Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Page 26
LAUGARDAGUR 20.. MARS 1999 JjV 26 ungt fólk 'lfe' „Þau líta ekki öll eins út en það eru engin samskiptavandamál. Börn eru fordómalaus," segir Hjalti Þorkelsson. Hér sjáum við börnin með fána landanna sinna. - kennarinn af tíunda þjóðerninu unni á eftir mér og þá er ég komin í himnariki. Ég hlakka til hvers kennsludags." Algjör tilviljun Hjalti Þorkelsson er skólastjóri Landakotsskóla. Hann segir það mjög skemmtilegt að hafa svo fjöl- breyttan bekk þar sem börnin koma frá Eþíópíu í suðri allt til Rússlands í norðri. Margir halda að Landakotsskóli sé kaþólskur en svo er ekki, hann er almennur skóli og opinn öllum. „Þetta er algjör tilviljun." í skólanum eru nemendur níu þjóða þannig að það hittist mjög sérstaklega á. „Sum börnin eru fædd hér og önnur hafa flust hingað þannig að þau kunna flest mjög góða ís- lensku." Hjalti tekur undir með Margréti og segir að engir menningará- rekstrar hafi orðið." Ætli það sé ekki þroskandi að vera í svo fjölbreyttum bekk? „Það er það eflaust. Þau læra að taka tillit hvert til annars. Þau líta ekki öll eins út en það eru engin samskiptavandamál. Börn eru for- dómalaus.“ -sm skemmtilegra en ég held að það hafi ekkert með þjóðirnar að gera. Ég hef kennt átta ára börniun í mörg ár og mér finnst þau ekkert hafa breyst. Ég er ekki á þeirri skoðun sem margir hafa; börnin hafa ekki breyst heldur umhverf- ið. Ef kærleikur og virðing rikir innra með fólki þá er hægt að kenna. Ég virði börnin og þau virða mig og vilja allt fyrir mig gera. Þau eru opin og yndisleg." Eru engir árekstrir milli menn- ingarheima? „Nei. í samfélagsfræðitímum koma börnin með hluti sem for- eldrar þeirra komu með frá út- löndum og þá ræðum við um hvernig jólin eru haldin heima hjá þeim og í heimalöndum foreldr- anna. Kennarinn þeirra segir að bekkurinn sé yndislegur og fjölbreyttur. DV-myndir Hari ísland verður æ fjölbreytiegra og skemmtilegra með árunum. Samt sem áður heyrir það til undantekn- inga ef fleiri en tveir nemendur af erlendu bergi brotnir eru í einum bekk. í Landakotsskóla er örugglega um íslandsmet að ræða þvi að í ein- um bekk eru böm níu þjóða og kennarinn af tíunda þjóðerninu. Börnin breytast ekki Kennari þessa bekkjar er Mar- grét Múller sem kom hingað til lands fyrir fjörutíu ámm og hefur kennt allan tímann. Skyldi þetta ekki vera fjölbreyttasti bekkurinn sem hún hefur kennt? „Jú. Krakkarnir eru líka alveg yndislegir." Er skemmtilegra að kenna svo fjölbreyttum bekk? „Það er miklu Á laugar- daginn komum við öll saman og hafði þá hvert barn sinn þjóðfána. Þau fóru öll með íslensk kvæði og einnig á sínum þjóðtungum. Það var líka sungið á tíu tungumál- um.“ Margrét verður aldrei leið á kennslunni. „Ég loka kennslustof- NEMENDUR NIU ÞJÓÐA í EINUM BEKK í prófíl Inga Þóra, spurningaljón MH Fullt nafn: Inga Þóra Ingvars- dóttir. Fæðingardagur og ár: 23. júni 1979. Maki: Enginn enn þá. Börn: Engin sjálf, systurdótt- ir mín er nóg í bili. Starf: Nemi í MH og Gettu betur keppandi. Skemmtilegast: Vinna í spurningakeppni. Leiðinlegast: Tapa í spum- ingakeppni. Uppáhaldsmatur: Hvítlauks- ristaðir humarhalar. Uppáhaldsdrykkur: Kampa- vín ef ég væri nógu gömul, vatn verður að duga þangað til. Fallegasta manneskjan (fyr- ir utan maka): Strákarnir í liðinu, geri ekki upp á milli þeirra. Fallegasta röddin: Oddur og Eggert Þórarinssynir, þekki þá ekki í sundur í síma. Uppáhaldslíkamshluti: Hendur. Hlynnt eða andvíg ríkis- stjqrninni: Hlutlaus. Með hvaða teiknimyndaper- sónu myndir þú vilja eyða nótt: Með Sjóöríki seiðkarli. Uppáhaldsleikari: Hilmir Snær Guðnason. Uppáhaldstónlistarmaður: Aretha Franklin. Sætasti stjórnmálamaður- inn: Halldór Blöndal, algjört krútt!! Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Ætli ég verði ekki að segja Gettu betur. Leiðinlegasta auglýsingin: Þessi um Rapid White í sjónvarpsmarkað- inum. Leiðinlegasta kvikmyndin:, Hin helgu vé, hef aldrei klárað að horfa á hana. Sætasti sjónvarpsmaður-J inn: Glúmur Baldvinsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Bókabúðir og söfn. Besta „pikköpp“-línan:Viltu I koma heim með mér og skoða I íslandshandbókina? Hvað ætlar þú að verða þeg- ar þú verður stór: Nóbels- verðlaunahafi. Eitthvað að lokiun: MH best m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.