Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.1999, Síða 10
10 FIMMTUDAGUR 11. MARS 1999 Spurningin Hvernig sérðu 2000-vandann fyrir þér? Hulda Björk Sigurðardóttir: Ég held það verði pólskipti. Ásmundur Gilsson verslunar- maður: Það verður enginn vandi. Ég og vinir mínir í Voltron ætlum að bjarga þessu. Valgerður Einarsdóttir nemi: Þetta verður ekkert spes. Ég held að það verði meiri taugaveiklun en tæknivandamál. Ásbjörg Einarsdóttir, 8 ára: Ég held að aliar tölvur stoppi. María Björgvinsdóttir nemi: Tölv- umar bila og allt fer í vaskinn. Þorsteinn Kristjánsson lyftara- maður: Ég held það verði lítið vandamál hérlendis. Verður ekki búið að fyrirbyggja þetta allt? Lesendur Breiðbandið, fjar- skiptakerfi framtíðar „Útsending sjónvarpsefnis í breiðvarpinu er aðeins fyrsta skrefið í þróun á þjónustu um breiðbandið." - Frá opnun Breiðbands Landssíma íslands snemma si. árs. Ólafur Þ. Stephensen, forstöðmn. upplýsinga- og kynningarmála Landssíma íslands, skrifar: Stefán Guðmundsson skrifar les- endabréf í DV fostudaginn 26. febrú- ar undir fyrirsögninni „Skugga- baldrar Landssímans". Heldur Stef- án því fram að forsvarsmenn Lands- simans hafi í fjölmiðlum sagt ósatt um rétt breiðvarpsins til að endur- varpa norrænum sjónvarpsrásum. Jafnframt segir hann Landssímann brjóta viljandi á höfundarrétti „til þess að geta réttlætt milljarða króna fjárfestingu í Breiðbandinu og Breiðvarpinu." Þessar ásakanir eru fráleitar í alla staði. í fyrsta lagi var samningur Landssímans við Telenor Satellite Services í Noregi um endurvarp norrænna sjónvarpsstöðva yfirfar- inn, m.a. hvað varðaði höfúndar- rétt. Þennan samning gerði Lands- síminn í góðri trú. Það voru samn- ingar Telenor við norrænu stöðv- amar sem ekki reyndust fullnægj- andi, eins og fyrirtækið hefur sjálft rakið í opinberri yfirlýsingu sem send var íslenskum fjölmiðlum 12. febrúar síðastliðinn. Landssiminn braut ekki viljandi á höfundarrétti, enda var endurvarpi norrænu stöðvanna hætt tímabundið þegar athugasemdir bárust frá stjómend- um surnra stöðvanna vegna höfund- arréttarmála. í ööm lagi voru engar ósannar yf- irlýsingar gefnar í fjölmiðlum um stöðu málsins og frásögn Stefáns af sjónvarpsviðtali við undirritaðan á Stöð 2 er jafnfjarri sanni og aðrar ásakanir bréfritara sem erfitt er aö sjá hvaða tilgangi eiga að þjóna. Samskipti Landssímans við nor- rænu sjónvarpsstöðvamar hafa ver- ið góð og em allir aðilar staðráðnir í að tryggja að innan skamms fái ís- lendingar að sjá norrænt sjónvarp eins og aðrir Norðurlandabúar þeg- ar álitamál vegna höfundarréttar hafa verið leyst. í þriðja lagi þarf Landssíminn ekki á þvi að halda að réttlæta fjár- festingu sina í breiðbandinu með vafasömum aðferðum, eins og Stef- án gefur í skyn. Breiðbandið er fjar- skiptakerfi framtíðarinnar, enda fer eftirspurn eftir bandbreidd sífellt vaxandi. Útsending sjónvarpsefnis í Breið- varpinu er aðeins fyrsta skrefið í þróun á þjónustu um breiðbandið, því að í framtíðinni verður breið- bandið eitt helsta gagnaflutnings- kerfið fyrir sjónvarp, útvarp, tölvur og síma, bæði myndsíma og talsíma. Með breiðbandinu mun í framtíð- inni gefast kostur á gagnvirku sjón- varpi, þáttasölusjónvarpi, heima- bíói