Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 32
32 LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV lönd Spennandi kosningar til þings í Finnlandi á morgun: Bestir í bekknum Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finna, berst fyrir embætti sínu í þing- kosningunum á morgun. DV-myndir Gfsli Kristjánsson DV, Helsinki:___________________ Áður var Finnlandisering lykilorð- ið í finnskum stjórnmálum. Finnar gerðu allt til að geðjast Sovétríkjun- um, risanum í austri. Nú er talað um Evrópuseringu. Finnar gera allt til að uppfylla kröfurnar sem Evrópusam- bandið, ESB, setur. Og nú er gengið til kosninga á morgun í skugga Evrópu- Flokkarnir í Finnlandi Alls bjóða 18 flokkar fram en i þessir eiga sæti á þingi nú: Jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnina Formaður: Paavo Lipponen for- :■ sætisráðherra. : Kosningamar 1995: 28,3% at- Í kvæða og 63 þingmenn. Spá nú: 22%. Miðflokkurinn í stjómarandstöðu 1 Formaður: Esko Aho, forsætis- ráðherra 1991 til 1995. Kosningarnar 1995: 19,8% og 45 þingmenn. Spá nú: 22%. Samlingspartiet ; (flokkur hægrimanna) í ríkisstjórn 1 Formaður: Sauli Niinistö Qár- málaráðherra. Kosningarnar 1995: 17,9% og 39 ; : þingmenn. Spá nú: 22%. Vinstriflokkurinn (áður Kommúnistaflokkurinn) í rikisstjórn j Formaður: Suvi-Anne Siimes. I Kosningarnar 1995: 11,2% og 22 þingmenn. Spá nú 10%. Sænski þjóðarflokkurinnn I (flokkur sænskum. Finna) 1 í ríkisstjórn. Formaður: Jan-Erik Eneström f Kosningamar 1995: 5,4% og 12 þingmenn. Spá nú 4,5%. Græningjar | í ríkisstjórn Formaður: Satu Hassi. í Kosningarnar 1995: 6,5% og 9 f þingmenn. [; Spá nú: 6,5%. Kristilegi sambandsflokkurinn 1 ríkisstjórn Formaður: Bjame Kallis. Kosningarnar 1995: 3,0% og 6 þingmenn. s: Spá nú: 4,5%. Flokkur ungra Finna í stjómarandstöðu Formaður: Risto Pentilla. j’ Kosningarnar 1995: 2,8% og 2 Íþingmenn. Spá nú: 2%. Landsbyggðarflokkurinn í stjómarandstöðu IFormaður: Raimo Vistbacka Kosningamar 1995: 1,3% og 1 þingmaður. Spá nú: 1%. Umhverfissinnar í stjórnarandstöðu. I Formaður: Pertti Virtanen. Kosningamar 1995: 0,3% og 1 f þingmaður. | Spá nú 0%. sambandsins - og rússneska bjarnar- ins. „Áður vissu menn hvar þeir höfðu rússneska bjöminn. Hann var að vísu ógnvekjandi en hann gerði aldrei neitt óvænt og hann varð spakari og spakari með árunum. Nú er rússneski björninn særður og særður björn er hættulegur. Enginn veit upp á hverju hann getur fundið," segir Björn Máns- son, ritstjóri við Hufvudstadsbladet í Helsinki, við DV. Blaðið er helsta mál- gagn sænskumælandi Finna og ein- dregið stuðningsblað Evrópusam- bandsins og aðildar Finna að NATO. Óttinn við rússneska björninn „Sambúðin við Rússland skýrir af hverju Finnar samþykktu með afger- andi meirihluta að ganga í Evrópu- sambandið. Fólk vildi tengjast Evrópu sem nánustum böndum til að verjast rússneska birninum. Nú hafa menn bætt um betur og tekið upp náið sam- starf við NATO í vamarmálum af ná- kvæmlega sömu ástæðu. Óttinn við rússneska björninn skýrir nánast allt sem gerist í finnskum stjórnmálum," segir ritstjórinn sem spáir aö Finnar verði komnir alla leið inn í NATO áður en langt um líður. Nú er talað um að