Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV
fréttaljós___________________________________
Snjóflóð hafa fallið margsinnis á skíðamannvirki á Seljalandsdal:
I stríði við snjóflóð og sýslumann
Snjóflóð hafa falliö margsinnis á
skíðamannvirki á Seljalandsdal en
ævinlega hafa heimamenn brett upp
ermar og byggt upp að nýju. Það olli
mikilli ólgu þegar Ólafur Helgi
Kjartansson, sýslumaður á ísafirði
og yflrmaður Al-
mannavama, varaði
sveitunga sína við því
að hefja að nýju upp-
byggingu skíðamann-
virkja á Seljalandsdal
eftir að öll mannvirki
eyðilögðust þar i snjó-
flóði 5. apríl 1994. Auk
þess að skíðasvæðið
var rústir einar varð
mannskaði þegar
sumarhúsabyggðin
eyðilagðist í sama
flóði.
Viðvörun Ólafs
Helga var m.a. til-
komin vegna skýrslu
svissnesks snjóflóða-
fræðings sem líkti
uppbyggingu við
„rússneska rúllettu"
þar sem miklar líkur
væru á því að snjóflóð
féllu aftur á sama
stað. Eftir að sjónar-
mið sýslumanns
komu fram i fjölmiðl-
um má segja að allt
hafi farið á annan
endann og bæjar-
stjórnarmenn brugð-
ust ókvæða við þessum viðvörun-
um.
Ummæli sýslumanns þá urðu til-
efni til einstæðrar og afar umdeildr-
ar samþykktar á bæjarstjórnarfundi
í ísafjarðarbæ fimmtudaginn 16.
febrúar 1995 en þá var Kristján Þór
Júlíusson bæjarstjóri og eftir því
sem næst verður komist aðalhvata-
maður samþykktarinnar.
Sýslumanni óviðkomandi
í samþykktinni, sem gerð var
samkvæmt tillögu Kolbrúnar Hall-
dórsdóttur og 8 bæjarfulltrúar lögðu
nafn sitt við, segir m.a.:
Bæjarstjóm telur rétt að fram
komi að Ólafur Helgi sýslumaður
er ekki umsagnaraðili um skipu-
lagsmál eða uppbyggingu skíða-
svæðisins á Seljalandsdal og sér
bæjarstjóm ekki ástæðu til að
kynna sýslumanni sérstaklega
þau vinnubrögð sem unnin eru
að beiðni og fyrir ísafjarðarkaup-
stað. Sýslumaðurinn/lögreglu-
stjórinn á ísaflrði á sæti í al-
mannavarnanefnd kaupstaðarins
í krafti síns embættis en formað-
ur almannavamanefndar er bæj-
arstjórinn á ísaflrði. Lögreglu-
stjórinn fer með yflrstjóm al-
mannavarna þegar hættuástand
ríkir samkvæmt lögum um al-
mannavamir.“
Með öðram orðum: bæjarstjóm
gaf tóninn og taldi að sýslumanni
kæmi málið ekki við. Þetta má
túlka þannig að bæjarstjóm hafi í
raun með formlegri samþykkt reynt
að svipta viðkomandi einstakling
(sýslumanni í þessu tilfelli) mál-
frelsi hvað þessi mál varðar gagn-
vart fjölmiðlum.
Þama varð sá viðsnúningur í um-
ræðunni sem raunar hefur einkennt
allt málið síðan að í stað þess að
Ólafur Helgi
Kjartans-
son.
Krlstján Þór
Júlíusson.
Tryggvi
Guðmunds-
son.
- hulduher stofnaður til höfuðs fjölmiðlum
ráðamenn ísafjarðarbæjar reyndu
að átta sig á höfuðóvininum, snjó-
ílóðaógninni, var tekið til við að
skammast í þeim sem vildu ræða
málið á faglegum nótum þar sem
innleggið var fræðileg úttekt á hætt-
unni og sögulegar staðreyndir um
snjóflóð fyrri tíma. Þessi við-
kvæmni er reyndar þekkt af öðrum
svæðum en skíðasvæðinu þar sem
hættulínur hafa verið sveigðar eftir
pólitískum leiðum og ekki hefúr
mátt minnast á eldri flóð vegna þess
aö ímynd svæðis væri þar með í
hættu og verðfall fasteigna blasti
við.
