Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Page 4
4
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999
fréttír___________________________________________________________
Haraldur Briem sóttvarnalæknir meö ofurviðkvæmar upplýsingar:
Pólitísk stjórn sjúkrahúsa
tekur völd af læknum
- ætlar ekki að senda upplýsingar um sjúklinga sína í gagnagrunn
Haraldur Briem, sóttvarnalækn-
ir og sérfræðingur í smitsjúkdóm-
um, ætlar ekki að afhenda lækna-
skýrslur sínar til einkaleyfishafa
gagnagrunns á heilbrigðissviði.
Haraldur starfar með sjúklinga
sem oft eru haldnir erfiðum sjúk-
dómum sem geta ógnað almanna-
heill cg eru þá samkvæmt lögun-
um persónugreinanlegir. Haraldur
telur að hann væri að rjúfa
læknaeiðinn ef hann sendi frá sér
upplýsingar annað. Haraldur segir
að það sé í höndum pólitískt kos-
inna stjóma sjúkrahúsanna, sem
nú fara með ákvörðunarvaldið um
flutninga á viðkvæmum heilsu-
farsupplýsingum, að taka ákvörð-
un um framhaldið.
„Ég mun ekki sjálfvirkt senda
upplýsingar í þennan grunn nema
sjúklingarnir biðji um það sjálfir.
Það leiðir af sjálfu sér að maður
hlýtur að bregðast við á þennan
hátt,“ sagði Haraldur í samtali við
DV í gær. „Ég sinni sjúklingum
með tiltölulega viðkvæma sjúk-
dóma, auk þess að vera sóttvarna-
læknir og starfa þá samkvæmt
sóttvamalögum. Sem slíkur fæ ég
sendar upplýsingar um vissa sjúk-
dóma sem geta ógnað almanna-
heill og eru samkvæmt lögum per-
sónugreinanlegir. Til þess að ég
geti rækt starf mitt verða menn,
sem eru að senda mér slíkar upp-
lýsingar, að vita að þær fari ekki
eitthvað áfram,“ sagði Haraldur.
Haraldur segist ekki vita hvern-
ig eða hvort skýrslurnar verði
teknar frá læknum gegn vilja
þeirra, það verði að koma í ljós
hvort það verður fógetaaðgerð eða
einhver önnur mildari aðferð.
Meðal viðkvæmra sjúkdóma
sem Haraldur hefur fengist við að
lækna er alnæmi, ótal lifrar-
bólgutilfelli og kynsjúkdómar af
ýmsu tagi en slík tilfelli finnast
hjá hátt í 2 þúsund sjúklingum á
ári.
Sjöunda greinin í lögum um
gagnagrunninn kveður á um að
heimilt sé að afhenda upplýsingar
úr sjúkraskrám til einkaleyfis-
hafans að fengnu samþykki heil-
brigðisstofnana eða sjálfstætt
starfandi heilbrigðisstarfsmanna.
Haraldur Briem læknir vinnur með
sjúkraskrár sínar. Upplýsingar um
sjúklinga hans eru afar viðkvæmar
og þær afhendir hann ekki nema
nauðugur. DV-mynd GVA
Heilbrigðisstofnanir skulu hafa
samráð við læknaráð og faglega
stjórnendur viðkomandi stofnunar
áður en gengið er til samninga við
rekstrarleyfishafann.
Haraldur segir það ekki vafa
undirorpið að ákvörðunarvaldið
liggi nú hjá pólitiskt skipuðum
stjórnum heilbrigðisstofnana að
taka ákvörðun um hvemig heilsu-
farsupplýsingar eru notaðar, ekki
hjá læknum. Ef læknaráð segi nei
en stjórn spítala já þá gildi já
stjórnarinnar. Þetta sé engan veg-
inn í samræmi við siðareglur
lækna.
Fleiri læknar hafa lagt bann við
notkun á upplýsingum úr skýrsl-
um sínum, meðal þeirra eru Árni
Björnsson lýtalæknir. Jón Hjalta-
lin Ólafsson, yfirmaður húð- og
kynsjúkdómadeildar, neitar líka
að afhenda gögn.
„Þessi gagnagrunnur er alveg
sérstakt mál. Þarna á að safna öllu
um alla sem er skelfileg hugmynd
að mínu mati,“ sagði Haraldur
Briem að lokum.
-JBP
;
« hhhkhh
., . mmmmmammmmmi.
KíHiP
óJaíoJ&syð.
____________
Selnum af hringanórategund, sem hefur verið í Húsdýragarðinum frá því í janúar, eftir að hann fannst með stórt kýli á sér í Reykjavíkurhöfn, verður sleppt
út í náttúruna á næstunni. Ekki þykir ráðlegt að reyna að hafa selinn, sem hefur verið nefndur Marel, í lauginni hjá landselunum sem fyrir eru í garðinum.
Þó að Marel sé óðum að ná sér er hann enn með sár en það er hætt að grafa í því. Selurinn er því í rauninni talinn fær um að fara aftur út í náttúruna. Hús-
dýragarðsfólk bíður eftir góðri veðurspá. Ekki hefur verið ákveðið enn þá hvar Marel verður sleppt. Á annarri myndinni er Margrét Dögg Halidórsdóttir rekst-
arstjóri með Marel í fiskakarinu sem hann býr nú f. DV-myndir Teitur
Uni ekki
Runólfur Vigfús Jóhannsson,
soniu- Guðrúnar Á. Ásgeirsdóttur,
vísar þvi alfarið á bug að hann
eigi sök á þvi að skipti á dánarbúi
Rúnu Guðmundsdóttur, móður-
ömmu sinnar og móður Sophiu
Hansen, hafi dregist á langinn.
