Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Blaðsíða 6
6 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Fréttir íslensku tónlistarverðlaunin afhent í kvöld: Fólkið og fræðingarn- ir fella sinn dóm Mikil spenna er vegna íslensku tónlistarverðlaunanna sem afhent verða ■ kvöld. Hér má sjá fulltrúa hljómsveitanna Bang Gang, Skítamórals, Ný danskra og Ensíma, auk Helga Björns, sem berjast um verðlaunin. DV-mynd Hilmar Þór íslenskir tónlistarmenn og allt áhugafólk um tónlist stendur á öndinni í dag því í kvöld fer af- hending íslensku tónlistarverð- launanna fram við mikla viðhöfn á Grand Hótel Reykjavík. Spennan hefur jafnan verið mikil, enda margir kallaðir en bara einn út- valinn í hverjum flokki. Hópur fræðinga hefur skilað inn atkvæð- um sínum og músíkáhugafólk hef- ur haft tækifæri til að kjósa bæði á Netinu og með því að senda inn atkvæðaseðla. Þátttakan hefur verið frábær svo úrslitin verða hvort tveggja val „fólksins" og „fræðinganna". Úrslit verða kunn í átján flokk- um í kvöld. Þá skýrast línumar. Verður poppið eða rokkið ofan á, gamlir refir úr bransanum eða glaðir nýliðar? Hverjir hreppa gula kuðtmginn, verðlaunagripinn eftirsótta? Verða úrslitin eftir bók- inni eða óvænt og nýstárleg? Hvað gerist? Þetta kemur allt í ljós í kvöld. Ólíkir listamenn í flestum flokkum takast á ólik- ir listamenn, rokkarar, popparar, vanir harðjaxlar og blautir græn- jaxlar. Flytjandi ársins getur ann- aðhvort orðið Magga Stína eða Móa - tvær vanar söngkonur sem fóru nýjar leiðir á siðasta ári - Björk, Bubbi eða Páll Óskar, fólk sem lengi hefur baðað sig í kast- ljósunum. Verður þetta sigur ný- breytninnar eða reynslunnar? Hljómsveit ársins getur orðið Sóldögg, Stuðmenn, 200.000 nagl- bítar, Ensími eða Botnleðja - allt sveitir sem eiga titilinn vel skilinn þótt þær séu vissulega ólíkar. Hvað leiða úrslitin i ljós? Sigrar skallapoppið eða hærðarokkið; fágað poppið eða kraftmikið rokk- ið? Það kemur í Ijós í kvöld. Hver verður plata ársins? Svo jafnar vora plöturnar í forvali að ekki var hægt að skera þær bestu niður í fimm tilnefningar heldur urðu þær sjö. í þessum flokki er nýja rokkbylgjan áberandi: 200.000 naglbítar, Lhooq, Sigurrós, Botn- leðja og Ensími eru tilnefndar með sínar plötur. Ferskur djass Jóels Pálssonar fær einnig tilnefningu og endurkoma Ný danskrar - sjö plötur - og allt getur svo sannar- lega gerst. Hvaða lag verður talið hafa skarað fram úr á árinu? Góðu lög- in voru svo mörg að hér varð líka að bjóða upp á sjö möguleika. Aft- ur eru fimm ungar sveitir tilnefnd- ar: Lhooq með Losing hand, Skíta- mórall með Farinn, 200.000 nagl- bítar með Brjótum það sem brotn- ar, Bang gang með So Alone og Ensími með Atari. Hinir reyndu fá svo sínar tilnefningar líka: SSSól fyrir lagið „Síðan hittumst við aft- ur“ og Ný dönsk fyrir Húsmæðra- garðinn. Hverjir syngja best? Sumir halda því fram að ekki sé hægt að segja hver sé bestur í tón- list. Það verði ekki mælt með tommustokk eins og í langstökki. Þetta er kannski rétt en á íslensku tónlistarverðlaununum í kvöld