Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 45

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1999, Side 45
LAUGARDAGUR 20. MARS 1999 litanic-æðinu haldið við ; Fyrir þá sem hafa ekki enn feng- ið nóg af Titanic-æðinu; kvikmynd- | inni, bókunum og Leonardo DiCaprio, eru það sjálfsagt góðar fréttir að um miðjan apríl verður opnað heljarmikið safn um Titanic í Orlando í Flórídaríki. Safnið, sem ! kallast einfaldlega „Titanic - j draumaskipið" verður við Intemational Drive sem er einhver flölsóttasti ferðamannastaður Or- ! landoborgar. ! Á safninu, sem nær yfir 2300 fer- metra svæði og kostaði sjö milljón dollara, verður að finna 200 hluti af skipinu, þar á meðal björgunai'- j vesti og farþegalista. Þá verða þar | ýmsir hlutir úr kvikmyndinni, svo sem einn af búningunum sem DiCaprio klæddist. Reiknað er með að ekki færri en ein milljón manna muni leggja leið sína í safnið á fyrsta starfsári. Reynt verður að láta gestum finnast þeir vera raun- verulegir farþegar í skipinu, gaml- ar skipsflautur verða þeyttar og að sjálfsögðu verður stiginn glæsilegi á sínum stað. í fótspor frelsarans ísraelsmenn eru komnir á fulla ferð að undirbúa komu nýs árþús- unds. Meðal framkvæmda þar í landi er bygging palls á Galíleu- vatni. Tilgangurinn er að bjóða pílagrímum aö ganga á vatni á sama stað og Kristur fyrir tvö þús- und árum. Pallurinn verður fimm sentímetra undir yfirborðinu þannig að fólk ætti að fá á tilfmn- inguna að það geti gengið á vatni. Pallurinn verður 100 metra lang- I ur og fjögurra metra breiður. Hann 8 á að geta borið um fimmtíu manns |jí einu og verða öryggisverðir á I staðnum ef menn detta útbyrðis. I Ferðaþjónustuaðilar leggja þó 1 áherslu á þeir séu ekki að þessu til !" þess að græða heldur miklu frekar að leyfa fólki að setja sig í spor Krists. Búist er við að minnsta kosti : fjórum milljónum pílagríma til . landsins helga árið 2000 og allflest- ir munu væntanlega leggja leið sína til Galíleuvatns. Göngusumar endurtekið Félag atvinnulífsins í Grundar- firði hefúr óskað eftir því við sveit- arstjóm Eyrarsveitar að fá að hafa umsjón með hátíðarhöldunum Á góðri stund í Grundarfirði sem fara eiga fram dagana 23. til 25. júlí næst- komandi. Hátíðarhöldin verða með svipuð- um hætti og í fyrra og verður ýms- um aðilum falið að sjá um dagskrár- liði. Miðpunktur hátíðarinnar verð- ur á laugardeginum, eins og í fyrra, en gert er ráð fyrir að hátíðin teygi anga sína frá fostudegi til sunnu- dags. Göngusumar á Grundarfirði verð- ur einnig endurtekið en í fyrrasumar tók fjöldi manns þátt í skipulögðum gönguferðum. Fyrsta gönguferðin var á Klakk á Jónsmessunótt. Nú vinnur nefnd á vegum Félags atvinnulífsins aö því að merKja allar helstu göngu- leiöir í Eyrarsveit. -DVÓ férðir 57* Ferðaáætlun Ferðafálags íslands 1999: Tæplega 300 ferðir í boði • Ferðaáætlun Ferðafélags íslands fyrir árið 1999 er komin út. í ár er boðið upp á tæplega þrjú hundruð ferðir um ísland. í áætluninni eiga allir að finna ferðir við sitt hæfi, en í boði eru dags- og kvöldferðir og helgar- og sumarleyfisferðir. Bæði er um að ræða ferðir fyrir þá sem vilja stunda útiveru og náttúruskoðun með auðveldum gönguferðum, til dæmis fyrir fiölskyldufólk, og ferðir fyrir þá sem vilja leggja á