Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Síða 40
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 DV 52 trímm ■v* Grafarvogur Reykjavík Kópavogur Breíðholt mmmm Undirgöng Göngubrýr Drykkjarst( i Framundan... Mars: 27. Marsmaraþon (***) Hefst kl. 10:00 og 11:00 við | Ægisíðu, Reykjavík (fyrri tíma- i ' setningin er fyrir þá sem ætla | sér að vera yfir 4:15 tíma að I hlaupa vegalengdina). Vega- g lengd: maraþon með tímatöku. 1 Allir sem ljúka keppni fa verð- S launapening. Paraboðhlaup þar | sem hvor aðili fyrir sig (verður : að vera kona og karl) hleypur | hálfmaraþon. Upplýsingar Pét- ur I. Frantzson í síma 551 4096 og símboða 846 1756. Apríl: 3. Flóahlaup UMF Samhygðar (**) Hefst kl. 14:00 við Félagslund, I Gaulverjabæjarhreppi. Vega- lengdir: 3 km, 5 km og 10 km með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 14 ára og yngri (3 1 km), konur 39 ára og yngri, 40 .* ára og eldri (5 km), opinn flokk- ur kvenna (10 km), karlar 39 1 ára og yngri, 40-49 ára, 50 ára og eldri (10 km), opinn flokkur karla (5 km). Verðlaun fyrir ' þrjá fyrstu í hverjum flokki. Upplýsingar veitir Markús ívarsson í síma 486 3318. :1 • . . ■ Á: . ■' ■: . '. 22. Víðavangshlaup ÍR og Elkó (***) Hefst kl. 13:00 við Ráðhús ; v Reykjavíkur. Vegalengd: 5 km | með tímatöku. Flokkaskipting, bæði kyn: 12 ára og yngri, 13-15 ára, 16-18 ára, 19-39 ára, 40-49 I ára, 50-59 ára, 60 ára og eldri. Keppnisflokkar í sveitakeppni I eru íþróttafélög, skokkklúbbar Íog opinn flokkur. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Verðlaun fyrir 1. sæti í * hverjum aldursflokki. Boðið | verður upp á kafiihlaðborð eftir I hlaup. Skráning í Ráðhúsinu frá kl. 11:00. Upplýsingar Kjart- an Árnason í síma 587 2361 og | Gunnar Páll Jóakimsson í síma I 565 6228. 22. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar (**) Hefst kl. 13:00 á Víðistaðatúni Ií Hafnarfirði. Vegalengdir: 1 km, 1,4 km og 2 km með tíma- töku og flokkaskiptingu bæði kyn: 5 ára og yngri (200 m), 6-7 ára (300 m), 8-9 ára (400 m), 10-12 ára (1 km), 13-14 ára (1,4 km), 15-18 ára, 19-29 ára, konur 30 ára og eldri, karlar 30-39 ára, 40 ára og eldri (2 km). Sigurveg- I ari í hverjum flokki fær farand- Ibikar. Upplýsingar: Sigurður Haraldsson i síma 565 1114. 22. Víðavangshlaup Vöku (*) Upplýsingar: Fanney Ólafs- dóttir í síma 486 3317. 22. Víðavangshlaup Skeiðamanna (*) ÍUpplýsingar: Valgerður Auð- ; unsdóttir í síma 486 5530. 24. ísfuglshlaup UMFA (**) Hefst við íþróttahúsið að Varmá, Mosfellsbæ. Skráning og búningsaðstaða við sundlaug Varmár frá kl. 11:30. Vegalengd- I ir: 3 km án tímatöku, hefst kl. 113:00 og 8 km með tímatöku og sveitakeppni hefst kl. 12:45. Sveitakeppni: Opinn flokkur 3 eða 5 í hverri sveit. Allir sem ljúka keppni fá verðlaunapen- ing. Útdráttarverðlaun. Upplýs- ingar: Kristín Egilsdóttir í síma 566 7261. Maí: Í1.1. maíhaup UFA (**) Hefst kl. 13:00 við Sportver. Vegalengdir: 4 km og 10 km með tímatöku og flokkaskipt- ingu bæði kyn: 6 ára og yngri (1 km), 7-9 ára, 10-12 ára, 13-14 I ára, 15-16 ára (2 km), 17-39 ára, 40 ára og eldri (4 km eða 10 km). Verðlaun fyrir þrjá fyrstu i öll- um flokkum og allir sem ljúka keppni fá verðlaunapening. Út- dráttarverðlaun. Skólakeppni. | Upplýsingar UFA, pósthólf 385, 602 Akureyri. Hið árlega marsmaraþon fer fram laugardaginn 27. mars. Hlaupaleiðin er merkt inn á kortið hér að ofan, en ræst verður í hlaupið klukkan 10.00 og 11.00. Fyrri tímasetningin er fyrir þá sem ætla sér að vera yfir 4.15 klst. að hlaupa þessa vegalengd. Marsmaraþon er jafnframt paraboðhlaup þar sem hvor aðili (karl og kona) fyrir sig hleypur hálfmaraþon. Laugavegshlaupið fullnægir skilyrðum sem gerðar eru til ofurmaraþons en það er um 55 km að lengd. Húsasmiðjuhlaupið 1999 fellur niður Þær fregnir hafa borist að Húsasmiðjuhlaup FH fari ekki fram í ár. Hlaupið hefur verið árlegur viðburður lengi og var haldiö á síðasta ári þann 30. maí. Leiðin fyrstu árin milli Hafnarfjarðar