Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 29
1>V LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 29 DV, Helsinki:_______________________ „Ég kalla sjálfan mig bara glaum- gosa - playboy - vegna þess að ég hef eiginlega enga vinnu haft í meira en áratug og vil enga fasta vinnu hafa,“ segir Borgar Garðarsson, leikari í Finnlandi, sem þó hefur alltaf nóg að gera og er nú að æfa upp nýtt leikrit í Helsinki. Það verður frumsýnt í apríl. Svo bætir Borgar við um stöðu sína i líf- inu: „Ég held að örlög mín hafi ráðist í gærkvöld. Ég hef bara ekki nennt að hringja heim og spyrja hver þau urðu!“ Hann hlær og segir að leikhóp- urinn Bandamenn hafi haldið fund um næsta verkefni og þar hafi að öll- um likindum allt verið ákveðið með næsta verkefni. „Vinnan með Bandamönnum hefur gefið mér ótrúlega mikið. Það er með þeim sem aðalvinnan mín er,“ segir Borgar sem rúmlega þrítugur kom til Finnlands og fór að leika með Lilla teatern í Helsinki. Það er leikhús sænskumælandi Finna og Borgar var þar fastráðinn leikari i sjö ár og síðar oft í lausaverkum. Með hláum í 20 ár „Ég hef verið hér í Finnlandi í meira en 20 ár með fimm ára hléum af og til,“ segir Borgar. Hann skaust til að hitta tíðindamann DV í hléi frá æf- ingum hjá Klokkariketeatern og við setjum niður í menningarlegu um- hverfi á Cafe Kafka í Sænska leikhús- inu. Klokkariketeatern er frjáls leikhóp- ur sem starfað hefur í tíu ár en Borg- ar er í fyrsta sinn með núna. Leikrit- ið er hópurinn að skrifa undir stjórn leikstjóra og það fjallar um fjölskyldu sem var allt í öllu í menningarlífi Finna á síðustu öld. „Það eru nærri því jafnmargir frjálsir leikhópar hér og heima á ís- landi,“ segir Borgar og staðfestir að leikhúslíf standi föstum fótum í Finn- landi, hvort sem leikið er fyrir þau 94% þjóðarinnar sem tala finnsku eða 6 prósentin sem tala sænsku. Tungumálasúpa Borgar hefur ekki lært finnsku og hann telur sjálfan sig til sænskumæl- andi hóps landsmanna. Kona Borgars er Ann Sandelin sem áður var forstóri Norræna hússins í Reykjavík og er nú dagskrárstjóri fyrir sænskar dagskrár hjá hljóðvarpi og sjónvarpi í Finn- landi. Á heimilinu er töluð sænska þótt Ann hafi finnsku að móðurmáli en dóttirin Silja María, 14 ára er, jafnvíg á sænsku og finnsku og talar auk þess ensku og dönsku og Borgar segir að hún „telji sig tala íslensku líka“. „Ég er ekkert að leiðrétta það hjá henni en það er sjaldgæft að fólk nái fullum tökum á svo mörgum tungu- málurn," segir Borgar. Fjölskyldan býr í Borgá, um klukkustundar akst- ur í austur frá Helsinki. Þar hefur lengi verið vígi sænskumælandi manna í Finnlandi. Bærinn er 700 ára gamall og þar eru um 20 þúsund íbú- ar, meirihlutinn fmnskumælandi. Finnar og Finnlands-Svíar „Við í Borgá segjum að Helsinki sé bara hafnarborg fyrir okkur. Það er allt í lagi að koma hingað af og til en sjálfur höfuðstaðurinn er í Borgá," segir Borgar. Það hefur lengi verið togstreita milli þjóðanna og sænsku- mælandi minnihlutinn lítur gjarnan stórt á sig. Um sina eigin sænsku segir Borgar að Finnlands-Svíar heyri að hann er ekki heimamaður en Svíar frá Svíþjóð heyra ekki annað en að hann sé ekta og innfæddur Finnlands-Svíi. „Ég hef aldrei átt í erfiðleikum vegna tungumálsins. Fólk tekur það ekki svo nærri sér þótt leikari tali með örlitlum hreim. Þetta hefur aldrei verið vandamál en maður sem kominn er