Stríði var lýst yflr við fjölmiðla,
fallin snjóflóð og sýslumann sem
vildi skyggnast fram á veginn. Það
er mat margra að nær hefði verið að
nýta hemaðarmáttinn til fyrirbyggj-
andi aðgerða.
RÚV fær skammir
Fréttastofa Rikisútvarpsins fékk
ákúrur í greinargerð með frægri sam-
þykkt bæjarstjórnar Isafjarðarbæjar.
Þar segir að skýrsla sérfræðinga hafi
verið matreidd ofan í landsmenn með
þeim hætti að störf bæjarstjómar ísa-
fjarðar hafi verið gerð tortryggileg.
Síðar segir í greinargerð með sömu
samþykkt að bæjarstjórn þurfi ekki á
ráðgjöf „sjálfskipaðra sérfræðinga" að
halda. Bæjarstjóm mun einfaldlega
leita ráöa hjá þeim aðilum sem
fremstir em á þessu sviði þegar hún
metur þörf á því.
Mál þetta hefur nú verið rifiað upp
og enn sem fyrr þykir ýmsum að
sýslumanni komi málið hreinlega
ekki við og að hann eigi ekki að tjá sig
um byggingu mannvirkja á Selja-
landsdal.
Ólafur Helgi Kjartansson segir í
dag að það hljóti að verða mönnum
umhugsunarefni hvemig hagað sé
uppbyggingu mannvirkja á þessum
slóðum í ljósi þeirra snjóflóða sem
kostað hafi 35 manns lífið á norðan-
verðum Vestfiörðum á undanfórnum
árum. Samþykkt bæjarstjórnar í febr-
úar 1995, sem segi að honum komi
málið ekki við, hafi verið „einsdæmi í
íslandssögunni".
„Ég er í þeirri stöðu sem sýslumað-
ur og lögreglustjóri að hafa ákveðnum
skyldum að gegna sem yfirmaður al-
mannavama á svæðinu samkvæmt
lögum. Það hlýtur því að vera eðlilegt
að maður velti þessum málum fyrir
sér og hafi skoðun á málinu, án þess
að þar með sé verið að segja mönnum
fyrir verkum. Það er málfrelsi í land-
inu,“ segir Ólafur Helgi.
Hann segir að hans skoðanir varð-
i Innlent réttaljós
R eynir Traustason
Hc irður Kristjánsson
andi uppbyggingu á Seljalandsdal séu
mótaðar í ljósi sögunnar.
Á Seljalandsdal er til skráð snjó-
flóðasaga. Árið 1953, nánar tiltekið 18.
eða 29. mars, eyðilagði snjóflóð t.d. 14
..ypfeía
fýrirfiugftðar
: Ifciðalyftur £
~ -~G6ctotmiytmv
SMbheinwf 'X' •; * >• ■
Wfyrif;
mS>aí
/ ÍSAFjÖRDUR
Sýslumaðuriim á ísafirði efast um réttmætí
uppb.yggingár á SeQaiandsdal
Ekki á að byggja
'upp á hættusvæður
“SrS Fullástæðatilað ^
nnvirki á taka raark á við-
vörunum í skýrslu
}>»(. Sifrg&mÆ
tíérfrxo- pað Cr, eíru og skj'rsian scgir, tcýa að búaat roegi víð tfiWœ
í Selja- mjóg míkiivaegt zö þarna sé hðö íryóíltSð falli i *v»ðið i W
um frek- fyllsta aágát og eftirlit með tímabili eða jafnvel tJF
Mvtrðmu siyóaíögum og hugsanlcgri Mýö- tím*," sagði óiafur ÍMrW
ikylour i ílóðahættu verði nyðg ttIt ÍM til I reglum um arýöeftlriitlk
Salatnðið viðbðUr kann «ð vtn nð almanna- svieðinu. wm kynntar
irlít með vamanefnd þurfí að fylgjast *ér- unni, er gtrt ráð fyri?*4þ»ð\
tað s6 að auWega með svæðinu ef þannlg ekki opnað nema { sanrádp
ber undir," wýðathugunajroana. ólatJr
l*ggur skyldur á bæjarvjM
Htki ný ÓiaAir Helgí iweíti gegn ^ ->-n r.'-áF’
skWa3v*ðuirs 1
Mannskaði varð þegar snjóflóð féll
á skíðamannvirki og sumarhúsa-
byggð á Seljalandsdal þann 5. apríl
1994.