eftir pöntunum og annarri þjónustu. Eingöngu hugmyndaflug manna og hraði í tækniframfomm setja breiðbandi framtíðarinnar skorður. Ogmundur og „nýi krataflokkurinn" Lára, félagi í BSRB skrifar: Það er ýmislegt sem maður upp- götvar þegar legið er í veikindum heima að degi til. Þá horflr maður m.a. á sjónvarp frá Alþingi. Ég vissi t.d. ekki fyrr að formaður þeirra samtaka sem ég er í, BSRB hefði sér- staka andúð á okkur félögunum sem eru og hafa alltaf verið kratar. Ég hef hins vegar aldrei heyrt hann tala nema hjá BSRB og þar segist hann vera formaður okkar allra. Nú horfði ég á formanninn tala á hinum vinnustaðnum, Alþingi, þar sem hann beinlínis bunaði úr sér með mikilli fyrirlitningu, að mér fannst, orðunum „nýi krataflokkur- inn“ - og átti við Samfylkinguna. Ég hélt að einu sinni hefði hann haft þá skoðun að vinstri flokkarnir ættu að sameinast. En það var kannski bara á meðan hann var bara formaður BSRB. Ég studdi Ögmund Jónasson, en ég vissi ekki að hann hefði einhverja sérstaka andúð á mér sem félaga í BSRB. En ég er krati og styð Sam- fylkinguna. Ég trúi því að það sé hagur okkar, launafólksins, að Sam- fylkingin verði öflug. Það er því skrýtið að forsvarsmaður launafólks telji þetta nýja stjórnmálaafl helsta andstæðing sinn. Eða kannski eru það bara við, kratar. Okkar störf hafa þó ekki verið afþökkuð innan bandalagsins, frekar en annarra. Unglingurinn er eins og hann er Konráð Friðfinnsson skrifar: Skilningur mannsins er takmark- aður. Hver veit hvert lífsins vegur liggur? Og vegna þess að maðurinn er ekki alltaf skynsamur í vali fer líka stundum illa. Ekki síst fyrir þær sakir að mörgum reynist erfitt að leita ráða hjá öðrum. - Ungling- ur, sem til að mynda er farinn að hugsa um of til hins „ljúfa lífs“, get- ur meö öllu læknast af hugsana- brengli sínu með þeirri einfóldu að- ferð að leita til einhvers einstak- lings sem reynslu hefur af málun- um. En unglingur er ávallt eins og hann er. Og reynsluheimur hans er yilÍÖ'íOGMi þjónusta allan i sima 5000 lli kl. 14 og 16 „Unglingurinn okkar á betra skilið en að lenda í klóm vímuefna. Það verður því að fræða hann, og besti kennarinn í þessu efni er maðurinn með reynsluna." - Frá fundi um fíkniefnamál. Árni Einarsson leiðbein- andl. ekki stór. Að vísu hefur hann séð drukkna karla og konur þar sem þetta fólk situr, stundum skitugt og illa til reika og allur glampi burt úr augum þess. En að „svona“ geti hent hann í eigin kringumstæðum, það er fjarri þankagangi ung- lingsins. Hann hefur nefnilega dregið upp eigin mynd af heimin- um sem togar sí- fellt fastar í hann. Síðan lætur hann undan löng- un sinni, kemst yfir áfengi og tek- ur fyrsta sopann. Unglingurinn hef- ur tekið stefnuna á bekkinn, og meiri líkur en ekki eru til að þar lendi hann eftir ákveðinn ára- fjölda. Hörmungarsaga drykkjumannsins, saga alkóhólist- ans er saga ósigra og óráðsíu í flestum hugsanlegum myndum. En unglingurinn okkar á betra skilið en að lenda í klóm vímuefna. Það verður því að fræða hann, og besti kennarinn í þessu efni er maðurinn með reynsluna. Furðuleg frétta- stofa RÚV Ari hringdi: Ég held að fréttastofa Ríkisút- varpsins, hljóðvarps, sé orðin yfir sig slöpp í fréttaöflun, það