yfir þrítugt lærir aldrei nýtt tungumál til fullnustu," segir Borgar, sem líka hefur leikið á dönsku þvi fjölskyldan bjó um skeið í Kaupmannahöfn eftir dvölina á ís- landi. Þá lék Borgar m.a. i Færeyjum og með Bandamönnum hefur hann farið út um allan heim. Þunglynd þjóð Talið berst að einkennum þjóð- anna, íslendinga og Finna. Borgar Borgar Garðarsson leikari hefur frá þrítugsaldri verið virkur í finnsku leikhúslífi. Nú á vordögum verður hann með í frumsýningu á nýju leikriti f Helsinki. DV-myndir Gísli Kristjánsson Borgar Garðarsson leikari í Borga í Finnlandi: segir að það séu ekki bara fordómar að Finnar virki oft þungir og sorglega háar tölur um tíðni sjálfsmorða stað- festa það. Sérstakelga er ástandið erfitt eftir hver áramót. „Ég veit að ég má ekki segja þetta en það liggur við að þeir hengi sig í jólatrénu áður en þeir henda því út,“ segir Borgar. „Á íslandi er engan frið að fá fyrir þorrablótum og árshátíðum eftir ára- mótin. íslendingar hafa bara ekki tíma til að leggjast í þunglyndi á þeim tíma,“ segir Borgar. Hann segir að upp úr áramótum liggi allt leikhúslíf í dvala í Finnlandi og það geti verið þungt að komast í gang aftur þegar sól hækkar á lofti. „Það er oft eins og finnskir leikarar eigi erfítt með að sleppa sér lausum," segir Borgar, hugsi. Léttur stíll Þunglyndi þjóðarinnar stingur í stúf við léttan stíl á allri hönnun, hvort sem er á fótum, húsum eða hús- munum. „Finnum er mikið í mun að allt líti vel út og þeir eru mjög stoltir af hefð sinni í arkitektúr og hönnun en menn verða að hafa búið hér lengi áður en þeir skilja hvernig þunglyndi þjóðar- innar og léttur stíllinn getur farið sarnan," segir Borgar. Annar munur á íslendingum og Finnum er aö Finnar eru ung þjóð. „Finnsk þjóðarvitund vaknaði með út- gáfu Kalevala-kvæðabálksins árið 1835. Þá uppgötvuðu Finnar að þeir væru þjóð. Þeir höfðu áður verið hluti af Svíþjóð í 600 ár og þar á eftir hluti af Rússlandi. Það er ekki nema hálf önnur öld síðan Finnar fóru að segja: Við erum Finnar," segir Borgar. „íslendingar hafa alltaf trúað því að þeir séu afskaplega gömul þjóð. Þetta er eins og þegar Silja dóttir mín trúir því að hún tali íslensku; Það er ágætt að trúa því. Halldór Laxness sagði einu sinni að skandinavískar bók- menntir væru svo sem ágætar þótt þær væru 850 árum á eftir íslenskum bókmenntum í þróuninni,“ segir Borgar og hlær. Bestir í bekknum „Eins og margar ungar þjóðir eru Finnar mjög metnaðargjarnir. Þeir verða að vera bestir í bekknum. Þetta kemur fram i íþróttum og þetta kem- ur fram í aðildinni að Evrópusam- bandinu. Margir voru á móti aðild en úr því að þjóðin hafnaði í ESB þá vilja menn vera bestir í bekknum þar líka,“ segir Borgar. Borgar reiknar með að ílendast í Finnlandi næstu árin og halda áfram að velja og hafna verkefnum. Þetta er frelsið. Heima i Borgá er friðsælt og Borgar segir að lífið þar sé spurning um að „velja eitthvað sem er aðeins grænna en stórborgin en samt ekki al- veg úti i sveit.“ „Stórborgin er innan seilingar en slamt sleppur maður við óþægindin sem fylgja henni. Við höfum stóran garð í miðjum bænum,“ segir hann. „Og við getum alltaf skroppið til hafn- arborgarinnar okkar, Helsinki." Gísli Kristjánsson Eg er bara glaumgosi Finnar verða alltaf að vera bestir í bekknum. Ég held að ör- lög min hafi ráðist í gær.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.