sig meira erfiði. I ferðaáætluninni eru auk ferða Ferðafélags íslands, kynntar ferðir nokkurra deilda félagsins, Ferðafé- lags fiarðamanna Austfiörðum, Ferðafélags Akureyrcir, Ferðafélags Fljótsdalshéraðs, Ferðafélags Aust- ur-Skaftfellinga og Ferðafélags Svarfdæla. Ferðir Ferðafélagsins eru öllum opnar en félagsmenn fá afslátt í helgarferðir og lengri ferðir sem gildir einnig fyrir maka og börn. Dagsferðir í Þórsmörk og Land- mannalaugar eru þó undantekning; í þær er frítt fyrir böm og unglinga 15 ára og yngri í fylgd með foreldr- um. Göngumiðar eru í dagsferðum þar sem félagar í Ferðafélagi íslands fá fría ferð ef þeir safna tíu miðum. Fornar þjóðleiðir, svæðakynning og fræðsluferðir í byrjun ársins er mest áhersla lögð á stuttar gönguferðir, skíða- göngur og námskeið, m.a. í skíðagöngu. Af nýjungum í dags- ferðunum má nefna 18 ferða syrpu þar sem kynntar eru þjóðleiðir á Suðvesturlandi, og kynningu á náttúrufari og sögu landsvæðis í ná- grenni Hafnarfiarðar, en þær kynningarferðir eru í samvinnu við Um- hverfis- og útivistarfé- lag Hafnarfiarðar. Áfram verður sam- vinna við Skógræktarfé- lag íslands irni skógar- göngur og verða þær á fimmtudagskvöldum í sumar. Samvinna verð- Frá Landmannalaugum. Frá Þórsmörk. ur við Náttúrufræðifélagið um fræðsluferðir. Árlegur göngudagur Ferðafé-*^ lagsins verður 20. júní en einnig verða þrír göngudagar í samvinnu við Spron og ber þar að nefna Esju- dag 6. júní. í samvinnu við Dalamenn mun Ferðafélagið byrja á því að beina sjónum sínum að söguslóðum í Dölum og víðar í tilefni landa- fundaafmælis á næsta ári. M.a. • verða dagsferðir 19. júní og helgar- ferð 26.-27. júni um söguslóðir í ; Dölum. Góðir veitingastaðir, kaffihús og öfl- ugt tónlistarlíf hefur löngum þótt einkenni Vínarborgar. Ferðaskrifstofa Guð- mundar Jónassonar hf.: Vorferð til Vínarborgar í vor verður farið í skipulagða ferð á vegum Ferðaskrifstofu Guð- mundar Jónassonar til hinnar fögru og glæsilegu Vínarborgar, nánar til- tekið dagana 12. til 15. maí næst- komandi. Um beint leiguflug er að ræða en flogið verður með flugvél- um Flugleiða. Vin er höfuðborg Austurríkis og íbúar borgarinnar eru um 1,5 millj- ónir. Vín er ein helsta menningar- borg Evrópu og á sér mikla og merkilega sögu. Líflegir veitinga- staðir, góð kaffihús og blómlegt tón- listarlíf einkennir borgina. Fararstjóri í ferðinni verður Emil Örn Kristjánsson og boðið verður upp á skoðunarferð um borgina. Saga Vínar nær tvö þúsund ár aftur í tímann þegar Keltar réðu þar ríkj- um. Uppgangur borgarinnar hófst á 13. öld þegar hún varð höfuðborg Habsborgaranna. Á miðöldum risu hallir, dómkirkja og háskóli í borg- inni sem áhugavert er að skoða. Frægar hallir eru til dæmis Belvedere og Schönbrunn, sem eru umkringdar glæsilegum lystigörð- um og þykja einhverjar glæsileg- ustu bcirokkhallir Evrópu. Þá verð- ur að sjálfsögðu staldrað við i einu helsta kennileiti borgarinnar, Stef- ansdom eða Kirkju heilags Stefáns, en turn hennar sést víða að í borg- inni. Skítt með hana“ - Steingrímur J. Sigfússon í opnuviðtali Dags Áskríftarsíminn er Hver hlýtur Óskarinn? Merkileg fjölskyldusaga Veiðiparið Fluguveiði, krossgáta, matargatið, bókahillan, bíó, o.m.fl.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.