tekur því varla aö opna kl. 19 heldur bíða bara eftir sjónvarpsfréttum á tveimur stöðvum. Ég tek dæmi um fréttir kl. 19 sl. mánudagskvöld. Þá voru fyrstu fréttirnar tvær um slys. Sú fyrri um nauðaómerkilegt slysa- skot refaskyttu í fót á sjálfum sér. Alvön refaskytta, sagði í fréttinni. Sú síðari um mann sem fékk vír í gegnum fótinn. Hún var jú alvar- legri. En þetta eru nú ekki fréttir til að setja sem fyrstu fréttir í aðal- fréttatímanum. Eða er það? Og svo eru það sunnudagsfréttir á morgn- ana kl. 9 (kannski á laugardögum líka?) þar er ekki ein einasta inn- lend frétt lengur. Bara lesið af „faxi“ eða öðrum strimli það sem berst upp í hendumar!! - Þetta er ekki fréttastofa lengur. Veiðar á verð- lausri vöru Alfreð skrifar: Nú er loönuvertíð og dágóð veiði. En varan er verðlítil eða verðlaus. Þeir einu sem fá eitthvað út úr veiðunum eru sjómennimir sem halda sínu. Útgerðir og þjóðarbúið situr uppi með mjöl og lýsi, því er bara pakkað og sekkjað og jafnvel sent utan til geymslu þar til ein- hver og einhvern tima hefði hug á að bjóða í einhvem hluta birgð- anna. Ég er kvíðinn vegna verð- lækkana á loðnumjölinu og lýsinu. Það verður ekki mikið um bílakaup í ár ef loðnusala bregst. Heldur ekki utanlandssiglingar né boð í húseignir, hvorki í vestnrbænum né í Breiðholtinu. Ég hvet stjórn- völd að grípa nú þegar til neyðarúr- ræða í efhahagsmálum með því t.d. að skammta gjaldeyri eða leggja á hann svo sem 20% aukaálag til að stemma stigu við útstreymi hans. Munur væri nú hefðum við okkar mynt í dollumm eða evrunni. En þetta gengur ekki lengur til svona. Stækkun Leifs- stöðvar óþörf Björn Sigurðsson skrifar: Ég er yfir mig undrandi á því að enn skuli vera haldið áfram með hugmyndina um stækkun Leifs- stöðvar á Keflavíkurflugvelli. Kaupa tillögur frá hinum og þess- um (engin þeirra þó fyllilega hæf, samkvæmt fréttum) og svo tvær aukatillögur, bara upp á punt, aðra frá fyrrverandi húsameistara rikis- ins fyrir 500 inilljónir króna. Hvers konar ráðslag er hér á ferðinni? Það er engin þörf á stækkun Leifs- stöðvar, þar er engin umferð lengstan hluta sólarhringsins og verður aldrei. Nema þá að innan- landsflugið flytjist til Keflavíkur, sem væri skynsamlegt. Þá skal ég sem skattborgari samþykkja stækk- un á flugstöðinni. Fyir ekki. ÁTVR í fata- hreinsun Olga skrifar: Nú hefur Fatahreinsunin Þernan á Dalvík skotið öllum einkaversl- unum landsins ref fyrir rass með því að taka til sín útsölu ÁTVR á öllum tegundum áfengis sem ann- ars þykir vert að senda út á lands- byggðina til sölu. Hvergi er eins góð þjónusta viö þá sem vilja kaupa áfengi í lausasölu og á Dalvík, og reyndar á Ólafsfirði lika. íslenskir ráðherrar og ríkisstjóm ásamt heilagsandakúnni Alþingi, vilja ekki fyrir nokkurn mun leyfa sölu á léttvíni og áfengu öli í fullkomn- ustu stórmörkuðum með matvæli á höfuðborgarsvæðinu, en i fata- hreinsun á Dalvík, í barnafata- verslun á Húsavík (ef ég man rétt) og í einhverri annarri verslun óskyldri áfengi úti á landsbyggð- inni má selja guðaveigar. Svei lýð- ræðinu og fullveldinu á íslandi sem birtist í svona óskapnaði. Nei, má ég heldur biðja um að fara aftur undir Dani.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.