Finnar séu bara trúlofaðir NATO og það er ekki á dag- skrá fyrir þingkosningarnar á morg- un að tala um hvenær brúðkaupið verði haldið. Þegar DV ræddi við Paavo Lipponen forsætisráðherra á dögunum sagði hann að Finnum lægi ekkert á og að þeir myndu hafa sam- ráð við Svía og Eystrasaltsríkin áður en afstaða yrði tekin til NATO-aðild- ar. Ekkert á dagskrá Því er haldið fram af finnskum stjórnmálaskýrendum að eiginlega sé ekkert mál á dagskrá í kosningunum. Bæði kjósendur og stjórnmálamenn bíði bara eftir niðurstöðunni. Og nið- urstaðan sem beðið er eftir er hvort Paavo Lipponen forsætisráðherra get- ur haldið áfram í embætti eða hvort flokkur hans, jafnaðarmenn, tapa svo miklu fylgi að Lipponen verði ekki sætt lengur. „Allir flokkar vilja i stjórn og allir flokkar vilja fylgja sömu stjórnar- stefnu og nú er fylgt. Höfuðverkefni næstu ríkisstjórnar verður að sjá til þess að Finnar komist með sóma frá formennskunni í Evrópusambandinu síðari helming þessa árs og hvernig öryggi landsins verður best tryggt nú þegar stjórnleysi ríkir í Rússlandi," segir Björn Mánsson ritstjóri. Góðæri Undanfarin fimm ár hefur góðæri verið í fmnsku efnahagslífi. Hagvöxt- ur hefur verið i líkingu við það sem íslendingar hafa notið og var 4,8% á síðasta ári. Finnar voru áður mjög háðir viðskiptum við Sovétríkin. Þeir framleiddu flest það sem Sovétmenn þurftu af hátæknivarningi. Með falli Sovétríkjanna árið 1991 hrundi efna- hagur Finna. Úr varð alvarleg efna- hagskreppa með yfir 20% atvinnu- leysi og samdrætti í þjóðarfram- leiðslu. Afleiðingar kreppunnar eru enn sýnilegar í Finnlandi. 10-12% vinnu- færra manna eru enn án atvinnu og Lipponen forsætisráðherra er kennt um að hafa ekki beitt öllum mætti rík- isstjórnarinnar til að eyða atvinnu- leysinu. Það er helsta ástæðan fyrir að Lipponen stendur höllum fæti í kosningabaráttunni. í hefðbundnum atvinnugreinum, eins og landbúnaði og málmiðnaði, er útlitið heldur ekki bjart. Finnska efnahagsundrið byggist fyrst og fremst á hátækniiðnaði. Þar er fremst 1 flokki Nokia, stórfyrirtæki á heims- mælikvarða og helsti framleiðandi farsíma i heiminum. Ungt, menntað fólk fær vinnu en ómenntað fólk á miðjum aldri er atvinnulaust. Landsbyggðarvandi Sérstaklega er vandinn mikill 1 landbúnaðinum þar sem um 20% vinnufærs fólks hefur atvinnu. Land- búnaðurinn lifir í æ ríkari mæli á styrkjum frá Evrópusambandinu og um leið flytur fólk unnvörpum úr sveitunum í bæina. Fólki hefur fækk- að á landsbyggðinni um 3% á ári und- anfarin ár. Þetta veikir stöðu Lipponens og styrkir að sama skapi stöðu erkiflendanna I Miðflokknum undir forystu Eskos Ahos. .„Málflutningur miðflokksmanna er algerlega óábyrgur. Þeir vilja eyða at- vinnuleysinu með lækkun skatta og auknum ríkisútgjöldum. Þetta bara gengur ekki upp þegar við þurfum lika að halda jafnvægi í ríkisflármál- um og koma í veg fyrir skuldasöfnun erlendis," sagði Lipponen í viðtali við DV. Þetta er kunnugleg staða í kosn- ingabaráttu - líka fyrir íslendinga. Evrópumenn á einni nóttu Það er sagt að Finnar hafi orðið Evrópubúar á einni nóttu þegar þeir ákváðu í þjóðaratkvæðagreiðslu haustið 1994 að ganga í Evrópusam- bandið. Þá ríkti enn