Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Page 22
22
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999
viðtal
„Við sátum í Skálafeili i allt sumar. Það var mjög sérstök tilfinning að vera uppi á heiði. Það spillti ekki fyrir að fimm-
tíu lambær með allan sinn fjölskyldustofn f kringum sig höfðu aðsetur við skálann. Það lyktaði allt af taði og ull. Við
vorum komin heim til Bjarts í Sumarhúsum," segir Kjartan.
DV-mynd E.ÓI
Kjartan Ragnarsson og Sigríður Margrét Guðmundsdóttir:
Heima hjá Bjarti
í Sumarhúsum
r
Amorgun verður frumsýnd
leikgerð Kjartans Ragnars-
sonar og Sigríðar Margrétar
Guðmundsdóttur á Sjálfstæðu fólki
eftir Halldór Laxness. Leikritin sem
þau gerðu upp úr sögu Halldórs eru
tvö og taka þau samanlagt um sex
klukkustundir í sýningu. Sömu leik-
arar eru í verkunum en þeir eru
ekki í sömu hlutverkum í báðum
hlutum.
Af hverju ekki?
Kjartan, sem jafnframt er leikstjóri
verksins, og Sigríður Margrét vöktu
mikla athygli á síðasta leikári fyrir
uppfærslu sína á Grandavegi 7 eftir
Vigdísi Grímsdóttur og eru því ekki
óvön að vinna saman, fyrir utan það
að þau búa saman. En hvemig kom
það til að ráðist var í leikgerð á Sjálf-
stæðu fólki?
„Af hverju ekki Sjálfstætt fólk?“
spyr Kjartan á móti. „Þegar Halldór
féÚ frá leitaði þjóðleikhússtjóri til
okkar til að finna efni i einhvers kon-
ar minningarsýningu. Þegar jöfur
eins og Halldór hverfur af sjónarsvið-
inu horflr maður yfir sviðið og þar rís
Sjálfstætt fólk hátt og er ein af hans
mestu bókum ef ekki sú mesta. í því
verkefni fólst mikil ögrun."
Sjálfstætt fólk er mikil skáldsaga og
erfitt að sjá þetta bókmenntaverk fyr-
ir sér á sviði. Þið hafið ekki veigrað
ykkur við þessu mikla verkefni?
„Jú, en það er einmitt þess vegna
sem hún er svo ögrandi. Hún er mik-
ill skáldskapur og það er ekki auðvelt
að setja hana á svið. Það þarf að leita
nýrra leiða og það fyrsta sem við gerð-
um var að finna formið og hvemig
hægt væri að koma náttúrunni á
svið,“ segir Sigríður Margrét og Kjart-
an bætir við:
„Við sögðum strax að við gerðum
ekki leikgerð af Sjálfstæðu fólki nema
vera með beljuna, tíkina, hreindýrin,
fuglana, óveðrið og jökuiána.
Okkur fannst við sleppa svo mikl-
um hluta af Bjarti ef samskiptum
hans við náttúruna væri sleppt. Þegar
hugmyndaleiðin var fundin varð
verkefnið mjög spennandi. Það em
líka mikil forréttindi að fá að vera á
kafi í bók eins og Sjálfstætt fólk.
Einn af lyklununum að hugmynd-
inni em tónlistarmennirnir sem við
vinnum með. Þegar við leituðum að
lausn fyrir náttúruna og dýrin þá end>
aði það allt í tónlist. Það var því mjög
ánægjulegt að Stefán Baldursson sam-
þykkti að ráða þrjá tónlistarsnillmga
til að vera með verkinu frá byrjun
sem er ólikt því sem gengur og gerist
í leikhúsi. Hlj ó ðfærale ikaram ir era
því jafnmikið inni í sýningunni og
aðrir leikarar. Það hefur skapað hóp-
andrúmsloft sem mér þykir mjög
skemmtilegt."
Fimmtíu lambær
undir vegg
„Við vorum svo heppin að KR lán-
aði okkur skíðaskálann sinn í Skála-
felii í fyrrasumar. Þar skrifuðum við
endanlega leikgerð," segir Sigríður
Margrét. Áður höfðu þau kastað bolt-
anum á milli sín og fundið leiðir með
tilheyrandi „heilagolu".
„Við sátum í Skálafelli í allt sumar.
Það var mjög sérstök tililnning að
vera uppi á heiði. Það spillti ekki fyr-
ir að fimmtíu lambær með allan sinn
Öölskyldustofn í kringum sig höfðu
aðsetur við skálann. Það lyktaði allt
af taði og ull. Við vorum komin heim
til Bjarts í Sumarhúsum," segir Kjart-
an.
Þannig að glíman við Laxness hef-
ur verið ánægjuleg?
„Mjög skemmtileg og stórkostleg
reynsla," segir Sigríður Margrét.
Er þetta ekki í fyrsta skipti sem
verk er sett upp á þennan hátt?