Varðandi spurningu um að sefia
upp lyftu við Sandfell í stað núver-
andi staðsetningu á lyftum á Selja-
landsdal telur Tryggvi það koma til
álita en þar fáist aldrei eins langar og
góðar brekkur. Þá sé það líka álitamál
hvort þar geti ekki líka fallið snjóflóð.
Menn verði einfaldlega að horfa á að
þar sem brekka er, þar getur snjór
runnið af stað.
Ólafur Helgi Kjartansson sýslumað-
ur hafi ekki vald til að banna eitt eða
neitt varðandi uppbyggingu á Selja-
landsdal.
„Afskipi sýslumanns af málinu eru
algjörlega ástæðulaus og hann á ekki
að vera með slíkar yfirlýsingar um
þetta mál, segir Tryggvi.
Hulduher stofnaður
Aftur féll snjóflóð á skíðamannvirk-
In á Seljalandsdal í byrjun mars í ár.
Þá hafði uppbygging átt sér stað,
þvert ofan í ráðleggingar sýslu-
manns.
ára gamlan skíðaskála sem stóð
nokkru innan við núverandi skíða-
skála og var í farvegi snjóflóðsins sem
féll 1994.
Þann 18. janúar 1953 lentu fiórir
skíðamenn, sem voru að æfingum í
fjallinu fyrir ofan Gullhól, í snjóflóði.
Þeirra á meðal var Oddur Péturs-
son, núverandi snjóflóðaathug-
unarmaður, og barst hann
með flóðinu um 250 metra
vegalengd.
Snjóílóðið 1994 eyðilagði
allar skiðalyftur á Selja-
landsdal og olli stórfelld
um skemmdum í Tungu-
dal, auk þess sem einn
maður fórst og ein kona
slasaðist alvarlega.
Þann 6. apríl 1996 lentu
menn í snjóflóði á Selja-
landsdal, þeirra á meðal
Tryggvi Guðmundsson
lögfræðingur. Ólafur tel-
ur að mönnum beri
skylda til að skoða málin
í ljósi reynslunnar og
sögu svæðisins þvi annað
sé óeðlilegt.
„Ég lýsi minni skoðun
hreinlega á málinu í ljósi
staðreynda. Er ekki öllum
umhugað um öryggi og vel-
ferð fólks?“ sagði Ólafur
Helgi Kjartansson, sýslumað-
ur á ísafirði.
„Þetta er mikið áfall en áhuga-
hópurinn er reiðubúinn að koma
efri lyftunni upp aftur,“ segir
Tryggvi Guðmundsson, lögfræðing-
ur og áhugamaður um uppbygg-
ingu skiðasvæðisins á Seljalands-
dal, og telur afskipti sýslumanns
af málinu algjörlega ástæðulaus.
Tryggvi er í hópi þeirra áhuga-
manna sem unnið hafa að uppsetn-
ingu á efri lyftunni á Seljalandsdal.
Hann segir að menn velti því nú fyrir
sér hvort eitthvað í veðurfarinu hafi
breyst á síöustu árum sem leiði frek-
ar til snjóflóða. Þar virðist þó ekkert
benda til að frekar megi búast við
snjóflóðum á þessu svæði á 5-10 ára
fresti en áður þar sem margir áratug-
ir liðu á milli slíkra atburða.
Margir túlka það sem svo að sú
staðreynd að umræðan snýst um
sýslumann og fiölmiðla en ekki hina
raunverulegu hættu sé merki um af-
neitun þess hóps sem fyrir umræð-
unni standi.
í stað þess að hugsa málin út frá
sögunni og úttekt vísindamanna sé
skipulega ráðist að boðberum hinna
illu tíðinda. Þeir ísfirðingar sem DV
ræddi við túlka afstöðu þess hóps
þannig að um sé að ræða annars veg-
ar eins konar átthagaást sem snúist
um stolt ísfirðinga, skíðasvæðið á
Seljalandsdal. Hins vegar séu hreinir
og klárir hagsmunir sem
IAFUR
Kjarunsson,
Pxð r
H«igí ■wMmm.
