Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1999, Síða 24
32 MÁNUDAGUR 15. MARS 1999 * Vandamál í hjónabandinu og hjónarúminu Erfiðleikar í hjónabandinu valda konum oftar vandræðum í kynlífinu en körlum, að sögn vísindamanna við breska Keele-háskólann sem hafa skrif- að um það grein í heilbrigðis- tímarit. _> Vísindamennirnir ræddu við 1800 karla og konur í tengslum við rannsókn sína. Þriðjungur karlanna og fjörutíu prósent kvennanna viðurkenndu að erf- iðleikar í hjónabandinu endur- spegluðust í vandræðagangi i hjónarúminu. Hjónabandsvandræðin voru höfuðástæða kynlífsvandans hjá konunum en sömu sögu var ekki að segja af körlunum. Þeir nefndu sjúkdóma í blöðruháls- kirtli og of háan blóðþrýsting sem helsta sökudólginn. Skallalækning íheilanum Það skyldi þó ekki vera svo að lækninguna gegn skalla væri að finna í heilanum sjálf- um. Tímaritið New Scientist greinir frá því að vísindamenn við Humboldt-háskóla í Berlin hafi komist að því að prótín sem fær heilafrumur til að vaxa geti leitt til nýrra lyfja gegn skalla eða óæskilegum hárvexti. Tilraunir Þjóðverjanna á hárlausum músum leiddu í ljós að vaxtarþættir í heilanum hleyptu af stað myndun hár- sekkja. „Þetta er fyrsta vísbendingin um að vaxtarþættir sem áður var talið að væru mikilvægir fyrir þroska heilafrumna séu einnig mikilvægir fyrir þroska hársekkja," segir Ralf Paus í samtali við tímaritið. Paus seg- ir of snemmt að segja til um hvort niðurstöður þeirra eigi einnig við um hárvöxt mann- fólksins. Bæta þarf snjóflóðavita Tf Gríðarleg snjóflóð í Ölpunum á síðustu vikum hafa sýnt fram á þörfma fyrir rafeindavita til að auðvelda björgunarmönnum leitina að skíðamönnum gröfn- um í fönn. Sérfræðingar segja þó að betrumbætur á núver- andi vitum séu nauðsynlegar. Skíðamenn sem vilja fremur renna sér i ótroðnum snjó eru oft með rafeindavita á sér, enda flestir þeirra sem lenda í snjóflóðum menn sem renna sér utan brauta. Rannsóknir í Kólóradó sýna hins vegar að um helmingur þeirra sem lenda undir snjóflóði deyr á þeim átján mínútum sem það tekur atvinnubjörgunarmenn að finna þá. Nýir rafeindavitar sem hafa verið settir á markað- inn á þessu ári þykja skref í rétta átt, en þeir sýna úr hvaða átt merkiö berst og hversu langt að það er komið. Glansheimurinn ekki alltaf góð fyrirmynd: Þvengmjóar tískufyrirsætur skaðlegar ungum stúlkum Ljósmyndir í tískublöðum hafa mikil áhrif á ungar stúlkur og ekki er loku fyrir það skotið að myndir af grindhoruðum tískusýningar- stúlkum geti valdið sálrænum skaða. „Það kann að hafa skaðlegar sál- rænar afleiðingar að vilja líta út eins og fyrirsætur sem eru allt of grannar," segir í rannsókn sem bandaríska bamalækningaakademí- an birti fyrir stuttu. Niðurstöður rannsóknarinnar þykja vera til marks um það aö tímarit og blöð fyrir ungar stúlkur gætu gegnt mikilvægu hlutverki í að viöhalda góðri heilsu lesenda sinna með því að birta ekki myndir af fyrirsætum sem em eins og gang- andi beinagrindur. Að ekki sé nú talað um ef tímaritin birtu jafn- óhörðnuðum stúlkum. Þvengmjóar fyrirsætur þykja ekki góð fyrirmynd ungum Barn síns tíma: Kepler í stjörnuspekinni Jóhannes Kepler, sá frægi þýski stjarnvísindamaður, gerði meira en að uppgötva lögmálin sem ráða hreyfingum reikistjarna. Hann gruflaði lika í þeim óvísindalegu fræðum stjörnuspekinni. Bandaríski stjarnvísindamaður- inn Anthony Misch hefur fundið fjögur hundrað ára gamalt stjörnu- spákort sem Kepler gerði fyrir aust- urrískan aðalsmann, Hans Hanni- bal Hutter von Hutterhofen. Kortið fannst ofan í skúffu í skjalasafni Kaliforníuháskóla í Santa Cruz í desember síðastliðnum, innan um aðra gamla pappíra. Fundurinn kom Misch í opna skjöldu. „Þarna lá það bara, í ómerkileg- um litlum ramma. Það vakti strax athygli mína, enda greinilega miklu eldra en annað sem er i skjalasafn- inu,“ segir Misch. „Þetta var mjög, mjög spennandi." Kepler var uppi á árunum 1571 til 1630 og er almennt talinn í hópi merkustu stjarnfræðinga sögunnar, á svipuðum stalli og menn á borð við Kópemikus og Galíleó. Misch segir að eitt af hlutverkum Keplers sem hirðstærðfræðings Rúdolfs annars Rómarkeisara hafi verið að búa til stjörnuspákort eins og það sem fannst í Santa Cruz. Kort austurriska aðalsmannsins er skrifað með skrautlegri rithönd og á því em einnig alls kyns tákn úr dýrahringnum. Rithandarsérfræð- ingar í Berlín hafa staðfest að kort- ið sé eftir Kepler. Misch segist þó ekki enn vera búinn að klóra sig fram úr því sem á því stendur, hverju Kepler hafi spáð fyrir aðals- manninn. „Kepler er einn þeirra sem áttu þátt í að móta hina vísindalegu að- ferð en á sama tíma var hann með annan fótinn í heimsmynd miðalda. Hann var ákaflega framlegur hugs- uður sem viðurkenndi ekki hefð- bundna stjörnuspeki. Hann hafði dulspekilegri sýn,“ segir Anthony Misch. Talið er að skólinn í Santa Cruz hafi komist yfir kort Keplers ein- hvem tíma seint á 19. öld. framt greinar um ágæti líkamsrækt- ar af ýmsu tagi. Rannsóknin náði til 550 stúlkna á aldrinum 10 til 18 ára. Sextíu og níu prósent þeirra sögðu að ljósmyndir í tímaritum hefðu áhrif á hugmynd- ir þeirra um hvernig hinn full- komni líkami ætti að líta út og 47 prósent þeirra sögðust vilja grenna sig vegna einmitt slíkra mynda. Ekki þó vegna þess að svona stór hluti stúlknanna væri allt of feitur. Hreint ekki. Aðeins 29 prósent stúlknanna sem tóku þátt í rann- sókninni reyndust of þungar. Vís- indamennirnir sem stóðu að rann- sókninni segja hana þá fyrstu þar sem mat er lagt á tengslin milli prentmiðla og hugmynda stúlkna um líkamsþyngd og lögun. Samhengi reyndist vera milli þess hversu mikið stúlkurnar lásu tískutímarit og þess hversu mikið þær hefðu reynt að grenna sig efth- ýmsum leiðum. Vísindamennimir segjast þó ekki vera að halda þvi fram að ungar og of feitar stúlkur ættu að sætta sig við óbreytt ástand og að ekki ætti að hvetja þær til að grenna sig. Frekari rannsókna er þörf, segja vísindamennimir, um hvort grein- ar í tískublöðum um heilsuspillandi áhrif strangrar megrunar, lotu- græðgi og lítinn líkamsþunga hefðu einhver áhrif til góðs. Falið misgengi undir Los Ange es Vísindamenn hafa fundið hul- ið jarðlagamisgengi undir Los Angeles í Kaliforníu. Líklegt er að það hafi valdið jarðskjálftum og geti valdið enn stærri skjálft- um í framtíðinni. Misgengi þetta þekur alls 840 ferkílómetra, að þvi er fram kemur í grein þeirra Johns Shaws við Harvardháskóla og Peters Shearers við Kaliforníu- háskóla í tímaritinu Science. „Hluti þessa misgengis olli Whittier Narrows-jarðskjálftan- um árið 1987. Kortlagning ann- arra hluta misgengisins benda til að það geti valdið miklu öfl- ugri og skaðlegri skjálftum," segja vísindamennirnir. Whittier Narrows-skjálftinn mældist 6 stig á Richter. Átta týndu lífi í honum og tvö hundrað slösuðust. Sjáanleg misgegi, eins og San Andreas-misgengið,' fá miklu meiri athygli og hafa verið rannsökuð af mikilli nákvæmni. Shaw og Shearer segja aftur á móti að nýja misgengið sjáist ekki jafnvel og ekki sé jafnauð- velt að kortleggja það. Faíið misgengi olli svokölluð- um Northridge-skjálfta árið 1994. Hann mældist 6,7 stig á Richter, varð 57 manns að bana og olli skemmdum sem metnar eru á tæpa þrjú þúsund millj- arða íslenskra króna. Vísindamenn í Kaliforníu sunnanverðri hafa mikið gert til að reyna að finna misgengi þessi en ekki gengið sérstaklega vel. Shearer og Shaw notuðust við gögn frá olíuvinnslufyrir- tækjum við að kortleggja nýja misgengið sem er í þremur greinilegum hlutum. Þrír kíló- metrar eru niður á misgengið þar sem grynnst er en sautján kílómetrar þar sem dýpst er. *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.