svartnætti krepp- unnar í kjölfar falls Sovétríkjanna. Síðan hafa Finnar verið að vinna sig út úr vandanum. Sumir segja að þakka megi góðan árangur í efnahagsmálunum ESB-að- ildinni en aðrir segja að aðildin hafi engu breytt öðru en því að hún varð upphaf nýs tímabils bjartsýni og bar- áttuanda. Finnar hafi ákveðið að verða fremstir allra Evrópubúa - best- ir í bekknum. Finnar ákváðu að taka upp gjald- miðil Evrópusambandsins - Evruna - meðan bæði Svíar og Danir hika. Björn Mánsson ritstjóri. Finnska markið hverfur innan tveggja ára og það varð ekki einu sinni umdeilt mál að kasta gamla gjaldmiðlinum. Þetta varð bara að gera og nú þegar er verð á öllum hlut- um geflð upp bæði í Evrum og finnsk- um mörkum í Finnlandi. Nokialand Baráttugleði Finna vekur athygli. í Svíþjóð horfir fólk öfundaraugum yfir Eystrasaltið og spyr af hverju allt gangi svo miklu betur í Finnlandi en hjá þeim. Áður litu hrokagikkirnir í Svíþjóð niður á Finna en nú neyðast þeir til að líta upp til þeirra. Svíar kalla Finnland nú Nokialand og verða að viðurkenna að Ericsson-farsímarn- ir þeirra séu ekki eins vinsælir og Nokia-farsímarnir finnsku. Finnar hafa líka snúið á Svía í ut- anríkismálum. Lipponen hefur selt Evrópusambandsmönnum í Brussel „norðlægu víddina“ sem frétta- skýrendur eins og Björn Mánsson segja að sé bara innihaldslaust bull. En með „norðlægu víddinni" hafa Finnar tekið forystu í utanríkismál- um á Norðurlöndum. Sneri á Persson Svíar hafa alltaf talið sig eiga að gegna þessu forystuhlutverki og geng- ið um reigðir eins og forystufólk á heimsmælikvarða. Nú skrifa sænskir blaðamenn að Göran Persson forsæt- isráðherra verði að finna upp eitthvað sem getur keppt við „norðlægu vídd- ina“ hans Lipponens. Annars haldi allir útlendingar að bara Finnar geti fundið upp eitthvað nýtt. Lipponen neitaði því að sjálfsögðu í viðtalinu við DV að hann væri í sam- keppni við félaga sinn, Persson. Allir vita þó að Finnar hafa lengi þjáðst af minnimáttarkennd gagnvart Svíum en nú eru þeir að rétta úr kútnum. Gamli, trausti, finnski bóndinn hann Paavo Lipponen er stjórnmálamaður sem fólk í öðrum löndum veitir at- hygli. Þetta líkar Finnum og leiðtoga- hæfileikar Lipponens eru helsti styrk- ur hans í kosningabaráttunni. Raunsæismenn Lipponen er einnig talið það til tekna að hann hefur náð að halda saman í fjögur ár ríkisstjórn flmm flokka - Regnbogastjórninni. Þar eru ____________________ Erlent % I fréttaljós allir með aðrir en Miðflokkurinn. Lipponen hefur tekist að sætta gömlu kommúnistana í Vinstriflokknum við að hægrimenn stjórni Qármálunum og sætt hægrimennina f Samlings- partiet við að kommúnistarnir fari með utanríkismálin. Þetta leika ekki allir eftir. „Finnar hafa alltaf verið raunsæis- menn. Þeir voru það í samskiptunum við Sovétríkin á sínum tíma og eru það nú í samskiptunum við Evrópu- sambandið. Þeir reyna alltaf að finna skynsamlegustu lausnina. Það er skýringin á að ríkisstjórnin spannar nánast allt litróf stjórnmálanna og Finnum vegnar vel í Evrópusamband- inu,“ segir Hannes Heimisson, sendi- ráðunautur í sendiráði íslands í Helsinki. Gísli Kristjánsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.