'Tuður á Iwfirði, telur að
■P að byggja nunnvirki i
m þar scm siýófióiahæiU
't h«ndi. Hanr. tdur fulla
tíl að tala mark á vidvór-
i akýralu nýófióðasÁrfraeð-
um srýðfióðahættu í Sdja-
al og segir að verði um frek-
bytffing-u á akfðaavjrðínu
legjri það ríkar skyldur á
' uafiarðar. Aðalatriðíð
efla þurfi cftirtit með
n íflct cg iformað «6 að
Allt fór á annan endann á ísafirði þegar sýslumaðurinn
tjáði sig um að ekki ætti að byggja upp aftur eftir snjóflóð-
ið á Seljalandsdal árið 1995. Þessi grein birtist í Morgun-
blaðinu í febrúar 1995.
ráði ferðinni.
Markaðsetning á „dölunum tveim-
ur“ sé í uppnámi verði ekki enn og
aftur byggt upp á Seljalandsdal. Hvað
sem því ltður er ljóst að sú vinna við
að byggja upp ímynd Vestfiarða und-
anfarin ár er að miklu leyti fyrir bí.
Snjóflóð á sunnudag, þvert ofan í
ályktun bæjarstjórnar og kjánalegt
stríð við fiölmiðla og sýslumann, hafa
skapað ímynd sem ekki er líkleg til að
trekkja að ferðafólk eða peningamenn
sem eflt gætu atvinnulífið á svæðinu.
Það er mat margra að ráðamenn í
ísafiarðarbæ hafi tapað stríðinu við
fiölmiðla og sýslumann og gleymt að-
alatriðinu, sjáifri snjóílóðahættunni.
Einhverjir túlka það sem svo að hluti
afneitunarinnar felist í því að heima-
menn sjái fiölmiðla ekki sem spegil á
raunverulega atburði heldur sem
sjálfa atburðarásina. Þannig falli snjó-
flóð fyrir tilstilli fiölmiðla en ekki af
náttúrulegum orsökum. í þessu sam-
hengi er bent á að nýverið hafi verið
stofnað til „hulduhers" sem ætlað sé
að stjórna umfiöllum fiölmiðlanna.
í þetta verkefni lagði Fjórðungs-
samband Vestfirðinga eina milljón
króna og réö til starfa Pál Ásgeir Ás-
geirsson, blaðamann Frjálsrar versl-
unar. Raddir eru uppi um að nær
hefði verið aö nota þá peninga í eitt-
hvað þarfara, svo sem rannsóknir á
snjóílóðum.
Snjóflóð af mannavöldum!
Sem dæmi um hámark afneitunar-
innar hafa sögur gengið um að snjó-
flóðið sl. sunnudag hafi faUiö af
mannavöldum. Þar hafa heyrst fuU-
yröingar um að svokaUaður skíðaveg-
ur, sem gerður var sikksakk í snjóinn
upp hlíðina við lyftuna sem verið var
að reisa, hafi orðið þess valdandi að
snjóbreiðan sprakk.
Tryggvi Guðmunds-
son segist hafa heyrt
þessar fuUyrðing-
ar. Hann segir slík-
ar vangaveltur al-
gjörlega út í hött.
Sagðist hann hafa
leitað álits sérfræð-
inga á þessu máli
sem telji fráleitt að
þessi vegur hafi
þessi áhrif. Þá
spanni breidd veg-
arins á svæðinu að-
eins um einn
fimmta af breidd
flóðsins. Auk þess
hafi verið fennt í
þessa slóð þegar
flóðið féU.
Varðandi trygg-
ingar á lyftunni
sem áhugamanna-
hópurinn var að
sefia upp er talið að
hún faUi innan
ramma annarra
mannvirkja. Þó að
áhugahópurinn hafi
unnið að uppsetn-
ingu þá var mann-
virkið skráð eign
bæjarins en hafði samt
ekki verið tryggt sér-
staklega.
Ólíklegt er talið að
tryggingafélög fahist
á aö tryggja mann-
virki á þessum slóð-
um enn einu sinni. Óljóst er enn
hvort byggt verður upp aö nýju á
Seljalandsdal en eftir stendur að
málið aUt hefur skaöað ímynd bæj-
arins og margir sjá fyrir sér fræg
slagsmál Don Kíkóta við vindmyll-
ur forðum þegar frammistöðu bæj-
arstjómar og bardagalist ber á
góma.
Villibrádaveisla
Meiri háttar villibráðarveisla
aðeins kr. 3,800,-
MunSö leikhústilboðin okkar
Ótakmarkað kranaöl og matur
í Naustkránni alla föstudaga
og laugardaga frá kl. 18 - 22 ....
.... fyrir aðeins kr.
Vesturgötu 6 - 8 • sími 552 3030
2,000,-