kemur þó í ljós hverja fólkið og fræðingarnir telja besta á sínu sviði, eða eigum við frekar að segja hverjir þykja „skara fram úr á árinu“, til að særa engan. Enn og aftur keppir reynslan við fersk- leika nýjabrumsins, poppið við rokkið. Fimm söngvarar eiga möguleika á að standa uppi á sviði í kvöld og veifa kuðungnum í sigurvímu. Páll Óskar Hjálmtýsson er sá eini af þeim sem fengið hefur kuðung (árið 1996) en aðrir sem eru til- nefndir eru Egill Ólafsson, Stefán Hilmarsson - sem algjör óþarfi er að kynna, svo frægir og vinsælir meðal þjóðarinnar eru þeir - popp- hólkurinn Bergsveinn Árelíusson úr Sóldögg og falsettumjónan Jón Þór Birgisson úr Sigurrós. Af söngkonunum fimm eru þrjár vanar tilnefningum: Björk, Andrea Gylfadóttir og Ellen Krist- jánsdóttir. Af þeim hefur aðeins Björk fengið kuðung, alls þrisvar. í viðbót eru Magga Stina og Sara Guðmundsdóttir úr Lhooq til- nefndar. Fær Björk kuðung í safn- ið í kvöld eða einhver hinna sinn fyrsta kuðung? Við spyrjum að leikslokum. Ógjörningur að spá í hljóðfæraleik er kosið í fimm ílokkum: hljómborðs-, bassa-, trommu-, gítar- og blásturshljóð- færaleik. Á landinu er glás af góð- um hljóðfæraleikurum og þeir flmm sem tilnefndir eru í hvorn flokk geta allir búist við að bera stoltir heim kuðung eftir kvöldið. Fimm lagahöfundar eru til- nefndir: Jóhann Helgason, Gunnar Hjálmarsson, Björn Jörundur Friðbjörnsson, Jóel Pálsson og Vil- helm Anton Jónsson - allir færir menn og sigurstranglegir. Fimm tilnefningar eru einnig í flokki besta textahöfundarins: Megas, Bubbi, Kristján Hreinsson, Stefán Hilmarsson og dúettinn Súkkat. Það er kannski erfitt að gera upp á mflli þessara stórsnillinga en það verður þó gert í kvöld og einhver fær kuðung á náttborðið. Hver skaraði fram úr á djass- sviðinu og telst djassleikari árs- ins? Hvaða klassíska plata var best að mati fólks og fræðinga? Hvað tónlistarviðburður verður talinn hafa staðið upp úr? Hver fær heiðursverðlaunin? Og síðast en ekki síst: Hver verður talinn vera bjartasta vonin? Þar stendur hver silkihúfan upp af annarri og ógjörningur að spá einhverju. Til greina kemur rokk 200.000 nagl- bíta frá Akureyri, fúnk Funkmast- er 2000, tölvupopp Bang gang dúós- ins, grunnskólapönk Ragnars Sól- bergs og tölvurokk Ensíma. Ekki kemur til greina að láta sig dreyma um úrslitin í þessum flokki. Það kemur í ljós á Grand Hóteli i kvöld eins og öll hin úr- slitin. Mundu bara: Allt getur gerst! -glh TÓNLISTARVERÐlALININ 1999 <V) Dagskráin hefst ki. 19 Fordrykkur Forréttur: ítölsk sjávarréttasúpa Adairéttur: Fylltar kjúklingabringur Eftirréttur: Súkkulaöitriffle Veitt verða hin íslensku tónlistarverðlaun og gullplötur afhentar. Margir af helstu tónlistarmönnum landsins koma fram. I SJÓNVARFfÐl Fylgist meö sjónvarpsþætti um verölaunahátiöina í Sjónvarpinu á laugardagskvöld Aðstandendur Islensku tónlistarverðlaunanna eru itt mt Islensku tónlistarverðlaunin njóta styrks íönaðar- og víðskiptaráóuneytis Landsbanki íslands gefur verðlaunagripina.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.