„Jú, þetta er í fyrsta skipti sem
verk er tvískipt en samt sama upp-
færsla," segir Kjartan. „Ég gerði
handrit að opnunarsýningu Borgar-
leikhússins sem var Ljós heimsins og
Höll sumarlandsins eftir Halldór Lax-
ness en tímaskortur og ytri aðstæður
gerðu það að verkum að ekki var
mögulegt að leikstýra verkunum sam-
an. Þetta urðu því gjörólíkar sýningar
og því ekki hægt að segja að þetta hafi
verið gert áður.“
Trúnaður við hugblæ
sögunnar
Það reynist oft erfitt að halda trún-
aði við frumverkið þegar skipt er á
milli forma. Eiga einhveijir eftir að fá
áfall?
„Kannski á einhver eftir að fá
áfall,“ segir Sigríður Margrét. „Það
sér enginn sína bók en vonandi góða
leiksýningu."
„Hvað er trúnaður við skáldsögu
sem er leikgerð eða færð í kvik-
mynd?“ spyr Kjartan. „Það verður
alltaf einhver túlkun. Upplestur kallar
meira að segja á túlkun og verður um-
deilanlegur. Trúnaður væri fólginn í
því að rétta fólki bókina og segja því
að lesa.
Við fullyrðum að við höldum full-
komnum trúnaði við þann hugblæ
sem við upplifðum þegar við lásum
söguna. Þann hugblæ færum við í
leikform með söguna sem vinnuplagg.
Trúnaður við anda verksins, við anda
Halldórs, er grundvaOaratriði. En það
er ekki trúnaður við að setningarnar
komi í réttri röð.“
„Það er líka ómögulegt annað en
hafna einhverjum atriðum sögunnar
sem ættu þó fyOilega rétt á sér í sýn-
ingunni," segir Sigríður. „Það fer
fram ákveðið val sem fer eftir því
hvað við vOjum leggja áherslu á í
þessari leiksýningu. Einhver annar
gæti gert leikgerð upp úr sögunni og
fengið allt annað verk en samt verið
trúr sögunni."
Að láta vaða
Hvað var erflðast við að færa verk-
ið úr skáldsögu í leikrit?
„Það erfiðasta kemur vinnunni
ekki við,“ segir Kjartan. „Það erfið-
asta er að hafa kjark tO að láta vaða
vitandi um aOar þær væntingar sem
fólk hefur gagnvart þessari bók. En
það þýðir ekkert að hugsa um það.“
„Maður verður að losa sig við þenn-
an ótta,“ segir Sigríður. „Við urðum
satt að segja svolítið skeO'd þegar við
sáum sjónvarpsþátt um HaOdór þar
sem hver fræðingurinn og rithöfund-
urinn kom á eftir öðrum og sagði að
Sjálfstætt fólk væri stórkostlegasta
bókin, vitnaði í hana og virtist kunna
hana utan að. Þá fór svolítið um okk-
ur.“
„Það kom okkur ekki á óvart að
SjáO'stætt fólk væri uppáhaldsbók
margra. En að sjá hve mikið vægi hún
hefur fengið eftir dauða HaOdórs hef-
ur valdið því að það hefur sett að okk-
ur óttahroll í bland, ekki það að við
skeOumst það neitt. Það er mjög gam-
an að fást einmitt við þessa mikil-
vægu bók og við finnum tO mikiRar
ábyrgðar," segir Kjartan.
Ögrandi og sárstakt
Er ekki sérstök upplOun að eiga
tvær frumsýningar á stóra sviði Þjóð-
leikhússins sama daginn?
„Jú, það hefur lengi verið draumur
minn að gera eitthvað í þessa veru
eins og sést á því sem ég reyndi við
opnun Borgarleikhússins. Það er líka
mjög mikilvægt að finna að maður er
að gera eitthvað sérstakt; að eitthvað
ögri manni á nýjan hátt. Það er ofsa-
lega gaman vera með tuttugu leikara
sem vinna samstíga í báðum sýning-
unum en eru samt að fást við ólíka
hluti.“
Undanfarið hefur verið mjög áber-
andi að verið er að gera leikgerð upp
úr sögum. Er það frábrugðið því sem
er að gerast annars staðar?
„Það er ekki bara á íslandi en hér
er áberandi umræða um að það sé
önnur tegund af leikhúsi," segh Kjart-
an. „En það að gera leikrit upp úr sög-
um er viðtekin vinnuaðferð í leikhúsi
frá örófi alda. Gömlu grísku leikskáld-
in skrOuðu eftir gömlum sögnum,
Shakespeare tók leikrit annars leik-
skálds og endurskrOaði. 1 kvikmynd-
um er alltafverið að leikgera sögur.
Þetta er því ekkert nýtt.
Hvort sem bók er gerð á leiksviði
eða í kvikmynd þá er það aðferð við
að njóta verksins saman. Þetta gerh
bókina aídrei betri eða gerh hana að
klassísku verki. Þetta er miklu heldur
samkoma í kringum bókina sem er
einmitt sá heiður sem hún á skilinn."
-sm
Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir í hlutverki Ástu Sóllilju.
DV-mynd Teitur