menningarefni þjóðar „Gagnstætt listalífinu á menningarlífið sér ekki af- markaðan bás utan vinnutíma fólks. Menningarlifið hefst ekki klukkan 20.00 á kvöldin og lýkur fyrir mið- nætti... Menning er semsagt ekki afþreying í þeim skilningi að hún eigi að notast til uppfyllingar í ann- ars dauðan tíma. Menning er ekki afþreying en afþrey- ing er menning. Hugmyndaheimur og hugmyndafræði era undirstöður menningar. Barnaefni í sjónvarpi nýt- ur engrar undanþágu í því efhi. Menningarstig okkar í framtíðinni er í stöðugri mótun í nútíðinni. „Útsýnið" um skjáinn í stofuhorninu, sem birtir tilsniðnar hug- myndir um veröldina, ræður miklu um þá mótun.“ Hávar Sigurjónsson í Mbl. 10. nóv.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.