Runólfur segir að sér hafi
borist kauptilboð Sophiu Hansen
í erfðahluta móður sinnar í Tún-
götu 32, 8. janúar 1998. Hann
Dánarbú móður Sophiu Hansen:
ásökunum Sigurðar Péturs
- segir Runólfur Vigfús Jóhannsson
kveðst hafa margítrekað reynt að
ná sambandi við Sophiu vegna til-
boðsins en aðeins getað talað við
Sigurð Pétur Harðarson um það.
Skilaboðum sem hann bað Sigurð
að koma til Sophiu hafi hún
aldrei svarað.
Runólfur, sem býr í Kaup-
mannahöfn, segir að sér hafi síð-
an enn borist tilboð frá Sophiu
milli jóla og nýjárs 1998 upp á 2,2
milljónir króna i erfðahlut Guð-
rúnar móður sinnar. Hann hafi
talið það heldur lágt í ljósi gang-
verðs á fasteignum í vesturbæ
Reykjavíkur. Eftir að hafa ráðgast
við lögmann sinn hafi hann þó
ákveðið að fallast á tilboðið, með
þeim fyrirvara að bera það fyrst
undir móður sína. Þann 27. janú-
ar hafi hann lýst þessu yfir við
lögmenn málsaðila og jafnframt
því að hann væri á leið í viku fri,
en strax að því loknu myndi hann
hafa upp á móður sinni og bera
tilboðið undir hana. í ljósi þessar-
ar atburðarásar og því sem síðan
hefur gerst, þá uni hann því ekki
að sitja undir ásökunum frá Sig-
urði Pétri Harðarsyni um að
hann hafi tafið fyrir því að skipti
á dánarbúi ömmu sinnar gætu
farið fram. -SÁ
Fáðu þér bara flösku
Heimilisfaðir i vesturbænum lét
Jsér hvergi bregða þegar uppátækja-
samir synir hans voru
annars vegar. Eitt sinn
fór miðsonurinn (sem nú
gegnir virðulegu starfi í
Reykjavík) „í bíó“ á,
föstudagskvöldi, fékk
pening hjá pabba,'
kvaddi alla með virkt-’
um, fór síðan á kenderí og var ekki
farinn að sjást á laugardeginum.
Pabbi fór að gera sér ljóst að ástæða
:þess að pilturinn skilaði sér ekki
væriekki einskær áhugi á kvikmynd-
um. Á sunnudeginum kom vinur son-
arins, bankaði upp á og spurði fóður-
inn hvort félagi hans væri heima.
„Nei, hann hefur ekki sést héma frá
því á föstudagskvöldið,1' sagði sá
gamli og tottaði pípuna sína. „Veistu
alls ekki hvar hann er eða hvar ég á
að leita að honum?" spurði vinurinn.
„Sko, ég skal gefa þér ráö, vinur.
Fáðu þér bara brennivínsflösku og bíl
- og þá finnur hann þig!“
Löng bíómynd
Vinurinn hélt nú í bæinn tO að leita
aö félaga sínum. Hann fann hann
Ihvergi og ekki
kom hinn ungi
Jvesturbæingur
heim til sin að-
faranótt mánu-
/dagsins fremur
Jen’. næturnar á undan.
En pabbi gamli þóttist nú vita að son-
urinn færi nú senn að koma heim -
pilturinn sem hafði farið í bió á föstu-
dagskvöldiö. Undir hádegi á mánudeg-
; inum rölti hinn skemmtanaglaði ungi
sonur niður götuna í hverfinu í vesfi
urbænum, með úfið hár en glaður í
;hjarta. Þegar hann nálgaöist húsið sá
hann andliti föður sins bregöa fyrir á
bak við gardínurnar. Stráksi gekk upp
tröppumar og mætti svo karli í gætt-:
: inni. Sá gamli leit á son sinn, kross-
lagði handleggina og spurði svo með
hæðni í röddinni: „Jæja vinur. Er
ikomið hlé í bíó núna?"
Fjör
á Fróni
— Sandkomi hafa borist
Þorravísur 1999 sem nú
eru heimfærðar upp á
genaslaginn og gagna-
grunninn. Lesendur fá
hér tækifæri til aö lesa
fyrsta partinn:
Nú er fiör á Fróni,
fagnar íslensk þjóð,
kreistir kát sitt blóð,
í Kára genasjóð
Allt frá erkiflóni
upp í Hemma Gunn
myndar gagnagrunn,
genabrunn.
Innsta eðli vort
allt fær sett á kort,
greind og gáfnaskort,
galla af verstu sort.
Menn vona að Kári klóni
knáa íslands hjörð,
er ríki hress og hörð,
hér á jörð.
Stúdentaslagur
I
Logandi óánægju gætir meðal stúd-
enta í Háskóla íslands með nýjasta
tölublað Stúdentablaðs-
ins. Á forsíðu blaðsins
má sjá rissaöa mynd af
Birni Bjamasyni
menntamálaráðherra
og í kringum hann eru
horaðir nemendur að
éta hitt og þetta, svo sem bækur og
annað ómeti. Ritstjóri blaðsins, Erna
Kaaber, er talin hafa stigið stórt feil-
spor af viðbrögðum nemenda að
1 dæma en ástæða myndbirtingarinnar
?var ákvörðun menntamálaráðherra
að hækka námslán til stúdenta.
Röskva, sem skipar meirihlutann í
Stúdentaráði, var ekki sátt við að
enginn ræddi við samtökin og ákvað
ijþví að sögn að hefna sín duglega.
: Fulltrúi Vöku hefur sagt sig úr rit-
j stjóm Stúdentablaðsins...
Umsjón Óttar Sveinsson
Netfang: sandkorn @ff. is