og Súðarvogs á mikilli umferðargötu sætti mikilli gagnrýni. Henni var breytt en breyt- ingin náöi ekki tilgangi sínum. Hlaupið var um götur Hafnarfjarðar og var umferðarstjórn á gatnamótum afar ábótavant. Eitt árið var ræst nokkrum mínútum á undan áætlun og olli það óánægju margra hlaupara. Fi-amkvæmd FH á hlaupinu í fyrra, fékk lof en var of seint á feröinni, því hlaupið var búið að missa fyrri vinsældir sínar. Skipu- I leggjendur mótsins hafa ákveðið að fella það niður á þessu ári, hvað sem um það verður í framtíðinni. -ÍS Hvað þýða * Fjöldi stjama segir til um staðal sem við- komandi hlaup uppfyllir: (Ath.: Ef hlaup er ekki með stjömu er ekki um keppnishlaup aö ræða.) *** • Mæling á stöðluðum vega- lengdum, s.s. 5 km, 10 km, hálfmaraþon og maraþon. Æskilegt undirlag malbik. Aðili frá mótshaldara sem er ábyrgur gagnvart mælingunni. • Sjúkragæsla á hlaupaleið og við endamark. • Marksvæði lokað fyrir umferð. • Brautarvarsla á hlaupaleiö. • Drykkjarstöövar á hverjum 4-5 km og við endamark. • Tímataka. • Aidursflokkaskipting. • Verðlaun fyrir alla þátttakendur. • Aukaverðlaun, s.s. útdráttarverðlaun. ** • Sjúkragæsla við endamark. • Marksvæði lokað fyrir umferð. • Brautarvarsla á viðsjárverðum stöðum. • Drykkjarstöðvar. • Tímataka. • Aldursflokkaskipting. • Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla og kvennaflokki og e.t.v. fleiri þátttakendur. * • Sjúkragæsla við endamark. • Brautarvarsla á viðsjárverðum stöðum. • Drykkjarstöðvar. • Tímataka á a.m.k. fimm fyrstu körlum og konum í mark. • Verðlaun fyrir a.m.k. þrjá fyrstu í mark í karla og kvennaflokki. Hvað er ofurmaraþon? Ofurmaraþon er grein sem nýtur æ meiri vinsælda, bæði hérlendis sem erlendis. Á íslandi eru nokkur hlaup sem falla undir skilgreiningu ofurmaraþons. Þeirra þekktast er Laugavegshlaupið en einnig má til dæmis minnast á Þingstaðahlaup. Borið hefur á því að fólk gerir sér ekki almennilega grein fyrir hvað felst i orðinu ofurmaraþon. Alþjóð- leg skilgreining á fyrirbærinu er þessi: „Ofurmaraþon er hver sú hlaupakeppni sem er lengri en maraþonhlaup (42 km og 195 metr- ar, eða 26 mílur og 385 jardar). Hærri mörk ofurmaraþons eru eng- in.“ Dæmigerð ofurmaraþonhlaup eru um og yfir 50 km og sjaldnast hlaup- in styttri vegalengd. Lengsta skráða ofurmaraþonhlaup heims er hið ár- lega Sri Chinmoy „The Ultimate Extra“ í New York sem er hvorki meira né minna en 2.092 km og er haldið á hverju hausti. Annað frægt hlaup sem telja má til ofurmara- þons er „Trans America Footrace" sem hlaupið er á 64 dögum frá Los Angeles á vesturströnd Bandaríkj- anna til New York á austurströnd- inni. Hlaupið er meira en 4.800 km frá upphafs- til endapunktar og verða hlauparar því að leggja að baki um 72 km á dag. Margar aðferðir Ofurmaraþon eru hlaupin við hvers konar aðstæður, eftir vegum, vegslóðum eða jafnvel óbyggðum eins og í Laugavegshlaupinu. Það getur verið frá einum punkti til annars eins og hið fræga Comrad- hlaup í Suður-Afríku. Annar mögu- leiki er sá að byrja á einum punkti og enda á þeim sama eins og 100 km hlaupið í Kanada sem kennt er við Niagara-fossana. „The Ultimate Extra“ er dæmi um þriðju aðferðina en hún felst i því að hlaupa stans- laust í hringi eftir brautum. Hver hringur er ein míla í The Ultimate Extra, alls 1300 hringir. Hlauparar mega beita hvaða að- ferðum sem þeim líkar á leiðinni, hvíla sig, nema staðar til að nærast og jafnvel leggjast til svefns á lengri leiðum. Ofurmaraþon er ekki alltaf miðað við ákveðna vegalengd. í sumum tilfellum felst ofurmaraþon í því að reynt er að leggja að baki eins langa vegalengd og hægt er á fyrirfram ákveðnum tíma. Algengt er þá að gefnar séu 24 klukkustund- ir, 48 klukkustundir eða 6 dagar til hlaupsins. Algengustu vegalengdir/tímar í ofurmaraþoni eru 50 km, 50 mílur, 100 km, 150 km, 100 mílur, 24 klst., 200 km, 48 klst., 200 mílur, 6 dagar, 1000 km eða 1000 mílur. -ÍS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.