Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Qupperneq 31

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Qupperneq 31
- líkaminn bregst við því þegar við vitum svör við erfiðum spurningum Rowenía Aha-tilfinningin kemur fram á misjafnan hátt og af misjöfnum styrk. Stundum er hún mjög ánægjuleg líkt og þegar við heyrum fyndinn brandara eða vinnum 10 milljónir í lottóinu. DV-mynd Pjetur Maöur nokkur var aö fara að sofa. Hann slökkti Ijósið og var kominn í rúmið áður en myrkrið skall á. Galdurinn var hins vegar sá að rofinn var langt frá rúminu hans. Hvernig fór hann að þessu? Það gerist stundum að gátu eins og þessari er skellt framan í mann. Svörin virðast oft á tíðum vefjast fyrir manni en þegar maður getur ráðið hana kemur sérstök tilfinning sem vonandi allir hafa fundið til einhvem tímann á lífsleiðinni. Það er unaður að muna. Það gæti því verið þess vegna sem krakkarnir í Gettu betur eru alltaf (lesist yfir- leitt) svona ánægðir þegar þau koma fram fyrir hönd skólans síns. Það gæti enn fremur verið út af þessum unaði sem almenningur er sem límdur við sjónvarpstækin á föstudagskvöldum þessar vikurnar. Fólki fmnst gott að muna - og vel á minnst, svarið við gátunni er að það var hábjartur dagur þegar mað- urinn fór í rúmið. Mamma á afmæli í dag! í bók sem John McCrone gaf út og heitir Going Inside fjallar hann um þessa afta-tilfmningu. Þegar við uppgötvum svariö við gátum þá hugsum við ekki á vélrænan hátt: „Já, þetta stemmir allt saman“, heldur er það eitthvað sem brýst um innra með okkur. Svipuð til- finning vaknar þegar við fmnum lykla sem voru búnir að vera týnd- ir lengi og munum að afmælisdagur mömmu er einmitt i dag. Svipuð til- finning vaknar einnig þegar hund- ur hleypur fyrir bílinn hjá manni þegar maður keyrir eftir Kjalames- inu. Misjafn styrkur Aba-tilfínningin kemur fram á misjafnan hátt og af misjöfnum styrk. Stundum er hún mjög ánægjuleg líkt og þegar við heyrum Kaffivél Afríku er ekki víst að það hreyfí við neinu í huganum. Liklega hefur sá sem spurður var ekki heyrt minnst á Mumbasa áður og því er það svo fjarlægt að huganum stendur á sama. Hafi sá aðspurði hins vegar heyrt áður um Mumbasa er líklegt að hann finni fyrir þessari aba-til- fmningu og reyni að grafa vitneskj- una upp úr heilabúinu. Þá er það fyrsta sem gerist að hann hættir að hugsa um nokkuð annað og einbeit- ir sér algjörlega að leitinni í höfð- inu á sér og finnur þá þegar fyrir aba-tilfinningunni þjóta um blóðið þótt hún nái auðvitað hámarki þeg- ar svarinu er náð. Albert Einstein haföi tilefni til að segja aha nokkrum sinnum á lífsleiðinni. fyndinn brandara eða vinnum 10 milljónir í lottóinu. Önnur tegund birtist okkur þegar við tökum eftir þvi að frakkaklæddur maður er bú- inn að elta mann í nokkurn tíma eða þegar við vöknum með köngur- ló á andlitinu. Þessi tilfinning er ekki bundin einu ákveðnu atriði heldur getur hún komið fram við ólíklegustu tækifæri. Hún birtist þegar eitthvað kemur okkur á óvart og stækkar eina tilfinningu og ryður öðrum frá. Sú tilfmning verður allsráðandi í nokkum tíma og er misjafnt hvursu lengi og hvaða áhrif hún hefur. Hvar er Mumbasa? Til að sjá hversu mikilvæg aha- tilfinningin er er gott að hugsa sér hvemig lífið væri án dómgreindar- innar. Hún segir okkur hvað er mikilvægt og meira að segja hvað er rétt og hvað rangt. Ef spurt er hvort Mumbasa væri í Keníu eða Suður- Líkaminn örvast Þegar eitthvað óvænt gerist bregst líkaminn allur við. Þegar einhver kemur óvænt við öxlina á manni stansar maður ekki bara og snýr sér heldur sprettur fram sviti, munnvatnið hverfur, hjartsláttur- inn verður örari, blóðþrýstingurinn hækkar, auka-sykri er hleypt í blóð- ið, æðarnar þrútna, öndunin verður dýpri og öndunarvegurinn víkkar til að geta fært okkur nóg súrefni. Taugakerfið tekur því mjög hratt við sér og gerir okkur meira vak- andi og búin undir hið óvænta og jafnvel átök. Það er ekki erfitt að sjá líkindin milli þessara viðbragða og aba-til- finningarinnar. Líkaminn bregst viö á svipaðan hátt þegar eitthvað rennur upp fyrir okkur. Hægt er að mæla slík viðbrögð með mælum sem mæla rafmagn og blóðþrýsting. Tilfinning að vita að maður viti eitt- hvað er því mjög sterk en ef ekkert er í kollinum um atriðið sem spurt var um þá gerist ekkert í líkaman- um. Hafið þið ekki tekið eftir líkam- legum viðbrögðum ykkar og kepp- endanna í Gettu betur í gærkvöld þá er enn eitt tækifæri til að fylgjast með aba-tilfinningunni brjótast út um líkamann en það er þegar úrslit- in í Gettu betur verða næsta fostu- dag. -sm • Mjög fljót að hella upp á og skilar kaffinu vel heitu • 1200W • Tekur 1,25 htra • Dropastoppari
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.